Morgunblaðið - 08.08.2018, Side 1
M I Ð V I K U D A G U R 8. Á G Ú S T 2 0 1 8
Stofnað 1913 184. tölublað 106. árgangur
TILFINNINGA-
RÍKIR DJASS-
TÓNLEIKAR FLUTTI MINNI ÍSLANDS
SKRAUTLEGAR
SÖGUR ÚR
FORTÍÐINNI
ÁHYGGJULAUS ÁR Í WINNIPEG 12 ALLT DAGSATT 33MÖRG JÁRN Í ELDINUM 31
Hörð barátta
» 350 veitingastaðir eru
skráðir í Reykjavík á ferðaveit-
unni TripAdvisor.
» Hægt hefur á fjölgun ferða-
manna og neysla þeirra er að
breytast.
Nína Guðrún Geirsdóttir
ninag@mbl.is
Veitingahúsamarkaðurinn er ekki
galopinn eins og hann var, að mati
Óla Más Ólasonar, eiganda nokkurra
veitingahúsa í miðbæ Reykjavíkur.
Fer fjölgun og fækkun matargesta
að miklu leyti eftir sveiflum í ferða-
þjónustunni. Telur hann að gestum
fari nú fækkandi, en þeim fór ört
fjölgandi á árunum 2012-2015. Annar
veitingamaður, Ólafur Örn Ólafsson,
segir að þeir sem hafi þekkingu á
veitingastaðarekstri séu líklegri til
að lifa af á markaðnum eins og hann
er í dag. Þá geti verðlagning skipt
miklu máli. Einnig hafi ferðahegðun
breyst að einhverju leyti og finni þeir
fyrir því að ferðamenn kaupi í aukn-
um mæli ódýrari mat og mat í lág-
vöruverslunum.
„Bransinn hefur verið að barma
sér yfir stöðunni veit ég, markaður-
inn er líklegast mettur,“ segir
Ólafur.
Veitingastöðum hefur fjölgað síð-
ustu ár. Fjörutíu veitingahús eru á
Laugaveginum, frá Bankastræti upp
að Hlemmi, samkvæmt úttekt
Morgunblaðsins. Eru þau jafn fjöl-
breytileg og þau eru mörg. Þar
finnst einnig fjöldi kaffihúsa og bara
sem ekki voru taldir með.
Veitingamarkaður mettur
Gestum á veitingahúsum fer fækkandi að sögn veitingamanna í Reykjavík
Ferðamenn farnir að spara Fjörutíu veitingastaðir á Laugavegi einum
M Verða að vanda sig meira ... »14
Morgunblaðið/Valli
Hjólað Rafhjólin geta hjálpað mikið
til í mótvindi og brekkum.
Sala rafhjóla hefur farið hægar af
stað hér á landi en Jón Pétur Jóns-
son, eigandi reiðhjólaverslunarinnar
Arnarins, átti von á. Hann segir að
sala rafhjóla hafi aukist mikið á
meginlandi Evrópu undanfarin þrjú
ár, en Íslendingar séu enn nokkuð
eftir á í þessum efnum. Jón segir að
það hafi tekið Örninn fimm ár að
finna réttu hjólin fyrir íslenskar að-
stæður, en þau verði að vera í sterk-
ari kantinum, og rafhlaðan þurfi að
hafa góða endingu.
„Íslendingar eru almennt mjög
nýjungagjarnir og því hefur það
komið mér á óvart hvað þessi tíska
fer hægt af stað hér á landi.“
Jón segir að um 100-150 rafhjól
seljist í Erninum á ári, sem sé aðeins
brot af reiðhjólasölunni almennt.
Hann telur að í kringum 1.200-1.500
rafhjól séu flutt inn hingað til lands á
ári.
IKEA hóf rafhjólasölu í vor, og
salan hefur gengið vonum framar að
sögn Þórarins Ævarssonar fram-
kvæmdastjóra. „Fyrst fengum við
300 hjól, sem seldust upp. Svo höfum
við fengið fleiri sendingar. Alls hafa
600 hjól selst nú þegar.“ »16
Rafhjólageirinn enn smár
Mörg ríki í Evrópu eru mörgum árum á undan Íslandi
Margir Íslendingar eiga minningar frá gömlu
flugstöðinni í Keflavík en þar í gegn fóru milli-
landafarþegar áður en Flugstöð Leifs Eiríkssonar
var tekin í gagnið árið 1987. Þá var um árabil rek-
ið flugvallarhótel í sömu byggingu. Nú hefur hún
verið rifin og aðeins rústirnar sýnilegar á flug-
vallarsvæðinu. Þar sem byggingin stóð áður
stendur til að reisa flugskýli eða annað húsnæði
sem hentar þörfum flugvallarstarfseminnar í dag.
Gamla flugstöðin á Keflavíkurflugvelli rústir einar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bændur á stórum landbúnaðarsvæð-
um sem eru innan varnarhólfa vegna
riðuveiki geta ekki tekið þátt í út-
flutningi á heyi til Noregs og missa
því af því að gera sér verðmæti úr
heybirgðum. Heilbrigðisreglur eru
strangari hér en í Noregi. Kaupend-
ur heysins telja vænlegt að kaupa
hey hér vegna góðrar sjúkdóma-
stöðu og telja reglur hér óþarflega
strangar.
Mikil þörf er á heykaupum í Nor-
egi vegna uppskerubrests þar og
vinna margir að útflutningi þangað.
Stór norsk samvinnufyrirtæki
bænda tilkynntu í gær samkomulag
um kaup á 30 þúsund rúllum. Verð-
mæti þeirra er rúmar 200 milljónir
kr. Veruleg verðmæti liggja í um-
framheybirgðum bænda. Þannig
getur bóndi sem selur 600 rúllur
vænst þess að fá rúmar fjórar millj-
ónir fyrir. Ingólfur Helgason, sem
vinnur að útflutningi, bendir á að það
myndi koma sér vel fyrir sauðfjár-
bændur sem séu í vandræðum vegna
verðfalls afurðanna. Þarna gætu þeir
búið til tekjur úr afurðum búsins
sem annars væru verðlausar. Ekki
veiti af. »4
Geta fengið fjórar millj-
ónir fyrir 600 rúllur
„Það kom högg á kerfið svo það er
spurning hvort bilunin í spenninum
er afleiðing af því,“ segir Halldór
Guðmundur Halldórsson, rafvirki
hjá Rarik, um rafmagnsleysi sem
kom upp í Hveragerði klukkan þrjú í
gær og stóð að stærstum hluta enn
þegar Morgunblaðið fór í prentun á
tólfta tímanum í gærkvöld.
Aflspennir í aðalveitustöðinni í
Hveragerði bilaði.
Ísgerðin Kjörís er með starfsemi í
Hveragerði og varð þar mikið tjón.
„Þetta er náttúrlega alveg hræði-
legt. Við erum búin að vera án raf-
magns síðan klukkan þrjú í dag, þá
voru allar vélar í gangi og það er allt
bara fast í vélunum þannig að það er
allt ónýtt,“ sagði Guðrún Hafsteins-
dóttir, markaðsstjóri Kjöríss ehf. og
formaður Samtaka iðnaðarins, í
samtali við Morgunblaðið í gær-
kvöldi.
„Auðvitað er þetta mikið tjón og
verðmæti farin í vaskinn. Ég verð
samt að segja að sem formaður Sam-
taka iðnaðarins hugsa ég til fyrir-
tækja úti á landsbyggðinni, til dæm-
is við Eyjafjörð eða á Vestfjörðum
þar sem það er nær daglegt brauð að
það sé skortur á rafmagni. Hér á
suðvesturhorninu bregður okkur
mjög mikið þegar svona gerist og
þetta minnir okkur á hversu mikill
lúxus það er að hafa greiðan aðgang
að rafmagni.“ ragnhildur@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hveragerði Rafmagnslaust var í
bænum í margar klukkustundir.
Gríðarlegt
tjón hjá
Kjörís
Lengi rafmagns-
laust í Hveragerði