Morgunblaðið - 28.07.2018, Page 52
LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 209. DAGUR ÁRSINS 2018
Í LAUSASÖLU 1.050 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. 25 stig í Reykjavík „ef allt gengur eftir“
2. Spá 22 stiga hita í dag
3. 18 ára snjóbrettastúlka lést
4. Hetjur úr hellinum björguðu barni
Listahjónin Patty Spyrakos og
Baldur Helgason opnuðu í gær sýn-
inguna „Skemmtilegs“ í Gallery Porti
sem er í porti að Laugavegi 23b. Á
henni má sjá olíumálverk og teikn-
ingar eftir Baldur og keramik-
skúlptúra eftir Patty. Verkin byggjast
á sjónrænni skynjun hjónanna á
hversdagslegum fyrirbrigðum og
óhlutbundnum verum og sækja þau
Patty og Baldur innblástur í kvikan
skurðpunkt dægurmenningar, félags-
og siðfræðistefna, þróunarsálfræði
og dulhyggju.
Hversdagsleg fyrir-
brigði og verur
Tónlistarkonan
Bergljót Arnalds
heldur tónleika á
eyjunni Balí í
Indónesíu annað
kvöld og mun á
þeim flytja frum-
samin lög af
hljómplötu sinni
Heart Beat. Meðal
laga sem hún mun flytja er Bæn álf-
konunnar og Fiðrildavængir en á Balí
má finna garð með heimsins falleg-
ustu fiðrildum, að hennar sögn. Berg-
ljót er í bænum Ubud sem hún segir
aðallistamannabæinn á eyjunni.
Bergljót syngur lög
af Heart Beat á Balí
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 8-15 m/s, þykknar upp og fer að rigna, fyrst suðaust-
anlands en þurrt norðvestan til fram undir kvöld. Talsverð rigning um tíma syðra síðdeg-
is, en styttir síðan upp að mestu. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast á Norðurlandi.
Á sunnudag Austlæg átt 8-15 m/s og rigning á köflum. Hiti 10 til 22 stig, hlýjast suð-
vestan til. Á mánudag Austlæg átt 8-15 m/s og víða dálítil rigning. Hiti 8 til 17 stig, sval-
ast á Vestfjörðum.
Anna Sólveig Snorradóttir úr Keili og
Haraldur Franklín Magnús úr GR
stálu senunni á öðrum degi Íslands-
mótsins í golfi í Vestmannaeyjum í
gær. Slógu þau bæði fyrirliggjandi
vallarmet en Anna lék á 65 höggum
og Haraldur á 62 höggum. Metin
höfðu staðið síðan 2012 og 2002.
Anna fór upp að hlið Guðrúnar Brár
Björgvinsdóttur, einnig úr Keili. »1
Anna og Haraldur stálu
senunni á öðrum degi
Stjarnan hafði betur gegn
Val í Pepsi-deild kvenna í
knattspyrnu í Garðabæ í
gær en leiknum hafði verið
frestað fyrr í vikunni.
Stjarnan er nú í 4. sæti með
19 stig og er aðeins stigi á
eftir Val sem ekki hefur
unnið í síðustu fjórum leikj-
um sínum. Breiðablik er
með 30 stig í efsta sæti eft-
ir ellefu umferðir en Þór/KA
er með 29. »3
Stjarnan er nú
stigi á eftir Val
Sverrir Ingi Ingason er einn af fjórum
íslenskum landsliðsmönnum í knatt-
spyrnu sem leika í rússnesku úrvals-
deildinni en þar byrjar nýtt tímabil í
dag. Sverrir er bjartsýnn á komandi
tímabil og telur að Rostov geti gert
betri hluti en síðasta vetur þegar lið-
ið endaði í ellefta sæti. „Þetta er
hörkudeild og
mikið af góðum
rússneskum og
erlendum leik-
mönnum í bestu
liðunum,“
segir
Sverrir
Ingi. »4
Bjartsýnn fyrir nýtt
tímabil í Rússlandi
Tríó gítarleikarans Björns Thorodd-
sen heldur tónleika í dag á veitinga-
húsinu Jómfrúnni, ásamt söngkon-
unni Heru Björk Þórhalls-
dóttur. Þau munu flytja
djassstandarda, íslensk
dægurlög,
blúsa og
nokkur
af lögum
Björns.
Tríó Björns og Hera
saman á Jómfrúnni
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Mikil stemning var á alþjóðlegu
knattspyrnuhátíðinni Rey Cup þeg-
ar blaðamaður Morgunblaðsins átti
leið um Laugardalinn í gær. Mótið í
ár er eitt það stærsta frá upphafi en
fjölmörg erlend lið hafa skráð sig til
leiks, m.a. frá Englandi, Bandaríkj-
unum, Síle og Færeyjum. Nú hafa
ríflega 50 erlend lið frá ýmsum lönd-
um tekið þátt í Rey Cup í gegnum
árin, þar á meðal lið á borð við ensku
stórliðin Fulham og Burnley. Sam-
tals eru keppendur á mótinu í ár um
1.500 talsins á aldrinum 13-16 ára
sem gerir hátíðina að langstærsta
knattspyrnumóti landsins fyrir ung-
linga á þessum aldri. Mótið í ár hófst
formlega í fyrradag með fjölda leikja
og mun standa yfir allt fram á
sunnudag þegar síðustu úrslitaleikj-
unum lýkur.
Mótið er hápunktur sumarsins
Blaðamaður Morgunblaðsins
ræddi við krakka á svæðinu í gær en
mikil gleði var meðal þeirra þrátt
fyrir misjafnt gengi á mótinu hingað
til. Þá voru flestir unglinganna
mættir eldsnemma í gærmorgun en
stíf dagskrá er frá morgni til kvölds
meðan á mótinu stendur.
Arnar Freyr Sigurðsson, mark-
maður 4. flokks Fjarðabyggðar, seg-
ir að mótið sé hápunktur sumarsins
fyrir alla krakka á aldrinum 13-16
ára. „Þetta er aðalmótið fyrir
krakka á okkar aldri. Þetta er í raun
miklu stærra en Íslandsmótið þrátt
fyrir að það mót sé í gangi yfir allt
sumarið. Þetta er alveg ótrúlega
gaman enda í raun hápunktur
sumarsins hjá okkur strákunum,“
segir Arnar og bætir við að fátt
sé skemmtilegra en keppn-
isferðalag í góðra vina hópi.
Spurður um hvernig mótið hafi
gengið hingað til segir hann að erfitt
sé að dæma um það enda einungis
einum leik lokið. „Við töpuðum
fyrsta leiknum en það er nóg eftir af
mótinu. Við látum það samt ekki
hafa áhrif á okkur og njótum þess að
taka þátt í þessu,“ segir Arnar.
Fótboltinn skiptir ekki öllu máli
Svipaða sögu var að segja af
krökkum í öðrum liðum en öll sam-
mæltust þau um að mótið væri há-
punktur sumarsins hjá þeim. Ernir
Tumi Sveinbjörnsson, varnarmaður
4. flokks Fjölnis, segir að mótið sé
án efa það skemmtilegasta hér á
landi. Þá skipti mestu máli að njóta
þess að leika knattspyrnu með vin-
um sínum.
„Maður vill auðvitað vinna en
þetta snýst fyrst og fremst um að
hafa gaman. Mótið er mjög stórt og
maður reynir að njóta þess að fá að
taka þátt í því,“ segir Ernir við mikl-
ar undirtektir frá stelpum í fjórða
flokki Vals sem gengu syngjandi og
trallandi fram hjá á leið sinni að
keppnisvelli dagsins.
Gleðin í fyrirrúmi á Rey Cup
Samtals um 1.500 keppendur á aldr-
inum 13-16 ára taka þátt í mótinu í ár
Rey Cup Mikil gleði og stemning ríkti meðal þátttakenda á mótinu sem hófst nú á fimmtudag og lýkur með pompi og prakt síðdegis á sunnudag.
Alls verða um hundrað dómarar
að störfum á Rey Cup í dag en
meðan á mótinu stendur verða
átján dómarar úti á velli á hverj-
um tíma. Þá eru nokkur hundr-
uð sjálboðaliðar sem gefa vinnu
sína í kringum mótið. Þetta
staðfesti Þorsteinn Þór-
steinsson, staðgengill dóm-
arastjóra á Rey Cup, í samtali
við Morgunblaðið í gær.
Rey Cup er ein
helsta fjár-
öflun knatt-
spyrnufélags-
ins Þróttar og
stærsti einstaki viðburður
á vegum félagsins á hverju
ári.
Mikill fjöldi
sjálfboðaliða
FJÖLMARGIR DÓMARAR
Morgunblaðið/Árni Sæberg