Morgunblaðið - 23.07.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.07.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2018 Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is H rannar Hólm og Ásta Stefánsdóttir standa fyrir reglulegum gönguferðum fyrir Íslendinga í Kaup- mannahöfn. Þau leiða hópa um miðbæinn, koma við á Íslend- ingaslóðum og segja sögur af Íslend- ingum sem hafa sett mark sitt á borgina. „Þetta er búið að vera endalaust gaman eins og veðrið er búið að vera gott frá því í maí. Það er 20 til 25 stiga hiti á hverjum degi í borginni og mjög margir Íslendingar hérna. Maður heyrir það bara,“ segir Hrannar. Þau Ásta hafa haldið úti Facebook-síðunni Ferðir um Kaup- mannahöfn og skipulagt ferðir síðan í febrúar. Byrjuðu að skoða borgina af einskærri forvitni Hugmyndin að verkefninu kviknaði eftir að Hrannar hafði deilt ferðalagi sínu og eiginkonu sinnar um Kaupmannahöfn á Facebook. Síða hjónanna, Halla og Hrannar á göngu um Kaupmannahöfn, vakti mikla athygli. „Í hvert skipti sem við förum í göngu fylgjast margir með. Fólk skoðaði myndirnar sem við vor- um að setja inn og fór að spyrja hvort við ættum ekki að taka hópa með okkur í göngur. Við vorum að gera þetta af einskærri forvitni og vildum kynnast borginni en á end- anum urðum við hálfgerðir sérfræð- ingar í öllu sem viðkemur borginni og kunnum að segja skemmtilegar sögur. Góð vinkona Höllu, Ásta, kom með mér í þetta þar sem Halla hefur nóg annað að gera,“ segir Hrannar. Þrátt fyrir að síðan Ferðir um Kaupmannahöfn hafi verið stofnuð í febrúar hefur Hrannar verið að taka að sér hópa í leiðsögn um borgina talsvert lengur eða í um eitt og hálft ár. Hann hefur fyrst og fremst tekið að sér hópa sem hafa samband. „Núna erum við nýbyrjuð að bjóða upp á skipulagðar ferðir sem ein- staklingar geta skráð sig í,“ segir Hrannar og bætir við að nálgast megi nánari upplýsingar á heimasíð- unni, ferdirumkbh.dk. Hrannar og Halla hafa búið í Kaupmannahöfn í níu ár, en Ásta í um tuttugu ár og þau þekkja því borgina vel. Þó segir Hrannar að það sé ekkert mál að búa lengi á ein- hverjum stað og vita lítið um sögu staðarins. Stöðugt að bæta við fróðleik „Það þarf að setja sig inn í málin ef maður ætlar að kynnast borginni almennilega. Hér hefur verið líf og fjör í um 850 ár, þannig að eitt og annað hefur gengið á. Maður er stöð- ugt að bæta við nýjum fróðleik, svo hægt sé að segja fólki frá einhverju. Það er gaman að vera með Íslend- ingum og segja fólki sögur sem það hefur aldrei heyrt áður, jafnvel þótt það telji sig þekkja borgina vel.“ Hrannar segir engan vera svik- inn af gönguferðunum og að mark- miðið sé að þær séu líflegar og skemmtilegar. „Við förum á slóðir Jóns Sigurðssonar og Jónasar Hall- grímssonar. Við förum yfir margt í tengslum við háskólannn og sjálf- stæðisbaráttu Íslendinga.“ Þá kíkja þau með hópa á staði þar sem Íslendingar borðuðu saman, drukku brennivín og duttu jafnvel í sjóinn og drukknuðu, eins og Hrann- ar kemst að orði. Kaupmannahöfn er vinsæll áfangastaður hjá Íslendingum allt árið um kring að sögn Hrannars. „Kaupmannahöfn var náttúrlega höfuðborg Íslands í 500 ár og þetta er fyrsta borgin sem margir Íslend- ingar þekkja,“ segir Hrannar. „Margir hópar koma um jólin og á veturna. Svo eru margir Íslendingar sem búa hérna og fá fólk í heim- sókn.“ Samfélagið í Kaupmannahöfn er fjölbreytt og menningin marg- brotin. „Þú þarft ekki að ganga nema nokkrar mínútur í eina átt eða aðra, þá sérðu öðruvísi samfélag og fólk. Þegar veðrið er gott þá er borg- in engu lík, það eru baðstrendur, úti- svæði og allir á hjóli. Spurður um uppáhaldsstað sinn í Kaupmannahöfn segir Hrannar það vera Pissurennuna eða Pisser- anden eins og staðurinn heitir á dönsku. „Það er löng saga á bak við hann en þetta er staður sem margir kannast við,“ segir Hrannar. Íslendinga- slóðir kann- aðar í Köben Hrannar og Ásta taka að sér hópa í gönguferðir um Kaupmannahöfn. Í ferðunum segja þau skemmti- legar sögur úr borginni og heimsækja Íslendingaslóð- ir. Leiðsögnin fer fram á íslensku. Hjónin Hrannar og Halla hafa búið í Danmörku í 9 ár og þekkja borgina vel. Nýhöfn Margir Íslendingar hafa lagt leið sína til Kaupmannahafnar í sumar og heimsótt Nýhöfn. Hjólafólk Kaupmannahöfn er sannkölluð hjólaborg. Kaupmannahöfn Ásta Stefáns- dóttir gengur um með leiðsögn. Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is Bakteríuvörn Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum. Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri bakteríu- og sveppavörn. Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone. Blettaþolið Sýruþolið Högg- og rispuþolið Kvarts steinn í eldhúsið silestone.com

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.