Morgunblaðið - 01.08.2018, Page 36
MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 213. DAGUR ÁRSINS 2018
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
1. Símtalið slitnaði skyndilega
2. Syndir með hræ kálfsins um hafið
3. „Óður til Kirkjufells“
4. Heimir spenntur fyrir Basel
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Kammerkór Hallgrímskirkju,
Schola cantorum, syngur íslenskar
og erlendar kórperlur undir stjórn
Harðar Áskelssonar í kirkjunni í dag
kl. 12. Tónleikagestum verður boðið í
kaffi og spjall við kórinn að tón-
leikum loknum.
Schola cantorum
syngur í hádeginu
Tónlistarmaður-
inn Teitur Magn-
ússon býður til
hlustunarteiti á
Kaffi Vínyl,
Hverfisgötu 76, í
kvöld kl. 20. Þar
mun Teitur setja á
fóninn nýútkomna
breiðskífu sína,
Orna, og selja eintök af henni þeim er
vilja. Teitinni lýkur um kl. 23.
Hlustunarteiti með
Teiti á Kaffi Vínyl
Enski pönkrokkarinn Billy Idol
heldur tónleika í kvöld kl. 20 í
Laugardalshöll og mun á þeim
flytja þekktustu smelli sína ásamt
fleiri lögum. Idol er orðinn 62 ára
og naut hvað mestra vinsælda á ní-
unda áratugnum. Yfir 40 milljónir
eintaka af hljómplötum hans hafa
selst á heimsvísu. Gítarleikarinn
Steve Stevens
er í hljómsveit-
inni sem
fylgir Idol
en þeir
hafa
starfað
saman í
árafjöld.
Idol rokkar í kvöld
Á fimmtudag Suðvestlæg átt, 3-8, og skúrir, en þurrt og bjart suð-
austan til. Hiti 9 til 16 stig, hlýjast eystra. Á föstudag Hæg suðlæg
eða breytileg átt, skýjað með köflum og stöku síðdegisskúrir.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vestlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og dálít-
il rigning á Norðurlandi, einkum við ströndina, en skýjað með köfl-
um og síðdegisskúrir sunnan til. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast syðra.
VEÐUR
Knattspyrnumaðurinn Eyjólf-
ur Héðinsson segir að
Stjörnumenn hafi verið svo-
lítið fastir í árinu 2014 en
séu nú farnir að hugsa meira
um að vinna titla á ný. „Núna
er minna og minna talað um
það. Félagið hefur gott af því
að skapa nýjar minningar,
vonandi er komið að því í ár,“
segir Eyjólfur sem er í liði 14.
umferðar hjá Morgunblaðinu
en það er birt í dag ásamt
stöðunni í M-gjöfinni. »4
Minna og minna
talað um 2014
„Draumurinn er auðvitað að spila í
góðu liði í enn stærri deild en þeirri
sænsku. Eins og staðan er í dag er ég
leikmaður IFK Gautaborgar og ég er
hérna til að bæta mig og hjálpa lið-
inu. Ef maður stendur sig vel þá opn-
ast alltaf einhverjar dyr,“
segir knattspyrnumaðurinn
Elías Már Ómarsson sem
skoraði þrennu á dög-
unum og er meðal
markahæstu manna í
Svíþjóð. »1
Ef maður stendur sig
opnast einhverjar dyr
Þrír leikir fóru fram í 12. umferð
Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu í
gær. Breiðablik vann stórsigur á HK/
Víkingi í Kópavogi, 6:1, og þá unnu
Valskonur 3:0-sigur á Grindavík á
Hlíðarenda. Stjarnan vann svo 3:0-
sigur á Selfossi á JÁVERK-vellinum.
Blikar endurheimtu þar með topp-
sætið af Þór/KA og eru með 33 stig í
efsta sæti deildarinnar. »2, 3
Blikar endurheimtu
toppsætið með stórsigri
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Ingólfur Sveinsson geðlæknir og
hlaupari er 79 ára en aldurinn er
honum engin fyrirstaða. Hann
hleypur í Barðsneshlaupi, 27 kíló-
metra víðavangshlaupi, næstkom-
andi laugardag í tuttugasta og ann-
að sinn. Hann hefur því tekið þátt í
hlaupinu frá tilurð þess. Ingólfur er
upphafsmaður hlaupsins en hann er
alinn upp á Barðsnesi sem er við
Norðfjörð.
„Allt fór í eyði á Barðsnesi árið
1955 og nú er bara eyðibyggð þar.
Áður var þarna útgerðarstaður og
smáþorp. Það var á tímum árabát-
anna og þá var praktískt að róa það-
an á sjó fremur en innan úr kaup-
stað. Þegar vélbátarnir komu
breyttist allt,“ segir Ingólfur.
Í Barðsneshlaupinu er hlaupið um
móa, mýrar, fjörur og tún. Til að
byrja með eru keppendur ferjaðir
með bát frá Hellisfirði yfir að Barðs-
nesi. Eftir bátsferðina tekur við
hlaup um Viðfjörð, Hellisfjörð,
Norðfjörð og lýkur hlaupinu í Nes-
kaupstað. Vaða þarf Norðfjarðará á
leiðinni. „Þetta eru kindagötur og
hestagötur og þetta er misjafnlega
fært,“ segir Ingólfur.
Oft taka um 50 manns þátt og
þetta árið er fólk frá hinum ýmsu
heimshornum skráð í hlaupið. „Það
er einn skráður frá Spáni, tvö frá
Mauritiusi og hjón frá Sviss,“ segir
Ingólfur sem lætur sér ekki
nægja að hlaupa Barðs-
neshlaupið heldur stefnir hann
einnig á að taka þátt í Reykja-
víkurmaraþoninu.
„Ég hljóp í fyrsta skipti í
Reykjavíkurmaraþoninu árið
1984 og hef alltaf verið
með í þeim. Ég reikna
með að taka þátt í ár ef
ég kem óskaddaður úr
Barðsneshlaupinu.“
Maraþonin sem
Ingólfur hefur hlaupið eru orðin all-
nokkur. „Já, þau eru víst ein þrjátíu.
Svo hef ég hlaupið Laugaveginn sjö
sinnum og sitthvað fleira.“ Nátt-
úruhlaup eins og Barðsneshlaupið
eru í uppáhaldi hjá Ingólfi. „Það er
svo gaman að skoða landið á þennan
hátt og Ísland er ofboðslega flott
land.“
Hann segir hlaup mikilvæg fyrir
samfélagið. „Það skiptir miklu máli
að það séu til svona hlaup og að það
fyrirfinnist sú menning að hreyfa
sig, skokka og hafa gaman af því.
Það breytir heilu bæjunum þegar
hlauparar eru úti að skokka þar sem
annars myndi ekki sjást sála.“
Að lokum hvetur Ingólfur fólk til
að drífa sig austur og taka þátt í
Barðsneshlaupinu.
Skoðar landið á harðaspretti
Hleypur 27 kíló-
metra Barðsnes-
hlaup í 22. sinn
Ljósmynd/Barðsneshlaup
Afrek Ingólfur kemur í mark í Barðsneshlaupinu 2016. Að hlaupinu loknu er boðið upp á súpu fyrir hungraða
hlaupara. „Það er alveg svakalega gott að hafa einhvern mat í boði, ekki bara prins póló og kók,“ segir Ingólfur.
Ingólfur starfar sem geðlæknir
og á langan feril að baki. Hann
segir geðlækningar hafa
breyst mikið en ekki nóg.
„Daninn Søren Kierkegaard
sagði eitt sinn að maður lærði
á lífið með reynslunni sinni
en maður gæti ekki lifað
aftur á bak. Fólk sem á
að baki erfiða lífs-
reynslu á þær minn-
ingar og þær sitja í.
Ég vil hreinsa til í minningasafni
fólks og ég kalla það draug-
hreinsun. Frekar en að fara enda-
laust yfir sömu sorgarsöguna og
vandræðin þá er betra að hreinsa
þessar slæmu minningar burt.
Þetta er aðferð sem mér finnst alls
ekki vera notuð nóg en það er
hægt að kenna hana á hálftíma.
Það eru nokkrir sálfræðinemar
sem hafa lært þetta og ég vona að
þeir haldi áfram.“
Vill hreinsa burt gamla drauga
GEÐLÆKNIRINN INGÓLFUR
Ingólfur Sveinsson