Morgunblaðið - 28.07.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.07.2018, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2018 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Þrír bátar eru komnir með yfir 30 tonn á strandveiðum sumarsins, uppistaðan er þorskur en einnig ufsi og aðrar tegundir. Aflahæstir eru Grímur AK 1 með tæp 36 tonn, Birta SU 36 með 32,5 tonn og Steðji VE 24 með rúm 30 tonn. Færri bátar hafa verið á strandveiðum heldur en síð- ustu ár og gæftir hafa oft verið erf- iðar í sumar, einkum fyrir minni bátana. Hærra fiskverð, en færri bátar Fiskverð það sem af er sumri er um 15% hærra en það var í fyrra. Meðalverð á kíló af óslægðum þorski á handfæri á fiskmörkuðum í sumar hefur verið nálægt 215 krónum, en það hefur sveiflast frá um 200 krón- um upp í 300 krónur síðustu þrjá mánuði. Að sögn Arnar Pálssonar, framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda, er afkoma af strandveiðunum óviðunandi. Þess vegna sé brýnt að gengið verði að kröfum félagsins um fjóra veiðidaga í viku hverri í þá fjóra mánuði sem veiðarnar eru heimilaðar. Nú er heimilt að veiða tólf daga í mánuði. Alls hafa 532 bátar virkjað leyfi til strandveiða sem er 55 bátum færra en á sama tíma í fyrra. Árið 2016 voru bátarnir enn fleiri eða 664 með virk leyfi. Afli þeirra nemur 7.127 tonnum sem er 318 tonnum minna en í fyrra. Afli á hvern bát er að með- altali 13,4 tonn nú en var 12,7 tonn síðasta sumar. Mest munar þar um afla báta á svæði A sem er nú 16,5 tonn en var að meðaltali 12,6 tonn í fyrra að loknum júlí, samkvæmt upplýsingum frá Erni Pálssyni. Fleiri róa á suðursvæði Flestir bátar róa frá höfnum á svæði A frá Arnarstapa til Súðavík- ur, alls 200 en þeir voru 225 í fyrra. Á svæði B frá Norðurfirði til Grenivík- ur róa nú 102 bátar en voru 133 í fyrra, á C-svæði frá Húsavík til Djúpavogs eru bátarnir 111 á móti 123 í fyrra og á svæði D frá Höfn í Borgarnes róa 119 bátar á strand- veiðum, en voru 106 síðasta sumar. Bátum hefur fækkað frá síðasta ári á öllum svæðum nema suðursvæðinu. Breytingar voru gerðar á fyrir- komulagi strandveiða í vor og nú mega allir bátar róa í tólf daga í mán- uði frá maí til loka ágúst, alls 48 daga. Fiskistofa getur stöðvað strandveiðar þegar sýnt er að heild- arafli báta fari umfram það magn, sem ráðstafað er til strandveiða. Búið að veiða 70% af viðmiðun Í fyrra voru veiðar stöðvaðar á svæði A eftir átta daga í júlí og ágúst og á svæðum B og C eftir tíu daga í ágúst. Nú má hver bátur hins vegar fara í 12 veiðiferðir í mánuði eins og áður sagði og má því ætla að afli verði meiri en í fyrra þrátt fyrir færri báta. Viðmiðunarafli er nú 10.200 tonn af þorski, meira en áður á strand- veiðum, og er nú búið að veiða 70% af þeirri viðmiðun. Ráðherra er heimilt að auka þessa viðmiðun og segir Örn Pálsson líklegt að það þurfi að gera til að allir geti róið tólf daga í ágúst- mánuði. Áður var kerfið þannig að þegar tilteknum afla var náð á hverju veiði- svæðanna fjögurra voru veiðar stöðvaðar á svæðinu í þeim mánuði. Dagafjöldi var mjög misjafn innan svæða yfir sumarið, eða frá sex dög- um á mánuði upp í 18. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Í landi Ekki er heimilt að róa á strandveiðum á föstudögum og rólegt var yfir bryggjunni á Bolungarvík í gær. Meðalbátur með 13,4 tonn í sumar  Þrír strandveiðibátar með yfir 30 tonn  Talsverð fækkun „Ég er mjög sáttur með ganginn í veiðunum,“ segir Stefán Jónsson, skipstjóri á Grími AK, aflahæsta bátnum á strand- veiðum sumars- ins. Hann hefur komið með 36 tonn að landi og þar af eru um 25 tonn af þorski. Stefán segir að tonnafjöldinn segi þó ekki allt því ufsi og einnig karfi og ýsa telji í heildaraflanum, en verðmætið sé ekki í samræmi við tonnin. Stefán rær frá Arnarstapa og segir góða aðstöðu þar, góðan anda milli manna og stutt á miðin. Grímur sterki Hann býr á Akranesi, en sefur um borð í bátnum virku dagana meðan vertíðin stendur sem hæst. Grímur AK er átta tonna Perlu- plastbátur smíðaður á Akranesi 2003, en Stefán lengdi hann og breytti 2006. Nafn bátsins er sótt til afa Stefáns, sem gjarnan var kallaður Grímur sterki og sótti meðal annars sjó frá Bolungarvík. Stefán segir að afi hans fylgi hon- um án efa á sjóinn og segist oft finna tóbakslyktina af honum. „Ég er sáttur við þetta nýja fyr- irkomulag á strandveiðunum og dögunum á A-svæðinu hefur fjölg- að,“ segir Stefán. „Fyrir nokkrum árum reri ég frá Akranesi og var því á D-svæði. Þegar ég flutti mig vestur á Arnarstapa á sínum tíma fækkaði róðrunum hjá mér um fimmtung, þannig að ég var ekki að reyna að ná fleiri róðrum þegar ég fór vestur á Arnarstapa.“ Frá tveimur tímum upp í 14 Stefán á einn dag eftir í júlí og síðan tólf daga í ágústmánuði. Þá fer hann aftur til starfa hjá fyr- irtækinu Sjamma, sem m.a. reisir einingahús fyrir BM Vallá og Smellinn. Strandveiðarnar eru ár- vissar hjá Stefáni og jákvæðir vinnuveitendur gefi honum leyfi til að sinna þeim. Stefán segist oftast fara út um klukkan fjögur að morgni og róð- urinn taki frá 2-3 tímum og upp í 14 tíma. „Það er allur gangur á þessu, fiskurinn syndir og er þar sem ætið er.“ Markmiðið að fiska fyrir sjö milljónir Spurður um afkomu segir Stefán að markmiðið hafi verið að ná sjö milljónum í aflaverðmæti í sumar og að öllu eðlilegu ætti það að tak- ast. Hins vegar dragist mikill kostnaður frá þeirri tölu og hann sé alltaf að aukast, nefna megi veiði- gjöld, löndunargjöld, skoð- unargjöld, tryggingar, olíukostnað, venjulegt viðhald og margt fleira sem tínist til. Þá séu miklar sveiflur í markaðs- verði og sumt sé illskiljanlegt. Þannig hafi menn verið að bjóða 10 krónur í kíló af ufsa sem er 1,3 til 1,7 kíló að þyngd, en veiðigjöldin séu 16 krónur fyrir þennan sama fisk. Þorskur undir tveimur kílóum, undirmálsfiskur, fari hins vegar á allt að 200 krónum. Aldrei upplifað svona veðráttu Og lokaspurningin er um tíð- arfarið. „Ég hef aldrei upplifað svona veðráttu,“ segir Stefán. „Ég held að í sumar hafi komið tveir virki- lega góðir dagar með blíðu. Mjög oft hefur verið kuldi og rigning og leiðinlegt sjólag. En ef þú hefur gaman af þessu gleymirðu því fljótt.“ aij@mbl.is Finnur tóbaks- lyktina af afa sem er með í för  Sá aflahæsti er sáttur með sumarið  Margvíslegur og vaxandi kostnaður Morgunblaðið/Heiddi Sumar á Arnarstapa Góð aðstaða, góður andi og stutt á fengsæl mið. Stefán Jónsson Síldarvinnslan hf. í Neskaupstað áformar að láta gera minningarreit á austasta hluta grunns gömlu fiski- mjölsverksmiðjunnar sem eyðilagðist í snjóflóði 20. desember 1974. Reiturinn verður helgaður þeim sem farist hafa í störfum hjá fyrirtækinu. Á grunninum stendur gamall gufuketill og er gert ráð fyrir að hann verði hluti reitsins. Efnt verður til samkeppni um út- færslu á minningarreitnum þar sem almenningi gefst kostur á að setja fram hugmyndir, segir á heimasíðu fyrirtækisins. Þátttakendur í sam- keppninni eru beðnir að hafa í huga að reiturinn á að vera friðsæll og hlýleg- ur staður og þar á að vera aðstaða til að setjast niður og njóta kyrrðar. Koma skal fyrir minningarskjöldum eða skildi um þá sem látist hafa og sögu fyrirtækisins skulu gerð skil á skiltum. Heimilt er að skila inn tillögum bæði í máli og myndum, en sérstök dómnefnd mun yfirfara þær tillögur sem berast. Veitt verða verðlaun að upphæð kr. 600.000 fyrir vinnings- tillöguna. Síldarvinnslan áskilur sér rétt til að hafna öllum tillögum en jafnframt er gert ráð fyrir að arki- tekta- eða verkfræðistofa fullvinni þá tillögu sem fyrir valinu verður. Dóm- nefnd er heimilt að nýta fleiri en eina tillögu til frekari úrvinnslu og skiptist þá verðlaunaféð á milli þeirra þátttak- enda sem tillögurnar eiga. Tillögum um gerð reitsins skal skila til Síldarvinnslunnar fyrir 1. október nk., en nánar er fjallað um verkefnið á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Ljósmynd/Síldarvinnslan Neskaupstaður Gamla fiskimjölsverksmiðjan eyðilagðist í snjóflóði 20. desember 1974. Gert er ráð fyrir að gamall gufuketill á svæðinu verði hluti minningarreitsins, sem á að vera friðsæll og hlýlegur. Minningarreitur í Neskaupstað  Helgaður þeim sem farist hafa í störfum hjá Síldarvinnslunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.