Morgunblaðið - 28.07.2018, Side 29
UMRÆÐAN 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2018
Framtak-Blossi er umboðsaðili
fyrirVOLVO PENTA á Íslandi
Dvergshöfða 27 , 110 Reykjavík | www.blossi.is | blossi@blossi.is
Framtak-Blossi
kappkostar að bjóða
góða þjónustu og
sanngjarnt verð á
varahlutum.
Hafið samband við
Hafþór í síma 895-3144
eða hafthor@blossi.is
Xtracon-mótið sem stenduryfir þessa dagana áHelsingjaeyri í Danmörkuer að mörgu leyti byggt
upp á svipaðan hátt og síðustu
Reykjavíkurskákmót. Þátttakendur
eru um 400 talsins, þar af nokkrir
nafntogaðir stórmeistarar, og er
mikill stigamunur á keppendum.
Það er einmitt í viðureignum þar
sem stigabil er mikið að gengi
manna ræðst; að vinna stigalægri
andstæðinga sína er krafa dagsins
og ekki verður annað sagt en að
sterkasta fulltrúa okkar, Jóhanni
Hjartarsyni, hafi gengið vel í því
verkefni. Fyrir sjöundu umferð, sem
fram fór á fimmtudag, hafði hann
unnið fimm skákir gegn stigalægri
andstæðingum en tapað fyrir einum
stigahærri og í þeirri sjöundu átti
hann góða stöðu lengst af gegn rúss-
neska stórmeistaranum Vitiugov, en
lagði út í mannsfórn sem ekki gekk
upp þó hann hafi á ákveðnum tíma-
punkti eftir fórnina verið búinn að
snúa taflinu sér í vil. Jóhann hefur
gefið kost á sér í lið Íslands sem tefl-
ir á Ólympíumótinu í Batumi í
Georgíu í september nk.
Aðrir íslenskir skákmenn sem
tefla þarna eru Hilmir Freyr Heim-
isson sem var eftir sjöundu umferð
með 4 ½ vinning, Aron Thor Mai og
Örn Leó Jóhannsson báðir með 4
vinninga og einnig Alexander Oliver
Mai, Jóhann Ingvason og Hafsteinn
Ágústsson allir með 3 ½ v. og Ólafur
Gísli Jónsson með 2 ½ vinning.
Bræðurnir Aron Thor og Alex-
ander Mai hafa báðir teflt við Jan
Timman og sá fyrrnefndi var með
unnið tafl gegn Hollendingnum á
löngum kafla skákar þeirra í 6. um-
ferð. Alexander Oliver tefldi í 1. um-
ferð við sigurvegarann frá því í
fyrra, Baadur Jobava. Hilmir Freyr
Heimisson átti unnið tafl gegn búlg-
arska stórmeistaranum Grigorov í 7.
umferð en varð að sætta sig við jafn-
tefli.
Norðmennirnir Simen Agdestein
og Jon Ludwig Hammer voru efstir
með 6 ½ vinning af sjö mögulegum
en þeir mættust í 7. umferð og missti
Simen unna stöðu niður í jafntefli.
Tefldar verða tíu umferðir og lýkur
mótinu á morgun.
Margar skemmtilegar skákir hafa
verið tefldar á mótinu og bar-
áttugleðin í öndvegi sem sést á
fjölda jafntefla í skákum okkar
manna en þau eru fimm talsins í 56
skákum! Lítum á gott handbragð
Arons Thors Mai úr fimmtu umferð:
Xtracon cup 2018:
Matthias Unnenland (Noregi) –
Aron Thor Mai
Kóngsindversk vörn
1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4
d6 5. f4
Fjögurra peða árásin er eitt
skemmtilegasta afbrigði kóngs-
indversku varnarinnar.
5. ... c5 6. d5 O-O 7. Rf3 e6 8. Be2
exd5 9. cxd5 Rbd7 10. O-O He8 11.
Rd2 c4!
Skemmtileg stunga sem Tal m.a.
beitti á góðu skákári 1979 og best er
að svara með 12. a4 eða 12. Kh1.
12. Bxc4?! Rc5 13. Df3 Bg4 14.
Dg3 Rcxe4 15. Rcxe4 Rxe4 16. Rxe4
16. Dxg4 er svarað með 16. ....
Db6+ 17. Kh1 Rf2+ 18. Hxf2 Dxf2
sem hótar 19. ... He1+. Eftir t.d. 19.
Df3 kemur 19. ... He1+ 20. Rf1 Dxf3
21. gxf3 Hc8 og vinnur mann.
16. ... Hxe4 17. Dd3 Db6+ 18. Kh1
Hae8
Nú hefur svartur alla þræði í
hendi sér.
19. Db3 Da5 20. h3 Hxc4 21. hxg4
Hce4 22. Hd1 He2 23. a3 H8e4 24.
Kh2 Bd4 25. Dxb7 Dd8 26. g5 h6 27.
Da6 Bb6 28. Bd2 hxg5 29. Hac1 Bc5
30. fxg5
Hvítur gat enga björg sér veitt í
þessari stöðu en nú gerir Aron út um
taflið.
30. ... Hxd2! 31. Hxd2 Hh4+ 32.
Kg3 Dxg5+ 33. Kf3
- og hvítur gafst upp áður en Aron
gat leikið 33. ... De3 mát!
Átta Íslendingar á Xtracon-
mótinu á Helsingjaeyri
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Einbeittur Alexander Oliver Mai
stefnir á 2000 elo-stig. Hér teflir hann
við Baadur Jobava á Xtracon cup.
Árið 2011 var
Reykjavík útnefnd
bókmenntaborg
UNESCO. Þessari út-
nefningu var að vonum
tekið fagnandi og
ákváðu borgaryfirvöld
í Reykjavík af þessu
tilefni að gera skáldum
borgarinnar hátt undir
höfði með marg-
víslegum hætti. Ein
þeirra framkvæmda
sem ákveðið var að ráðast í var að
tryggja almenningi göngurétt um
svonefndan „Skáldastíg“ í Grjóta-
þorpinu sér til hugarljómunar. En
sitt er hvað orð og efndir. Nú, sjö ár-
um seinna, er heldur dapurlegt,
þrátt fyrir fjölmenna stjórn bók-
menntaborgarinnar okkar og verk-
efna- og viðburðastjóra að horfa upp
á innlenda sem erlenda þátttak-
endur í skipulögðum „bókmennta-
göngum“ klöngrast um þetta svæði
og reyna að troða sér í gegnum hlið
og það illgresi sem nú vex að hluta á
„Skáldastíg.“
Nú kann einhver að spyrja hvað
hafi eiginlega orðið af íslenskum
kraftaskáldum? Ætli allur kraftur sé
úr þeim dottinn – eða orka þau ekki
að yrkja bæði sér og
öðrum velunnurum
bókmennta göngufæra
leið eftir „skáldastíg“
höfuðborgarinnar okk-
ar? Hvað með öll áhrín-
isorðin sem orðlist-
armenn fyrri tíma
kunnu að beita til að
hreyfa himin, haf og
jörð? Er þetta allt graf-
ið og gleymt í lágkúru
samtímans?
Vonandi finnur ein-
hver þeirra sem feta skáldastíg
framtíðarinnar hjá sér næga rím-
snilld til þess að opna gestum og
gangandi á nýjan leik þennan gamla
göngustíg íslenskra ungskálda og
annarra borgarbúa.
Hvar eru
núna krafta-
skáldin okkar?
Eftir Gest Ólafsson
Gestur Ólafsson
» Þátttakendur í
skipulögðum „bók-
menntagöngum“ borg-
arinnar klöngrast nú
eftir „Skáldastíg“ og
þurfa að troða sér í
gegnum hlið og illgresi.
Höfundur er íbúi í Grjótaþorpi.
Ljósmynd/GÓ
Vanhirða Skáldastígur má muna sinn fífil fegurri.
Skrifað í tilefni af
ágætri grein um þessi
mál eftir Ögmund Jón-
asson í Morgunblaðinu
22. júlí.
Ferðalög eru hluti
hins daglega lífs hjá Ís-
lendingum og lítt frá-
sagnarverð. Meirihluti
þjóðarinnar sækir í or-
lofsferðir, oft í fjarlæg
heimshorn. Þotuveldið
Ísland er risi á heimahögum, mann-
að af flugliðum og flugþjónum og
öðru starfsliði sem sennilega er í
þúsundum. Það þarf ekki að fara
lengra en til Keflavíkur til að upplifa
kaos á alþjóðaflugvelli.
Eru Íslendingar svo ónæmir fyrir
þessu að láta sér fátt um finnast af-
leiðingar þess að hingað koma nú ár-
lega meira en tvær milljónir er-
lendra túrista? Á að láta sem ekkert
sé vegna hættuástands umferðar á
vegum landsins og óboðlegrar að-
stöðu við náttúruperlur eða á há-
lendinu? Slys á þessu fólki eru næst-
um daglegt brauð og
björgunarsveitir mega vinna hetju-
verk á fjöllum og firnindum. Finnst
Reykvíkingum það ekki merkilegt
að vera næstum bolað burtu úr sín-
um eigin góða, gamla miðbæ og að
enska sé samskiptamál á veitinga-
húsum?
Því skal vissulega ekki neitað að
einmitt nú er ferðamennska sá þátt-
ur erlendra tekna, sem okkur er afar
þýðingarmikill. En þess sjást að vísu
teikn að hátt gengi krónunnar boði
samdrátt ferðafólks frá nágranna-
löndum þar sem markaðsöfl ráða
eftirspurn. Þetta á þó
væntanlega ekki við
um Kínverja, sem birst
hafa í hópi Íslandsfara
en kínversk stjórnvöld
hafa stjórn á því hvert
ferðamannastraum-
urinn beinist. Und-
irstöðuatriði er að við-
komandi erlent ríki
hafi „Approved Dest-
ination Status“ en að-
eins þá er heimilt að
kynna og selja þangað
hópferðir, sem rík-
isreknar ferðaskrifstofur sjá um
En ferðir Kínverjanna, arðsamar
vegna fjöldans, gætu aukist, minnk-
að eða horfið eftir geðþótta ráða-
manna einræðisríkis. Dæmi um það
eru refsiaðgerðir Kína gegn Suður-
Kóreu vegna varnarmála en fjöldi
kínverskra ferðamanna féll að sögn
úr 7 millj. í 3 millj. Búist hafði verið
við 200.000 Kínverjum á Ólympíu-
leikana í Seoul en þangað komu
20.000
Kínverjar telja sig eiga heima í
norðurskautsráði og vilja nýting-
arrétt auðæfa á hafsbotni samfara
miklum kaupsiglingum í ísleysi
norðurpólsins. Eru Þingeyingar enn
að ráðgast um risahöfn m.m. þeim til
handa í Finnafirði? Kínverjar vilja
byggja þrjá flugvelli á Grænlandi og
liggur það fyrir grænlensku heima-
stjórninni.
Nú á dögum eru hernaðaraðgerðir
að falla í skuggann af efnahags-
þvingunum, vopnavæðingu tölvuald-
arinnar með árásum á heil tölvukerfi
eða hluta þeirra, þ.m.t. dreifingu
falsupplýsinga á netinu. Það kostar
ekki aukningu ríkisútgjalda að hefja
umræðu um öryggi þjóðarinnar og
hverja þá nýju þróun sem ógnar. Svo
gott sem alþjóðasamstarf kann að
vera höfum við í eigin hendi að sinna
varnaðarorðum Ögmundar Jón-
assonar að ekki skuli „ grimm mark-
aðssetning og gróðahyggja ráða
ferðinni í ferðamennsku“. Sé
streymi ferðamanna til landsins
komið úr böndum, þarf við ein-
hverjar almennar takmarkanir á
komu farþegaflugvéla á Keflavík-
urflugvöll. Umræðan um að Kínverj-
ar skyldu slá eign sinni á Grímsstaði
á Fjöllum tilheyrir leikhúsi fárán-
leikans. Það er sömuleiðis hrollvekj-
andi að einhver breskur milljóner
hafi komist upp með kaup á 40 bú-
jörðum nyrðra. Við þessu verður að
reisa rönd með lagasetningu.
Eftir Einar
Benediktsson »Umræðan um að
Kínverjar skyldu slá
eign sinni á Grímsstaði
á Fjöllum tilheyrir leik-
húsi fáránleikans.
Einar Benediktsson
Höfundur er fyrrverandi
sendiherra.
Ferðamál
Allt um
sjávarútveg