Morgunblaðið - 28.07.2018, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 28.07.2018, Qupperneq 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2018 Andstæðurnar í ljósmyndum Ninu Zurier eru í senn nánar og einlægar. Þær fanga ljósið í myrkrinu og myrkrið í ljósinu, segir m.a. í tilkynn- ingu um Innfædd, ljósmyndasýningu sem listakonan opnar kl. 17 í dag í Stúdíói Sól, Vagnhöfða 19. Áhrifin frá japanska ljósmyndaranum Daido Moriyama leyna sér ekki í ljós- myndum hennar, enda hefur Zurier ekki dregið dul á að vera undir mikl- um áhrifum frá verkum hans. Ljósið og myrkrið eru báðum hugleikið við- fangsefni. Svo vitnað sé aftur í tilkynningu segir ennfremur að ljósmyndir Zur- ier sýni töfrana í myrkri og ljósi, sem séu eins óumflýjanlegir og samofnir landi og þjóð eins og ljósmynda- miðlinum. Og að ljósmyndir hennar séu skyndimynd af náttúrunni og Ís- lendingum, hlýlegar og viðkvæmar en þó samtímis ofsafengnar og kraft- miklar og með skýr markmið. Hvað merkir að vera innfædd/ur Íslend- ingur? er spurning sem ljósmynd- irnar hverfast leynt og ljóst um. Sjálf er Zurier frá Bandaríkjunum, en hefur frá því hún kom fyrst hingað til lands árið 2002 oft bæði búið hér og starfað í lengri eða skemmri tíma ásamt eiginmanni sínum, John Zurier myndlistarmanni. Fyrir þremur ár- um kom út bókin Ef ég hefði verið ... - Reykjavík 1950 -1970 með ljós- myndum ýmissa ljósmyndara þess tíma sem og hennar eigin. Í bókinni segir Zurier ævisögu sína eins og hún hefði getað orðið hefði hún ekki alist upp í miðvesturríkjum Bandaríkj- anna, heldur í Reykjavík. Innfædd er ekki fyrsta ljósmynda- sýning Zurier hér á landi. Auk ljós- myndasýningar árið 2015 í tengslum við fyrrnefnda ævisögu, hélt hún sýn- inguna Gefið ljós (það kemur ljós) í Gallerí Skilti í hittifyrra og Inn og út um gluggann í Gallerí RAMskram í fyrra. Á lsýningunni Innfædd getur m.a. að líta mynd af myrku fótspori í snjó storka deginum og aðra af þrjóskri sumarsól, sem brýtur sér leið gegnum sprungu inn í dimmt svefnherbergi. Myrkrið í ljósinu og ljósið í myrkrinu Náttúra Ljósmynd eftir Zurier. Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is „Heildarhugmyndin er að sýna fram á tenginguna á milli samtímalistar og kvikmynda og tenginguna á milli samtímalistar og heimildarmynda. Sömuleiðis viljum við draga fram tengsl mynda og hljóða,“ segir Pasc- ale Cassagnau, sem er sýningarstjóri sýningarinnar Oh, so quiet! ásamt Gústav Geir Bollasyni. Sýningin er haldin í Verksmiðj- unni á Hjalteyri við Eyjafjörð sem breytt var í sýningarstað fyrir sam- tímalist fyrir áratug Á sýningunni mætast verk íslenskra og erlendra samtímalistamanna en þeir eru Doug Aitken, Charles de Meaux, Ange Leccia, Dominique Gonzalez Foers- ter, Pierre Huyghe, Romain Kronen- berg, Lorna Simpson, Jean- Luc Vilmouth, Sigurður Guðjónsson, Dodda Maggý, Steina og Woody Va- sulka. Vídeóverk verða áberandi ásamt verkum sem unnin eru úr kvikmynd- um. Úrval verka úr safni Cnap, op- inberrar miðstöðvar myndlistar í Frakklandi á vegum franska menn- ingarmálaráðuneytisins, verður sýnt á hátíðinni ásamt verkum frá ís- lensku listafólki. Safn Cnap samanstendur af rúm- lega hundrað og tvö þúsund verkum sem spanna meira en tvær aldir og eru keypt af þálifandi listamönnum. „Safnið myndar grunn sem stendur fyrir og sýnir samtímalistasenuna í allri sinni margbreytni,“ segir í fréttatilkynningu frá Verksmiðjunni um sýninguna. Pascale bendir á að tengsl kvik- mynda og samtímalistar séu mikil. „Samband á milli kvikmynda og list- ar hefur leikið nauðsynlegt hlutverk út í gegnum fagurfræðilega sögu tuttugustu aldarinnar. Þetta sam- band hefur skapað greiningar á myndefni og fjölmiðlum og jafnframt gagnrýni á framsetningu listar.“ Brautryðjendur í vídeólist Hún segir að margar ástæður séu fyrir því að ákveðið var að halda sýn- inguna. „Ég hafði heyrt um Gústav frá listamönnum í Berlín og Frakk- landi. List hans vakti áhuga minn ásamt vinnu hans við að koma upp listasafni í gömlu verksmiðjunni. Ísland á mjög flotta vídeólistamenn og héðan koma brautryðjendur í þesskonar list eins og Steina og Woody Vasulka. Mér finnst líka ein- faldlega mikilvægt að sýna hér franska og alþjóðlega list úr stóru safni Cnap.“ Sameiginlegur kunningi þeirra Gústavs, Jean-Luc Vilmouth, hafði hvatt Pascale til að halda listsýningu á Íslandi en verk eftir hann, „Lunch- time“, verður sýnt á sýningunni. „Jean-Luc Vilmouth er mjög þekkt- ur franskur listamaður sem féll því miður frá fyrir rúmum tveimur ár- um. Hann hafði sagt mér að það væri spennandi að skipuleggja eitthvað á Íslandi. Mér fannst það góð hug- mynd enda hef ég komið tvisvar til landsins og ég er mjög hrifin Ís- landi.“ Gústav er einn af stofnendum Verksmiðjunnar og er í raun allt í öllu þar. Hann segist hafa aðstoðað við val á listafólki en að Pascale sjái að mestu um það. „Sýningin byggir á samspili hljóðs, tónlistar og kvik- Samtímalist sett framan við kvikmyndavélina  Úrval úr safni opinberrar miðstöðvar myndlistar í Frakklandi verður á sýningunni Oh, so quiet! á Hjalteyri Morgunblaðið/Einar Falur Sýningarstjóri Gústav Geir Bolla- son er einn sýningarstjóra. Cloudspace Verk eftir Lornu Simpsonsem er ein sýnenda á Hjalteyri. Snjáfjallasetrið og Baskavinafélagið á Íslandi standa fyrir tónleikum með Dúó Atlantica kl. 16.30 í dag, laug- ardag, í Dalbæ á Snæfjallaströnd. Þar munu Spánverjar og Íslend- ingar tengjast tónlistarböndum, eins og segir í tilkynningu. Guðrún Jó- hanna Ólafsdóttir, messósópran, og Francisco Javier Jáuregui, gítarleik- ari, flytja þjóðlög á basknesku, spænsku og íslensku sem og sönglög eftir Sigvalda Kaldalóns, eitt ástsæl- asta tónskáld Íslendinga, sem tengdist Snæfjallaströnd að því leyti að hann gegndi þar læknisstörfum um árabil. Ísland og Spánn og menning beggja landa eru um margt ólík en engu að síður hafa löndin verið tengd í aldanna rás vegna fiskveiða Spánverja við Ísland. Fyrr á öldum áttu löndin það sameiginlegt að vera einangruð frá öðrum Evrópulöndum af landfræðilegum ástæðum og því kann þjóðlagatónlist í ákveðnum stíl að hafa þróast og varðveist í hvoru landi fyrir sig. Á 17. öld var gefið út baskneskt-íslenskt orðasafn, sem hefur verið talið fyrsti vísir að orða- bók á Íslandi. Í tilkynningu frá tón- leikahöldurum er því velt upp hvort Íslendingar hafi hugsanlega sungið sum þeirra þjóðlaga, sem Guðrún og Javier flytja á tónleikunum. „Á okkar tímum gera Spánverjar sér ennþá gott af íslenska saltfisk- inum, eða bacalao, en hann er uppi- staðan í þjóðarréttum á borð við ajo- arriero, bacalao al pil pil og croquetas de bacalao. Allir þessir réttir eru tilbrigði við íslenska salt- fiskstefið. Í þeim anda berum við á borð fyrir ykkur íslensk þjóðlög flutt við undirleik spænska gítarsins.“ Nokkur lög á tónleikunum til- heyra safni þjóðlaga sem skáldið Fe- derico García Lorca og flamenco- söngkonan „La Argentinita“ söfnuðu í Andalúsíu, en Lorca, sem var lærður píanóleikari, útsetti lögin á einfaldan hátt fyrir rödd og píanó. Tónlistina fluttu þau svo saman og hljóðrituðu, en Dúó Atlantica flytur lögin í umskrifun fyrir rödd og gítar eftir Javier. Þau Guðrún og Javier komu fyrst saman árið 2002 þegar bæði stund- uðu meistaranám í tónlist við Guild- hall School of Music and Drama í London. Síðan hafa þau komið fram saman á tónleikum og tónlist- arhátíðum og gefið út þrjá geisla- diska. Tónleikarnir í Dalbæ eru ókeypis og styrktir af Uppbyggingarsjóði Vestfjarða. Tónlistartilbrigði við íslenska saltfisksstefið Dúó Guðrún og Javier. Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins Heiðnar grafir í nýju ljósi – sýning um fornleifarannsókn á Dysnesi við Eyjafjörð Iben West og Else Ploug Isaksen – Augnhljóð í Myndasal Nanna Bisp Büchert – Annarskonar fjölskyldumyndir á Vegg Prýðileg reiðtygi í Bogasal Leitin að klaustrunum í Horni Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi Sjónarhorn - Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú grunnsýning Safnahússins Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira Bókverk og Kveisustrengur úr Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Júlía & Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands Hverfisgata 15, 101 Reykjavík, s. 530 2210 www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/ Opið alla daga 10-17 SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Suðurgata 41, 101 Reykjavík, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið alla daga 10-17 LÍFSBLÓMIÐ - FULLVELDI ÍSLANDS Í 100 ÁR – 18.7 - 16.12.2018 Sýningin Lífsblómið fjallar um Ísland sem fullvalda ríki. Hún fjallar um það hversu dýrmætt en um leið viðkvæmt fullveldið er. Að sýningunni standa Listasafn Íslands, Stofnun Árna Magnússonar og Þjóðskjalasafn Íslands. Handrit, skjöl og myndlistaverk frá þessum stofnunum mynda kjarnann í sýningunni, og eru verk eftir fremstu listamenn þjóðarinnar til sýnis. ÝMISSA KVIKINDA LÍKI - ÍSLENSK GRAFÍK – 11.5. - 23.9.2018 FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR Valin verk úr safneign – 7.4.2017 - 31.12.2019 BÓKFELL Eftir Steinu í Vasulka-stofu 18.5 - 31.12 2018 SAFNBÚÐ – Listrænar gjafavörur Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is. Listasafn Íslands er opið alla daga frá kl. 10-17. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR TVEIR SAMHERJAR – ASGER JORN OG SIGURJÓN ÓLAFSSON 21.10.2017 - 7.10.2018 SUMARTÓNLEIKAR Í LISTASAFNI SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR 31.7.2018 - kl. 20:30 - 21:30 Guitar Islancio Björn Thoroddsen, Gunnar Þórðarson gítarleikarar og Jón Rafnsson bassaleikari, halda sína fyrstu tónleika áður en haldið er víða um landið til að fagna 20 ára samstarfi þeirra. Opið alla daga frá kl. 13-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is Kaffistofa – heimabakað meðlæti SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR - HEIMILI LISTAMANNS OG SÝNINGAR KORRIRÓ OG DILLIDÓ - ÞJÓÐSAGNAMYNDIR ÁSGRÍMS JÓNSSONAR 15.5. - 15.9.2018 Opið alla daga frá kl. 13-17. Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.