Morgunblaðið - 28.07.2018, Page 23

Morgunblaðið - 28.07.2018, Page 23
Tekjur Amazon hækkuðu um 39% og voru 52,9 milljarðar dollara. Það er um 500 milljónum dollara minna en greiningaraðilar vestan- hafs bjuggust við en innan skekkju- marka, að því er fram kemur í Fin- ancial Times. Tæknifyrirtæki tóku dýfu Hlutabréf í Amazon höfðu lækk- að um 3% á fimmtudaginn í kjölfar niðursveiflu tæknifyrirtækja á markaði, sem leidd var af hluta- bréfum Facebook. Gengi bréfa Amazon hækkaði hins vegar aftur um 3% í gær eftir að árshluta- uppgjör hafði verið birt. Tæknifyrirtæki vestanhafs hafa átt erfitt uppdráttar í vikunni, þá sérstaklega Facebook, sem greindi óvænt frá því að vöxtur félagsins væri að dragast saman. Fréttirnar þurrkuðu út um 100 milljarða doll- ara af markaðsvirði Facebook, yfir 10 þúsund milljarða íslenskra króna á gengi gærdagsins. Bréf fé- lagsins lækkuðu um rétt tæplega 20%. Facebook gaf út tilkynningu um að bæði tekjur fyrirtækisins og not- endafjöldi yxu hægar en spár hefðu gert ráð fyrir. Á öðrum ársfjórð- ungi jókst samt sem áður hagnaður Facebook um 31% og nam 5,1 millj- arði dollara, tekjur jukust einnig um 42% og voru 13,2 milljarðar. Facebook er með um 2,23 milljarða virkra notenda. Facebook er ekki eina tæknifyrirtækið sem átti slæma viku á hlutabréfamarkaði. Í árs- hlutauppgjöri Twitter í gær kom fram að virkum mánaðarlegum not- endum fækkaði um 1 milljón frá sama ársfjórðungi í fyrra. Þetta kemur í kjölfar átaks til þess að hreinsa út sýndarnotendur og of- beldisfulla hegðun úr forritinu, að því er AFP-fréttastofan greinir frá. Gengi hlutabréfa félagsins lækkaði um 14% við opnun viðskipta í gær. Engu að síður skilaði Twitter met- hagnaði á öðrum ársfjórðungi. Netflix skilaði uppgjöri annars ársfjórðungs í síðustu viku. Í frétt Financial Times kemur fram að áskrifendum streymisveitunnar hafi ekki fjölgað í takt við vænt- ingar greiningaraðila. Google hækkar þrátt fyrir sekt Stórfyrirtækið Alphabet, móður- félag Google, skilaði hagnaði upp á 3,2 milljarða dollara á öðrum árs- fjórðungi, sem er samdráttur um 9% frá sama tímabili 2017. Tekjur félagsins hækkuðu engu að síður um 26%, eða um 32,7 milljarða bandaríkjadollara. Þrátt fyrir samdrátt í hagnaði félagsins hækkaði gengi hlutabréfa Alphabet um 3,7% í kjölfar upp- gjörsins. Stutt er síðan samkeppniseftirlit ESB sektaði Google um 4,3 millj- arða evra eða rúmlega 540 milljarða íslenskra króna, fyrir að hafa brotið gegn samkeppnislögum með því að skilyrða notkun hugbúnaðar fyrir- tækisins í Android-stýrikerfinu, líkt og fram kom á mbl.is í síðustu viku. Þessar fréttir virtust ekki hafa haft mikil áhrif á gengi hlutabréfa fé- lagsins, sem hafa hækkað um 15% síðastliðinn mánuð. Google hefur tilkynnt að það muni áfrýja sekt samkeppniseftirlits ESB. Uppgjörum stórfyrirtækja misvel tekið  Methagnaður Amazon  Google hækkar áfram þrátt fyrir sekt ESB AFP Tækni Gengi hlutabréfa í Google hefur hækkað umtalsvert undanfarið. Ama- zon skilaði góðu uppgjöri en önnur tæknifyrirtæki hafa fallið í skuggann. FRÉTTASKÝRING Steingrímur Eyjólfsson steingrimur@mbl.is Amazon fór fram úr væntingum greiningaraðila þegar kynnt var árshlutauppgjör fyrirtækisins í gær. Í fyrsta skipti í sögu þess fór hagnaður á fjórðungi yfir tvo millj- arða dollara, sem má að mestu rekja til hárrar framlegðar af skýjaþjónustu fyrirtækisins, sem og yfirburðastöðu á sviði netverslunar. Methagnaður Amazon Hagnaður Amazon á öðrum árs- fjórðungi var 2,5 milljarðar dollara, jafngildi um 265 milljarða íslenskra króna, en félagið fór í fyrsta skipti yfir eins milljarðs dollara múrinn á einum fjórðungi í lok síðasta árs. Hagnaður á hlut var 5,07 dollarar á þriðja ársfjórðungi. Það er töluvert yfir spám markaðsgreinenda, sem að meðaltali gerðu ráð fyrir 2,51 dollara á hlut samkvæmt Financial Times. Hagvöxtur í Bandaríkjunum mældist 4,1% á öðrum ársfjórð- ungi, samkvæmt hagtölum sem birtar voru í gær. Þetta er mesti hagvöxtur sem mælist meðal iðnríkja, að því er bandaríska viðskiptaráðuneytið heldur fram, og mesti hagvöxtur í Bandaríkjunum á einum árs- fjórðungi frá þriðja fjórðungi 2014. Hagvöxturinn var í takt við væntingar markaðarins sem afleiðing af skattalækkunum stjórnar Donalds Trump, sem tóku gildi í upphafi árs. Tíðindin höfðu því nánast engin áhrif á fjármálamarkaði. Mikill vöxtur á 2. fjórðungi HAGVÖXTUR VESTANHAFS FRÉTTIR 23Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2018 Eiginleikar burðarpokans: • hentar börnum frá 3,5-20 kg • viðheldur M-stöðu mjaðma og fóta • leyfir baki nýbura að vera kúpt • hægt er að bera barnið á þrjá vegu, að framan, á baki og á mjöðm • dreifir þunga barnsins vel fyrir þann sem ber barnið • einfaldur í notkun • úr lífrænni bómull og hampi • til í mörgum fallegum litum Þegar velja á burðarpoka er mikilvægt að pokinn fari vel með líkama barnsins. Manduca burðarpokinn er hann- aður af þýskum barnaburðarsér- fræðingum með það markmið að leiðarljósi að barn geti viðhaldið M-stellingu fóta og mjaðma. MANDUCA BURÐARPOKINN Kíktu á netverslun okkar bambus.is Borgartún 3, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.