Morgunblaðið - 23.07.2018, Side 2

Morgunblaðið - 23.07.2018, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2018 Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150 Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju Fyrir passann, ökuskírteinið, ferilskrána o.fl. Skjót og hröð þjónusta Engar tímapantanir Góð passamynd skiptir máli Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. 12. öld. Að sögn Ragnheiðar eru góð- ar líkur á því að kirkjuna sé að finna norðan við veginn sem liggur að Mosfellskirkju. Svæðið austan við kirkjuna er ekki síður merkilegt. „Það virðist vera að þar séu heil- miklar leifar eftir frá landnámi og al- veg fram á 14. öld. Á stóru svæði gátum við séð mannvistarlög frá árinu 1000 og allt fram til 1400. Þau voru yfir einn metri á þykkt,“ segir hún. „Þarna munu örugglega leyn- ast einhver hús. Þetta virðist vera mjög heillegt og það lítur allt út fyrir að það verði hægt að fá miklar upp- lýsingar um miðaldir á Mosfelli. Það er auðvitað mjög áhugavert tímabil sem við vitum lítið um,“ segir Ragn- heiður og nefnir að svæðið hafi þar að auki sterk tengsl við Egils-sögu Skallagrímssonar. námsöld með byggingu prests- seturs við kirkj- una árið 1960. Stórt svæði til skoðunar Minjastofnun stöðvaði fram- kvæmdir við nýtt bílaplan á Mos- felli í apríl sl. þegar vísbendingar um fornminjar komu í ljós. Tvö svæði eru undir, annars vegar norðan við veg að Mos- fellskirkju þar sem leifar frá land- námsöld hafa fundist og hins vegar austan við bílaplanið við kirkjuna þar sem mannvistarlögin fundust. Heimildir eru fyrir því að fyrst hafi verið byggð kirkja á Mosfelli á Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Mannvistarlög allt frá landnámsöld hafa fundist við forrannsókn forn- leifafræðinga við Mosfell í Mosfells- dal. Vonir standa til þess að góðar upplýsingar fáist um mannvirki á Mosfelli á miðöldum með frekari fornleifauppgreftri. „Þegar við byrjuðum að hreinsa þetta sáum við að það eru minjar í öllu því svæði sem framkvæmdaað- ilarnir höfðu opnað. Þeir höfðu ekki raskað mjög miklu, aðeins að hluta,“ segir Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur en hún er einn þeirra vísindamanna sem rannsakað hafa bæjarstæðið við Mosfell í Mos- fellsdal. Þó er ljóst að talsvert rask varð á fornminjum allt frá land- Ljósmyndir/Knut Paasche Mosfell Meðal þess sem fundist hefur eru bökunarhella og flöskur frá 19. eða 20. öld. Merkar minjar við Mosfellskirkju  Líklegt er að forn hús og mannvirki finnist við Mosfell Ragnheiður Traustadóttir Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Samninganefnd ljósmæðra sam- þykkti á laugardagskvöld miðlunartil- lögu ríkissáttasemjara og var yfir- vinnuverkfalli ljósmæðra í kjölfarið aflýst. Stjórn Landspítalans lýsti því yfir að hún myndi endurskoða og end- urmeta starfslýsingar og ábyrgð ljós- mæðra og taka inn í þá vinnu jafn- launavottun sem átti eftir að meta til tekna. Þetta útspil Landspítalans gerði útslagið, segir Katrín Sif Sig- urgeirsdóttir, formaður samninga- nefndar ljósmæðra. Eins og víða hafði komið fram var fyrirhugað að tólf vikna ómskoðunum yrði hætt frá og með deginum í dag en þær eru aftur komnar á dagskrá. Gerðardómur og endurmat Ljósmæður funduðu á Akureyri í hádeginu í gær og á Landspítalanum í gærkvöldi þar sem hinn nýi samning- ur var kynntur, en rafræn kosning um samninginn hefst á hádegi og lýk- ur á hádegi á miðvikudag. Katrín Sif segist vera sátt við niðurstöðu mála en hefði viljað gera betur. „Auðvitað vill maður alltaf gera betur en ég held að félagsmenn átti sig á því að þetta var kannski eins langt og komist verður í þessari lotu,“ segir Katrín. Samningurinn er í grunnatriðum sá sami og ljósmæður felldu í byrjun júní, sem kveður á um 6,9% miðlæga hækkun. Þá verða helstu kröfur ljósmæðra, þ.e. hvort launasetning sé í samræmi við álag, menntun og inntak starfsins, lagðar fyrir sérstakan gerðardóm, sem ríkis- sáttasemjari skipar. Þar að auki hefur stjórn Landspítalans lýst því yfir að hún muni endurskoða starfslýsingar og ábyrgð ljósmæðra. Voru í sambandi við alla „Þau ætla að endurmeta hvernig ljósmæðrum hefur verið raðað í stofn- anasamninga með tilliti til jafnlauna- vottunar og starfsumhverfis,“ segir Katrín sem segir að innkoma Land- spítalans hafi komið nokkuð á óvart. „Við höfum náttúrlega verið í sam- bandi við alla, ráðherrana, landlækni og forstjórana, og reynt að kynna mál okkar. Það hafa allir verið vel upp- lýstir um hvað málið snýst,“ segir Katrín. Aðspurð hvað hún hafi lært í samningaferlinu svar- ar Katrín: „Mér finnst þetta ferli, þessar svokölluðu samningaviðræður, mjög óskilvirkt og óskynsamlegt á margan hátt. Þetta eru ekki falleg samskipti eða skil- virkar vinnuaðferðir. Alls ekki.“ Útlitið jákvætt eftir fundina  Innkoma Landspítala skipti höfuðmáli  „Maður vill alltaf gera betur“  Kosið um samninginn í dag og á morgun  „Einhvers staðar varð að höggva á hnútinn“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Fundað Miðlunartillagan var kynnt í gær. Katrín Sif sagði að fundirnir tveir hefðu gengið vel og skynjaði jákvæðni meðal félagskvenna. „Ekkert eitt sem veldur“ STOFNANASAMNINGAR LAUSNIN? Nýir stofnanasamningar voru gerðir við geislafræðinga eftir kjarabaráttu þeirra 2013 og við hjúkrunarfræðinga 2015 en tilgangur stofnanasamn- inga er m.a. að útfæra röðun starfa í launaflokka innan stofnunar. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir það þó ekki vera viðtekna venju að stjórnendur spítalans stökkvi inn og höggvi á hnút- inn þegar í nauðirnar rekur. „Landspítalinn hefur stöku sinnum stigið inn í út frá stofnanasamningum en það er við mjög afmörkuð mál og hefur gerst þegar það hefur verið nokkuð ljóst að það þurfti að gerast hvort sem var,“ segir Páll og bætir við: „Þegar kjaraviðræður eru komnar í þrot þá eru auðvit- að allir að reyna að finna leiðir til að leggja sitt af mörkum og kannski ekkert eitt sem ræður úrslit- um.“ Páll Matthíasson Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Tónleikar bandarísku rokksveit- arinnar Guns N’ Roses, sem fara fram á Laugardalsvelli á morgun, stefna í að verða stærstu tónleikar Íslandssögunnar. Aðstandendur tónleikanna reyna margt til að koma í veg fyrir umferð- aröngþveiti í Laugardalnum annað kvöld. Í auglýsingum fyrir tón- leikana hefur m.a. verið tekið fram að bílum megi aðeins leggja í stæði við Laugardalshöll að því gefnu að minnst fjórir farþegar séu innan- borðs. Samkvæmt lokatölum hefur sýslumaðurinn í Reykjavík veitt leyfi fyrir því að 26.900 áhorfendur sæki tónleikana. Þetta er talsverð fjölgun frá því sem upphaflega var áætlað, segja tónleikahaldarar. Í gær höfðu rúmlega 23 þúsund miðar af þessum sætum selst. Loka- talan var unnin í samráði við sýslu- mannsembættið, starfsfólk Laug- ardalsvallar og sérfræðinga í tónleikauppsetningu sem hafa starf- að með Guns N’ Roses á öðrum við- komustöðum í tónleikaferðalaginu. Fjórir eða fleiri komi saman í bíl  Sýslumaður gefur leyfi fyrir 26.900 gestum á tónleikum Guns N’ Roses Rokk Hljómsveitin Guns N’ Roses spilar á Laugardalsvelli á morgun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.