Morgunblaðið - 28.07.2018, Síða 2

Morgunblaðið - 28.07.2018, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2018 lækka upphitunarkostnað Rafstjórn tekur út og þjónustar kæli- og loftræstikerfi Varmadælur Stangarhyl 1A • 110 Reykjavík • Sími 587 8890 • rafstjorn.is Verð frá kr. 181.890 m/vsk Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. „Styrkurinn gerir okkur kleift að láta þetta verða að veruleika,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, fulltrúi í undirbúningsnefnd Kvennafrís 2018. Forsætisráðuneytið tilkynnti í gær að ríkisstjórnin myndi styrkja Kvennafrí 2018, sem stendur að kvennafrídeginum, um fimm millj- ónir króna. „Við fengum hærri styrk en okkur hafði verið tjáð og það er bara mjög ánægjulegt.“ Kvennafrídagurinn hefur verið haldinn nokkrum sinnum áður til að mótmæla kynbundnum launamun. „Árið 2010 var kynbundið ofbeldi líka tekið með í mótmælin og í ár verður það einnig í brennidepli. Það sem #metoo-byltingin hefur leitt í ljós er að kynbundið misrétti birtist ekki einungis í launamun heldur í alls konar misrétti á vinnumarkaði, kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ýmsu öðru sem konur þurfa að þola,“ segir Steinunn. Styrkurinn mun nýtast Kvenna- fríi vel. „Nú getum við fengið ein- hvern með okkur í lið sem getur haldið utan um þetta. Styrkurinn mun einnig nýtast í að setja upp svið, í leigu á hljóðkerfi og fleira. Það er náttúrulega heljarinnar vinna að skipuleggja viðburð sem þúsundir taka þátt í,“ segir Stein- unn sem vonast til þess að konur um allt land geti tekið þátt og að kvennafrídagurinn verði haldinn víða um land. Kvennafrí verður 24. október en tímasetningin er ákvörðuð út frá kjaramisrétti „Við munum reikna út hvert kjaramisréttið er og hvenær dagsins konur hafa unnið fyrir laun- um sínum og þá verður gengið út af vinnustöðum.“ ragnhildur@mbl.is Kvennafrí fær 5 milljónir  Styrkur frá ríkisstjórninni  Skipuleggjandi segir styrk- inn kærkominn  Kynbundið ofbeldi verður í brennidepli Morgunblaðið/Árni Sæberg Kvennafrídagur Síðast var frídag- urinn haldinn fyrir tveimur árum. Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is „Ég er auðvitað mjög ánægð með að deilunni er lokið og að ljósmæður hafi samþykkt miðlunartillögu ríkissátta- semjara,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og vísar til þess að miðlunartillaga ríkissáttasemjara í kjaradeilu ljósmæðra og íslenska rík- isins hafi verið samþykkt á fundi ljós- mæðra síðastliðinn miðvikudag. „Ég hafði lagt áherslu á að gengið yrði til atkvæða um þessa tillögu og það má segja að allir hafi lagst á eitt þegar Landspítalinn kom að málun- um ásamt heilbrigðisráðherra og samninganefnd ríkisins undir lokin. Ég er ánægð að þessu ljúki með þetta góðri sátt, þetta var samþykkt með mjög afgerandi stuðningi,“ segir Katrín, en tillagan var samþykkt með 95,1% atkvæða á fundi ljósmæðra. Gerðardómur taki nú afstöðu til þess sem verið hafi deiluefnið, þ.e. mat á menntun og mismunandi álagi á milli stofnana. Stórar áskoranir fram undan Spurð um áhrif ljósmæðradeilunn- ar á kjaramálin almennt og þróun kjaramála fyrir haustið, segir Katrín stór verkefni fram undan. Stjórnvöld séu samtalsfús og hafi þegar stigið mikilvæg skref hvað kjaramálin varði. „Samningar á almenna markaðn- um eru lausir um áramót. Við höfum hafið undirbúning að þeirri vinnu og ríkisstjórnin byrj- aði strax á því að efna til reglu- bundins samráðs við alla aðila heild- arsamtaka á vinnumarkaði. Ég tel að þau samtöl hafi þegar skilað árangri. Við höf- um tekið ákvarð- anir varðandi kjör æðstu embættismanna ríkisins með því að leggja niður kjararáð og í haust fáum við nýtt fyrirkomulag varðandi það,“ segir Katrín. „Við höfum líka tekið ákvarðanir varðandi atvinnuleysisbætur og ann- að, eftir kröfum sem verkalýðshreyf- ingin hefur haft lengi. Ég held að þessi samskipti hafi strax skilað ákveðnum árangri fyrir verkalýðs- hreyfinguna,“ segir hún. Katrín nefnir að stór heildarsam- tök launafólks, ASÍ og BSRB, haldi bæði þing sín í haust og að í báðum til- vikum verði kosin ný forysta. „Næsti fundur stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins er boðaður í ágúst og við verðum áfram með reglu- bundna fundi. Ég á von á því að meiri þungi færist í fundina að loknum þessum þingum í haust,“ segir Katr- ín. Munu ákvarðanir kjararáðs ekki óhjákvæmilega hafa áhrif á samn- ingaviðræðurnar? „Það þarf að horfa til þess sem stjórnvöld hafa gert. Það var gerð skýrsla sem var sameiginlegt verk- efni aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda. Niðurstaðan þar var að leggja niður kjararáð og búa til nýtt fyrirkomulag sem kemst á í haust,“ svarar Katrín. „Þar kemur líka fram að ef við tök- um saman meðaltalsþróun launa þeirra sem heyra undir kjararáð og miðum við að engar frekari breyting- ar verði á henni út þetta ár, þá er sá hópur í takt við launaþróun á almenn- um markaði, þó að það sé dálítill mun- ur á milli ólíkra hópa sem heyra undir kjararáð. Þessar tölur liggja allar fyr- ir og það eru ekki fyrirliggjandi breytingar á kjörum þeirra sem heyra undir kjararáð.“ Katrín ánægð með lok deilunnar  Ljósmæðradeilunni við ríkið er lokið en stór verkefni fram undan í kjaramálum  Horfa þurfi til þess sem ríkið hafi nú þegar gert  Ákvarðanir þegar teknar um atvinnuleysisbætur og kjararáð lagt niður Katrín Jakobsdóttir „Við fórum tveir vinirnir ásamt leiðsögumanni í blíðviðri á svæði 2. Fljótlega fundum við hjörð á Fljótsdalsheiði og náðum að fella tvo stærstu tarfana,“ segir Ólafur Vigfússon, sem hér sést með bráð sinni. Þar sem um sérlega höfuð- prúðan tarf er að ræða ætlar Ólafur að láta stoppa hausinn upp og halda flauelinu á horn- unum, en vanalega fellur það af á haustin. Kjötið fer í dýrindismáltíðir handa fjölskyldunni. Búið er að fella 40 tarfa síðan veiðitímabilið hófst 15. júlí sl. á öllum svæðum nema 8 og 9 skv. Jóhanni Guttormi Gunnarssyni hjá Umhverfis- stofnun. „Ég vona að veiðimenn nýti sér gott veður þessa dagana til að fara á veiðar og muni eftir að hafa öll tilskilin leyfi meðferðis.“ Ljósmynd/Úr einkasafni Höfuðprúður tarfur felldur í björtu veðri fyrir austan „Það er enn allt óbreytt varðandi ákvörðunina, en við erum að skoða málið og munum líkast til komast að niðurstöðu á næstu tveimur til þremur vikum,“ segir Auðunn Freyr Krist- insson, fram- kvæmdastjóri aðgerðasviðs Land- helgisgæslunnar, í samtali við Morgunblaðið, um þyrlur af gerðinni Airbus H225 Super Puma, sem Landhelgisgæslan hyggst leigja í stað þyrlna sem komnar eru til ára sinna. Ákvörðunin hefur verið gagn- rýnd þar sem spaðar þessarar þyrlu- tegundar eiga það til að losna frá þyrlunni á flugi. „Flugöryggisstofnun Evrópu seg- ir þessar þyrlur vera með lofthæfi. Það er búið að gera breytingar á þeim til að uppfylla öryggiskröfur. Við munum fara yfir gögn sem við höfum fengið og ef okkur líst ekki á þetta þá munum við endurskoða ákvörðunina. Við ætlum engum að fljúga tækjum sem ekki eru örugg.“ ernayr@mbl.is Málið til skoðunar hjá LHG  Niðurstöðu að vænta á næstu vikum Þyrla Airbus Su- per Puma H225.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.