Morgunblaðið - 28.07.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.07.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2018 Hljómsveitin Guns N’ Roses lék ívikunni á Laugardalsvelli fyrir um 25 þúsund manns sem skemmtu sér vel. Snemma á ferlinum gerði sveitin lagið „One in a Million“ eða „Einn af milljón“. Í texta lagsins er talað niður til lögreglu, svartra, inn- flytjenda og samkynhneigðra. Orð- bragðið er þannig að ekki er ástæða til að hafa það eftir.    Lagið var umdeilt á sínum tímaog var fjarlægt af endurútgáfu plötunnar. Ekki er hægt að fullyrða að lagið endurspegli viðhorf hljóm- sveitarinnar, en ekkert í textanum gefur til kynna að um sé að ræða öf- ugmæli frekar en fúlustu alvöru.    Höfundur textans segir að hannbotni ekki í innflytjendum og samkynhneigðum, þeir komi til lands hans og haldi að þeir geti gert það sem þeim sýnist, stofnað ör- útgáfu af Íran, eða dreift ein- hverjum fjandans sjúkdómi.    Þessi texti var ekki dreginn fram íaðdraganda komu sveitarinnar til landsins. Ef til vill gerðu fæstir sér grein fyrir því að þessi texti væri til, eða áttuðu sig á orðanna hljóðan þekktu þeir lagið.    Netverji einn tók sig þó til ogbenti á inntak textans á einum félagsvefnum og spurði hvort ekki væri rétt að velta þeim aðeins fyrir sér, ekki síst í ljósi umræðu um mál- flutning annars gests í vikunni á undan. Uppskar hann einkum skít og skömm fyrir uppátækið og fúk- yrðin ekki frekar eftir hafandi en orðbragðið í texta Guns N’ Roses. Axl Rose og Slash. Hvenær mega fúkyrði fjúka? STAKSTEINAR Dvergshöfða 2, 110 Reykjavík bilanaust@bilanaust.is Sími: 535 9000 | bilanaust.is Gæði, reynsla og gott verð Vottaðir hágæða VARAHLUTIR í flestar gerðir bifreiða Siðan 1962 Bílanaust er einnig í Hafnarfirði – Keflavík – Selfossi – Akureyri – Egilsstöðum Veður víða um heim 27.7., kl. 18.00 Reykjavík 16 léttskýjað Bolungarvík 10 skýjað Akureyri 14 léttskýjað Nuuk 7 alskýjað Þórshöfn 16 alskýjað Ósló 33 heiðskírt Kaupmannahöfn 27 heiðskírt Stokkhólmur 28 heiðskírt Helsinki 27 léttskýjað Lúxemborg 33 léttskýjað Brussel 30 þrumuveður Dublin 19 skýjað Glasgow 24 léttskýjað London 26 skúrir París 32 þrumuveður Amsterdam 34 heiðskírt Hamborg 30 heiðskírt Berlín 30 léttskýjað Vín 29 skýjað Moskva 26 heiðskírt Algarve 26 heiðskírt Madríd 33 heiðskírt Barcelona 30 heiðskírt Mallorca 30 heiðskírt Róm 29 þrumuveður Aþena 29 léttskýjað Winnipeg 18 léttskýjað Montreal 25 skýjað New York 27 þoka Chicago 21 skýjað Orlando 29 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 28. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:23 22:47 ÍSAFJÖRÐUR 4:03 23:16 SIGLUFJÖRÐUR 3:45 23:00 DJÚPIVOGUR 3:46 22:22 „Þetta er gríðarlega góð reynsla fyr- ir okkur og mun koma til með að nýtast okkur í framtíðinni,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. Vísar hún í máli sínu til tón- leika hljómsveitarinnar Guns N’ Roses sem haldnir voru á Laug- ardalsvelli á þriðjudag. Klara segir að fjölmargir starfsmenn KSÍ hafi komið að uppsetningu og vinnu við tónleikana. „Það voru nokkrir frá okkur sem voru í mikilli vinnu í kringum þetta. Þess utan var mikið álag á skrifstofunni hjá okkur,“ segir Klara. Spurð um hversu mikið KSÍ fékk greitt fyrir tónleikahaldið segist Klara ekki vilja gefa það upp. Hún tekur þó fram að KSÍ hefði ekki tek- ið að sér að halda tónleikana nema að í því fælust góðar tekjur. „Þetta er samningur sem við gerðum við tónleikahaldara og getum því ekki verið að gefa einhliða upp innihald hans. Auðvitað tökum við svona verkefni að okkur til að hljóta af því tekjur. Við eigum síðan eftir að skoða, með tilliti til álags á starfsfólk sambandsins, hvort þetta borgi sig,“ segir Klara og bætir við að kanna verði hvernig gras vallarins kemur undan tónleikunum. „Ef grasið jafn- ar sig fljótt er alveg möguleiki á því að við höldum sambærilega skemmt- un síðar meir,“ segir Klara. aronthordur@mbl.is Reynsla sem mun nýtast síðar meir  KSÍ vill ekki gefa upp greiðslu til sambandsins vegna tónleika Guns N’ Roses Morgunblaðið/Valli Tónleikar Axl Rose á vellinum. Miðbæjarfélagið í Reykjavík hefur fært rekstraðilum í miðbænum strákústa, en slík hefð hefur skap- ast á undanförnum árum til að stuðla að betri umgengni í bænum. „Við höfum gefið kústa áður til þess að minna fólk á að það getur stund- um sópað stéttina sína sjálft. Okkur finnst borgin vera illa sópuð,“ segir Bolli Ófeigsson, gull- og silfur- smíðameistari og félagi í Miðbæj- arfélaginu, í samtali við Morgun- blaðið. Segir hann framtakið sýna hvernig aðilar í miðbænum geti lagt sitt af mörkum til þess að hafa miðbæinn fallegan. Að auki er framtakið gert til að hvetja borg- aryfirvöld til að standa með rekstr- araðilum í miðbænum fyrir bættri umhirðu miðbæjarins og til að auð- velda landsmönnum að sækja þjón- ustu og verslun á svæðinu. Stuðla að hreinni borg Kústar Björn Jón Bragason og Bolli Ófeigsson með strákústana í hönd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.