Morgunblaðið - 28.07.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.07.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2018 Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is M ér fannst ég bera mikla ábyrgð og var mjög stolt af því að bera búninginn hennar langömmu minnar sem fulltrúi stórfjöl- skyldunnar sem telur um 500 manns en langafi og langamma eignuðust fimm- tán börn,“ segir Guðrún Helga Bjarnadóttir, biskupsfrú í Skálholti, sem klæddist forláta skautbúningi þegar eiginmaður hennar, sr. Kristján Björnsson, var vígður vígslubiskup í Skálholti 22. júlí sl. „Að bera skautbúninginn á slíkri hátíðar- stundu gerði mig stolta af upprunanum. Banda- rískum gestum okkar sem voru viðstaddir vígsl- una fannst það merkilegt að slíkir búningar væru enn í notkun og enn merkilegra að búning- urinn væri með100 ára gömlu skarti,“ segir Guð- rún Helga. Langafi hennar Bjarni Benedikts- son, póstmeistari á Húsavík, gaf konu sinni, Þórdísi Ásgeirsdóttur, skautbúninginn árið 1917. „Ég gat ekki notað kyrtilinn, hann er orð- inn mjög slitinn eftir 100 ár og silkið farið að molna, auk þess sem ég er mun hærri en langamma mín var. Kyrtilinn sjálfan fékk ég hjá Þjóðdansafélagi Reykjavíkur,“ segir Guðrún Helga og bætir við að Þórdís langamma hennar hefði notað búninginn við öll hátíðleg tækifæri. Þórdís ánafnaði dóttur sinni Bryndísi skautbúningnum árið 1947og Bryndís ánafnaði búningnum til dóttur sinnar Þórdísar árið 1977. „Þórdís hugsar vel um búninginn og er óspör á að lána okkur hann við hátíðleg tilefni. Ég held að það standi til að láta sauma nýjan kyrtill og nota í hann balderingarnar sem eru á gamla kyrtlinum,“ segir Guðrún Helga. Þórdís Sigtryggsdóttir, eigandi skautbún- ingsins, segir að Guðún Helga hafi borið höf- uðbúnaðinn. Faldinn, spöngina, stokkabeltið, slörið og möttulinn hafi hún notað á ferð milli húsa í Skálholti. Slör með merkilega sögu Árið 1954 veiktist Þórdís Ásgeirsdóttir og flutti frá Húsavík í kjölfarið. 1957 ætlaði Bryn- dís dóttir hennar að nota búninginn en fann ekki slörið sem honum fylgdi, að sögn Þórdísar Sig- tryggsdóttur. Hún segir að mágkona Bryndísar hafi farið á fund hjá Hafsteini Björnssyni miðli og fengið þau skilaboð að fara upp á háaloft á til- teknum stað. Skoða þar skrýtið koffort, leysa allt í sundur og þar ætti slörið að vera. „Á milli slifsa í kofforti á háaloftinu fannst slörið. Það var saumað af Fríðu Proppé árið 1920 handa Alexandrínu Danadrottningu, konu Kristjáns X, sem var amma Margrétar Dana- drottningar. Alxeandrína sem var hávaxin fannst slörið ekki nógu sítt. Annað sjal var saumað fyrir hana og þegar afi frétti af því að styttra slörið væri til sölu, keypti hann það fyrir ömmu,“ segir Þórdís og bætir við að gullið í skautbúningnum hafi Einar Guðmundur Ólafs- son smíðað árið 1917. Svarta kyrtilinn hafi Elín Andrésdóttir saumað 1922. En amma hennar hefði verið með ljósbláan kyrtil þegar hún skartaði búningnum fyrst árið 1918 í brúðkaupi hjá bróður sínum Bjarna. Ekki sé vitað hver saumaði möttulinn né hvaða ár. „Ég hef tvisvar áður klæðst skautbúningi. Ég var í skautbúningi með hvítum kyrtli sem fjallkonan á Hvammstanga og í bláum kyrtli við annað tækifæri. Sjálf á ég upphlut sem ég nota þrisvar til fjórum sinnum á ári. Á 17. júní, í brúðkaupum, fermingum og alltaf ef ég er við- stödd setningu þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum,“ segir Guðrún Helga sem fannst vel við hæfi að skarta enn hátíðlegri búningi við biskupsvígsl- una í Skálholti. „Ég á alveg eftir að átta mig á því hvert mitt hlutverk er í Skálholti en ég hef staðið með Kristjáni í þau 29 ár sem hann hefur gegnt prestsembætti og mun gera það áfram sem biskupsfrú í Skálholti. Ég mun halda áfram að sinna hlutastarfi sem fræðslufulltrúi hjá Blátt áfram og sem leiðsögumaður í sérferðum,“ seg- ir Guðrún Helga sem kom úr einni slíkri ferð kvöldið fyrir vígsluna. „Ég er með sveigj- anlegan vinnutíma þar sem búseta skiptir ekki máli. Skálholt er vel staðsett miðað við vinnuna mína. Við reiknum með að verða flutt þangað í haustbyrjun þegar viðgerðum á húsnæði sem okkur er ætlað í Skálholti er lokið,“ segir Guð- rún og bætir við að nýja hlutverkið leggist vel í hana en hún hafi ekki áttað sig almennilega á raunveruleikanum fyrr en hún sá myndir af vígslunni í fjölmiðlum. „Hvernig sem allt hefði farið þá verð ég ævinlega þakklát fyrir allt það fólk sem við Kristján kynntumst á ferð okkar um allt land í kosningabaráttunni. Það er ómetanlegt að hafa kynnst fólki af öllu landinu. Úr stórum sem smáum samfélögum og verða vitni að því hvern- ig fólk er tilbúið að verja tíma og jafnvel fjár- munum úr eigin vasa fyrir kirkjuna sína,“ segir Guðrún Helga og bætir við að í hennar huga sé fólkið kirkjan, en ekki húsnæðið sem heldur ut- an um starfsemina. Í 100 ára skautbúningi langömmu Guðrún Helga Bjarnadóttir, biskupsfrú í Skálholti, klæddist skautbúningi þegar eiginmaður hennar var vígður sem vígslu- biskup í Skálholti. Langafi Guðrúnar Helgu gaf langömmu hennar búninginn árið 1917. Morgunblaðið/Árni Sæberg Skautbúningur Guðrún Helga Bjarnadóttir, biskupsfrú í Skálholti, með ættarskrautið. Konunglegt Slörið sem saumað var fyrir Alexandrínu Danadrottingu og fannst eftir ábendingar á miðilsfundi. Krækjur Möttull fylgir skautbún- ingnum. Krækjurnar á myndinni eru notaðar til þess að loka honum í háls- inn. Spöng Gullið frá 1917 stendur enn fyrir sínu en silkið í kyrtlinum er farið að brotna og sauma þarf nýjan kyrtil. Gull Beltið og annað gull sem prýðir skautbúning Þór- dísar Sigtryggsdóttur er orðið 101 árs gamalt. Mest seldu ofnar á Norðurlöndum áreiðanlegur hitagjafi 10 ára ábyrgð Draghálsi 14 - 16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.