Morgunblaðið - 23.07.2018, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2018
DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is
GÆÐI OG ÞÆGINDI
SÍÐAN 1926
DUX 1001 - VÍÐÞEKKT ÞÆGINDI
Byggt á fyrsta DUX rúminu sem var framleitt árið 1926, þetta er sannarlega það sem draumar eru byggðir á.
BAKSVIÐ
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Ég er ekki í vafa um að ef ég hefði
ekki verið utanríkisráðherra þegar
mál Bobby Fischers kom upp og tek-
ið það til mín hefði hann dáið í banda-
rísku fangelsi. Heimurinn hefði ekki
haft mikinn sóma af því,“ sagði Davíð
Oddsson, fyrrverandi forsætis- og ut-
anríkisráðherra og nú ritstjóri Morg-
unblaðsins, í ávarpi sem hann flutti
sl. laugardag í Laugardælakirkju í
Flóa. Í kirkjugarðinum þar er leg-
staður Fischers og á Selfossi er Fisc-
hersetrið, sem er fimm ára um þess-
ar mundir. Þeirra tímamóta var
minnst um helgina en áður var efnt
til samkomu í kirkjunni þar sem Dav-
íð greindi frá atbeina sínum við að
frelsa Fischer úr fangelsi í Japan á
útmánuðum 2005.
Snilligáfa en
sjálfum sér erfiður
Fjölmenni sótti samkomuna í
Laugardælum þar sem Davíð sagði í
upphafi frá ólíkindatólinu Fischer.
Manni með snilligáfu sem var sjálf-
um sér erfiður. Á heimsmeistara-
einvíginu í skák á Íslandi árið 1972
eignaðist Fischer marga aðdáendur
hér á landi þrátt fyrir bresti sína.
„En samt fannst þessari þjóð við ysta
haf vænt um Fischer og gekk út frá
því að sú væntumþykja væri endur-
goldin sem er ekki endilega víst. En
það breytti engu því Fischer var og
er orðinn einn af okkur,“ nefndi Dav-
íð.
Fischer var þekktur fyrir að fara
eigin leiðir og virti í engu refsiað-
gerðir gegn Júgóslavíu þegar hann
tefldi einvígi við Spasskíj í Svart-
fjallalandi árið 1992. Eftir það var
hann eftirlýstur af Bandaríkjastjórn.
„Viðbrögð hans við árásum á tví-
buraturnana gerðu sjálfsagt útslagið
um hve erfitt var að fá bandarísk
stjórnvöld til þess að sýna honum
mildi,“ útskýrði Davíð sem í forsætis-
ráðherratíð sinni talaði máli Fischers
meðal annars við Bill Clinton, forseta
Bandaríkjanna, án þess að slíkt skil-
aði árangri.
Íslendingar ynnu ekki prik
Um miðjan september 2004 tók
Davíð Oddsson við embætti utanrík-
isráðherra. Þegar þangað kom leit-
uðu til hans ýmsir kappsamir vel-
gjörðarmenn Fischers sem reyndu
hvað þeir gátu að frelsa skákmeist-
arann frá Japan. Hann sagðist hafa
gert þeim mönnum ljóst að í nýju
embætti væri svigrúm sitt ekki samt
og var. Sem forsætisráðherra hefði
hann eftir atvikum blandað sér í fag-
mál annarra ráðherra. Nú væri ann-
að uppi á teningnum. Sér hefði einnig
verið ljóst að lítill áhugi væri hjá
samráðherrum sínum á að sinna máli
Fischers og mat margra að Íslend-
ingar ynnu sér ekki prik með af-
skiptum.
„Það var sennilega rétt mat,“ segir
Davíð sem telur alla þó hafa sinnt
sínu af raunsæi og málefnalega. „Það
var auðvitað fjarri því sjálfsagt að Ís-
land blandaðist inn í mál Fischers og
ekki miklar líkur á að neitt hefðist
upp úr því krafsi.“
Þegar komið var fram á árið 2005,
gaf Davíð sendiráði Íslands í Tókýó
boð um að vinna í máli Fischers sem
átti að bjóða til Íslands á vegabréfi
útgefnu af utanríkisráðuneytinu.
Þegar ljóst var að sú lausn myndi
hugsanlega ekki duga gagnvart þeim
sem héldu honum í Japan að beiðni
Bandaríkjanna, var áhugasömum
þingmönnum hér heima gert orð um
að vera viðbúnir því að bregðast
þyrfti við á Alþingi. Fór því svo að
Alþingi samþykkti 21. mars 2005
með 42 samhljóða atkvæðum að veita
Bobby Fischer íslenskan ríkisborg-
ararétt. Hann flaug til Íslands tveim-
ur dögum síðar hindrunarlaust, þrátt
fyrir að handtökuskipun Bandaríkja-
manna lægi fyrir á flugvöllum víða
um heim. Bætti Davíð því raunar við
í ræðu sinni að vegna þessa máls
hefði hann átt samtöl við bandaríska
erindreka sem töluðu mjög gegn
þessari ráðstöfun. Rök sín hefðu þó
verið alveg skýr.
„Baráttuhópur vina Fischers vann
mikið og aðdáunarvert afrek en án
hans hefði þetta mál aldrei ratað inn
á mitt borð eða í heila höfn yfirleitt,“
sagði Davíð enn fremur.
Miklar tilviljanir
Fischer átti við erfiðan nýrna-
sjúkdóm að stríða síðustu misserin
og lá undir það síðasta á sömu
sjúkradeildinni á Landspítalanum og
Davíð gerði sumarið 2004. Fyrir til-
viljun kveðst hann hafa átt þangað
leið nokkru síðar og spurði hvar Fisc-
her hefði dáið og var þá sýnt inn í
stofuna. „Svo hittist á að ég þekkti
stofuna, sem reyndist vera sú sama
og ég hafði heimsótt vin minn og fé-
laga Halldór Ásgrímsson veikan á.
Bobby Fishcer lést svo 17. janúar
2008, en þann dag varð ég sextugur.
Þetta eru allt svo miklar tilviljanir.
Fischer er og verður einn af okkur,“
sagði Davíð Oddsson að síðustu í
ávarpi sínu í Laugardælakirkju.
Fischer var og er einn af okkur
Skákmeistarans mikla minnst í Laugardælakirkju Davíð Oddsson sagði frá atbeina sínum við
frelsun Fischers Barátta við Bandaríkjamenn Lágu á sömu sjúkradeild á Landspítalanum
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Fjölmenni Gott fólk í Laugardælakirkjugarði við leiði skáksnillingsins Bobby Fischers, sem lést 17. janúar 2008.
Ræðumaður „Baráttuhópur vina Fischers vann mikið og aðdáunarvert af-
rek,“ sagði Davíð þegar hann fór yfir atburðarásina í Fischersmálunum.
Norski dráttarbáturinn Tandberg
Polar hélt áfram för sinni í gær frá
Kanada til Noregs með flak af skip-
inu Maud í eftirdragi. Leiðangurinn
kom til Vestmannaeyja sl. föstudag
og lagði af stað að nýju í gærmorgun.
Verið er að ferja skipið til Óslóar
en þar á að koma því fyrir á safni. Um
merkilegt skip er að ræða, sem norski
landkönnuðurinn Roald Amundsen
sigldi á um norðurhöfin fyrir rúmum
100 árum, að því er fram kom á
fréttavefnum Eyjar.net.
Leiðangri Amundsen um Norður-
Íshafið lauk árið 1924 og dagaði skip-
ið Maud uppi í Alaska. Ári síðar var
skipið selt sem hluti af þrotabúi
Amundsens. Þá var Maud nýtt sem
flutningaskip við norðurströnd
Bandaríkjanna og Kanada. Í kjölfarið
nýttist Maud sem geymslurými auk
þess að hýsa útvarpsstöð þar til hún
sökk árið 1930 við norðurströnd Kan-
ada. Flakið náðist upp af hafsbotni
árið 2016 og var ákveðið að koma því
aftur til Noregs.
Ljósmyndir/Óskar Pétur Friðriksson
Dráttur Tandberg Polar lagði af stað í gær frá Eyjum með flakið af Maud.
Fornt skipsflak
dregið til Noregs
Skip Svona leit leiðangursskipið
Maud út fyrir um 100 árum.