Morgunblaðið - 01.08.2018, Síða 12

Morgunblaðið - 01.08.2018, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2018 Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Valgerður Pálsdóttir rekurferðaskrifstofuna Art Tra-vel sem býður upp á per-sónulegar ferðir, innan- lands sem utan. „Ég hafði lengi gengið með þann draum í maganum að sameina aðaláhugamálin mín: ferðalög, menningu og listir,“ segir Valgerður. Ferðalög samtvinnuð áhugamálum „Fólk sem hefur teiknað eða málað sem börn byrjar gjarnan að sinna áhugamálinu á nýjan leik um miðjan aldur. Í svona ferð getur fólk helgað sig námskeiðinu algjörlega, í nýju umhverfi. Upplifunin og inn- blásturinn á nýja staðnum ýta undir skapandi hugsun og það er gríð- arlega mikilvægt,“ segir Valgerður. Nýlega byrjaði hún að bjóða upp á ferðir á framandi slóðir ætlaðar Ís- lendingum. Námskeið í listgrein er gjarnan innifalið í ferðunum. Í maí fór hún t.a.m. með hóp í myndlist- arferð til Katalóníu. „Við dvöldum á sveitasetri umkringdu vínekrum og boðið var upp á kennslu í vatnslita- málun hjá Keith Hornblower, mynd- listarkennara frá Englandi.“ Að auki er ávallt farið í skoðunarferðir með leiðsögumanni til þess að kynnast heimafólki og menningunni, að sögn Valgerðar. Ferðirnar eru af ýmsum toga, en nýlega fór hún með hóp í jógaferð til Tenerife og var jóga- námskeið innifalið í ferðinni. Náttúran og menningin í fyrirrúmi Ferðaskrifstofan hefur þó haft meiri starfsemi á Íslandi heldur en erlendis. Valgerður, sem er menntað- ur leiðsögumaður, hóf nýlega að bjóða upp á gönguferðir um heimabæinn sinn, Hafnarfjörð. Hún heldur m.a. listgöngur þar sem hönn- uðir og listamenn eru heimsóttir og matargöngur milli nokkurra veit- ingastaða í miðbæ Hafnarfjarðar. „Ég legg áherslu á mannlífið og menninguna í landinu og hef t.d. boð- ið fólki heim í mat. Ég bý miðsvæðis í Hafnarfirði og kem gjarnan við heima hjá mér í gönguferðunum. Mun færri ferðamenn eru á götum Hafnarfjarðar heldur en í miðborg Reykjavíkur. Valgerður segir hins vegar að Hafnarfjörður eða „Bærinn í hrauninu“ búi yfir merkilegri sögu og ríku mannlífi. „Það sem ég hef tekið eftir hjá ferðamönnum á Íslandi er að þeir fá jafnan lítil kynni af okkur Íslending- um. Þeir ferðast í kringum landið án þess að hafa kynnst einum Íslend- ingi. Þegar ég er sjálf að ferðast þá vil ég kynnast menningunni og fólk- inu í landinu,“ segir Valgerður. Valgerður tekur oft á móti fjöl- skyldum eða minni hópum og útbýr gjarnan ferðir eftir óskum ferða- manna. „Langflestir koma til Íslands til þess að kynnast náttúrunni. Aðal- áherslan er að sjálfsögðu íslensk náttúra en ég prjóna menningunni við ferðirnar,“ segir Valgerður. Af þeirri ástæðu hefur hún undirbúið dagsferðir frá Reykjavík á Reykja- nes, Snæfellsnes og Borgarfjörð fyrir ferðamenn. Byrjaði sem áhugaverkefni Valgerður stofnaði fyrirtækið Art Travel árið 2010, á meðan hún var í fullu starfi sem námsráðgjafi. „Ég hef farið rólega í sakirnar og gat ekki hellt mér almennilega í rekst- urinn fyrr en 2013. Ég komst fljót- lega í samstarf við FineArt í Osló og hóf að smíða ferðir fyrir Norðmenn hingað til Íslands.“ FineArt stendur fyrir myndlistarnámskeiðum og gef- ur út KUNST sem er eitt virtasta listatímaritið sem er gefið út á Norð- urlöndunum. „Síðan þá hef ég tekið á móti fjölda hópa í ólíkar ferðir, ensku- og norskumælandi, sem eru miðaðar við menningu og listir.“ Eins og áður sagði hefur Art Travel ný- lega byrjað að bjóða upp á ferðir fyr- ir Íslendinga á framandi slóðir, sem innihalda námskeið í hinum ýmsu greinum. „Í haust bjóðum við upp á ferð til Tenerife þar sem boðið verð- ur upp á námskeið í skapandi skrif- um og tvær Matar- og vínmenning- arferðir til Katalóníu, sem hafa hlotið góðar viðtökur,“ segir Valgerður. Hægt er að fræðast frekar um ferð- irnar á heimasíðunni, arttravel.is. Ferðalög sameinuð áhugamálum Ferðaskrifstofa Valgerðar Pálsdóttur, Art Travel, býður upp á ferðir sem innihalda gjarnan námskeið í hinum ýmsu greinum. Nýlega fór hún með hóp í myndlistarferð til Katalóníu. Leiðsögumaður Valgerður hefur gaman af menningu og ferðalögum. Sveitasetur Hópurinn sem fór til Katalóníu dvaldi á glæsilegum stað. Vínekrur Í Katalóníu voru vínekrur skoðaðar og farið í vínsmökkun. Um verslunarmannahelgina verður venju samkvæmt efnt til fjölbreyttrar leikjadagskrár á Árbæjarsafni. Dag- skráin er ætluð krökkum, en að sjálf- sögðu opin öllum sem eru í borginni þessa mestu ferðahelgi ársins. Frá kl. 13:00, bæði sunnudag og mánudag, geta gestir keppt í pokahlaupi, skjaldborgarleik og reiptogi, svo nokkuð sé nefnt. Á safninu er fjöl- breytt úrval af útileikföngum sem krökkum býðst að nota að vild. Þá má minna á hátíðina Komdu að leika í safnhúsinu Landakoti en þar er fjöldi leikfanga frá ýmsum tímum sem krökkum er frjálst að leika sér með. Á sunnudag mun sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir þjóna fyrir altari í litlu kirkjunni á Árbæjarsafni kl. 11. Dagskrá á Árbæjarsafni Reiptog og pokahlaup Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Árbær Lummubakstur er þjóðlegur Á morgun, fimmtudagskvöldið 2. ágúst kl. 20, verða listamenn með leiðsögn á sýningunni Einskismanns- land – Ríkir þar fegurðin ein? í Lista- safni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. Þar sýnir Hekla Dögg Jónsdóttir sýnir stóran skúlptúr sem hún segir frá en hún hefur í verkum sínum skoðað eðli upplifunar, einkum hrifnæmis. Þar leikur hún sér með endurgerð fyrir- bæra sem hafa óumdeilanleg áhrif á okkur, eins og náttúrulegur foss. Einar Falur Ingólfsson segir frá ljósmyndasýningu sinni, en hann hef- ur um árabil ferðast um hálendið í leit að fólki sem sækir þangað á eigin forsendum. Hann hittir fyrir ein- staklinga sem hver og einn hefur sín- ar væntingar og skynjar umhverfið á persónulegan hátt. Listasafn Reykjavíkur Listamenn með leiðsögn Einar Falur Ingólfsson Hekla Dögg Jónsdóttir JÓN BERGSSON EHF RAFMAGNSPOTTAR Við seljum þér betri heilsu og fleiri góðar stundir og þú færð heitan pott með í kaupunum Kletthálsi 15 | 110 Reykjavík | Sími 588 8881 | www.jonbergsson.is | jon@jonbergsson.is 40 ÁRA reynsla

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.