Morgunblaðið - 28.07.2018, Síða 27

Morgunblaðið - 28.07.2018, Síða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2018 Við sundin blá Lífsglaðir ferðalangar brosa breitt saman og taka ljósmynd af sér við Sæbrautina í Reykjavík. Arnþór Húsnæðismarkaðurinn er einn stærsti markaðurinn og einn sá mikilvægasti. Allir þurfa þak yfir höfuðið og því er húsnæði grunn- þörf í samfélaginu. Of fáar íbúðir hafa verið byggðar á síðasta ára- tug þannig að ófremdarástand ríkir. Þetta snýr bæði að efna- hagslegum stöðugleika og að fé- lagslegum stöðugleika. Önnur ríki glíma einnig við sama vanda og hafa stjórnvöld þar brugðist við með umbótum. Hér hefur of lítið verið gert og stafar það af því að húsnæð- ismálin eru munaðarlaus málaflokkur hjá rík- isstjórninni. Því þarf að breyta með því að flytja málaflokka milli ráðuneyta og setja þannig á laggirnar öflugt innviðaráðuneyti sem færi með húsnæðis- og byggingamál auk annarra málaflokka. Í kjölfarið þarf að gera regluverkið skilvirkara. Þá þurfa sveitarfélög að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að einfalda stjórnsýslu og flýta afgreiðslu mála. Þannig verður íbúðauppbyggingu flýtt og hún gerð á hagkvæman hátt, í takt við þarfir fólks. Félagslegur stöðugleiki Allir þurfa þak yfir höfuðið en staðan hefur versnað talsvert undanfarin ár þar sem of lítið hefur verið byggt. Ungt fólk býr lengur í for- eldrahúsum en áður. Þannig bjuggu 42% fólks á aldrinum 20-29 ára í foreldrahúsum árið 2017 en 35% árið 2010. Húsnæðisverð og leiguverð hefur hækkað umtalsvert und- anfarin ár. Leiguverð hefur hækkað umfram laun hér á landi. Samkvæmt greiningu Íbúðalánasjóðs er hærra leiguverð hjá láglaunafólki hér á landi en á Norðurlöndunum. Ráðast þarf í umbætur áður en í óefni er komið. Hljóð og mynd fara ekki saman Á hverjum tíma þarf skipulag að gera ráð fyrir nægilegum fjölda íbúða og lóðir að vera til reiðu. Þetta er ekki raunin. Skipulag sveitarfélaganna á höfuðborg- arsvæðinu gerir ráð fyrir of fáum íbúðum miðað við spár um fjölgun íbúa. Gert er ráð fyrir að íbúum fjölgi um 30-38 þúsund til ársins 2025 á sama tíma og gert er ráð fyrir íbúðum fyrir 16 þúsund manns. Núverandi skipulag gerir ráð fyrir rúmlega 7.200 nýjum íbúðum. Sveitarfélögin hafa því verk að vinna við að breyta skipulagi svo byggja megi íbúðir fyrir alla. Kostnaður og tími Það er til mikils að vinna ef hægt er að hraða uppbyggingu íbúða og draga úr kostn- aði. Langan tíma getur tekið að breyta skipu- lagi og afla tilskilinna leyfa þar til hægt er að hefja framkvæmdir. Borgaryfirvöld breyttu skipulagi í Úlfarsárdal svo byggja mætti fleiri íbúðir. Frá því hugmyndin varð til og þar til lóðir voru auglýstar til sölu liðu þrjú ár meðan skipulagi var breytt. Að þessu loknu og þegar íbúðir hafa verið hannaðar er hægt að ráðast í framkvæmdir. Um tvö ár líða frá því fyrsta skóflustunga er tekin og þar til hægt er að flytja inn í íbúð í fjölbýlishúsi. Íbúðauppbygging á sér því tals- verðan aðdraganda. Óvirkt úrræði? Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlinda- mála hefur forræði á ágreiningsmálum innan byggingariðnaðarins. Um áramót höfðu 22% þeirra mála sem biðu afgreiðslu beðið í meira en 18 mánuði en nefndin skal samkvæmt lög- um kveða upp úrskurði eins fljótt og kostur er og jafnan innan þriggja mánaða frá því að málsgögn berast frá stjórnvaldi en innan sex mánaða frá sama tímamarki sé mál viðamikið. Eftirlitsstofnun EFTA hefur gagnrýnt stjórn- völd vegna þessa og krafist úrbóta. Umboðs- maður Alþingis hefur einnig óskað eftir skýr- ingum. Það hefur ekki dugað til. Hátt flækjustig Margt bendir til þess að flækjustig við byggingar sé hærra hér á landi en í nágranna- löndum. Í nýlegri skýrslu Alþjóðabankans um starfsumhverfi fyrirtækja í ríkjum heims er Ísland í 64. sæti hvað varðar ferli við að reisa mannvirki. Hér á landi þarf t.d. 17 leyfi en 7 leyfi í Danmörku, 8 í Svíþjóð og 11 í Noregi, samkvæmt skýrslunni. Þessu þarf að breyta. Þá gerir regluverkið ráð fyrir sömu kröfum varðandi einföld mannvirki og flókin. Það er sama ferli við að byggja einbýlishús og há- tæknisjúkrahús svo dæmi sé tekið. Í öðrum löndum hefur verið tekið tillit til þessa. Takið af skarið Húsnæðismál eru í velferðarráðuneytinu, mannvirkja- og skipulagsmál í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og málefni sveitarstjórna í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Þar sem ábyrgð er dreift á mörg ráðuneyti er enginn einn ráðherra sem getur höggvið á hnútinn. Flækjustigið er allt of hátt. Húsnæð- ismálin, þessi mikilvægi málaflokkur, eru þannig munaðarlaus. Þessu má breyta á ein- faldan og skjótan hátt. Færa á húsnæðismál og mannvirkjamál í samgöngu- og sveit- arstjórnarráðuneytið þannig að úr verði öflugt innviðaráðuneyti að danskri fyrirmynd. Það rímar einnig vel við áherslur ríkisstjórn- arinnar um sókn í uppbyggingu innviða. Í framhaldinu þarf að einfalda regluverkið svo byggja megi vandaðar íbúðir hratt og á hag- kvæman hátt. Sveitarfélög þurfa að vinna í skipulags- málum hjá sér til að tryggja næga uppbygg- ingu íbúða. Einnig þurfa þau að gera máls- meðferð skilvirkari í þágu hraðari og þá um leið hagkvæmari uppbyggingar. Þannig verður húsnæðisvandinn leystur og ráðast þarf í ofangreindar umbætur nú þegar áður en vandinn eykst enn frekar. Eftir Sigurð Hannesson » Færa á húsnæðismál og mannvirkjamál í sam- göngu- og sveitarstjórnarráðu- neytið þannig að úr verði öfl- ugt innviðaráðuneyti að danskri fyrirmynd. Sigurður Hannesson Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Húsnæðismálin eru munaðarlaus Í grein í Morgun- blaðinu 25. júlí sl. hélt Áslaug Arna Sig- urbjörnsdóttir þing- maður því fram að óbyggðanefnd væri rek- in með árlegri fram- úrkeyrslu fjárheimilda. Rétt þykir að leiðrétta þá leiðu rangfærslu. Það er með öllu rangt að óbyggðanefnd starfi ekki innan fjárheimilda. Nefndin hefur þvert á móti ítrekað gripið til ráðstafana til að aðlaga sig að fjárheimildum hvers árs sem eru ákveðnar af Alþingi með fjárlögum. Þær ráðstafanir hafa óhjá- kvæmilega tafið fyrir framvindu verksins. Í kjölfar efnahagshrunsins var til að mynda dregið verulega saman í starfi nefndarinnar. Eftir að fjárheimildir hennar voru auknar aft- ur árið 2013, og þegar ljóst varð að þær yrðu þó umtalsvert lægri en fyr- ir hrunið, var ákveðið að minnka þau svæði sem nefndin tekur hverju sinni til meðferðar. Við lækkuðum fjár- heimildum hefur því verið brugðist með ábyrgum hætti og gætt vel að því að halda rekstri nefndarinnar inn- an þeirra. Fjárheimildirnar voru loks auknar á ný í síðustu fjárlögum sem veitir færi á að vinna verkið hraðar en gert hefur verið undanfarin ár. Á fyrstu starfsárum óbyggða- nefndar kom stundum til þess að hún fengi viðbótarfjárheimildir í fjár- aukalögum. Í því samhengi er rétt að rifja upp að upphafleg áform við setn- ingu þjóðlendulaga árið 1998 um að ljúka yfirferð óbyggðanefndar á öllu landinu á minna en áratug reyndust með öllu óraunhæf, enda lá þá ekki fyrir mat á umfangi þeirra verkefna sem nefndinni voru falin. Í þjóðlend- umálum eru ríkir almannahagsmunir í húfi og einnig mikilvæg réttindi ein- staklinga og lögaðila. Þar reynir m.a. á túlkun fjölmargra skjala sem mörg hver eru á torlæsri íslensku fyrri alda og spanna gjarnan tímabilið allt frá elstu rituðu heimildum um viðkom- andi landsvæði og til þessa dags. Flest skjölin eru afrakstur vanda- samrar og tímafrekrar leitar á Þjóð- skjalasafni Íslands. Þar eru árlega unnar nokkrar þúsundir vinnustunda af mikilli vandvirkni vegna þjóðlend- umála. Til að draga upp gleggri mynd af umfangi verkefna óbyggðanefndar má nefna að í þeim málum sem nefndin hefur lokið hafa samanlagt verið lögð fram 24.004 skjöl að með- töldum hliðsjónargögnum. Öll þessi skjöl hafa verið rannsökuð og þeim gerð skil í úrskurðum eftir því sem við hefur átt. Samanlagður blaðsíðu- fjöldi úrskurðanna, að frádregnum fylgiskjölum og viðaukum, nemur nú 9.034 síðum. Um úrskurði nefnd- arinnar hafa fallið 68 Hæstarétt- ardómar þar sem niðurstaða óbyggðanefndar hefur verið staðfest í um 80% tilvika. Alls er lokið umfjöll- un um 84% af flatarmáli landsins, að frátöldum eyjum og skerjum. Um þetta hafa stjórnvöld á hverjum tíma verið upplýst auk þess sem upplýs- ingar um framgang verkefnisins eru birtar á vefsíðu óbyggðanefndar. Af- ar mikilvægt er að ljúka við að greina eignarrétt á landinu öllu og að hvergi sé þar slegið af kröfum um gæði úr- lausna. Niðurstöðum þjóðlendumála er ætlað að standa um langa framtíð og þær þurfa því að standast ýtrustu skoðun. Eftir Ásu Ólafs- dóttur og Þorstein Magnússon » Það er með öllu rangt að óbyggða- nefnd starfi ekki innan fjárheimilda. Ása Ólafsdóttir Ása er formaður óbyggðanefndar og Þorsteinn er framkvæmdastjóri nefndarinnar thorsteinn.magnusson@obyggda- nefnd.is Staðreyndir um óbyggðanefnd Þorsteinn Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.