Morgunblaðið - 01.08.2018, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 01.08.2018, Qupperneq 16
BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Icelandair Group tapaði 25,7 millj- ónum dollara, jafnvirði 2,7 milljarða króna á öðrum fjórðungi þessa árs, samanborið við 15,5 milljóna doll- ara hagnað, jafnvirði 1,6 milljarða króna á núverandi gengi, yfir sama tímabil í fyrra. Félagið hefur ekki skilað tapi á öðrum fjórðungi síðan 2010. Þá nam tapið 161 milljón króna. Heildartekjur samstæðunnar námu 399 milljónum dollara á fjórð- ungnum, jafnvirði tæplega 42 millj- arða króna. Jukust þær um 9% frá fyrra ári þegar þær námu 367,3 milljónum dollara. Á sama tíma hef- ur rekstrarkostnaður aukist veru- lega og nam rúmum 384 milljónum dollara, 40,4 milljörðum króna, samanborið við 327 milljónir dollara árið á undan. Kostnaðurinn jókst því um 17,6% milli tímabila. Þar af jókst launakostnaður um 15,3% en flugrekstrarkostnaðurinn um 23%. Eignir upp á 174 milljarða EBITDA yfir fjórðunginn dróst saman um 64% frá fyrra ári. Nam hún 14,7 milljónum dollara, jafn- virði 1,5 milljarða króna en var 40,6 milljónir dollara eða tæpir 4,3 millj- arðar króna á sama tíma 2017. EBITDA-hlutfallið á fjórðungn- um reyndist 3,7%, samanborið við 11% í sama fjórðungi í fyrra. Um mitt árið námu eignir Ice- landair Group 1.655 milljónum doll- ara, jafnvirði 174 milljarða króna og höfðu aukist um 16,3%. Skuldir félagsins stóðu í 1.126 milljónum dollara, jafnvirði ríflega 118 millj- arða króna. Eigið fé félagsins var 529,7 milljónir dollara, jafnvirði 55,7 milljarða króna. Eiginfjárhlut- fallið stóð í 32% og hafði lækkað um 2 prósentustig frá sama tíma ári fyrr. Í tilkynningu frá félaginu segir að þrýstingur á fargjöld, lakari sætanýting og einskiptiskostnaður vegna truflana í flugáætlun skýri lakari afkomu en á sama tíma í fyrra. Þá er haft eftir Björgólfi Jóhannssyni að afkoman sé lakari en áætlanir hafi gert ráð fyrir. „Spár okkar um hækkandi með- alverð á síðari hluta ársins hafa hingað til ekki gengið eftir. Þetta gerist þrátt fyrir að olíuverð hafi hækkað mikið. Samkeppnin á mörkuðum hefur sjaldan verið meiri sem kemur fram með þessum hætti.“ Bendir hann þó á að félagið geri ráð fyrir að hækkun á verði að- fanga muni að lokum knýja flug- félögin til að hækka meðalverð. Hann segir að Icelandair sé í góðri stöðu til að takast á við áskoranir og að nýta þau tækifæri sem upp kunna að koma við þær krefjandi aðstæður sem séu uppi um þessar mundir í rekstri flestra flugfélaga. Hefur tapað 6,3 milljörðum í ár Á fyrri helmingi ársins hefur Ice- landair tapað 60,3 milljónum doll- ara, jafnvirði 6,3 milljarða króna, samanborið við 2,1 milljarðs tap í fyrra. Tekjur félagsins námu yfir tímabilið tæpum 667 milljónum dollara, jafnvirði 70 milljarða króna og jukust um 13%. Rekstrarkostn- aðurinn var 670 milljónir dollara, jafnvirði 70,4 milljarða króna og jókst um tæp 20% milli ára. EBITDA Icelandair dróst saman um 64% Morgunblaðið/Árni Sæberg Endurnýjun Icelandair hefur nú tekið þrjár nýjar Boeing 737 MAX-vélar í notkun. Á næsta ári fjölgar þeim um 6, árið 2020 um 5 og 2 árið 2021.  Tap á öðrum ársfjórðungi í fyrsta sinn síðan árið 2010 16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2018 Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is Frábært verð á glerjum Einfókus gler Verð frá kr. 16.900,- Margskipt gler Verð frá kr. 41.900,- Cocoa Mint 2000 umgjörð kr. 12.900,- 1. ágúst 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 104.45 104.95 104.7 Sterlingspund 137.45 138.11 137.78 Kanadadalur 80.03 80.49 80.26 Dönsk króna 16.436 16.532 16.484 Norsk króna 12.841 12.917 12.879 Sænsk króna 11.925 11.995 11.96 Svissn. franki 105.64 106.24 105.94 Japanskt jen 0.9358 0.9412 0.9385 SDR 146.63 147.51 147.07 Evra 122.46 123.14 122.8 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 147.9271 Hrávöruverð Gull 1222.05 ($/únsa) Ál 2053.0 ($/tonn) LME Hráolía 74.31 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Vöruútflutningur á fyrri helmingi ársins var 43 milljörðum króna meiri en á sama tímabili í fyrra og jókst verðmætið um 17,6% milli ára, reiknað á gengi hvors árs. Á tímabilinu janúar til júní 2018 voru fluttar út vörur fyrir 287 milljarða króna. Verðmæti vöruinnflutnings jókst um 40 milljarða króna á fyrri árshelmingi, sem er 12,1% aukning á gengi hvors árs. Fluttar voru inn vörur fyrir 370,4 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Halli á vöruviðskiptum við útlönd nam því 83,4 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins, reiknað á fob verðmæti, sem er 2,8 milljörðum króna minni halli en á sama tímabili á síðasta ári. Án skipa og flugvéla nam vöruskiptahallinn 66,7 millj- örðum króna, samanborið við 73,6 milljarða króna fyrstu sex mánuðina í fyrra. Vöruskiptahalli 83,4 milljarðar á fyrri árshelmingi STUTT N1 hefur hlotið heimild Samkeppnis- eftirlitsins til þess að ganga frá kaupum á Festi sem m.a. hefur í rekstri Krónuna, Nóatún og Elko. Með samþykki stofnunarinnar lýkur ríflega árs löngu þrátefli milli N1 og hennar um þau skilyrði sem fyrir- tækinu er gert að undirgangast svo samruninn mætti verða að veruleika. Eggert Þór Kristófersson, for- stjóri N1, segir í samtali við mbl.is að hann sé mjög sáttur við að hafa náð sátt við eftirlitið um þetta mál. „Þetta er mikill áfangi í þróun N1,“ segir hann og bætir við að nú verði hrundið af stað vinnu við að halda hluthafafundi í fyrirtækjunum um að sameina þau og gefa út hlutabréf í N1 sem er hluti af kaupverðinu. Er þeim aðgerðum sem N1 skuld- bindur sig til að grípa til í kjölfar samrunans skipt í sex þætti. Í fyrsta lagi hyggst N1 selja tilteknar elds- neytisstöðvar og vörumerkið „Dæl- una“ til nýs aðila á þessum markaði. Þar skulu að lágmarki fylgja með í kaupunum 3 stöðvar Dælunnar og stöðvar N1 við Salaveg í Kópavogi og í Holtagörðum. Í öðru lagi skuldbindur N1 sig til að selja verslunina Kjarval á Hellu í því skyni að „efla samkeppni utan höfuðborgarsvæðisins,“ eins og það er orðað í sáttinni. Í þriðja lagi skuld- bindur N1 sig til að selja nýjum end- urseljendum á markaði allar tegund- ir eldsneytis í heildsölu á viðskiptalegum grunni og að gæta jafnræðis og hlutlægni gagnvart þeim sem kaupa eldsneyti í heild- sölu. Þá er N1 annar aðaleigandi Ol- íudreifingar og sem slíkt skuldbind- ur fyrirtækið sig til þess að grípa til aðgerða sem megi verða til að tryggja aðgengi seljenda að birgða- rými og þjónustu fyrirtækisins. Í fjórða lagi skuldbindur N1 sig til að tryggja samkeppnislegt sjálf- stæði sitt, m.a. með því að tryggja sérstaklega sjálfstæði stjórnar og lykilstarfsmanna og aðskilnað hags- muna. Fyrirtækið mun setja sér samkeppnisáætlun. Þá mun Sam- keppniseftirlitið eiga viðræður við stærstu hluthafa N1 sem einnig eiga hluti í samkeppnisaðilum fyrirtækis- ins, um mögulegar skuldbindingar þeirra og nauðsynlegar aðgerðir til að tryggja samkeppni á þessum markaði. Samkvæmt sáttinni er það niðurstaða stofnunarinnar að eignar- haldið sem slíkt geti „leitt til rösk- unar á samkeppni og að bregðast verði við […]“ Í fimmta lagi hyggst N1 bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin vegna samreksturs fyrirtækisins og Samkaupa á þjónustustöðvum á sex stöðum á landsbyggðinni. Verður samstarfið tekið til skoðunar og N1 hyggst tryggja að upplýsingar sem tengjast samstarfinu berist ekki til þeirra stjórnenda og starfsmanna N1 sem annast dagvöruverslun á vegum N1. Í sjötta lagi skuldbindur N1 sig til þess að fá óháðan kunn- áttumann skipaðan til þess að fylgja eftir og hafa eftirlit með þeim að- gerðum og fyrirmælum sem kveðið er á um í sáttinni. Léttir fyrir fjárfesta Markaðurinn tók afar vel í tíðind- in, sem bárust í gegnum tilkynninga- kerfi Kauphallar Íslands seint á mánudagskvöld. Þannig hækkuðu bréf N1 í viðskiptum gærdagsins um 11,5% í 568 milljóna króna viðskipt- um. Áhrifanna gætti þó víðar. Þann- ig hækkuðu bréf Haga um 5,5% í 209 milljóna viðskiptum. Er það vísast rakið til þess að innan skamms verð- ur tilkynnt hvort Samkeppniseftirlit- ið samþykki þau skilyrði sem Hagar hafa teflt fram vegna fyrirhugaðrar yfirtöku á Olís. ses@mbl.is Markaðurinn fagnar samruna  N1 fær heimild til þess að kaupa Festi ● Um 90% Íslendinga undir þrítugu hafa aðgang að Netflix, að því er fram kemur í könnun sem MMR gerði um miðjan maí. Tveir af hverjum þremur Ís- lendingum hafa aðgang að Netflix á heimili sínu, eða 67%. Það er aukn- ing um 8 prósentustig frá sama tíma í fyrra. Óverulegur munur var á svörun eftir kyni en íbúar höfuðborgar- svæðisins, þar sem 70% eru með áskrift á heimilinu, voru líklegri til að segja einhvern á sínu heimili vera með áskrift en íbúar á landsbyggð- inni, þar sem hlutfallið var 62%. Þá jukust líkur á að einhver heim- ilismanna svarenda væri með áskrift að Netflix með aukinni menntun og heimilistekjum. Níu af hverjum tíu undir þrítugu eru með Netflix Sjónvarp Um 67% lands- manna eru með Netflix.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.