Morgunblaðið - 28.07.2018, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 28.07.2018, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2018 JÓN BERGSSON EHF Kletthálsi 15 | 110 Reykjavík | Sími 588 8881 | www.jonbergsson.is | jon@jonbergsson.is GARÐSKÁLAR Á HJÓLUM Hentar þetta þínum garði, svölum, rekstri eða sumarbústað? Vogir sem sýna verð á vörum eftir þyngd Löggiltar fyrir Ísland og tilbúnar til notkunar ELTAK sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum VERSLUNAR- VOGIR Framkvæmdum við Vesturbæjar- skóla fer senn að ljúka en unnið hefur verið að viðbyggingu við skólann í rúmt ár. Töluvert rask hefur orðið á umferð í Vestur- bænum vegna framkvæmdanna og í maí var Framnesvegi lokað frá Hringbraut. Á sú lokun að gilda út verktímann. Í ágúst 2015 var tekin skóflu- stunga að viðbyggingu við skólann en framkvæmdir hófust í mars 2017, er Reykjavíkurborg greinir frá á vefsíðu sinni. Verktakafyr- irtækið Munck Íslandi ehf. sá um framkvæmdina en samþykkt tilboð þeirra hljóðaði upp á rúmar 633 milljónir. Viðbyggingin verður á þremur hæðum; á fyrstu tveimur hæðunum er gert ráð fyrir al- mennri kennslu og samkomusal. Á þriðju hæð er áætlað að hafa gróð- urhús og þakgarð. Stefnt er að því að viðbyggingin verði tilbúin til notkunar í byrjun skólaárs 2018. ninag@mbl.is Framkvæmdum að ljúka í Vesturbæ Framnesvegur Gatan hefur verið lokuð í nokkra mánuði vegna framkvæmda. til austurs meðfram Hafnartorginu verði opnuð fyrir umferð um miðjan ágúst, samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Lækjargatan, milli Hverfisgötu og Geirsgötu, verður áfram ein ak- rein í hvora átt fram eftir hausti. Vinna stendur yfir við að endurgera kaflann sem nú er lokaður. Þegar því verki lýkur verður umferðin færð yfir á þær tvær akreinar en í framhaldinu verða þær tvær akrein- arnar sem nú eru notaðar end- urgerðar. Framkvæmdir við endurgerð Tryggvagötu, frá Pósthússtræti að Lækjartorgi, hófust í byrjun júní. Lokað var fyrir umferð um Tryggvagötu á þessum kafla og stefnt er að því að hleypa umferð á hann að nýju þegar verki lýkur í byrjun október. Áætlanir gera ráð fyrir endurgerð Hverfisgötu frá Smiðjustíg að Lækj- argötu árið 2019. Hverfisgatan hefur verið endurnýjuð í áföngum á und- anförnum árum. Segja má að þessi áður drungalega gata hafi gengið í endurnýjun lífdaga við þessar fram- kvæmdir. Umferðartafir í miðbænum vegna byggingarframkvæmda  Geirsgatan klárast í næsta mánuði  Þrenging í Lækjargötu næstu tvö árin Ljósmynd/Reykjavíkurborg Geirsgata Vegna byggingarframkvæmda á Hafnartorgi hefur Geirsgatan aðeins verið ein akrein í austurátt. Gríð- arlegar bílaraðir hafa oft myndast á svæðinu á álagstímum og umferðin hefur silast áfram með hraða snigilsins. Lækjargata Vestari hluta götunnar hefur verið lokað vegna byggingar nýs hótels, þar sem Íslandsbankahúsið stóð áður. Gatan verður lokuð í tvö ár. BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Miklar byggingarframkvæmdir standa yfir í miðborg Reykjavíkur, þær mestu í sögunni. Af þeim sökum hefur verið þrengt að bílaumferð á nokkrum stöðum og hafa myndast langar bílaraðir, sérstaklega á há- annatímum. Jafnframt var hámarks- hraði víða lækkaður í 30 km á klukkustund sem jók enn á tafirnar. Hefur þetta ástand óneitanlega valdið pirringi hjá ökumönnum. Á næstu mánuðum mun ástandið lagast til muna. Nýjasta þrengingin er á Lækjar- götu, milli Skólabrúar og Vonar- strætis. Þar hefur tveimur akreinum verið lokað vegna framkvæmda við hótel á hornlóðinni þar sem Íslands- banki var áður. Nú er bílaumferð að- eins um eina akrein í hvora átt á þessum kafla. Verktakinn, TVT ehf., hefur fengið útgefið leyfi til lokunar götunnar til loka maí 2019. Búast má við að afnotaheimildin verði fram- lengd því gert er ráð fyrir að umferð í Lækjargötu/Vonarstræti verði með þessum hætti, eða svipuðum, fram á sumar 2020. Ný umferðarljós hafa verið sett upp á gatnamótum Lækjargötu og Vonarstrætis, vegna þessara fram- kvæmda. Vestari akbraut lokuð Milli Skólabrúar og Vonarstrætis fer umferð nú eftir Lækjargötu um eystri akbraut þar sem vestari ak- braut verður notuð undir gönguleið og vinnuaðstöðu verktaka. Af þess- um sökum lokast um helmingur safnstæðis hópbifreiða við Mæðra- garð. Einungis strætisvögnum verður heimilt að aka vestur Vonarstræti meðan á framkvæmdum stendur og þá aðeins ef þeir koma eftir Lækj- argötu úr norðri (hægri beygja inn í Vonarstræti). Allri annarri umferð að Vonarstræti er beint um Skólabrú. Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir á Geirsgötu og gatnamót við Lækjargötu og Kalkofnsveg. Búið er að hleypa umferð á allar fjórar ak- reinar Kalkofnsvegar, auk þess sem ný umferðarljós á gatnamótunum hafa verið virkjuð. Aðeins ein akrein hefur verið í notkun á Geirsgötu til austurs. Af þeim sökum hafa myndast gríð- arlangar bílaraðir á götunni á álags- tímum. Hafa þær á stundum náð langleiðina að Ánanaustum. Vinna stendur yfir við að endurgera kafl- ann og er gert ráð fyrir að Geirsgata Bæjartorg, þar sem Bæjarins bestu hafa verið með pylsu- vagn, hefur verið endurgert samtímis og er verkið langt komið. Litaðir steinar munu prýða torgið. Bæjarins bestu fá framtíð- arstað á Bæjartorgi að fram- kvæmdum loknum, en á þessum stað hefur þessi heimsþekkti pylsuvagn staðið um áratuga skeið. Pylsuvagninn hefur verið til bráðabirgða við hlið Eim- skipafélagshússins, gegnt Bæj- artorgi. Á Bæjartorgi hefur risið ný spennistöð Veitna og setur hún svip sinn á torgið. Flytja á sinn gamla stað BÆJARINS BESTU Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.