Morgunblaðið - 01.08.2018, Side 22

Morgunblaðið - 01.08.2018, Side 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2018 ✝ Einar BragiSigurðsson fæddist þann 18. júlí 1953 að Ind- riðakoti undir Vest- ur-Eyjaföllum. Hann var bráð- kvaddur á heimili sínu 15. júlí 2018. Hann var sonur hjónanna Sigurðar Eiríkssonar, f. 22. mars 1928, og Guð- finnu Sveinsdóttur, f. 15. júní 1928. Einar Bragi var þriðji í röð fimm systkina, hin eru Trausti, f. 1950, Viðar, f. 1952, Svandís Ragna, f. 1954, og Eygló Alda, f. 1964. Eiginkona Einars Braga er Soffía Aðalbjörg Jóhannsdóttir, f. 26. febrúar 1957, foreldrar hennar eru Jóhann Aðalbjörns- son, f. 19. september 1924, d. 26. nóvember 1980, og Kristín Þóra Sæmundsdóttir, f. 26. janúar 1937. Einar Bragi og Soffía hófu bú- skap í Grindavík 1974 og gengu í hjónaband 30. mars 1975. Börn þeirra eru fjögur: 1) Guðfinna Kristín Einarsdóttir, f. 18. júní 1975, maki hennar er Eggert Bergmann. Hún á þrjú börn: Rúnar Örn Ingvason, f. 1997, Telma Rún Ingvadóttur, f. 2002, Linda Rún Ingvadóttir, f. 2007. 2) Jóhanna Sigrún Einarsdóttir, f. 24. desember 1979, maki hennar er Kristinn Helgason, þau eiga þrjú börn: Arna Lind, f. 2006, Lára Kristín, f. 2010, Einar Helgi, f. 2013. 3) Jóhann Freyr Ein- arsson, f. 19. febrúar 1983, maki hans er Birgitta Rún Birg- isdóttir, þau eiga tvo syni: Birgir Már, f. 2010, og Tómas Logi, f. 2014. 4) Þórunn Ósk Ein- arsdóttir, f. 25. júlí 1988, hún á einn son: Alexander Ómar, f. 2012. Einar Bragi vann lengst af hjá Hitaveitu Suðurnesja en síðustu 15 árin starfaði hann hjá Íslensk- um aðalverktökum. Útför Einars Braga fer fram frá Grindarvíkurkirkju í dag, 1. ágúst 2018, klukkan 14. Elsku hjartans Einar minn, hve sárt það er að eiga ekki lengri tíma með þér. Við áttum í vor yndislegar stundir þegar við fórum til Tenerife og þú varst ákveðinn í að fara þangað aftur því þér fannst frábært að vera þar. Ýmislegt annað var fram undan hjá okkur, t.d. að fara í reitinn okkar uppi í Birkilundi, þar sem þú varst alltaf sæll og glaður. Börnin og afabörnin voru þér afar kær og hafðir þú gaman af sam- veru við þau. Ég er svo þakklát fyrir allar góðu minningarnar okkar saman. Það eru minning- arnar sem munu hjálpa okkur að komast í gegnum þessi þungu spor. Hvil í friði, elsku vinur – minn- ing þín er ljós í lífi okkar. Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér og ekki fæ ég miklu ráðið um það hvert hann fer. En ég vona bara að hann hugsi svolítið hlýlega til mín og leiði mig á endanum aftur til þín. Ég gaf þér forðum keðju úr gulli um hálsinn þinn, svo gleymdir þú mér ekki í dagsins amstri nokkurt sinn. Í augunum þínum svörtu horfði ég á sjálfan mig um hríð og ég vonaði að ég fengi bara að vera þar alla tíð. Það er margt sem angrar en ekki er það þó biðin Því ég sé það fyrst á rykinu, hve langur tími er liðinn. Og ég skrifa þar eitthvað með fingrinum sem skiptir öllu máli. Því að nóttin mín er dimm og ein og dagurinn á báli. Já, og andlitið þitt málað. Hve ég man það alltaf skýrt, augnlínur og bleikar varir, brosið svo hýrt. Jú ég veit vel, að ókeypis er allt það sem er best, En svo þarf ég að greiða dýru verði það sem er verst. Ég sakna þín í birtingu að hafa þig ekki við hlið mér og ég sakna þín á daginn þegar sólin brosir við mér. Og ég sakna þín á kvöldin þegar dimman dettur á. En ég sakna þín mest á nóttinni er svipirnir fara á stjá. Svo lít ég upp og sé við erum saman þarna tvær stjörnur á blárri festingunni sem færast nær og nær. Ég man þig þegar augu mín eru opin, hverja stund. En þegar ég nú legg þau aftur, fer ég á þinn fund. (Megas) Þín, Soffía. Þó sólin nú skíni á grænni grundu, er hjarta mitt þungt sem blý. Því burt varst þú kallaður á örskammri stundu. Í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða. Svo fallegur, einlægur og hlýr. En örlög þín ráðin – mig setur hljóða. Við hittumst samt aftur á ný. Megi algóður guð þína sálu nú geyma, gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þó kominn sért yfir í aðra heima. Mun minning þín lifa um ókomin ár. (Höf. ók.) Hvíldu í friði, elsku pabbi minn. Þín dóttir, Guðfinna Kristín Einarsdóttir. Elsku pabbi. Sit hérna með tárin í augunum og hugsa hve lífið getið verið ósanngjarnt. Síðustu dagar hafa verið þeir erfiðustu sem ég hef lif- að. Að þú skulir hafa verið hrifs- aður frá okkur svona fljótt, það get ég engan veginn skilið. Þú sem varst alltaf svo hress og vel á þig kominn. Eftir sitjum við með margar góðar minningar að ylja okkur við um yndislegan föður, afa og tengdaföður. Þú varst alltaf fyrstur manna að koma til að hjálpa, alveg sama hvað var. Eins og þegar við Kiddi vorum að fram- kvæma eitthvað. Þær voru ófáar stundirnar sem þú hjálpaðir okk- ur þegar við vorum að byggja hús- ið okkar í Vesturhópinu. Alltaf varst þú kominn hvort sem þú átt- ir frídag eða eftir langan vinnu- dag. Afabörnin þín hafa líka misst mikið því þú varst svo góður afi, alltaf gafstu þér tíma til að spjalla og leika við þau og eiga þau marg- ar góðar minningar um samveru- stundir með ykkur mömmu. Við munum vera dugleg að halda utan um mömmu við systkinin. Minn- ing um góðan mann mun hjálpa okkur á þessum erfiðu tímum og lifa með okkur. Gæti haft þetta svo miklu lengra en læt þetta duga. Þangað til næst. Þótt minn elskulegi faðir og kæri vinur hafi nú kallaður verið heim til himinsins sælu sala og sé því frá mér farinn eftir óvenju farsæla og gefandi samferð, þá bið ég þess og vona að brosið hans blíða og bjarta áfram fái ísa að bræða og lifa ljós í mínu hjarta, ylja mér og verma, vera mér leiðarljós á minni slóð í gegnum minninganna glóð. Og ég treysti því að bænirnar hans bljúgu mig blíðlega áfram munu bera áleiðis birtunnar til, svo um síðir við ljúflega hittast munum heima á himnum og samlagast í hinum eilífa ljóssins yl. (Sigurbjörn Þorkelsson) Takk fyrir allt, elsku pabbi. Þín pabbastelpa, Jóhanna Elsku pabbi minn, ekki hefði mig grunað að ég myndi sitja hér og skrifa þessi orð svona snemma, við áttum svo mikið eftir. Þau eru þung skrefin sem við fjölskyldan stígum þessa dagana en við reyn- um að gera okkar besta til að styðja hvert annað. Þú varst ein- staklega vinnusamur og duglegur og var alltaf hægt að stóla á góð ráð og hjálp frá þér þó ég hafi oft þurft að bíða aðeins þolinmóður því þú þurftir svolítið að velta hlutunum fyrir þér áður en þú framkvæmdir. Þú varst alltaf dug- legur að taka upp tólið og gátum við oft spjallað lengi í símann og sýndir þú því alltaf áhuga sem ég var að gera. Elsku pabbi, mikið er ég þakk- látur fyrir að þú hafir ákveðið að taka rúnt til að hitta á okkur eftir síðasta vinnudaginn þinn því þá fengum við litla fjölskyldan mín að sjá þig einu sinni enn með bros á vör. Við Birgitta munum vera dugleg að segja afastrákunum þínum sögur af þér og halda minn- ingu þinni þannig á lífi. Sumir hverfa fljótt úr heimi hér skrítið stundum hvernig lífið er, eftir sitja margar minningar Þakklæti og trú. Þegar eitthvað virðist þjaka mig þarf ég bara að sitja og hugsa um þig, þá er eins og losni úr læðingi lausnir öllu við. Þó ég fái ekki að snerta þig veit ég samt að þú ert hér, og ég veit að þú munt elska mig geyma mig og gæta hjá þér. Og þó ég fengi ekki að þekkja þig þú virðist alltaf getað huggað mig það er eins og þú sért hér hjá mér og leiðir mig um veg. Þó ég fái ekki að snerta þig veit ég samt að þú ert hér, og ég veit að þú munt elska mig geyma mig og gæta hjá þér. Og þegar tími minn á jörðu hér, liðinn er þá er ég burtu fer, þá ég veit að þú munt vísa veg og taka á móti mér. Hvíldu í friði, elsku pabbi minn, og vonandi hefurðu það gott þarna hinum megin og hefur hressa karla til að spjalla við um daginn og veginn því þér fannst fátt skemmtilegra. Við systkinin mun- um hugsa vel um mömmu og hvert annað. Ég elska þig, pabbi minn. Þinn, Jóhann. Takk fyrir allt, elsku Einar Bragi. Minning um góðan mann lifir með okkur. Kveðja vil ég þig kæri vin að góðra manna sið Þú sem ekki lengur stendur mér við hlið Við þig gat ég alltaf rætt hin ýmsu mál Þú hafðir að geyma góða og yndislega sál Nú þegar sorgin blasir við mér... þá rifjast upp þær stundir sem ég átti með þér Það var svo margt sem við gerðum saman Á mörgum þeim stundum var feikigaman. Ætli þú munir þær eins vel og ég? Ó, hve sorgin er óyfirstíganleg. Mér finnst svo oft að þú sért enn hér og ég muni fljótlega heyra í þér. Raunveruleikinn blasir þá við Þú ert farinn í gegnum hið gullna hlið. Ég veit að þú ert kominn á betri stað þó erfitt sé að hugsa um það. Ætíð vildi ég hafa þig mér hjá. Því þurftir þú að fara jörðu frá? Við áttum ætíð að vera saman um alla eilífð hafa gaman. En þú fórst alltof fljótt. Hvernig á mér þá að vera rótt. Hvað geri ég án þín? Hvað geri ég nú? Minn elsku besti vinur það varst og ert þú!!! (Katrín Ruth) Þinn tengdasonur, Kristinn Helgason. Það er sárara en tárum taki að horfast í augu við að þú hafir verið tekinn frá okkur svona fyrirvara- laust, elsku yndislegi Einar minn. Frá því að ég man eftir mér hefur þú ávallt skipað stóran sess í hjarta mínu. Hef alltaf litið upp til þín, þú varst einstaklega góður stóri bróðir. Ég læt hugann reika og koma upp ótal margar og góðar minningar. Á þessum erfiðu stundum eru minningarnar ómet- anlegar. Oftar en ekki pússaði ég skó ykkar bræðra þegar þið voruð á leið út á lífið, var nú ekki alltaf í stuði til þess en sagði ekki nei við Einsa bróður, það var bara þann- ig. Ég gleymi því seint þegar við Gógó í Dagsbrún vorum að leika einn daginn og þú hringdir til að segja mér að koma heim. Ég var alls ekki tilbúin þar sem leikar stóðu sem hæst hjá okkur, en fór heim án þess að malda í móinn því þetta varst þú. Þegar heim var komið spurði ég strax, af hverju mátti ég ekki vera lengur og svarið var kíktu inn í stofu. En þar varstu búinn að stilla upp þessu glæsilega vínrauða reiðhjóli sem þú hafðir keypt handa litlu systur þinni, sem var sex eða sjö ára og þú ekki nema sautján, átján ára og fjár- ráðin örugglega ekki mikil, en þarna var þér rétt lýst, alltaf að gleðja aðra. Gjafirnar voru margar stórar og smáar í gegnum árin, en besta gjöfin var vinátta þín og tryggð. Eftir að þú kynntist Soffíu þinni og þið fóruð að búa var ekki lítið sport að fara til ykkar í dekur. Ekki minnkaði umhyggjan þegar ég byrjaði að búa í Grindavík. Allt- af voruð þið Soffía boðin og búin ef á þurfti að halda og fallega heim- ilið ykkar stóð alltaf opið. Vinnu- og hjálpsemi var þér í blóð borin og sjaldan var langt í grallara- skapinn. Þú gast spjallað við alla óháð aldri, stétt eða stöðu. Enginn þurfti að vera vandræðalegur ná- lægt þér. Þú varst einstaklega barngóður alla tíð og löðuðust börnin að þér. Missir elsku barna- barnanna þinna er því mikill. Hlýja þéttingsfasta faðmlagið þitt alltaf er við heilsuðumst eða kvöddumst gleymist ekki. Minn- ing um yndislegan dreng mun lifa. Elsku hjartans mamma, pabbi, Soffía, Guðfinna, Jóhanna, Jói, Þórunn og fjölskyldur, megi góð- ur guð og allar góðar vættir um- vefja ykkur og styðja í þessari miklu sorg. Þín systir Eygló Alda Sigurðardóttir. Elsku afi Einar, okkur finnst svo skrítið og ósanngjarnt að þú sért dáinn og að við eigum aldrei eftir að sjá þig aftur. Það var alltaf gaman að vera með þér og okkur fannst gaman þegar við fengum að koma til þín í stóra kranabílinn. Við söknum þín mjög mikið. Í bænum okkar, besti afi biðjum fyrir þér að Guð sem yfir öllu ræður, allt sem veit og sér leiði þig að ljóssins vegi lát’ þig finna að, engin sorg og enginn kvilli á þar samastað. Við biðjum þess í bænum okkar bakvið lítil tár, að Guð sem lífið gaf og slökkti græði sorgarsár. Við þökkum Guði gjafir allar gleði og vinarfund og hve mörg var ávallt með þér ánægjunnar stund. (Sigurður Hansen) Þínir afastrákar Birgir Már og Tómas Logi. Elsku Einar afi. Við söknum þín svo mikið. Takk fyrir allar góðu stundirn- ar sem við áttum með þér. Þú varst alltaf svo góður við okkur. Elskum þig Nú hefur það því miður gerst að vond frétt til manns berst Kær vinur er horfinn okkur frá því lífsklukkan hans hætti að slá Rita vil ég niður hvað hann var mér kær, afi minn góði sem guð nú fær Hann gerði svo mikið, hann gerði svo margt og því miður get ég ekki nefnt það allt Að tala við hann var svo gaman á þeim stundum sem við eyddum saman Hann var svo góður, hann var svo klár æ, hvað þessi söknuður er svo sár En eitt er þó víst og það á við mig ekki síst að ég sakna hans svo mikið, ég sakna hans svo sárt hann var mér góður afi, það er klárt En alltaf í huga mínum verður hann afi minn góði sem ég ann, í himnaríki fer hann nú þar verður hann glaður, það er mín trú Því þar getur hann vakað yfir okkur dag og nótt svo við getum sofið vært og rótt, hann mun ávallt okkur vernda, vináttu og hlýju mun hann okkur senda. Elsku afi, guð mun þig geyma, yfir okkur muntu sveima en eitt vil ég þó að þú vitir nú, minn allra besti afi, það varst þú. (Katrín Ruth) Þín afabörn, Arna Lind, Lára Kristín og Einar Helgi. Elsku frændi okkar, stórt skarð hefur verið höggvið í líf þeirra sem þekktu þig. Þó sólin nú skíni á grænni grundu er hjarta mitt þungt sem blý, því burt varst þú kallaður á örskammri stundu í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða svo fallegur, einlægur og hlýr en örlög þín ráðin – mig setur hljóða við hittumst þó aftur á ný. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma gæta að sorgmæddum, græða djúp sár þó kominn sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Höf. ókunnur.) Alltaf elskaður, aldrei gleymd- ur. Með sorg í hjarta kveðjum við nú í hinsta sinn þennan yndislega mann. Elsku hjartans amma og afi, Soffía, Guðfinna, Jóhanna, Jóhann Freyr, Þórunn Ósk, systkini Ein- ars Braga, makar og börn Megi góður guð gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Berglind Ósk, Bjarki Þór og Sandra Sif. Kveðja frá vinnufélögum hjá ÍAV á Suðurnesjum Við kynntumst Einari Braga fyrir 15 árum, þegar hann hóf störf, sem kranabílstjóri, hjá Ís- lenskum aðalverktökum. Sumir okkar þekktu Einar Braga áður í gegnum störf hans hér á Suður- nesjum. Einar Bragi varð strax hluti af hópnum hér í Njarðvík og við eignuðumst góðan félaga og vin. Hann var dugnaðarforkur, út- sjónarsamur og samviskusamur. Bar hag fyrirtækisins fyrir brjósti og lá ekki á skoðunum sínum, ef hlutirnir gengu ekki fljótt og vel fyrir sig. Einar Bragi var röggsamur og góður stjórnandi, sem vann mjög sjálfstætt og skipulagði verkin sjálfur. Þegar hann kom á verk- stað til að lesta eða losa, tók hann við stjórninni og lét hlutina ganga fljótt og skipulega fyrir sig. Ef eitthvað var óklárt þegar hann kom á staðinn, fór hann og sinnti næsta verkefni og kom svo til baka þegar allt var orðið klárt. Alltaf var stutt í góðan húmor hjá honum og hann hafði frá mörgu skemmtilegu að segja. Volvo kranabílinn hugsaði hann um af mestu kostgæfni og fylgdi vel eftir við Vélaverkstæðið að gert væri strax við það sem bilaði. Tók hann virkan þátt í viðgerðunum og Einar Bragi Sigurðsson HINSTA KVEÐJA Elsku besti pabbi minn, kveður alltof fljótt. Ég man þann daginn, er allt varð tómlegt og hljótt. Tárin niður vangana streyma, sorgin er svo sár. Þér mun ég aldrei gleyma, það falla fleiri tár. Góðar minningar í hjartanu nú geymi, um góðan pabba, jafnvel besta í heimi. Ég kveð þig nú í hinsta sinn, elsku besti pabbi minn. Þín dóttir, Þórunn. Elsku Einar afi, sárt ég sakna þín. Á því er enginn vafi, góð er minning mín. Löggó er ágætist nammi, sem þú gafst mér að gamni. Okkur þótti ekki slæmt að fá okkur mola, maginn þurfti súkkulaðimagnið að þola. Margt var brallað, mikið var spjallað. Bara ef ég gæti knúsað þig aftur og lengur, þinn vinur og afadrengur. Alexander Ómar Þórunnarson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.