Morgunblaðið - 01.08.2018, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 01.08.2018, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2018 Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér Þín eigin skrifborðskæling! Stjórnaðu hitastiginu við vinnustöðina þína. Kælitæki, rakatæki og lofthreinsitæki, allt í einu tæki. Til í hvítu og svörtu. Kynningarverð aðeins kr. 37.227 m.vsk. Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is Ekki bara jeppar 2013 - 2017 ota, Hyundai, Nissan, , og fleiri gerðir bíla ER BÍLLINN ÞINN ÖRUGGUR Í UMFERÐINNI? Varahlutir í... Teitur Gissurarson teitur@mbl.is „Undirbúningurinn er bara á pari við það sem við höfum gert undanfarin ár, má segja. Þó ætlum við að reyna að gera betur. Við ætlum að fjölga myndavélum og allt er gert til þess að auka öryggi gesta og þeirra sem eru í Dalnum,“ segir Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum, spurður um undirbúning lögreglu fyr- ir komandi verslunarmannahelgi. „Við förum alltaf vel yfir þetta eftir hverja hátíð, hvað má betur fara og erum þá með auknar áherslur eins og við getum. Hluti af því er að fjölga þessum myndavélum í dalnum,“ segir Jóhannes. Aðspurður hvort myndavélarnar, sem hann segir að sé dreift víða um Herjólfsdalinn á Þjóðhátíð, séu settar upp til að reyna að sporna gegn kyn- ferðisafbrotum svarar Jóhannes: „Öllum afbrotum sem koma upp í dalnum. Þessar myndavélar hafa margsannað sig, sérstaklega gagn- vart ofbeldisbrotum. Það hefur verið mikill kostur að bæta við vélum.“ Á mestu álagstímunum verður fjöldi gæslufólks um 200 talsins og lögreglumenn á svæðinu 28. Þá verða fíkniefnahundar lögreglunnar tveir til þrír, líkt og verið hefur síðustu ár. „Við höfum alltaf lagt mikla áherslu á þennan málaflokk og það verður ekki minna í ár en áður. Það eru lög- reglumenn sem verða alveg eingöngu í fíkniefnaeftirliti.“ Vinnulag lögreglunnar í Vest- mannaeyjum við miðlun upplýsinga verður eins og síðustu þrjú ár þar sem allar upplýsingar um verkefni lög- reglu verða veittar um leið og búið er að tryggja rannsóknarhagsmuni og velferð mögulegra brotaþola, að því er fram kemur í tilkynningu frá lög- reglunni. Fjölga mynda- vélum í Dalnum  „Undirbúningur á pari við fyrri ár“ Morgunblaðið/Ófeigur Margmenni Gæslufólk verður um 200 talsins á mestu álagstímum. Nína Guðrún Geirsdóttir ninag@mbl.is Ásthildur Sturludóttir hefur verið ráðin í starf bæjarstjóra á Akureyri. Tekur hún við af Eiríki Birni Björg- vinssyni, sem hefur gegnt stöðu bæjarstjóra undanfarin átta ár. Alls sóttu 18 um starfið og þar af drógu tveir umsóknir sínar til baka. Ákvað meirihluti bæjarstjórnar á Akureyri að ganga til samninga við Ásthildi eftir úrvinnslu umsókna. Ásthildur gerir ráð fyrir að taka við starfinu í september og munu þau fjölskyldan flytjast búferlum í haust. „Við erum öll mjög spennt fyrir komandi flutningum. Við höf- um alltaf verið skotin í Akureyri og þegar staðan kom upp fannst okkur þetta tilvalið. Sonur okkar er á leið í menntaskóla svo ég sá að þetta gæti hentað okkur vel.“ Gjörólík sveitarfélög Ásthildur var bæjarstjóri í Vesturbyggð á tímabilinu 2010-2018 og hefur því góða reynslu af sveitar- stjórnarmálum. Spurð hvort líkindi séu milli þessara tveggja sveitarfé- laga segir Ásthildur sveitarfélögin verulega ólík, þó að starfið sé í grunninn hið sama. „Þó er svipað alls staðar að stýra sveitarfélagi, held ég. Þetta eru ólík samfélög og sér í lagi stærð þeirra. Starfið er þó líklegast ekki svo ólíkt. Bæjarstjórinn framfylgir ákvörðunum meirihlutans hverju sinni sem framkvæmdastjóri sveitarfélagsins. En þessi tvö sam- félög eru alveg gjörólík, ef það væri ekki nema bara fyrir veðrið,“ segir Ásthildur og hlær. Hún segir margvíslegar áskor- anir bíða sín í starfinu fyrir norðan. „Það eru fjölmargar áskoranir sem fylgja því að stýra stóru sveitar- félagi sem er leiðandi á svæðinu og margt sem þarf að vinna að. T.d. mál flugvallarins, raforkumál, samskipti ríkis og sveitarfélaga, til að nefna einhver. Svo ekki sé minnst á fjöl- mörg verkefni innan sveitarfé- lagsins sjálfs,“ segir Ásthildur, sem hlakkar til að hefja störf á nýjum slóðum í haust. Spennt fyrir starfinu og „skotin“ í Akureyri Morgunblaðið/Kristinn Reynd Ásthildur lét af störfum í vor sem sveitarstjóri í Vesturbyggð. Hún segir margvíslegar áskoranir bíða sín.  Ásthildur Sturludóttir ráðin bæjarstjóri á Akureyri

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.