Morgunblaðið - 23.07.2018, Blaðsíða 22
22 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2018
Ólöf Sigurðardóttirlæknir á 60 ára af-mæli í dag. Hún er
sérfræðingur í klínískri líf-
efnafræði og með dokt-
orsgráðu í blóðstorku-
fræðum. Hún vinnur á
rannsóknastofu á Landspít-
alanum og er yfirlæknir á
rannsóknadeild Sjúkra-
hússins á Akureyri.
„Ég sé um almenn lækn-
isstörf á rannsóknadeild-
inni á Akureyri og rekstur í
samvinnu við forstöðulíf-
eindafræðing deildarinnar.
Á Landspítalanum hef ég
síðustu árin verið að skipu-
leggja nærrannsóknir (e.
point of care testing) á
sjúkrahúsinu ásamt líf-
eindafræðingi og ýmsu
öðru sérfróðu samstarfs-
fólki. Þetta eru smátæki
sem notuð eru við rann-
sóknir, nálægt sjúklingi. Við stefnum að því að tölvutengja þau svo að
niðurstöður fari inn í sjúkraskrá. Við stefnum einnig að gæðastöðlun
þessara rannsókna því rannsóknir sem gerðar eru á smátæki þurfa að
vera undir stöðugu eftirliti.“
Jafnréttismálin hafa verið Ólöfu hjartfólgin og var hún fyrsti for-
maður Félags kvenna í læknastétt 1999.
Ólöf er frá Hamraendum í Stafholtstungum og er systir Jóhanns
leikara og Þorsteins Gauta píanóleikara. Sigrún er elst þeirra syst-
kina. Móðir þeirra er Guðrún Birna Hannesdóttir, tónlistar- og hand-
menntakennari. „Ég var bara að leika og í tónlistinni á unglingsárun-
um, en ég hef alltaf haft áhuga á myndlist og hef verið
hobbímyndlistarmaður þótt ég hafi ekkert verið að mála undanfarið.
Ég þarf fara að byrja á því aftur en núna er ég að mála húsið. Svo
finnst mér gaman að synda, viðra hundinn og dansa, og er búin að
vera í 20 ár í Kramhúsinu í músíkleikfimi.“
Þegar blaðamaður talaði við Ólöfu fyrir helgi var hún ekki búin að
ákveða hvað hún ætlaði að gera í tilefni dagsins. „Það verður eitthvað
rólegt með fjölskyldunni, ég er búin að halda svo oft upp á afmælið.“
Ólöf er í sambúð með Stíg Snæssyni og sonur þeirra er Steinn Logi
sem verður 22 ára í næstu viku. Ólöf og Stígur eiga einnig hundinn
Birtu, sem varð 12 ára í vor.
Læknir Ólöf Sigurðardóttir.
Stundar músíkleik-
fimi í Kramhúsinu
Ólöf Sigurðardóttir er 60 ára í dag
S
igný Una Sen fæddist í
Kulangsu (Gulangyu),
Amoy (Xiamen), Fukien
í Kína 23.7. 1928. Gu-
langyu er lítil eyja fyrir
strönd Xiamen þar sem ekki er
leyfð bílaumferð í dag. Signý fædd-
ist á japönsku sjúkrahúsi þar en á
eyjunni nutu 13 erlend ríki búsetu-
réttinda á þeim tíma.
Signý ólst upp í foreldrahúsum í
Amoy (XiamN) til níu ára aldurs,
en vegna borgarastyrjaldarinnar í
Kína, sem hófst 1927, ákváðu for-
eldrar Signýjar að Oddný skyldi
sigla í skjól til Íslands 1937 með
eftirlifandi börn sín tvö; elsta barn
þeirra, Erlendur, f. 1918, hafði dáið
nokkrum árum áður, sex ára að
aldri. Á þessum tíma var siglingin
frá Kína til Íslands löng og erfið og
var Signýju lengi ofarlega í minni
sem mikið ævintýri.
Signý hóf skólanám í Landakots-
skóla, lauk stúdentsprófi frá MR
1949, BA-prófi í ensku og sænsku
frá HÍ 1959 og embættisprófi í lög-
fræði frá HÍ 1976. Þá lagði hún
stund á sænsku við háskólann í
Uppsölum 1949-52 þar sem hún
dvaldi ásamt eiginmanni sínum, er
stundaði þar nám í latínu og sansk-
rít.
Signý vann í sænska sendiráðinu
í Reykjavík 1950-56, var gjaldkeri
Sementsverksmiðju ríkisins í
Reykjavík 1958-69 og fulltrúi lög-
reglustjórans í Reykjavík og deild-
arlögfræðingur embættis lög-
reglustjóra 1978-98.
Fjölskylda
Signý giftist 23.7. 1948 Jóni Júl-
íussyni, f. 11.12. 1926, d. 3.6. 1998,
fil. kand., fyrrv. latínukennara við
MR, síðar starfsmannastjóra Loft-
leiða og Flugleiða og skrifstofu-
stjóra skrifstofu Norðurlandamála í
utanríkisráðuneytinu og staðgengli
samstarfsráðherra Norðurlanda.
Foreldrar hans voru Júlíus Rósin-
kransson frá Tröð í Önundarfirði, f.
5.7. 1892, d. 4.3. 1978, fyrrv. skrif-
Signý Sen, fyrrv. deildarlögfræðingur lögreglustjóra – 90 ára
Afmælisbarnið Signý situr við skriftir heima í stofu hjá sér.
Fædd í Kína ári eftir að
borgarastyrjöldin hófst
Fjölskyldan Signý á barnsaldri með foreldrum sínum og Jóni, bróður sínum.
Reykjavík Hrafnkell Lói Jónasson
fæddist 23. júlí 2017 og á því eins árs
afmæli í dag. Hann vó 3.445 g og var
51 cm langur. Foreldrar hans eru Jón-
as Friðrik Steinsson og Saga Ólafs-
dóttir.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Sameinar það besta í rafsuðu
Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum
og öðrum tímamótum.