Morgunblaðið - 28.07.2018, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2018
Með sjálfbærni að leiðarljósi
Finnsk innanhússhönnun
02.03–02.09.2018 www.norraenahusid.is
Innblásið af Aalto
sem slíkum. „Frekar eru menn að
líta til uppbyggingar í ferðaþjón-
ustu, laxveiðiréttinda eða eru jafn-
vel að fjárfesta í þágu umhverf-
isverndar. Oft eru þessar
fjárfestingar að undirlagi Íslendinga
og í samstarfi við þá,“ sagði Sigríð-
ur. „Ég heyri að menn lýsa áhyggj-
um af þessum fjárfestingum útlend-
inga án þess þó að skýrt hafi komið
fram hvað það er nákvæmlega sem
menn óttast. Jafnvel hefur komið
fram samhliða þessum áhyggjum að
menn hafi bara jákvæða reynslu af
fjárfestingunum. Ég skynja það því
þannig að þessar áhyggjur séu að
nokkru leyti tilfinningalegs eðlis og
ótti við að hagsmunir almennings
verði mögulega fyrir borð bornir til
framtíðar litið. Það er full ástæða til
að bregðast við þessum áhyggjum.
Ég rifja hins vegar upp að áhyggjur
sem þessar hafa líka komið upp í
umræðum um kaup rammíslenskra
aðila á jörðum í gegnum árin.“
En hafa mikil uppkaup jarða til
dæmis í Fljótum og Vopnafirði kom-
ið ráðherranum á óvart?
„Já, ég les til dæmis að einn aðili
eigi um 40 jarðir í einum firði. Það
kemur mér á óvart ef satt er.“
Sigríður stefnir að því að leggja
fram frumvarp á kjörtímabilinu þar
sem settar verði fastmótaðri reglur
en nú gilda um jarðakaup útlend-
inga á Íslandi. Hvaða breytingar vill
ráðherrann sjá í þessum efnum?
„Hvað útlendingana varðar þá
veitir dómsmálaráðuneytið und-
anþágur frá bannákvæðum laga eft-
ir viðmiðunarreglum sem í dag taka
mið af niðurstöðu þessarar nefnd-
ar,“ sagði Sigríður og og vísar til
nefndar um heildarendurskoðun
laga nr. 19/1966 um eignarrétt og af-
notarétt fasteigna. „Ég mun leggja
til við þingið að þessar reglur verði
færðar inn í lögin og kerfi umsókna
og undanþága þannig lagt niður að
mestu. Ég tel að best fari á því að
kveðið sé á í lögum um eignarheim-
ildir útlendinga. Þannig er gagnsæi
best tryggt og jafnræði.“
En er ástæða til að setja strang-
ari skilyrði en nú eru í lögum vegna
kaupa á fasteignum, einkum stórum
landareignum eins og bújörðum?
„Það fer eftir því hvert markmiðið
er. Er nauðsynlegt að halda fleiri
jörðum í rækt en nú? Á mat-
vælaframleiðsla undir högg að
sækja? Eru menn tilbúnir til þess að
borga fyrir að halda jörðum í rækt?
Eru til menn sem eru tilbúnir til
þess að stunda markaðsbúskap á
þessum jörðum? Vilja menn kannski
frekar takmarka fjárfestingar í
hlunnindum jarðanna eins og lax-
veiði? Ef þessu er öllu svarað ját-
andi þá kann að vera ástæða til þess
að setja skilyrði sem þjóna til-
teknum tilgangi,“ sagði Sigríður.
„Ef þú ert að spyrja um fjárfest-
ingar útlendinga sérstaklega þá er
það alveg ljóst að skilyrði sem
kunna að verða sett munu eiga við
gagnvart Íslendingum jafnt sem út-
lendingum. Það er við afar takmark-
aðar aðstæður sem hægt er með
málefnalegum hætti að láta aðrar
reglur gilda um EES-borgara en Ís-
lendinga.“
EES-fólk nýtur sama réttar
Sigríður sagði að borgarar EES-
ríkja njóti almennt sama réttar og
Íslendingar við kaup á fasteignum.
Mögulega sé hægt að setja EES-
borgurum þrengri skilyrði en Ís-
lendingum við fasteignakaup vegna
verulegra almannahagsmuna, skipu-
lags tiltekinna svæða eða samfélags-
legra markmiða á borð við að halda
tilteknum bújörðum í rækt og til-
teknum svæðum í byggð allt árið.
Einnig vegna umhverfisverndar eða
verndar sérstakra menningarsvæða.
Byggja verði á þessum sjónarmiðum
með málefnalegum hætti og með-
alhóf að leiðarljósi. Sýna verði fram
á að ekki sé gengið lengra en nauð-
syn krefur til að ná þessum mark-
miðum.
„Eignarrétturinn er varinn af
stjórnarskránni og er mannréttindi.
Menn geta ekki takmarkað eign-
arréttinn nema með mjög málefna-
legum sjónarmiðum og þannig að
meðalhófs sé gætt,“ sagði Sigríður.
Hins vegar sé hægt að setja strang-
ari skilyrði gagnvart þeim sem
standa utan EES og það sé gert í
lögum. Eins og fram hafi komið í
Morgunblaðinu í gær hafi umsókn-
um um leyfi til að kaupa hér fast-
eignir verið hafnað.
Búsetuskylda langsótt
Fram hefur komið í umfjöllun um
þessi mál undanfarið að t.d. Danir
og Norðmenn hafa að sumu leyti
sett strangari skilyrði fyrir kaupum
á bújörðum en við. Kemur til greina
að taka upp búsetuskyldu hér eða
gera kröfu um nýtingu á ræktuðu
landi og að því sé viðhaldið í góðu
ástandi til landbúnaðar?
„Þær takmarkanir sem í gildi eru
í Danmörku og Noregi gilda að
mestu gagnvart dönskum og norsk-
um borgurum. Búsetuskilyrði á
jörðum í Noregi ná jafnt til Norð-
manna og útlendinga. Mér þykir af-
ar langsótt og óraunhæft að tak-
marka aðilaskipti að jörðum á
Íslandi með búsetuskyldu. Það væri
ansi harkalegt gagnvart núverandi
jarðeigendum sem vilja bregða búi,“
sagði Sigríður.
Töluvert margar bújarðir eru nú
komnar í eigu félaga sem svo eru í
eign annarra félaga, oft erlendra, og
svo koll af kolli. Sýslumannsemb-
ættin og ráðherra eiga að fylgjast
með því að skilyrði laganna fyrir
eignarhaldi séu uppfyllt. Hvernig er
eftirliti háttað með því hvort skilyrði
laga eru uppfyllt ef þessi félög
ganga kaupum og sölum?
„Lagaskilyrði eru könnuð við
þinglýsingu og eftir atvikum við um-
sókn um undanþágu. Það er útilokað
að fylgjast í framhaldinu með við-
skiptum með hluti í félögum. Ráð-
herra hefur hins vegar heimild til
þess að þinglýsa kvöð á eign ef upp-
lýst er um að eignarhald hennar sé
ekki samræmi við lög nr. 19/1966,“
sagði Sigríður. Hún nefndi til dæmis
jörð í eigu íslensks félags sem svo
selur jörðina erlendu félagi utan
EES-svæðisins. „Nýi eigandinn
þyrfti að sækja um leyfi til ráðu-
neytisins til að eignast jörðina.
Gerði hann það ekki myndi málið
stoppa í þinglýsingu,“ sagði Sigríð-
ur.
En hafa íslensk stjórnvöld burði
og ráð til þess að kanna hvort nýir
eigendur að hlutafélagi sem á jörð,
mögulega erlendir, uppfylla skil-
yrðin?
„Það eru engin skilyrði um eig-
endur hlutafélaga í þessu sambandi.
Eina skilyrðið er að eigandi jarð-
arinnar sé íslenskur aðili eða EES-
aðili. Ef hlutafélagið er íslenskt eða
til heimilis á EES-svæðinu þá upp-
fyllir það skilyrði laganna. Því flókn-
ari sem skilyrðin eru, svo sem kvöð
um búsetu, ræktun eða sérstök
tengsl við landið og svo framvegis,
því erfiðara er að kanna hvort þau
eru uppfyllt.“
Gagnsæi á að ríkja
Hve mikilvægt er að þínu mati að
gegnsæi ríki um eignarhald á ís-
lensku landi, t.d. bújörðum?
„Ýmis lög krefjast þess að
gagnsæi ríki um eignarhald fast-
eigna. Það þarf að minnsta kosti að
liggja fyrir hver ber ábyrgð á eign-
inni og tekur ákvörðun um ráð-
stöfun hennar,“ sagði Sigríður. En
þarf að setja skýrari reglur um til
dæmis fulltrúa eiganda eða tengilið
vegna hverrar landareignar?
„Ég hef ekki orðið vör við að
þetta sér raunverulegt vandamál en
það kann að vera,“ sagði Sigríður.
Lög mæla svo fyrir að ef ein-
staklingur eða félag eignast fasteign
án þess að uppfylla skilyrði laga fyr-
ir því skuli koma fasteigninni í sölu-
ferli. Eru þess dæmi að jörðum hafi
verið komið í söluferli af þessari
ástæðu?
„Nei, ég þekki ekki dæmi þess.
En það er rétt að hafa í huga að
þegar synjað er um leyfi til kaupa á
fasteign eftir gerð kaupsamnings þá
teljast fasteignakaupin ógild sam-
kvæmt 2. grein laga númer 19 frá
1966. Þetta gerist nokkrum sinnum
á ári,“ sagði Sigríður.
Full ástæða til að bregðast við
Ef takmarka á eignarhald á jörðum verður að gera það með lögum og fylgja því svo eftir
Fagnaðarefni ef útlendingar vilja fjárfesta hér og fjárfestingin fellur að hagsmunum Íslendinga
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Dómsmálaráðherra „Það felst í fullveldisrétti Íslands að löggjafinn getur alltaf sett eignarhaldi skorður til að ná
einhverjum samfélagslegum markmiðum,“ sagði Sigríður Á. Andersen.
Sigríður Á. Andersen tók við
embætti dómsmálaráðherra
11. janúar 2017. Áður hafði
hún starfað sem héraðs-
dómslögmaður og verið al-
þingismaður.
Sigríður þekkir vel til laga-
umhverfisins varðandi fast-
eignir og afnotarétt þeirra.
Hún átti m.a. sæti í nefnd
um heildarendurskoðun laga
nr. 19/1966 um eignarrétt
og afnotarétt fasteigna.
Nefndin skilaði skýrslu 30.
maí 2014 og var m.a. stuðst
við tillögur nefndarinnar við
samningu viðmiðunarreglna
sem stuðst er við þegar um-
sóknir útlendinga um kaup á
fasteign á Íslandi eru af-
greiddar í dómsmálaráðu-
neytinu.
Sigríður Á.
Andersen
DÓMSMÁLARÁÐHERRAVIÐTAL
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Full ástæða er til að bregðast við
áhyggjum fólks af jarðakaupum er-
lendra aðila hér á landi, að mati Sig-
ríðar Á. Andersen dómsmálaráð-
herra. Hún minnti á að einnig hafi
orðið vart við áhyggjur vegna kaupa
rammíslenskra aðila á jörðum í
gegnum árin.
Sigríður benti á að það séu um
7.700 jarðir skráðar á Íslandi og af
þeim séu 6.600 lögbýli. Eins og kom-
ið hafi fram í Morgunblaðinu séu
384 jarðir að hluta eða í heild í eigu
aðila með lögheimili erlendis, þar af
séu 62 jarðir að fullu í eigu aðila með
lögheimili erlendis. Þar á meðal séu
trúlega Íslendingar.
Eignarhald sé ljóst
„Ég veit að margir, þar á meðal
erlendir aðilar, hafa keypt jarðir í
gegnum félög eða með því að kaupa
hluti í félögum sem eiga jarðir. Lög-
in heimila það. Það væri mögulegt
að kveða á um það í lögum að það
yrði að liggja fyrir hvaða ein-
staklingar eiga félögin, telji menn að
það skipti máli í sjálfu sér. Fyrir því
eru fordæmi eins og varðandi eign-
arhald á flugfélögum, en það er
mjög sérstakt fordæmi. Hafi menn
áhuga á að takmarka eignarhald á
jörðum með einhverjum hætti verð-
ur að gera það með lögum og fylgja
því svo eftir. Það má draga í efa að
það sé framkvæmanlegt að fylgjast
með því með góðu móti.
Það vill líka oft gleymast í þessu
samhengi að það felst í fullveld-
isrétti Íslands að löggjafinn getur
alltaf sett eignarhaldi skorður til að
ná einhverjum samfélagslegum
markmiðum. Menn þurfa svo að
komast að niðurstöðu um hvert hið
samfélagslega markmið er. Við Ís-
lendingar förum alltaf með skipu-
lagsvaldið. Það má ekki gleyma því.
Í þessu sambandi skiptir ekki máli
hvort jarðeigendurnir eru Íslend-
ingar eða útlendingar, eitt verður
yfir alla að ganga.
Hins vegar er það fagnaðarefni í
sjálfu sér að útlendingar hafi áhuga
á að fjárfesta hér á landi, þar með
talið í jarðnæði ef tilgangurinn fellur
að hagsmunum okkar Íslendinga,“
sagði Sigríður. Hún sagði að ekki
megi gleyma því að Íslendingar geri
kröfu um að eiga þennan rétt er-
lendis. Íslendingar hafi keypt bæði
húsnæði og jarðir í EES-löndunum
og víðar.
Hún sagði að sér virtist áhugi út-
lendinga ekki beinast að bújörðum