Morgunblaðið - 01.08.2018, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2018
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Komið og skoðið úrvalið
KEBE
Hvíldarstólar
Tegundir: Rest og Fox
Opið virka dag
a
11-18
laugardaga
11-15
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Foreldrar 30 nýrra leikskólabarna á
Seltjarnarnesi hafa fengið bréf um
að ekki sé unnt að dagsetja upphaf
aðlögunar barnanna á Leikskóla
Seltjarnarness. Ljóst er að þau
munu ekki hefja aðlögun fyrr en í
fyrsta lagi um næstu mánaðamót
vegna manneklu. 50 börn hefja að-
lögun á leikskólanum á tilsettum
tíma, hinn 7. ágúst. Alls bárust 80
umsóknir um leikskólapláss áður en
umsóknarfrestur rann út 31. mars
sl., þar af 20 í mars. 10 börn til við-
bótar, sem fluttust á Seltjarnarnes í
sumar, eru á biðlista eftir plássi á
leikskólanum.
Samkvæmt upplýsingum frá Sel-
tjarnarnesbæ hefur börnum á leik-
skólaaldri í bænum fjölgað úr 252 í
febrúar á síðast ári í 283 í febrúar á
þessu ári.
Foreldrar lýst yfir óánægju
Óánægju hefur gætt meðal for-
eldra barna á leikskólaaldri á Sel-
tjarnarnesi vegna upplýsingagjafar
bæjarins um upphaf aðlögunar á
leikskólanum. Fram kemur í um-
ræðu í hópi bæjarbúa á Facebook,
að margir þeirra hafi treyst á að
börn þeirra hefðu tryggð pláss á
leikskólanum í haust eftir að bærinn
sendi þeim bréf þar um 6. apríl sl.
Sumir þeirra munu hafa sagt upp
dagvistunarplássi og munu því þurfa
að taka launalaust leyfi frá vinnu.
15. júní fengu foreldrar annað
bréf þar sem fram kom að ekki væri
unnt að gefa út nákvæma upphafs-
dagsetningu á leikskólaaðlögun
hvers barns og dagsetningu á fyr-
irhuguðum kynningarfundi. Uppgef-
in ástæða var að ekki hefði tekist að
manna deildir leikskólans.
Í fyrradag barst svo nýtt bréf þar
sem það sama kom fram, en einnig
að bráðabirgðahúsnæði fyrir nýjar
deildir leikskólans yrði ekki tilbúið
fyrr en um mánaðamótin ágúst/sept-
ember.
Auglýst eftir fólki síðan í apríl
Baldur Pálsson, fræðslustjóri Sel-
tjarnarnesbæjar, segir að börnum
hafi fjölgað mjög í bænum síðastliðið
ár og bæjaryfirvöld hafi haldið þeirri
stefnu að börn fái leikskólapláss við
14 mánaða aldur. Afleiðingin sé sú
að auka þurfi pláss fyrir starfsemina
og ráða fleira starfsfólk. Þegar hafa
átta starfsmenn verið ráðnir, bæði
til þess að mæta starfsmannaveltu
og fjölgun á leikskólanum. Átta stöð-
ur til viðbótar eru lausar á leikskól-
anum. „Við höfum auglýst eftir
starfsfólki síðan í apríl og erum enn
að, en okkur vantar enn talsvert upp
á að við getum opnað og tekið inn
allan hópinn. Við vinnum að því eins
og okkur frekast er unnt að hraða
inntöku þessara barna. Bæjaryfir-
völd samþykktu í sumar viðbótar-
kjör til handa starfsfólki leikskóla,
en það eru bara fáir sem sækja um
störf í leikskólum. Við virðumst vera
að líða fyrir það,“ segir hann.
Aðspurður segir Baldur að tafir á
uppsetningu húsnæðis undir leik-
skólastarfsemina muni ekki einar og
sér fresta inntöku barnanna. „Okkur
vantar starfsfólk og þar stendur
hnífurinn í kúnni. Húsnæðið verður
komið upp undir lok ágústmánaðar,
en við sjáum ekki fram á að verða
komin með nægilega mikinn mann-
skap þá,“ segir hann.
Ásgerður Halldórsdóttir, bæjar-
stjóri Seltjarnarness, segir að bær-
inn hefði mátt upplýsa foreldra fyrr
og betur um stöðu mála. Gera hefði
átt fyrirvara um að börnin fengju
inni á leikskólum bæjarins að því
gefnu að búið yrði að manna stöð-
urnar. Hún nefnir að margar barna-
fjölskyldur hafi flutt á Nesið á
skömmum tíma. „Þetta eru börn á
öllum aldri, allt frá 14 mánaða og
upp í fimm ára, það er fjölgun í öll-
um árgöngum. Við vonum að við
náum að taka inn börn frá 14 mán-
aða aldri eins og við höfum gert síð-
astliðin fimm ár,“ segir hún.
Spurð hvort bæjaryfirvöldum hafi
ekki gefist nægt ráðrúm til að upp-
lýsa um stöðu mála þegar mesta
fjölgunin varð í mars og 20 umsóknir
um pláss bárust, segir hún að rétt
hefði verið að upplýsa um stöðu
mála strax í bréfinu í apríl. „Það
verður að segjast eins og er að það
var ekki gert, en það er auðvelt að
vera vitur eftir á. Hefði ekki verið
rétt að tilkynna strax í apríl, þegar
fyrsta bréfið var sent út um að fólk
fengi inni, að það væri háð því að það
yrði búið að manna? Við vorum
bjartsýn um að þetta myndi takast,
en þetta er eitthvað sem hefði verið
rétt að gera,“ segir hún.
30 börn komast ekki í aðlögun
Foreldrar óánægðir með upplýsingagjöf Bæjaryfirvöld reyna að bregðast við mikilli fjölgun barna
Átta starfsmenn vantar svo taka megi við börnunum Bráðabirgðahúsnæði tilbúið um mánaðamót
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Seltjarnarnes Bæjaryfirvöld leita að starfsfólki á leikskóla bæjarins til að
bregðast við mikilli barnafjölgun. Enn er leitað að starfsfólki í átta stöður.
Þær störðu dreymandi á hafið mæðgurnar sem
ljósmyndari Morgunblaðsins gekk fram á við
Gróttuvita á Seltjarnarnesi. Skammt frá landi mátti
sjá stórt skemmtiferðaskip sigla löturhægt út Faxa-
flóa. Hafði skipið skömmu áður legið við bryggju í
Reykjavík en heldur nú til móts við ný ævintýri.
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Starað á hafið
við Gróttuvita
Björgunarsveit
Slysavarnar-
félagsins Lands-
bjargar var köll-
uð út síðdegis í
gær eftir að smá-
báturinn Glaður
SH-46 strandaði
á Breiðafirði.
Tveir menn
voru í bátnum,
sem hafði verið á
grásleppuveiðum, og amaði ekkert
að þeim er björgunarmenn komu á
staðinn. Talið er að stýri og skrúfa
bátsins hafi skemmst við strandið,
að sögn Einars Þórs Strand, björg-
unarsveitarmanns í Stykkishólmi.
Veður var með besta móti á slys-
stað og var báturinn dreginn til
hafnar um hálfsjöleytið í gærkvöldi.
Hafði þá tekið að flæða aftur að, en
mikill munur er á flóði og fjöru í
Breiðafirði. Ekki er vitað nánar um
skemmdir á bátnum.
ernayr@mbl.is
Smábátur
strandaði á
Breiðafirði
Aðstoð Enginn
slasaðist.
Hvorki Katrín Sif Sigurgeirsdóttir,
formaður samninganefndar ljós-
mæðra, né Gunnar Björnsson, for-
maður samninganefndar ríkisins,
hafa verið kölluð á fund gerðardóms.
Gunnar segist þó eiga von á að
fulltrúar ríkisins verði kallaðir á
fund nefndarinnar á allra næstu
dögum og Katrín tekur í sama
streng. Ljósmæður séu tilbúnar með
gögn máli sínu til stuðnings.
Fyrsti fundur gerðardóms í kjara-
deilu ljósmæðra og ríkisins var hald-
inn í húsnæði ríkissáttasemjara í
gærmorgun, en gerðardómnum ber
að úrskurða í seinasta lagi 1. sept-
ember næstkomandi. Fulltrúar ljós-
mæðra og ríkisins eiga báðir rétt á
því að gera gerðardómi grein fyrir
sjónarmiðum sínum. Bryndís Hlöð-
versdóttir ríkissáttasemjari afhenti
gerðardómnum kröfugerðir deilu-
aðila, og önnur gögn sem fyrir liggja
í málinu í upphafi fundar en að öðru
leyti hefur hún ekki aðkomu að
störfum dómsins.
Gerðardómur sker úr um hver
launakjör ljósmæðra skuli vera en
hann skal við ákvarðanir sínar „hafa
hliðsjón af kjörum og launaþróun
þeirra sem sambærilegir geta talist í
menntun, störfum, vinnutíma og
ábyrgð og, eftir atvikum, almennri
þróun kjaramála hér á landi,“ að því
er segir í samkomulagi sem samn-
inganefndir ljósmæðra og ríkisins
undirrituðu 21. júlí.
Í dómnum sitja þau Magnús
Pétursson, fyrrverandi ríkissátta-
semjari, Guðbjörg Andrea Jóns-
dóttir, forstöðumaður Félags-
vísindastofnunar Háskóla Íslands,
og Bára Hildur Jóhannesdóttir,
deildarstjóri mönnunar- og starfs-
umhverfisdeildar Landspítala og
ljósmóðir.
Gerðardómur kom saman
Fyrsti fundur gerðardóms í kjaradeilu ljósmæðra fór
fram í gærmorgun Ljósmæður tilbúnar með gögn
Morgunblaðið/Hari
Fundur Gerðardómur kom saman í
gær vegna kjaradeilu ljósmæðra.