Morgunblaðið - 23.07.2018, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ekki sér ennfyrir end-ann á
vandræðum Evr-
ópusambandsins í
flóttamanna-
málum þar sem aðildarríkin
keppast við að benda hvert á
annað og samstöðu skortir.
Þannig var í síðasta mánuði
haldinn sérstakur leiðtoga-
fundur um þessi mál sem end-
aði með því að samþykkt var
útvötnuð málamiðlun sem
byggðist þó helst á tillögum
Ítala um að aðildarríkin
kæmu sér upp sérstökum
móttökustöðvum fyrir flótta-
menn.
Með þeim stöðvum átti að
vera auðveldara að tryggja að
þeir sem fengju hæli innan
sambandsins yrðu ekki allir
fastir í fyrsta ríkinu þar sem
þeir hefðu viðkomu sem er
Ítalía í langflestum tilfellum.
Ekki var þó skylda að reisa
slíkar stöðvar og var blekið
vart þurrt á samkomulaginu
þegar bæði Frakkar og Aust-
urríkismenn höfðu lýst því yf-
ir að þeir myndu ekki taka
þátt.
Á móti vildi Evrópusam-
bandið að Ítalir myndu sam-
þykkja að taka aftur á móti
fólki, sem bjargað hefði verið
úr lífsháska á miðju Miðjarð-
arhafi, en ný ríkisstjórn
landsins hafði þá ákveðið að
loka höfnum sínum fyrir skip-
um sem hafa flóttamenn inn-
anborðs. Á föstudaginn kváðu
ítölsk stjórnvöld hins vegar
upp úr um að þeir myndu ekki
hvika frá núverandi stefnu,
þar sem önnur aðildarríki
sambandsins hefðu verið treg
til þess að axla
byrðarnar með
Ítölum.
Svo illa vildi til
að sama dag ákvað
Fayez al-Sarraj,
forsætisráðherra Líbíu, að
hafna hinni tillögunni sem
kom út úr júnífundinum erf-
iða: að Evrópusambandið
myndi reisa „brottfarar-
stöðvar“ fyrir flóttamenn í
ríkjum Norður-Afríku til þess
að gera það auðveldara að
stöðva flóttamannastrauminn
áður en fólkið legði á hafið.
Sagði Sarraj ennfremur að
land sitt væri alhliða mótfallið
því að Líbía yrði notuð sem
geymslustaður fyrir ólöglega
innflytjendur sem Evrópu-
sambandið vildi ekki fá til sín.
Hafnaði Sarraj um leið hug-
myndum um að landið myndi
taka við peningagreiðslum frá
sambandinu í skiptum fyrir að
halda flóttamönnunum hjá
sér. Önnur ríki Norður-Afríku
hafa sömuleiðis hafnað þess-
um hugmyndum.
Á meðan Evrópusambands-
ríkin þrátta bæði innbyrðis og
út á við um það hverjum beri
skylda til þess að taka á móti
flóttamönnunum, bitnar óá-
kveðni sambandsins einna
helst á fólkinu sem telur sig
geta fundið betra líf innan
Evrópusambandsins, jafnvel
þó að flest aðildarríkjanna séu
ófús til þess að taka á móti
því. Nú, þegar sú málamiðlun
sem lögð var til í júní virðist
standa á brauðfótum í besta
falli, er spurning hvort aðild-
arríkin hafa þrótt til þess að
bregðast við áður en í enn
meira óefni er komið.
Innflytjendastefnu
ESB hafnað á Ítalíu
og í Líbíu}
Enn eitt áfallið
Svar fjármála-og efnahags-
ráðherra við fyr-
irspurn Óla Björns
Kárasonar alþing-
ismanns um þróun
á skattbyrði árin
2009-2017 veldur töluverðum
vonbrigðum. Svarið kemur þó
því miður ekki á óvart. Á það
hefur ítrekað verið bent, meðal
annars á þessum vettvangi, að
vinstristjórnin sem sat á
fyrstu árunum eftir fall bank-
anna hækkaði skatta óhóflega
og að þær stjórnir sem á eftir
hafa komið hafa ekki undið
ofan af þeim skattahækkunum.
Afleiðingin er sú að með batn-
andi efnahag og hækkandi
launum landsmanna hefur rík-
ið aukið stórkostlega hlutdeild
sína í þjóðarkökunni.
Óli Björn bendir á í samtali
við Morgunblaðið á föstudag
að skattbyrði á tekjur ein-
staklinga hefur
aukist gríðarlega.
Þetta verður að
sjálfsögðu að leið-
rétta og vekur
furðu að ekki skuli
unnið að því með
markvissum hætti að létta aft-
ur byrðarnar af launamönnum.
Óli Björn bendir líka á að
fyrirhugað sé að lækka trygg-
ingagjaldið enn frekar, en
lækkun á því hefur gengið afar
hægt sem er verulega íþyngj-
andi fyrir rekstur fyrirtækja í
landinu, enda bætist trygg-
ingagjaldið við miklar launa-
hækkanir og umtalsverðar
hækkanir á greiðslum í lífeyr-
issjóði. Þessar hækkanir eru
vissulega jákvæðar fyrir
launamenn og sýna hve hlutur
þeirra hefur batnað á liðnum
árum, en ríkið á ekki að njóta
þeirra með þeim óhóflega
hætti sem verið hefur.
Nauðsynlegt er
orðið að draga úr
óhóflegri skatt-
heimtu hér á landi}
Vaxandi skattbyrði vonbrigði
Í
apríl í fyrra sendi ég beiðni á tölvu-
póstfang þingsins sem hjálpar til við
uppsetningu þingmannamála. Ég
vildi gera frumvarp þar sem það yrði
til nýr dagskrárliður á þingfundum
þar sem handahófskennt væri valið úr þjóð-
skrá fólk sem gæti flutt ræðu á þingi. Svarið
sem ég fékk var að það væri ekki hægt „með
vísan til þess að Alþingi er samkvæmt stjórn-
arskrá lýðveldisins fulltrúasamkoma þjóð-
arinnar þ.e. þar eiga þjóðkjörnir fulltrúar
einir sæti sbr. 31. gr. stjórnarskrár „Á Al-
þingi eiga sæti 63 þjóðkjörnir þingmenn,
kosnir leynilegri hlutbundinni kosningu til
fjögurra ára.“ Slíkt frumvarp fer því í bága
við stjórnarskrána og þá hugsun að þjóðin
hafi rödd með vali á kjörnum fulltrúum sín-
um“.
Það var þó vísað í eina undantekningu frá þessari
meginreglu í 51. gr. stjórnarskrár, þ.e. „Ráðherrar eiga
samkvæmt embættisstöðu sinni sæti á Alþingi, og eiga
þeir rétt á því að taka þátt í umræðunum eins oft og
þeir vilja, en gæta verða þeir þingskapa. Atkvæðisrétt
eiga þeir þó því aðeins að þeir séu jafnframt alþing-
ismenn.“
Eftir ítrekun var svarið einfalt: „því miður, það getur
enginn tekið til máls á þingfundi úr ræðustóli Alþingis
nema kjörnir fulltrúar“.
Ég fór því að undirbúa breytingar á stjórnarskrá til
þess að þetta gæti orðið að veruleika en svo komu
óvænt kosningar og málið endaði neðarlega
á forgangslistanum mínum.
Þetta mál rifjaðist hins vegar upp um dag-
inn þegar utanaðkomandi aðila var boðið að
flytja ræðu á þingfundi og nú þegar viðkom-
andi aðili hefur haldið þá ræðu, hvort þetta
hafi verið þingfundur eða hvort brotið hafi
verið gegn stjórnarskránni. Á þessum fundi
var önnur umræða um þingsályktunartillögu
sem þingmenn greiddu atkvæði um. Það er
samkvæmt þingskaparlögum og einungis gilt
ef um þingfund er að ræða. Hins vegar var
þarna aðili sem á sér engan stað eða und-
anþágu í stjórnarskránni að halda ræðu.
Virkar stjórnarskráin kannski fyrir danska
kjörna fulltrúa? Af því að núverandi stjórn-
arskrá Íslands er að undirlagi dönsk sko?
Auðvitað gerir hún það ekki.
Þetta er hins vegar svo dæmigert fyrir íslensk stjórn-
mál og íslensku stjórnarskrána. Það virðist bara vera
hægt að taka geðþóttaákvörðun um eitt eða annað og
þar við situr. Annað dæmi um þetta eru óskrifuðu regl-
urnar um störf þingmanna. Hvað sem því líður, þá
hlakka ég til þess að klára þetta frumvarp mitt og sjá
hvort það er rétt hjá lögfræðingunum að stjórnarskráin
banni þetta eða hvort þetta er rétt hjá þingforseta að
utanaðkomandi geti haldið ræðu á þingi.
bjornlevi@althingi.is
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Höfundur er þingmaður Pírata.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Við landnám var talað umað Ísland hefði veriðskógi vaxið milli fjalls ogfjöru. Ekki fylgdi sögunni
að hér væri í sama mund hægt að
finna gull og græna skóga. Í dag
eru nokkrir aðilar hins vegar full-
vissir um að gull sé að finna í iðrum
jarðar á Íslandi, meðal annars við
túnfót höfuðborgarsvæðisins.
Félagið Melmi hefur fengið
framlengt leyfi Orkustofnunar til
ársins 2023 vegna leitar og rann-
sókna á svæði 14, sem kallast Esju-
svæði, en þar innan er Þormóðs-
dalur við Hafravatn. Mosfellsbær
hefur hins vegar ekki veitt leyfi til
rannsóknaborana í dalnum. Lengi
hefur verið talið að gull sé að finna í
Þormóðsdal en Einar Benediktsson
stóð þar fyrir greftri árið 1905, án
árangurs.
Melmi fékk árið 2004 leyfi
stjórnvalda til rannsókna og leitar
að eðalmálmum á 14 svæðum á
landinu. Árið 2010 felldi iðn-
aðarráðuneytið niður leyfi Melmis
á fimm svæðum. Nokkrum árum
síðar óskaði Melmi eftir fram-
lengdu leyfi fyrir hinum svæðunum
níu. Fyrr í sumar var beiðni um
átta svæði hafnað af Orkustofnun
þar sem leitar- og fjármögnunar-
áætlanir fyrir þau svæði lágu ekki
fyrir. Hins vegar samþykkti Orku-
stofnun að framlengja leyfi fyrir
svæði 14, eins og áður segir. For-
senda fyrir þeirri samþykkt var
samningur Melmis við eigendur
Iceland Resources um fjármögnun
á leit og rannsóknum á svæðinu.
Hefur Melmi sent inn erindi til
Reykjavíkurborgar, Kópavogs-
bæjar og Mosfellsbæjar þar sem
óskað er eftir umsögn vegna
áforma félagsins um leit og rann-
sóknir á svæði 14. Hafa þær um-
sagnir ekki verið afgreiddar.
Sterkar vísbendingar
Iceland Resources er með tvö
gild leyfi Orkustofnunar til gull-
leitar hér á landi, annars vegar í
Öxnadal, Hörgárdal og víðar á
Tröllaskaga og hins vegar í Vopna-
firði og við Héraðsflóa. Félagið hef-
ur sótt um leyfi fyrir sex aðra staði
á landinu (sjá meðf. kort) en þær
umsóknir bíða afgreiðslu Orku-
stofnunar. Fyrrnefndar tvær leyf-
isveitingar voru af landeigendum
kærðar til úrskurðarnefndar um-
hverfis- og auðlindamála. Með úr-
skurðum sínum í síðasta mánuði
hafnaði nefndin kröfum landeig-
enda um að fella leyfin úr gildi.
„Við höfum sterkar vísbend-
ingar um að gull sé að finna í Þor-
móðsdal og víðar á landinu. Þess
vegna viljum við halda rannsóknum
áfram,“ segir Vilhjálmur Þór Vil-
hjálmsson hjá Iceland Resources,
IR. Hann er einn eigenda félagsins
sem að langstærstum hluta er í
eigu kanadíska félagsins St.
Georges Eco-Mining.
Hann segir Kanadamenn hafa
tröllatrú á því að gull finnist á Ís-
landi. Jarðfræðingar munu fara í
yfirborðsrannsóknir í Vopnafirði og
á Tröllaskaga í næsta mánuði og
teknar verða gervihnattamyndir
þegar snjóa leysir betur á þessum
slóðum.
Vilhjálmur Þór segir IR hafa
gert samkomulag við Melmi um að
framkvæma rannsóknir á svæði 14.
Bora þurfi rannsóknarholur í Þor-
móðsdal en Mosfellsbær hafi ekki
viljað veita framkvæmdaleyfi
vegna skipulagsmála sveitarfé-
lagsins.
„Þetta snýst ekki um að moka
allt í tætlur heldur þurfum við að
taka litlar rannsóknarholur, sem
valda engu raski, til að skilja
betur jarðfræðina,“ segir
Vilhjálmur Þór.
Gefast ekki upp í
leit að íslensku gulli
Gull er verðmætur málmur og
ef tekst að finna það í vinn-
anlegu magni hér á landi gæti
verið eftir miklu að slægjast.
Gullverð á markaði náði hæstu
hæðum fyrir um tveimur árum
en hefur eitthvað gengið til
baka. Únsa af gulli selst í dag á
um 1.230 dollara, eða um 130
þúsund krónur. Kílóið af gulli
selst á um 40 þúsund dollara í
dag, eða 4,2 milljónir króna.
Á vísindavef Háskóla Íslands
ritar Sigurður Steinþórsson
prófessor grein og leitast við
að svara því af hverju gull hafi
ekki fundist í jörðu á Íslandi og
hvort landið sé of ungt. Auð-
unnar gullnámur séu nær upp-
urnar og námufélög verði að
leita fanga í æ rýrara málm-
grýti.
Í niðurlagi greinarinnar segir:
„Það er frekar staða Íslands
á miðhafshrygg en ungur aldur
þess sem gerir
landið fremur
óvænlegt
til gull-
graftar.“
Gull í greipar
Melmis?
VERÐMÆTUR MÁLMUR
Heimild: Orkustofnun/Iceland Resources
Leyfi fyrir gullleit á Íslandi
Arnarfjörður
Þormóðsdalur
Hveragerði
Þingmúli
Reykjanes
Hörgárdalur/Öxnadalur
Vopnafjörður/Héraðsflói
Sælingsdalur
Stóra-Laxá
Leyfi Melmis ekki framlengd eða felld úr gildi. Umsóknir Iceland Resources
bíða afgreiðslu. Framlengt leyfi til Melmis. Gild leyfi Iceland Resources.
Ræða á þingi