Morgunblaðið - 23.07.2018, Síða 15

Morgunblaðið - 23.07.2018, Síða 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2018 Nýr stór humar Opið virka daga 10.00 - 18.15 | laugardaga 11.00 - 15.00 Gnoðarvogi 44 | 104 Reykjavík | sími: 588 8686 Glæný lúða Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði fyrir þig til að taka með heim Ný línuýsa Klaustur- bleikja Hvíthjálmarnir hólpnir  422 meðlimum sýrlenskrar sjálfboðahjálparsveitar forðað til Jórdaníu Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Ísraelskir hermenn hafa bjargað um 422 meðlimum sýrlensku sjálfboða- hjálparsveitarinnar Hvíthjálmanna og komið þeim yfir landamærin frá Gólanhæðum til Jórdaníu. Frá þessu var greint á fréttavefjum The Gu- ardian, Reuters og BBC. Að sögn Jeremy Hunt, utanríkis- ráðherra Bretlands, fór aðgerð Ísr- aela fram að beiðni ríkisstjórna Bretlands, Frakklands og Kanada. Ríkisstjórn Jórdaníu hafði neitað að hleypa flóttamönnum inn í landið með þeim röksemdum að flótta- mannabúðir landsins væru yfirfullar en féllst á að gera undantekningu eftir að Bretar, Þjóðverjar og Kan- adamenn skuldbundu sig til að veita Hvíthjálmunum hæli innan þriggja mánaða tímamarka. „Hinir hugrökkustu af þeim hugrökku“ Hvíthjálmarnir eru sjálfboðasam- tök sem vinna að því að bjarga al- mennum borgurum á stríðshrjáðum svæðum í Sýrlandi eftir loftárásir. Samtökin segjast hafa bjargað lífi um 100.000 manns í borgarastyrjöld- inni sem stendur yfir. Ríkisstjórn Bashars al-Assad Sýrlandsforseta og bandamenn hennar hafa sakað samtökin um að vinna með uppreisn- armönnum og jihadistum en á al- þjóðavísu hefur starfi þeirra verið hrósað í hástert og voru Hvíthjálm- arnir meðal annars tilnefndir til frið- arverðlauna Nóbels árið 2016. Í yfirlýsingu á Twitter-síðu sinni kallaði Hunt Hvíthjálmana þá „hug- rökkustu af þeim hugrökku“ og sagði björgun þeirra vera „einn von- argeisla“ í erfiðum aðstæðum. Í við- tali við þýska vikublaðið Bild sagði Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, að 50 Hvíthjálmanna myndu hljóta hæli í Berlín. Talsmaður innanríkisráðherrans nefndi í þessu samhengi aðeins að átta Hvíthjálmar og fjölskyldur þeirra myndu fá hæli. Að sögn ísraelska ráðherrans Tzachi Hanegbi ákváðu Ísraelar að hjálpa til við að bjarga Hvíthjálm- unum þar sem „augljóst [væri] að stjórn Assads væri á ný að ná tökum í öllu Sýrlandi“. Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Rannsóknardómstóll hefur verið settur á fót í Frakklandi til þess að rannsaka Benalla-hneykslið svokall- aða. Frá þessu er sagt á fréttasíðum Le Monde, Huffington Post og AFP. Benalla-málið snýr að öryggis- stjóranum Alexandre Benalla, sem beitti mótmælanda grófu ofbeldi á mótmælum sem brutust út 1. maí síðastliðinn. Benalla var rekinn úr starfi á föstudaginn eftir að mynd- band var birt af honum í lögreglu- búningi að slá mótmælandann í aug- sýn lögreglumanna. Benalla er ekki lögreglumaður og átti aðeins að fylgjast með aðgerðum lögreglunnar á mótmælunum. Er hann því sakað- ur um að villa á sér heimildir auk ákæru fyrir ofbeldið. Krefjast afsagnar Collombs Formleg dómsrannsókn hófst í gærkvöldi á fimm mönnum sem tengjast málinu, þeim Alexandre Be- nalla, Vincent Crase (starfsmanni La République en marche, stjórn- málaflokks Emmanuels Macron Frakklandsforseta) og þremur lög- reglumönnum sem eru grunaðir um að hafa sent Benalla myndband úr eftirlitsmyndavél sem tók upp atvik- ið 1. maí. Benalla-málið virðist ætla að verða stærsta hneykslismál í for- setatíð Emmanuels Macron til þessa. Meðlimir ríkisstjórnarinnar hafa verið sakaðir um að hylma yfir með Benalla áður en myndbandið af honum var birt. Gérard Collomb innanríkisráðherra mun sæta 10 klst. yfirheyrslu vegna málsins í dag og stjórnarandstæðingar bæði til hægri og vinstri hafa krafist þess að hann segi af sér ef í ljós kemur að hann vissi um málið en gerði ekkert. Skæðasta hneyksl- ismál Macrons  Formleg dómsrannsókn hafin AFP Brot Alexandre Benalla ræðst að mótmælanda 1. maí 2018. Meðlimir afganskrar öryggissveitar sjást hér liggjandi særðir á jörðinni eftir sjálfsmorðsárás sem gerð var við innganginn að alþjóðaflugvellinum í Kabúl í gær. Frá árásinni er sagt á fréttavef AFP. Í sprengingunni létust 14 manns og um 60 særðust. Fjöldi fólks var samankominn fyrir utan flugvöllinn til að taka á móti Abdul Rashid Dost- um, varaforseta Afganistans, sem hafði verið í útlegð í Tyrklandi. Íslamska ríkið lýsti yfir ábyrgð á árásinni. Fjórtán látnir og um 60 særðir AFP Sjálfsmorðsárás við alþjóðaflugvöllinn í Kabúl í Afganistan Bandaríski hjartalæknirinn dr. Mark Haus- knecht var myrt- ur á reiðhjóli sínu í fyrradag. Frá þessu er sagt á fréttavef CNN. Hausknecht hafði áður hlúð að fyrrverandi forsetanum George H. W. Bush. Annar hjólreiðamaður skaut Haus- knecht til bana er þeir mættust á stíg í Houston, Texas. Í orðsend- ingu vottaði Bush fjölskyldu Haus- knecht samúð sína og sagðist hryggur yfir andláti hans. BANDARÍKIN Læknir Bush myrtur Mark Hausknecht Ekkert lát hefur verið á skógar- eldunum sem nú geisa í Svíþjóð. Frá þessu er sagt á SVT, sænska ríkismiðlinum. Slökkviliðsstjór- inn, Johan Szym- anski, hefur ákveðið að kveikja mótelda til að hefta útbreiðslu skógareld- anna áður en hitinn nær til Dalarna í næstu viku. Móteldarnir munu af- marka 800 hektara svæði og er því um að ræða stærstu móteldaaðgerð í nútímasögu Svíþjóðar. SVÍÞJÓÐ Undirbúa móteld Sviðinn skógur í Ljusdal í Svíþjóð. Ellefu leigubílstjórar voru drepnir í umsátri á leið til Jóhannesarborgar í Suður-Afríku á laugardagskvöld. Frá þessu er sagt á fréttavef BBC. Jafnframt eru fjórir særðir og liggja þungt haldnir á sjúkrahúsi. Skotið var á sendiferðabíl þeirra er þeir voru á heimleið úr jarðarför samstarfsmanns í strandhéraðinu Kwa-Zulu Natal. Gengjastríð milli leigubílstjóra hafa verið algeng í Suður-Afríku frá níunda áratugn- um. Rannsókn á málinu stendur yf- ir. Árásin kom í kjölfar morðs á leigubílstjóra í Jóhannesarborg sem framið var á föstudaginn. SUÐUR-AFRÍKA Árás á leigubílstjóra Verið er að deila um nýja stjórnar- skrá á ríkisþingi Kúbu. Frá þessu er sagt á fréttavef The Guardian. Þykir uppkastið að henni merki- legt, ekki síst vegna þess að í henni er samkyn- hneigðum Kúbverjum í fyrsta sinn leyft með lögum að ganga í hjóna- band. Í nýju stjórnarskránni er hjónaband skilgreint sem samband tveggja einstaklinga án tillits til kyns. Meðal annarra breytinga í stjórn- arskránni er viðurkenning á eignar- rétti einstaklinga. Jafnframt hefur setning verið fjarlægð þar sem tekið var fram að markmið ríkisins væri að skapa kommúnískt samfélag. Stjórnlagaráð Kúbu á eftir að kjósa um stjórnarskrána. Hún verður síðan lögð fyrir þjóðina í þjóðaratkvæða- greiðslu. Kúbverjar ræða nýja stjórnarskrá  Hjónabönd samkynhneigðra lögleidd í uppkasti M. Díaz-Canel forseti Kúbu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.