Morgunblaðið - 28.07.2018, Qupperneq 24
24 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2018
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
MOVIE STAR
hvíldarstóll
Verð frá 398.000,-
Norður-Kóreumenn hafa skilað lík-
amsleifum 55 bandarískra her-
manna, sem létu lífið í Kóreustríðinu,
til Bandaríkjanna. Frá þessu er sagt
á fréttavef Huffington Post. Þetta er
í samræmi við loforð sem Kim Jong-
un gaf Donald Trump Bandaríkja-
forseta á fundi þeirra í júní.
Þetta er í fyrsta sinn frá árinu
2005 sem stjórnvöld Norður-Kóreu
hafa skilað líkamsleifum hermanna
til Vesturlanda. Þá skiluðu Norður-
Kóreumenn 220 líkum í samstarfi við
bandaríska herinn en hættu flutning-
unum þegar samband ríkjanna
versnaði vegna kjarnaáætlunar rík-
isins. Enn eru um 7.700 lík banda-
rískra hermanna ófundin á Kór-
euskaga.
Líkum 55 Banda-
ríkjamanna skilað
Athöfn Líkum skilað til S-Kóreu.
NORÐUR-KÓREA
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Ljóst er að krikket-leikarinn Imran
Khan hefur unnið stórsigur í þing-
kosningunum sem haldnar voru í
Pakistan í fyrradag. Flokkur hans,
Pakistan Tehreek-e-Insaf (Réttlæt-
ishreyfing Pakistan eða PTI), er
stærsti flokkurinn á pakistanska
þinginu með 114 þingsæti af 269. Þó
mun Khan þurfa að finna sér sam-
starfsflokk hyggist hann mynda
ríkisstjórn.
Sitjandi stjórnvöld hafa vænt
Khan um að svindla í kosningunum
með aðstoð hersins og annarra ríkis-
stofnana en kosninganefndin hefur
þvertekið fyrir allt slíkt. Samkvæmt
umfjöllun The Guardian um kosn-
ingarnar hafa leiðtogar sex stjórn-
málaflokka tilkynnt að eftirlits-
mönnum þeirra hafi verið vísað frá
kjörstöðum. Múslimabandalag Pak-
istan (PML-N), stjórnarflokkur
Pakistan á nýliðnu kjörtímabili, hef-
ur svarið þess eið að fara með málið
fyrir rétt.
Glaumgosi og krikket-hetja
Í vesturheimi er Imran Khan að-
allega þekktur sem íþróttahetja sem
tryggði Pakistan sigur í heimsmeist-
arakeppni í krikket árið 1992. Hann
á sér einnig orðspor sem glaumgosi
og er þekktur úr vestrænum slúð-
urtímaritum vegna níu ára hjóna-
bands síns og bresku fjölmiðlakon-
unnar Jamimu Goldsmith.
Khan er þó enginn nýgræðingur í
pakistönskum stjórnmálum. Hann
stofnaði Réttlætishreyfinguna árið
1996 en lengst af hefur flokkurinn
verið jaðarsettur. Fyrsta áratuginn
eftir stofnun hans vann hann aðeins
fáein sæti á pakistanska þinginu en
vinsældir flokksins fóru á flug árið
2012 þegar ungir kjósendur sem
mundu eftir krikket-hetjunni Khan
frá æskuárum sínum náðu kosninga-
aldri. „Imran er heiðarlegur. Hann
er flottur leiðtogi,“ sagði tvítugur
Pakistani við blaðamenn AFP eftir
að hafa kosið Khan.
Khan segir að flokkurinn hafi ver-
ið illa undirbúinn fyrir skyndilegar
vinsældir sínar og því hafi honum
ekki gengið eins vel og hægt var í
kosningunum árið 2013. Þetta ár hafi
hann hins vegar verið vel undirbúinn
og hafi notið góðs af því.
Líkt og margir upprennandi
stjórnmálaleiðtogar á Vesturlöndum
hefur Khan einnig notið góðs af því
að vera talinn óspilltur og að standa
utan hefðbundinnar valdaklíku í
Pakistan. Erfitt er að staðsetja hann
á pólitíska litrófinu og hefur hann því
sætt ásökunum fyrir hentistefnu.
Hann hefur lýst sér sem frjálslynd-
ismanni en hefur um leið reynt að
höfða til íhaldsmanna, íslamista og
til herstéttarinnar. Khan segir
markmið sitt vera að gera Pakistan
að „íslömsku velferðarríki“.
Krikket-hetja stefnir á
forsætisráðherrastólinn
Imran Khan stefnir að uppbyggingu „íslamsks velferðarríkis“ í Pakistan
AFP
Khan Stuðningsmaður Réttlætishreyfingarinnar við hliðina á kosningaplakati Imrans Khan, sem líklega verður
næsti forsætisráðherra Pakistan eftir nýliðnar kosningar. Andstæðingar Khan hafa sakað hann um kosningasvindl.
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Hitabylgja sem nú geisar um Evr-
ópu hefur kveikt ófáa skógarelda
undanfarna viku. Frá þessu er sagt á
fréttavef AFP. Evrópubúum hefur
verið ráðlagt að nýta ekki „góða
veðrið“ til að grilla úti af ótta við að
enn fleiri eldar gætu kviknað. Jafn-
framt hafa stjórnvöld í Hamborg
hætt við flugeldasýningar vegna eld-
hættunnar.
Alexis Tsipras, forsætisráðherra
Grikklands, gekkst í gær við „póli-
tískri ábyrgð“ á skógareldum sem
hafa banað minnst 87 manns austan
við Aþenu. „Ég tel það vera skyldu
forsætisráðherrans og ríkisstjórn-
arinnar,“ sagði hann á fjölmiðlaráð-
stefnu.
Í Hollandi hafa 1.143 skógareldar
verið taldir fyrstu 25 dagana í júlí.
Til samanburðar má nefna að aðeins
187 eldar kviknuðu allan júlímánuð í
fyrra. Síðustu vikur hafa hitamet
verið slegin eða jöfnuð víðs vegar
um norðurhvel jarðar og alvarlegir
eldsvoðar hafa einnig tröllriðið Kali-
forníu í Bandaríkjunum. Loftslags-
fræðingar vara við því að hiti sem
þessi gæti orðið reglan fremur en
undantekningin með áframhaldandi
hlýnun jarðar.
AFP
Hiti Slökkviliðsmaður berst gegn eldhafi í Kineta við Aþenu síðastliðinn
mánudag. Svipaðir eldar hafa kviknað víðs vegar um Evrópu og Ameríku.
Skógareldar geisa
um norðurhvel jarðar
Aðdragandinn að
forsetakosn-
ingum sem haldn-
ar verða í Malí á
sunnudaginn hef-
ur verið blóð-
ugur. Ibrahim
Boubacar Keïta,
sitjandi forseti,
sækist eftir
endurkjöri en á
stjórnartíð hans,
sem hófst árið 2013, hefur mikill
ófriður ríkt í landinu. Árið 2018 hafa
um 300 almennir borgarar látist í
átökum milli malískra þjóðarbrota. Í
gær var tilkynnt um dauða um 18
manns í miðhluta Malí samkvæmt
fréttavef Reuters. Neyðarástand
hefur ríkt í rúm þrjú ár vegna upp-
reisnar jihadistahreyfinga í norður-
hluta Malí en Keïta segir að stríðs-
ástandi sé að mestu lokið.
Blóðug átök fyrir
forsetakosningar
Ibrahim
Boubacar Keïta
MALÍ
„Við ætlum að stýra Pakistan eins og því hefur aldrei
verið stýrt áður,“ sagði Imran Khan um áætlanir sínar
sem verðandi leiðtogi lýðveldisins Pakistan.
Allt frá því að Khan sagði skilið við íþróttir og hóf feril
sinn í stjórnmálum hefur hann talað gegn spillingu í
landinu. Fyrrverandi forsætisráðherra fráfarandi ríkis-
stjórnar, Nawaz Sharif, var eitt af fyrstu fórnarlömbum
Panama-skjalanna en í þeim var upplýst um eignir upp á
marga milljarða króna sem Sharif og fjölskylda hans
geymdu í Bretlandi og í aflandsfélögum. Samkvæmt
grein The New York Times væna stuðningsmenn Sharifs pakistanska her-
inn um að hafa beitt þrýstingi á dómstóla til að víkja Sharif úr embætti
vegna málsins. Herinn hefur haft mikil ítök í stjórn Pakistan nánast frá
stofnun ríkisins og Khan hefur verið vændur um að vera „þeirra maður“ í
kosningabaráttunni.
Frambjóðandi hersins?
IMRAN KHAN
Nawaz Sharif