Morgunblaðið - 28.07.2018, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 28.07.2018, Blaðsíða 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2018 Söngkonan Diddú mun ásamt Helgu Bryndísi Magnúsdóttur píanóleik- ara heiðra minningu Auðar Laxness, sem hefði orðið 100 ára í ár, á næstu stofutónleikum Gljúfrasteins, á morgun, 29. júlí, kl. 16. Á tónleikunum munu Diddú og Helga Bryndís fara með áhorfendur í ferðalag tengt utanlandsreisum hjónanna á Gljúfrasteini. Á efnis- skránni má meðal annars finna sönglög eftir Alabieff, Rossini, Sibe- lius og Jerome Kern. „Auður ferðaðist mikið og á tón- leikunum verður stiklað á stóru á lífsferðalagi hennar með Halldóri, og ég valdi lögin út frá því,“ segir Diddú sem er fyrrverandi nágranna- kona Auðar og saumaklúbbsvin- kona. „Ég valdi það sem mér fannst áhugaverðast í upplifun hennar á ferðalögunum með Halldóri. Hvað heillaði hana og hvað heillaði hann. Hann söng stundum fyrir hana það sem hann hreifst af og upplifði tón- listarlega. Hann raulaði m.a.s. amer- íska slagara sem ég ætla að taka,“ segir Diddú sem mun syngja bæði klassísk sönglög og söngleikjalög. „Ég flyt líka negrasálm, sem Hall- dór heyrði söngvarann Paul Robe- son syngja á ferð um Moskvu, og heillaðist upp úr skónum. Þannig að það gætir þarna ýmissa laga og á ýmsum tungumálum.“ Diddú ætlar að syngja um tíu lög og tónleikarnir verða klukkutíma langir. „Vanalega eru þeir í hálftíma, en ég bara komst ekki af með minna,“ segir söngkonan sem hefur oft sung- ið í stofunni á Gljúfrasteini þar sem tónleikarnir verða haldnir. „Það voru alltaf ekta stofutón- leikar hjá Auði og Halldóri. Nánast allir listamenn sem stigu fæti á Ís- land voru sendir upp að Gljúfrasteini að spila. Sálin í stofunni er alveg óborganleg, maður skynjar alveg söguna. Hljómburðurinn er líka al- veg einstakur,“ segir Diddú sem hlakkar til að leiða okkur í gegnum lífsferðalag vinkonu sinnar. hilo@mbl.is Vinkonur Diddú og Helga Bryndís. Lífsferðalag Auðar með Halldóri Bandarísku leik- konurnar Dolly Parton, Jane Fonda og Lily Tomlin munu koma fram í nýrri útgáfu af gamanmyndinni 9 to 5. Frétta- stöðin Today greinir frá þessu. 9 to 5 var frumsýnd árið 1980 og léku Par- ton, Tomlin og Fonda allar stór hlutverk í kvikmyndinni. Hún fjallar um þrjár konur sem starfa á skrifstofu undir harðstjórn karl- kyns yfirmanns. Parton hefur sagt að hún sé tilbúin í að endurgera myndina og að það sé vit í því vegna #MeToo-byltingarinnar sem fór af stað fyrir um ári og varð til þess að fólk opnaði sig um kyn- ferðisofbeldi. Endurgerð vegna #Metoo-byltingar Jane Fonda Nýjasta skáld- saga eins þekkt- asta rithöfundar Japana, Haruki Murakami, var fjarlægð af bókamessu í Hong Kong ný- verið þar sem hún þótti smekk- laus. Vegna þessa má einungis selja bókina í Hong Kong með viðvörun á kápu hennar um að bókin innihaldi ósæmilegt efni og sé ekki fyrir yngri en átján ára. Bókin ber tit- ilinn Killing Commendatore og í henni eru lýsingar á kynlífi sem þykja ekki við hæfi. 2.000 manns hafa skrifað undir áskorun þess efnis að ákvörðunin verði dregin til baka. Murakami bann- aður í Hong Kong Haruki Murakami TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Daði hefur verið á heljar-innar flakki undanfarinmisseri, hefur verið í Kambódíu og Berlín en blaðamað- ur hitti á hann á Kex, þar sem hann kom fram á nýrri tónleika- röð, Kexpakk, ásamt Bríeti og Hr. Hnetusmjöri. Við höfðum lengi ætlað að ná saman og spjalla, fyrst í Berlín, svo á Íslandi, og þarna greip ég hann loksins glóð- volgan og við áttum ánægjulegt spjall á veröndinni eftir vel lukk- aða tónleika. Sýnileiki Daða hefur verið allnokkur, hann er orðinn giska þekktur á Íslandi, en blaða- manni lék mest forvitni á að vita hvað hann væri að sýsla í tónlist- inni í dag og hvernig næstu skref yrðu, svo vísað sé á hnyttinn hátt í fimm laga stuttskífu sem kom út á síðasta ári. Berlín er heimaborg Daða eins og stendur. Eins og svo margir nýtur hann hins styrkjandi anda sem leikur um borgina, eitt- hvað sem blaðamaður hefur sjálf- ur haft kynni af. En hvað er að heilla Daða þar? Tengingar? Bara þægilegur andi? Blanda af hvoru- tveggja? „Ég flutti til Berlínar upp- runalega til þess að fara í tónlist- arskólann dBs music Berlin,“ lýsir Daði. „Þar kynntist ég mörgum flottum tónlistarmönnum sem urðu síðan góðir vinir mínir. Að vera umkringdur fólki sem er í sömu pælingum og maður sjálfur alla daga gefur rosalega mikið, ég lærði miklu meira af skóla- félögum mínum en af skólanum sjálfum. Það er ódýrara að búa í Berlín og ég get því einbeitt mér frekar að því að gera tónlistina mína betri þar sem ég þarf ekki að vinna mér inn alveg jafn mik- inn pening. Auk þess er ég af- „Ég vil helst bara gera allt“ Einstakur Daði Freyr hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir tónlist sína. slappaðri í Berlín, ég er aðeins minna meðvitaður um sjálfan mig.“ Daði hefur lýst því yfir að hann ætli sér að starfa við tónlist og hefur hann þegar snert á ýms- um þáttum þess. „Mér finnst skemmtilegast að gera popptónlist akkúrat núna en auglýsingatónlistin finnst mér skemmtileg líka, því þá geri ég tónlist eftir pöntun og get ýmist leyft mér að fara klisjukenndar leiðir eða stíga eitthvert lengst út fyrir rammann. Mér finnst kvik- myndatónlistin spennandi þar sem það er krefjandi að reyna að ýta undir tilfinningar einhvers ann- ars. Tilfinningar sem maður hefur ekki endilega fundið sjálfur, reyna að túlka það sem leikstjór- inn vill. Ég hef gert nokkrar stutt- myndir hingað til, en mig langar að gera mynd í fullri lengd, eða þá sjónvarpsþáttaröð. En svo er ég líka til í að færa mig eitthvað í leiklistina. Kannski talsetningar eða eitthvað. Ég hef líka gaman af myndlist og hef verið að gera svo- lítið af myndböndum. Ég vil helst bara gera allt.“ Daði er þá að vinna að breið- skífu, sem verður klár næsta sum- ar og lagið „Skiptir ekki máli“ er þegar komið út af þeirri plötu. »Mér finnst kvik-myndatónlistin spennandi þar sem það er krefjandi að reyna að ýta undir tilfinningar einhvers annars. Tónlistarmaðurinn Daði Freyr sló óforvarandis í gegn í Söngvakeppninni í fyrra og hnykkti enn frekar á vinsældum sínum í síðasta áramótaskaupi. Pistilritari hitti á Daða á Kex hosteli fyrir stuttu og spjallaði við hann um framtíðaráformin í tónlistinni og ýmislegt fleira. ICQC 2018-20 /////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.