Morgunblaðið - 28.07.2018, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2018
19. OKT. – 1. NÓV. 2018
VERÐ FRÁ 489.900 KR.
Verð á mann m.v. 2 fullorðna
NÁNAR Á URVALUTSYN.IS
EÐA Í SÍMA 585 4000
KAMBÓDÍA & THAILAND
DULÚÐLEG &
BROSANDI
ÚRVAL ÚTSÝN | HLÍÐASMÁRA 19 | 201 KÓPAVOGI | 585 4000 | UU.IS
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Loftrýmisgæsla Atlantshafsbanda-
lagsins við Ísland er að hefjast að
nýju með komu bandaríska flughers-
ins. Að þessu sinni er hún talsvert
umfangsmeiri en í fyrra. 300 liðs-
menn flughersins og fimmtán F-15
orrustuþotur taka þátt í verkefninu á
móti 200 liðsmönnum og sex orrustu-
þotum í fyrra.
„Ástæða þess að gæslan er nokk-
uð umfangsmikil að þessu sinni er sú
að bandaríska flugsveitin, sem stað-
sett er að staðaldri í Lakenheath í
Austur-Englandi, er ekki bundin við
nein önnur verkefni í ágústmánuði
og því var tækifærið notað til að nota
hana alla við æfingar og gæslu á Ís-
landi,“ segir María Mjöll Jónsdóttir,
deildarstjóri upplýsinga- og grein-
ingardeildar utanríkisráðuneytisins.
Hún segir að koma þessa fjölda í
einu lagi sé einnig mikilvægt þjálf-
unartækifæri fyrir Landhelgisgæsl-
una að taka á móti og sinna slíkum
fjölda þó svo að hún hafi áður fengið
tækifæri til þess við loftrýmisæf-
ingu, sem fram fór 2014.
Loftrýmisgæsla við Ísland fer
fram þrisvar á ári og stendur hvert
sinn yfir í þrjár til átta vikur. Um-
fang loftrýmisgæslu er breytilegt
bæði varðandi fjölda daga, fjölda
liðsmanna og flugvéla en margar
þjóðir koma einnig með eldsneytis-
flugvélar og björgunarvélar, segir
María Mjöll.
Lengsta loftrýmisgæslan var árið
2008 þegar franski flugherinn var
hér á landi í tæpar átta vikur. Sú um-
fangsmesta var í febrúar 2014 þegar
norski flugherinn var hér á landi
ásamt finnska, sænska og banda-
ríska flughernum með nítján orr-
ustuþotur, eina eldsneytisbirgða-
flugvél og eina ratsjárflugvél.
Mikilvægt tækifæri fyrir
Landhelgisgæsluna
Umfangsmikil loftrýmisgæsla bandaríska flughersins að hefjast
Herflugvél Fimmtán bandarískar F-15 orrustuþotur taka þátt loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Hugmyndir um hótel í landi Hálanda
við Hlíðarfjall á Akureyri hafa verið
settar til hliðar í bili vegna ann-
marka í breyttu aðalskipulagi. Rætt
var um allt að 250
herbergja hótel.
Halldór Jó-
hannsson, lands-
lagsarkitekt og
skipulagsráðgjafi,
segir skýringuna
liggja í annmörk-
um nýs aðalskipu-
lags.
„Við gerð nýs
aðalskipulags
Akureyrar er skil-
greiningu á svæðinu öllu breytt í frí-
stundabyggð. Svo stóð í texta að á
miðsvæði væri heimilt að byggja hót-
el. Skipulagsstofnun telur hins vegar
að þessi skilgreining sé ekki full-
nægjandi og sé ekki í takt við núver-
andi skipulagslög. Þar af leiðandi
þurfi að breyta aðalskipulaginu aftur
til fyrra horfs fyrir þetta svæði. Með
hliðsjón af því, og að mögulega væru
ekki allir á svæðinu sáttir við þessi
áform, var ákveðið að taka þennan
hluta svæðisins út fyrir sviga, ef svo
má segja. Það var því fellt út úr
þessu deiliskipulagi og er reiturinn
því enn ódeiliskipulagður,“ segir
Halldór en stofa hans, Teikn – ráð-
gjöf og hönnun, hefur unnið að mál-
inu. Hann segir mikinn áhuga á frí-
stundahúsum á svæðinu. Öll húsin á
efri hluta svæðisins séu seld og nú
búið að teikna ný neðar í hlíðinni.
Verktakafyrirtækið SS byggir á um-
rætt land og byggir húsin. Halldór
segir ósamið um hótelrekstur.
Staðsetningin einstök
Halldór segir svæðið spennandi.
Stutt sé t.d. á skíða-, hesta- og skot-
svæði og gönguleiðir nærri. Útsýnið
yfir Akureyri og út á fjörð sé frá-
bært. „Við höfum horft til þess að
fella hótelið að landslaginu. Það kom
kannski ekki nógu vel fram í skipu-
lagslýsingunni á sínum tíma. Það má
t.d. nefna að í Færeyjum er
skemmtilegt hótel í hlíðinni fyrir
ofan Þórshöfn. Við höfum séð sam-
bærilega hönnun fyrir okkur. Þarna
er enda hæðarmunur til norðurs.“
Hótel við Hlíðar-
fjall var sett á ís
Arkitekt segir annmarka á skipulagi
Fyrri drög að deiliskipulagi Hálanda
Lóð fyrir hótel
Lóð: 18.000 m2. Hótel: 3
hæðir og 2 kjallarar. Allt að
15.000 m2. 250 herb. fyrir
500 gesti. Bílastæði: 116
stæði og 4 rútur.
52 lóðir fyrir frístundahús
Lóðir: 1.260-2.160 m2.
Hús: 120-150 m2.
AKUREYRI
Hlíðarendi
Heimild:
Skipulagsdeild
Akureyrarbæjar
Skipulag fyrir land Hlíðarenda
Halldór
Jóhannsson
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Jákvæðar breytingar eru á biðlistum í
öllum aðgerðaflokkum eftir tveggja
ára biðlistarátak heilbrigðisyfirvalda.
Þetta kemur fram í skýrslu frá land-
læknisembættinu sem tekur til fjölda
þeirra sem eru eða hafa verið á biðlist-
um á tímabilinu júní 2015 til júní 2018.
Bið eftir skurðaðgerð á augasteini
færist nær því að verða ásættanleg,
einkum á Landspítala, og það sama
má segja um bið eftir kvennaðgerð-
um, s.s. aðgerðum á grindarholslíf-
færum kvenna og brottnámi legs. Bið
eftir hjarta- og eða kransæðamynda-
töku er innan ásættanlegra marka
sem stendur, segir í skýrslunni en
embættið telur ásættanlega biðtíma
eftir aðgerð 90 daga, eða þrjá mánuði.
Í júní 2018 voru 80 á biðlista eftir
hjartaþræðingu eða kransæðavíkkun
og 7 einstaklingar, eða 9%, höfðu beð-
ið lengur en 3 mánuði. Fyrir þremur
árum voru yfir 200 á biðlista og hafði
helmingur beðið lengur en 3 mánuði
eftir aðgerð.
Liðskiptaaðgerðir enn vandi
Bið eftir liðskiptaaðgerðum er enn
fjarri ásættanlegum mörkum, sér-
staklega hvað varðar liðskiptaaðgerð
á hné og segir embættið nauðsynlegt
að auka afköst enn frekar þar. Heild-
arfjöldi þeirra sem eru á biðlista eftir
liðskiptaaðgerð á hné hefur þó fækkað
mikið á síðustu tveimur árum en alls
voru 803 á biðlista í júní 2016 en 653 í
byrjun júní 2018. Af þeim 653 sem
voru á biðlista í júní 2018 hafa 472 beð-
ið lengur en í 3 mánuði eða um 7 af
hverjum 10. Embætti landlæknis tek-
ur fram að þrátt fyrir fækkun í þess-
um hópi er biðtíminn enn langt um-
fram viðmiðunarmörk um ásættan-
legan biðtíma. Biðlistaátakið hefur
einnig ekki náð almennilega að tækla
biðlista eftir liðskiptaaðgerðum á
mjöðm en í byrjun júní 2018 voru alls
354 á biðlista eftir aðgerð sem er svip-
aður fjöldi og í fyrra en þá voru 366 á
biðlista. Fyrir tveimur árum voru 492
á biðlista eftir liðskiptaaðgerð á
mjöðm. Þá hafa 6 af hverjum 10 sem
nú bíða eftir liðskiptaaðgerð á mjöðm
beðið lengur en 3 mánuði, eða 214
manns. Viðmiðunarmörk embættis-
ins er að um 80% komist í aðgerð inn-
an þriggja mánaða og því ljóst að af-
köst þurfa að aukast til að ná því
markmiði.
Fækkað hefur þó mjög í þeim hópi
sem höfðu verið á biðlista lengur en 9
mánuði eða lengur en 12 mánuði á síð-
ustu tveimur árum. Liðskiptaaðgerð-
um á mjöðm hefur fjölgað að undan-
förnu en 757 aðgerðir voru fram-
kvæmdar á síðustu 12 mánuðunum í
samanburði við 635 frá júní 2015 til
júní 2016. Þá hefur yfir 100 bæklunar-
skurðagðerðum verið frestað á Land-
spítalanum á síðustu 12 mánuðum,
oftast vegna forgangs bráðaaðgerða
en einnig vegna skorts á legurýmum
á deild.
Biðlistar styttast
á öllum vígstöðvum
Lengd biðlista eftir liðskiptaaðgerðum enn óviðunandi
Morgunblaðið/Eggert
Hjartaþræðing Biðlistar eftir hjartaþræðingu eru innan viðmiðunarmarka.
Liðskiptaaðgerð á mjöðm
Fjöldi sem hefur verið að biðlista lengur en 3 mánuði
300
250
200
150
100
50
0
júní 2014 júní 2015 júní 2016 júní 2017 júní 2018
Heimild: Landlæknir
Landspítali
Heilbrigðisstofnun
Vesturlands, Akranesi
Sjúkrahúsið á Akureyri