Morgunblaðið - 23.07.2018, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2018 21
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar Ganga um nágrennið kl. 11, félagsvist með vinningum kl.
13. Opið fyrir úti- og innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala
kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. s: 535-2700.
Boðinn Félagsvist kl. 13.00.
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Opið hjá okkur alla daga í sumar.
Hádegisverður frá 11:30-12:30 og kaffisala alla virka daga frá 14:30-
15:30. Helstu dagskrárliðir eru í sumarfríi í júlí og ágúst. Úti boccia
völlur verður á torginu í sumar og við minnum á skemmtilega
viðburði í hverfinu, Qigong á Klambratúni alla þriðju- og fimmtudaga
kl. 11 og Sund dans í Sundhöllinni alla miðvikudaga í júlí kl. 13.
Vitatorg sími: 411-9450
Gjábakki kl. 9.00 handavinna, kl. 13.00 Canasta.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá 8-16, blöðin og púsl
liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45,
hádegismatur kl. 11.30, frjáls spilamennska kl. 13, stólaleikfimi og
slökun kl. 13.15 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30.
Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnar kl. 8.50, við hringborðið
kl.8.50, listasmiðjan opin fyrir alla kl.9-16, ganga kl.10, handavinnu-
hornið kl.13, félagsvist kl.13.15, síðdegiskaffi kl. 14:30, allir velkomnir
óháð aldri nánari upplýsingar í síma 411-2790
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl.8.30, morgunleikfimi kl.9.45, upplestur
kl.11 gönguhópurinn kl.14, bíó á 2.hæð kl.15.30.Uppl í s.4112760.
Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl: 10:30, leikfimi í salnum
Skólabraut kl. 13:30, ganga frá Skólabraut kl:14:30, vatnsleikfimi
Sundlaug Seltjarnarness kl. 18:30.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10 – 16. Heitt á
könnunni frá kl. 10 – 11 og hægt er að líta í blöðin, hádegismatur er
frá kl. 11.30 – 12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Spiluð er
félagsvist sem byrjar kl. 13.15. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30
– 15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er: 568-2586.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Til sölu
Olíuskiljur - fituskiljur
- einagrunarplast
CE vottaðar vörur.
Efni til fráveitulagna.
Vatnsgeymar 100-50.000 lítra.
Borgarplast.is,
sími 5612211, Mosfellsbæ.
Ýmislegt
Glæsilegar eignarlóðir til sölu
í Fjallalandi við Leirubakka. Kjarri og
skógi vaxið land. Útsýni með því
fallegasta sem gerist. Mikil veður-
sæld. Aðeins 100 km frá Reykjavík og
60 km frá Selfossi.
Uppl í s 8935046.
Bátar
Flatahrauni 25 - Hafnarfirði
Sími 564 0400
www.bilaraf.is
Mikið úrval í bæði
12V og 24V.
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Stofnað 1986 • Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Ökukennsla
Vönduð, vel búin kennslubifreið
Subaru XV 4WD .
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 696 0042,
Húsviðhald
Hreinsa
þakrennur, laga
ryð á þökum
og tek að mér ýmis
smærri verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á
✝ Jónas GrétarSigurðsson
fæddist á Eskifirði
9. september 1933.
Hann lést á öldr-
unardeild Vífils-
staða 7. júlí sl.
Foreldrar hans
voru Sigurður Jón-
asson f. 1909 og
Ingigerður Frið-
rika Benediks-
dóttir f. 1911. Þau
bjuggu að Árbakka á Eskifirði.
Jónas var elstur sex systkina.
Systkini hans eftir aldursröð
eru Borgrún Alda f. 1935, d.
2012, Hólmfríður María f.
1937, Kristbjörg f. 1941, Bene-
dikt f. 1944 og Sigurgeir Þór f.
1946.
Jónas ólst upp á Eskifirði og
gekk þar í barnaskóla og gagn-
fræðaskóla. Um tvítugt flutti
hafði einnig gaman af tónlist
og spilaði á harmóníku.
Börn Jónasar og Gróu eru 1)
Magnús fæddur 7. apríl 1957,
fyrrverandi eiginkona Ingi-
björg Elísabet Jakobsdóttir.
Börn þeirra eru: Hörður Hólm
f. 1982, Sædís Hólm f. 1983,
Sverrir Grétar Hólm f. 1988,
fyrrverandi sambýliskona er
Kristín Gunnarsdóttir, barn
þeirra er Heiðrún Sif f. 1996. 2)
Sigurður f. 22. apríl 1962. Eig-
inkona hans er Hlíf Garð-
arsdóttir og börn þeirra eru:
Jónas Grétar f. 1990 og Krist-
inn Arnar f. 1995. 3) Ragnheið-
ur f. 4. apríl 1963. Fyrrverandi
sambýlismaður er Gísli Gunn-
arsson og börn þeirra eru:
Heiða Ósk og Helen Ósk f. 1985
og Gunnar f. 1993. Núverandi
eiginmaður hennar er Sig-
urður Þorsteinsson. 4) Ingi-
gerður f. 30. ágúst 1965. Eigin-
maður hennar er Róbert
Róbertsson og barn þeirra er
Vigfús Hreiðar f. 2002.
Útför Jónasar fer fram frá
Bústaðakirkju í dag, 23. júlí,
klukkan 13.
Jónas til Reykja-
víkur og fór að
læra trésmíði. Í
Reykjavík kynntist
hann konu sinni
Gróu Magn-
úsdóttur og giftust
þau 12. janúar
1957. Þau bjuggu
fyrstu árin á Ljós-
vallagötu 24 en
fluttu síðar í Kópa-
voginn í Hlégerði
19. Jónas byggði einbýlishús að
Ásenda 11, Reykjavík og fluttu
þau inn í það árið 1968. Jónas
starfaði við húsasmíðar hjá
ýmsum meisturum, m.a. var
hann einn af þeim sem byggðu
Bændahöllina svokölluðu eða
Hótel Sögu. Hann starfaði að-
allega sjálfstætt við húsasmíð-
ar á seinni árum. Jónas hafði
áhuga á sögu og var víðlesinn,
Jæja, stóri bróðir, þá ertu far-
inn.
Þú sem varst í okkar augum
alltaf svo stór og sterkur.
Okkur langar til að tæpa á
nokkrum minningabrotum.
Þegar við vorum smápollar,
löbbuðum við með þér inn í bæ og
þú leiddir okkur. Við litum upp til
þín og þú varst sannur stóri bróð-
ir.
Þú fórst ungur að snudda í
kringum trillukarlana, beita og
fórst oft með þeim á sjóinn. Þú
varst til að mynda kornungur há-
seti á Seleynni hjá Jóni Jónssyni.
Seinna fórstu á stærri báta,
svo sem Víði, Svöluna og Goða-
borgina, sem okkur þótti þeir
flottustu.
Svo keyptir þú jeppann, Willys
U-150 með blæjunni, sem þú
smíðaðir síðan þetta fína hús á.
Margar ferðirnar fórum við
með þér og fannst okkur þær
miklar svaðilfarir og hlökkuðum
alltaf til næstu ferðar.
Okkur fannst hann vera flott-
asti og drifmesti bíll á Austur-
landi.
Ungur fórstu suður að læra
húsasmíði. En komst oft austur á
sumrin og varst þá alltaf að end-
urbæta og laga hús.
Þá byggðir þú nokkur hús og
ekki má gleyma því þegar þú
steyptir utan á útstafninn á Ár-
bakka.
Við vorum að snúast í kringum
þig og héldum að við værum að
hjálpa til. En við vorum oftar en
ekki fyrir og þá hvessti stundum í
bróður.
Í Reykjavík kynntist þú in-
dælli, frábærri og hjartahlýrri
konu, henni Gróu Magnúsdóttur,
sem varð þinn lífsförunautur.
Gróa kom alltaf með þér aust-
ur á sumrin og var alltaf létt í
kringum hana.
Eftir að þú stofnaðir heimili
fyrir sunnan og fjölskyldan
stækkaði, fækkaði ferðunum
austur.
En við fylgdumst náið með
fjölskyldunni og bílunum þínum.
Eftir að Willysinn rann sitt
skeið sótti að öllum mikill leiði.
Þá kom Peugeout-tímabilið og
síðan amerísku kaggarnir, sem
okkur þótti mikið til koma. Þá
varstu ógleymanlegur. Uppá-
klæddur með hattinn á sunnu-
dagsrúntunum.
Við þökkum fyrir allt sem þú
kenndir okkur og leiðbeindir okk-
ur með.
Takk fyrir samveruna.
Nú dagur á enda er
og lífið gjöfult verið þér.
Frá okkur þakkir fylgi þér.
Hvíl í friði ófarinn veg.
Við vottum Gróu og aðstand-
endum innilega samúð.
Bræðurnir,
Benedikt Sigurðsson
og Sigurgeir Þór
Sigurðsson.
Það sækja margar mætar
minningaperlur að huga, þegar
mér berst sú harmafregn að Jón-
as náfrændi minn kær og vinur
vænn sé horfinn yfir móðuna
miklu. Fregnin kom þó ekki á
óvart, en sár er hún samt.
Samt finnst mér svo stutt síðan
við áttum tal saman og hann lét
hið besta af sér, en karlmenni
sem hann var þá var hann ekki
kvartsár.
Hugur reikar allt til berns-
kuára. Það var sannkölluð hátíð
heima í Seljateigi þegar Inga
frænka, sú höfðingskona, var í
heimsókn hjá systur sinni með
börn sín og Jónas þar elstur og
heldur betur ljómandi leikbróðir,
átti þessa ágætu frásagnargleði
og sagði svo vel frá ýmsu úr fjör-
unni að það var líkt og maður
fengi sjávarilminn í fang. Svo var
Jónas þá þegar snillingur í hönd-
unum og smíðaði báta og fleira
fallegt sem við lékum okkur með.
Hann var kátur, hraustur vel
og sögur hans kryddaðar glettni.
Það voru góðir dagar og í minn-
ingunni alltaf sól og suðvestan-
þeyr. Þegar þau fóru aftur heim á
Eskifjörð fannst mér sem sól-
skinið hefði ei lengur sama ljóma,
svo kær var návist þeirra og sér-
staklega samvistirnar við Jónas.
Jónas var svo hjá Gísla frænda
eitt síðsumar og haust og þá fékk
hann vinnu í sláturhúsinu heima
og vann þar 15 ára fullkomið karl-
mannsverk, vísaði þannig á veg
fram vöskum dreng, alltaf jafnvel
verki farinn og harðduglegur. Við
höfum oft rifjað upp þessa tíð, og
ennþá man ég hversu ég öfundaði
hann af því hve stelpunum leist
vel á hann, enda kom það engum
á óvart, einkar huggulegur og
myndarlegur, hress í máli og óvíl-
inn, sterkur og lét sig hvergi fyrir
þeim sem eldri voru.
Smiðsaugað glögga færði Jón-
as til smíða, en margt hefði svo
handlögnum og vel gefnum
manni hentað, hvort sem var
verklegt eða bóklegt, en þetta
varð hans ævistarf sem hann
innti af hendi af sérlegri verk-
lagni og samviskusemi.
En lífslán sitt eignaðist hann
svo í henni Gróu, henni Gógó
hans, prýðiskonu svo ágætra eðl-
iskosta sem alltaf umvafði hann í
kærleika og umhyggjusemi,
henni kynntumst við núna á efri
dögum okkar um leið og endur-
nýjuð voru kynni við kæran
frænda. Nú hefur hún svo mikils
misst og ósköp finnst mér
skammt síðan þau sátu hér við
veisluborð hjá Hönnu, þar sem
allra von var að slíkar, kærar
samverustundir yrðu svo miklu
fleiri.
Bjartar eru myndir sem merla
í huga þegar hann Jónas er
kvaddur.
Á sundnámskeiði á Eiðum
þegar ég var hinn versti klaufinn
og hæðst að af strákum, þá kom
Jónas að og sagði: Helgi er
frændi minn og meira þurfti ekki.
Maður góðra mannkosta og
mikilla heilinda er horfinn á braut
og hans er víða saknað. Hann
Jónas var drengur góður, veitull
á gleði og vinmargur.
Mikið vildum við Hanna að
samfundir hefðu mátt vera fleiri
og fagnaðarríkir eins og alltaf áð-
ur. Að leiðarlokum er svo margt
að þakka frænda og vini og fyrst
og síðast sendum við Hanna
henni Gróu hjartanlegar samúð-
arkveðjur, börnum þeirra og öll-
um aðstandendum. Sérstakar
kveðjur yljaðar samúð eru send-
ar systkinum hans, frændsystk-
inum mínum kærum. Far heill á
friðarvegi, frændi sæll.
Helgi Seljan.
Jónas Grétar
Sigurðsson
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru
vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Smellt
á Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi lið-
ur, „Senda inn minning-
argrein,“ valinn úr felliglugg-
anum. Einnig er hægt að slá
inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er
eftir birtingu á útfarardegi
verður greinin að hafa borist
eigi síðar en á hádegi tveimur
virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi
eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda
þótt grein berist áður en
skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar
sem birtast í Morgunblaðinu
séu ekki lengri en 3.000 slög.
Ekki er unnt að senda lengri
grein. Lengri greinar eru
eingöngu birtar á vefnum.
Hægt er að senda örstutta
kveðju, HINSTU KVEÐJU,
5-15 línur. Ekki er unnt að
tengja viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu
aðstandendur senda inn. Þar
koma fram upplýsingar um
hvar og hvenær sá sem
fjallað er um fæddist, hvar og
hvenær hann lést og loks
hvaðan og klukkan hvað út-
förin fer fram. Þar mega
einnig koma fram upplýs-
ingar um foreldra, systkini,
maka og börn. Ætlast er til
að þetta komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletr-
aður, en ekki í minning-
argreinunum.
Minningargreinar