Morgunblaðið - 01.08.2018, Qupperneq 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2018
✝ AðalheiðurKarlsdóttir,
Lóa, fæddist á Fossi
í Vestur-Hópi 23.
mars 1937. Hún lést
á dvalarheimilinu
Ási í Hveragerði
25. júlí.
Foreldrar Að-
alheiðar voru Karl
Georg Guðfinns-
son, f. 17. maí 1904,
d. 4. mars 1990, og
Steinunn Emilía Þorsteinsdóttir,
f. 14. nóvember 1906, d. 24. júlí
1976. Þau skildu. Þau eignuðust
fimm börn og var Aðalheiður
næst yngst þeirra. Systkini
hennar eru Garðar, f. 28. nóv-
ember 1928, Jóhann Þorsteinn,
f. 17. maí 1930, d. 21. mars 2002,
Margrét, f. 28. júlí 1931, og Guð-
finna Hólmfríður, f. 1. desember
1945. Karl Georg kvæntist síðar
Orra. 2) Elín Gíslína, f. 4. ágúst
1981, hún á tvö börn, Hafdísi
Ernu og Viktor Kára. Barns-
faðir hennar er Hafsteinn Ró-
bertsson, f. 8. nóvember 1974.
Þau slitu samvistir.
Aðalheiður stundaði nám í
Farskóla í Vestur-Hópi og síðar
í Hraungerðishreppi. Hún flutti
til Þorlákshafnar 1952 og bjó
þar hjá Garðari bróður sínum.
Árið 1955 flytur hún með Magn-
úsi Inga að Bjargi á Stokkseyri.
Árið 1973 flytja þau svo í Birki-
hlíð á Stokkseyri, en voru ætíð
kennd við Bjarg. Aðalheiður
starfaði m.a. við vegavinnu, í
fiskvinnslu og sem húsmóðir og
bóndi á Stokkseyri, þar sem þau
hjónin voru með hesta og kind-
ur. Hún hafði mikinn áhuga á
hestamennskunni sem og hann-
yrðum, leiklist og félagsstörf-
um. Aðalheiður bjó í Birkihlíð til
ársins 2000, þá flytur hún í
Grænumörk 1 á Selfossi. Hún
flutti svo á Ás í Hveragerði í
byrjun sumars 2018.
Útför Aðalheiðar fer fram frá
Stokkseyrarkirkju í dag, mið-
vikudaginn 1. ágúst 2018, kl. 14.
Anítu, f. 26. nóv-
ember 1929, d. 3.
desember 2011.
Fyrir átti hún dótt-
urina Rosemarie, f.
31. júlí 1951, og
gekk Karl henni í
föðurstað.
Aðalheiður gift-
ist 27. desember
1958 Magnúsi Inga
Gíslasyni fanga-
verði, frá Bjargi,
Stokkseyri, f. 7. apríl 1934, d.
11. ágúst 1997. Dóttir þeirra er
Erna Magnúsdóttir, f. 31. janúar
1961. Eiginmaður hennar er
Steindór Kári Reynisson, f. 26.
ágúst 1957. Dætur þeirra eru 1)
Aðalheiður Millý Steindórs-
dóttir, f. 29. mars 1978, gift
Kristjáni Guðnasyni, f. 14. nóv-
ember 1981. Þau eiga saman tvö
börn, Emelíu Ósk og Kristján
Elsku mamma. Það eru marg-
ar góðar minningar sem við fjöl-
skyldan erum búin að rifja upp
síðustu daga. Það eru margar
minningar í kringum hestana, ég
var ekki há í loftinu þegar ég fór í
útreiðartúr með mömmu og
pabba. Mamma hafði einstakt lag
á hestum, hún gat labbað að hest-
unum þegar aðrir þurftu að
hlaupa og króa þá af úti í horni og
beisla. Við fórum oft ríðandi á
Murneyrarmót og svo var farið
ríðandi norður á Vindheimamela
1973 og það var góð ferð. Það var
ekki bara verið með hross, það
voru einnig kindur og hundar.
Mamma var lagin í höndunum,
hún prjónaði margar peysur og
saumaði á mig jólaföt. Hún vann í
frystihúsinu á Stokkseyri og það
var oft unnið langt fram á kvöld á
vertíðum, loðnu og síld.
Mamma var mjög léttlynd og
hafði góðan húmor. Þegar það var
verið að segja henni frá einhverju
sagði hún oft „Bölvuð vitleysa,
nei, nei, það er ekkert svoleiðis“
með sérstökum tón og brosti.
Hún átti mjög gott með að um-
gangast fólk, það einhvern veginn
sogaðist að henni. Þegar veikind-
in voru erfið var húmorinn alltaf
til staðar. Þegar hún flutti á Sel-
foss í Grænumörk 1 var oft setið
frammi í setustofu og þá kom
mamma oft með rjómapönnukök-
ur á sunnudögum eða hátíðisdög-
um. Það komu allir saman með
eitthvert smá góðgæti með sér.
Hjartans þakkir vil ég færa
starfsfólkinu á dvalarheimilinu
Ási í Hveragerði fyrir hlýja og
góða umönnun og kærleik á þeim
stutta tíma sem mamma dvaldi
þar.
Elsku mamma. Það er komið
að kveðjustund. Margar fallegar
minningar hafa farið um huga
minn, nú ertu komin í drauma-
landið til pabba. Hvíldu í friði,
elsku mamma. Ég sakna þín
Þín dóttir,
Erna.
Elsku amma Lóa hefur kvatt
okkur. Margar minningar
streyma fram í hugann, allt frá því
ég var lítil í heimsókn hjá ömmu
og afa á Stokkseyri, þar sem
margt og mikið var brallað og allt
til síðustu daga, þar sem ég átti
ómetanlegar stundir með henni á
Ási í Hveragerði, þar sem hún
dvaldi síðustu vikurnar. Allar
þessar minningar eru svo dýr-
mætar. Þær ylja mér um hjarta-
rætur og ná að kalla fram smá
bros í gegnum öll tárin sem hafa
fallið síðustu daga. Mér eru mjög
minnisstæðar stundirnar á
Stokkseyri þegar ég var lítil. Þar
eyddum við fjölskyldan mörgum
stundum og brölluðum ýmislegt
með ömmu og afa. Við skruppum
m.a. á hestbak, fórum upp á mýri
að huga að hestunum og tókum
þátt í heyskap á sumrin, að
ógleymdum hundunum og köttun-
um sem var alltaf gaman að leika
við.
Mér finnst engin orð duga til að
lýsa því hversu einstök amma var.
En ég ætla samt að reyna að finna
nokkur orð. Amma var dásemd.
Hún var mjög félagslynd, vildi allt
fyrir alla gera og var umhugað að
öllum liði vel. Hún hafði einstakan
húmor og það var nánast sama
hvað á dundi, húmorinn hafði hún
samt. Þær voru ófáar þrautirnar
sem amma tókst á við en alltaf
stóð hún þær af sér. Það að kvarta
var ekki til í hennar orðabók. Ég
sagði við hana fyrir stuttu að mér
fyndist hún vera hörkutól. Hún
var nú ekkert að taka undir það
hjá mér, enda var hún hógvær
kona. Amma var líka flink í hönd-
unum og eru þær flíkur sem ég og
börnin mín eigum, sem hún prjón-
aði, enn dýrmætari nú en áður.
Amma gerði líka bestu rjómatert-
urnar og einstaklega góða rúg-
brauðstertu. Þegar í ljós kom að
ég hafði óþol þá hafði hún áhyggj-
ur af því hvað ég gæti borðað. Ég
sagði henni að vera ekkert að
stressa sig á því, ég gæti alveg
sleppt kökunum. Ekki leið á löngu
þar til hún var búin að finna lausn
svo ég gæti borðað rúgbrauðs-
tertuna hennar. Hún fann leið til
að búa til aðra sem ég gæti borðað
og var hún eins á bragðið og upp-
runalega kakan. Hún bara redd-
aði málunum. Minningarnar eru
svo margar og góðar en erfitt að
koma þeim á blað. Ég geymi þær í
hjarta mínu.
Mig langar að þakka starfs-
fólkinu á dvalarheimilinu Ási í
Hveragerði fyrir einstaklega
hlýja og góða umönnun og kær-
leik á þeim stutta tíma sem amma
dvaldi þar.
Það er komið að kveðjustund.
Hvíldu í friði, elsku amma, og
takk fyrir allt. Ég sakna þín.
Þín
Elín Gíslína (Ella).
Elsku amma. Ég á svo erfitt
með að trúa því að þú sért farin.
Söknuðurinn er svo sár.
Við áttum svo sérstakt sam-
band, þú og ég. Þú varst svo miklu
meira en bara amma. Þú varst
líka ein besta vinkona mín og var
alltaf hægt að leita til þín ef eitt-
hvað bjátaði á. Það er svo erfitt að
geta ekki tekið upp símtólið og
hringt í þig og spjallað heilu
klukkutímana eins og við gerðum
oft, og hlegið saman.
Alla mína barnæsku var það
skemmtilegasta sem ég gerði að
fara til þín og afa í Birkihlíðina.
Að stússast í hesthúsinu með ykk-
ur og fara í heyskap var toppur-
inn. Að fá að leika sér í hlöðunni í
feluleik, allar ferðirnar upp á
mýri, veiðiferðirnar, dundast með
þér í fallega garðinum ykkar og
fara á hestbak, að ógleymdum
hundunum og kisunum sem þið
áttuð og við systur héldum svo
mikið upp á. Allt þetta hefur gefið
mér svo ótrúlega margt.
Mér fannst þú alltaf svo mikið
hörkutól. Þú gast allt! Þú varst
fyrirmynd mín.
Ég man hvað mér fannst þú
sterk. Vippaðir þungu heybögg-
unum léttilega upp á kerru í hey-
skapnum, svo var ekkert mál fyrir
þig að hafa stjórn á ótemjum. Þú
hafðir alveg einstakt lag á hest-
um, enda mikil hestamanneskja.
Þú hugsaðir fyrst og fremst um
hag þinna nánustu og gerðir allt
til að okkur liði vel. Þú varst alltaf
tilbúin að rétta fram hjálparhönd
og varst dugleg að fylgjast með
okkur öllum. Þegar langömmu-
börnin fæddust, sem voru öll litlu
sólargeislarnir þínir, varstu ekki
lengi að taka fram prjónana og
prjóna lopapeysur handa þeim og
eru þær til þó nokkrar og munum
við varðveita þær vel. Þú varst
ótrúlega lagin í höndunum, hvort
sem það var við prjónaskap,
saumaskap, bakstur eða annað.
Þú gekkst í gegnum erfiða hluti á
lífsleiðinni. Sáran missi er afi féll
frá, og svo mikil veikindi í mörg
ár. Alltaf stóðstu upp aftur jafnvel
sterkari en áður og kvartaðir
aldrei.
Núna síðustu mánuðina fór
heilsan þín að versna. Í byrjun
júní fluttir þú að dvalarheimilinu
Ási í Hveragerði, þar sem ynd-
islegt starfsfólk gaf þér mikla
hlýju og umhyggju og er ég því
endalaust þakklát fyrir það. Það
var sama hversu veik þú varst, þú
hélst alltaf í húmorinn. Fallega
brosið þitt og hlýjan sem ég fékk
alltaf frá þér þegar ég kom til þín
er mér svo dýrmæt. Og þegar ég
kallaði þig amma dúlla, sem ég
gerði svo oft, fórstu alltaf að
hlæja, þótt veikindin væru mikil.
Ég sat mikið hjá þér síðustu dag-
ana. Hélt í hendurnar þínar og
reyndi að gefa þér allan minn
styrk og hlýju til að þér liði betur.
Um hádegisbil 25. júlí kvaddir þú
í faðmi okkar. Þú varst kölluð í
Sumarlandið sem við höfðum svo
oft rætt um saman. Þar veit ég að
hann afi hefur tekið vel á móti þér
með góða hlýja faðmlaginu sínu,
sameinuð á ný.
Söknuðurinn er sár og mikill
en ég reyni að ylja mér við allar
yndislegu minningar sem við átt-
um saman.
Ég er þér svo innilega þakklát
fyrir allt og veit að þú munt ávallt
vaka yfir okkur, elsku amma mín.
Takk fyrir allt og allt.
Þín
Millý.
Aðalheiður
Karlsdóttir
dekraði við bílinn, ef bíða þurfti
eftir varahlutum. Undanfarið ár
tók Einar Bragi virkan þátt í und-
irbúningi kaupa á nýjum kranabíl
og hafði hann mjög ákveðnar
skoðanir á því, hvernig bíllinn
skyldi útbúinn. Það að bíllinn yrði
af Volvo-gerð, var grundvallarat-
riði hjá honum. Það var mikil til-
hlökkun að fá loksins nýjan bíl í
haust, með öllum þeim búnaði sem
hann óskaði sér.
Það er stórt skarð höggvið í
vinnufélaga- og vinahópinn hjá
ÍAV á Suðurnesjum, við skyndi-
legt fráfall Einars Braga.
Við sendum Soffíu og fjölskyld-
unni allri okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur við fráfalls góðs vin-
ar.
Fyrir hönd vinnufélaga hjá
ÍAV á Suðurnesjum,
Einar Már Jóhannesson
Þegar ég var að slá lóðina
heima sunnudaginn 15. júní var ég
að hugsa um að það væri kominn
tími á að hringja í Einar, EBS-
manninn eins og Jón Borgarsson
kallaði hann oft. Líklega hefði sú
hringing komið of seint þá.
Ég kynntist Einari seint á átt-
unda áratugnum. Þá vann hann á
gröfu og öðrum vinnuvélum hjá
Sigurjóni Jónssyni verktaka við
ýmsar jarðvinnuframkvæmdir í
Svartsengi. Fáum árum síðar, er
ég var stöðvarstjóri, réðst Einar
til Hitaveitu Suðurnesja til starfa
við borholur og gufuveitu, og vann
þar rétt fram yfir aldamótin.
Einar var mikill húmoristi og
sagði skemmtilega frá. Oft lék
hann þær persónur sem um var
rætt. Var sérstaklega gaman að
herma eftir skrækri röddu öðling-
sins Sigurjóns heitins. Kom fyrir
að skipulagning verkefna var öll
leikin með skræku röddinni.
Nú á dögum þykir sjálfsagt að
hafa svokölluð viðhaldskerfi til að
skrá upplýsingar. Einar hafði sitt
eigið kerfi, skrifaði allt í dagbæk-
ur eins og forðum daga. Þarna
voru upplýsingar um hvenær bor-
holu var lokað og opnað, hvaða
viðhaldsaðgerðir gerðar og svo
framvegis. Hafa þær upplýsingar
hjálpað til við vísindarannsóknir
síðar meir.
Einar nefndi gjarnan hlutina.
Pikkuppinn sem tilheyrði honum í
gufuveitunni var kallaður „mol-
inn“ enda alltaf stífbónaður og
hreinn. Mikil vinna var í gamla
daga við hreinsun borholna í
Svartsengi vegna kalkútfellinga á
600-700 m dýpi. Fylgdi þessu mik-
ið af sérhæfðum búnaði sem Hita-
veitan átti. Við það var meðal ann-
ars notuð glussadæla knúin af
dísilvél. Samstæða þessi var smíð-
uð á verkstæði innfrá. Þegar þetta
birtist svo suðurfrá var það á
stærð við hálfan vörubíl. Hafði
Einar þá að orði að nú hefði mý-
fluga orðið að úlfalda og nefndi
búnaðinn „Mývalda“. Enn þann
dag í dag gengur færanlegur
glussabúnaður okkar undir nafn-
inu „Valdi“, óháð stærð.
Einar var einstaklega hand-
fljótur og röskur til allrar vinnu og
hafði góða skipulagshæfileika.
Ýmislegt í skipulagi viðhaldsvinnu
við borholur og frágang virkjana-
sæðis er upprunalega frá honum
komið. Með hans skipulagi tók um
tvo sólarhringa að hreinsa eina
holu, sem tekur nú, tuttugu árum
síðar, 20 daga þegar aðrir sjá um
verkið.
Liðlegheit Einars voru einstök;
ef vinna þurfti verk um helgi stóð
ekki á liðsinni hans. Gott var að
hringja í hann í útkall þegar þurfa
þótti, eins og skáti: „Ávallt
reiðubúinn.“ Fyrirgefðu, Soffía,
öll skiptin sem hann fékk ekki að
vera heima.
Einar var ekki allra, einkum
fyrtust sumir við hreinskilni Ein-
ars. Hann sagði meiningu sína
umbúðalaust. Það fannst mér
reyndar einn af helstu kostum
hans, því hann sagði það sem
þurfti að segja, en ekki endilega
það sem fólk vildi heyra.
Votta ég Soffíu, börnum og
barnabörnum mína dýpstu samúð.
Geir Þórólfsson.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug
við fráfall ástkærrar dóttur, móður, systur
og ömmu,
FREYJU DRAFNAR AXELSDÓTTUR,
auglýsingastjóra á Ríkisútvarpinu
Selvogsgötu 17,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir fær tónlistarfólk fyrir einstaklega fallegan
flutning í útför og þeir sem veittu stuðning vegna ótímabærs
fráfalls Freyju.
J. Maggý Þorsteinsdóttir
Sandra Bergljót Clausen Sigurður Óskar Baldursson
Daníel Björn Baldursson Elísabet Baldursdóttir
Jónas Clausen Axelsson Hulda Axelsdóttir
Telma Axelsdóttir Freyr Finnbogason
og barnabörn
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
JÚLÍ SÆBERG ÞORSTEINSSON,
flugumsjónarmaður,
lést 18. júlí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
Minningargreinar eru vinsamlega afþakkaðar.
Sigríður Karlsdóttir
Kristjana Sæberg Karl Guðlaugsson
Karl Sæberg Aysegul Bagci
Maduvanthi Kumari
Sara Margrét Albertsdóttir Kolbeinn Skagfj. Jósteinsson
Sigríður Karlsdóttir Haukur Ploder
Júlí, Lív, Jóhann, Derin, Kolbeinn Skagfjörð,
Tómas Logi, Telma Lind og Rakel Skagfjörð
Þökkum samúð og vinarhug við andlát og
útför móður okkar,
HELGU SVÖNU ÓLAFSDÓTTUR
kennara,
sem andaðist í Bolungarvík 11. júlí.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á
hjúkrunarheimilinu Bergi fyrir hlýja og nærgætna umönnun.
Svanhildur, Steinunn, Egill, María,
Ólafur Helgi, Guðrún, Rögnvaldur
og fjölskyldur okkar
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
SIGURÐUR TÓMASSON,
Sólheimatungu,
andaðist föstudaginn 27. júlí í Brákarhlíð,
Borgarnesi.
Útförin fer fram frá Borgarneskirkju þriðjudaginn 7. ágúst
klukkan 14.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð
Brákarhlíðar, sjá heimasíðu: www.brakarhlid.is
Rita Larsen
Helle Larsen Júlíus Árni Rafnsson
Kristín Sigríður Sigurðardóttir
og afabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
ÖGMUNDUR GUÐMUNDSSON,
rafvirkjameistari,
Sóleyjarima 11,
er lést á hjartadeild Landspítalans 23. júlí,
verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju
fimmtudaginn 2. ágúst klukkan 13.
Kristín Guðjónsdóttir
Guðjón G. Ögmundsson Sigrún Birgisdóttir
Sólveig J. Ögmundsdóttir Stefán Kristjánsson
Guðmundur K. Ögmundsson Helena María Agnarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðs-
ins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi
liður, „Senda inn minning-
argrein,“ valinn úr felliglugg-
anum. Einnig er hægt að slá inn
slóðina www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar en
á hádegi tveimur virkum dögum
fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Minningargreinar