Morgunblaðið - 08.08.2018, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 08.08.2018, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2018 Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150 Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju Fyrir passann, ökuskírteinið, ferilskrána o.fl. Skjót og hröð þjónusta Engar tímapantanir Góð passamynd skiptir máli Fimm nýjum rafmagnsvögnum í eigu Strætó bs. var ekið frá Selfossi til Reykja- víkur í gær. Bætast þeir í hóp þeirra vagna sömu tegundar sem fyrirtækið hefur nú þegar tekið í notkun á þessu ári. Fyrirtækið sem flytur vagnana inn er með starfsstöð á Selfossi og þar eru þeir standsettir áður en þeim er komið í um- ferð. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmda- stjóri Strætó, reiknar með því að vagn- arnir verði teknir í notkun nú í mánuð- inum. „Við eigum eftir að setja í þá tækja- búnað sem tengist leiðakerfinu og það tekur svona fimm til tíu daga. Það fer eft- ir stöðunni á verkstæðinu þannig að við reiknum með að taka þá í notkun í síðari hluta mánaðarins í síðasta lagi.“ Strætó ætlar að bæta fimm sambærilegum raf- magnsvögnum við í lok október og verða vagnarnir þá orðnir 14 talsins. „Í kerfinu á höfuðborgarsvæðinu eru rétt rúmlega 150 vagnar þannig þetta fer að nálgast 10%. Það er mjög gott hlutfall,“ segir Jó- hannes. Hann segir vagnana lækka eldsneytiskostnað töluvert. „Þetta eru nokkur þúsund lítrar sem sambærilegir fimm vagnar nota í eldsneyti og raf- magnið er töluvert ódýrara þannig að við bindum vonir við að rekstrarkostnaður- inn verði töluvert minni.“ Strætó bs. bætir við fleiri rafmagnsvögnum Rafmögnuð vagnalest Morgunblaðið/Valli Rafmagnsstrætó Rafmagnsstrætisvagnar á höfuðborgarsvæðinu verða 14 talsins í lok árs og verða þannig um 10% af heildarflota Strætó bs. Nína Guðrún Geirsdóttir ninag@mbl.is Framkvæmdum við nýtt sjúkrahótel á Landspítalanum við Hringbraut fer senn að ljúka en nýlega hefur verið unnið að því að klæða húsið að utan. Að sögn Gunnars Svavars- sonar, framkvæmdastjóra Nýs land- spítala, hefur verkið gengið ágæt- lega og stefnir verktakinn á að ljúka verkinu síðar í mánuðinum. Mikil seinkun hefur verið á bygg- ingu sjúkrahótelsins sem má að hluta til rekja til þess að í janúar 2017 var tekin ákvörðun um að end- urhanna burðarvirkið í ljósi þess að það stóðst ekki þær kröfur sem sett- ar eru vegna mögulegra jarðskjálfta. Samkvæmt lögum ber að eyða 1% af heildarbyggingarkostnaði opin- berra bygginga til listskreytinga þeirra. Í tilfelli sjúkrahótelsins var ákveðið að ráðstafa fénu í klæðn- inguna. „Kostnaðarlega uppfyllir klæðningin alla kríteríu,“ segir Gunnar. Myndlistamaðurinn Finnbogi Pétursson hannaði og teiknaði upp klæðninguna. Hann segir grunnhug- myndina að baki verkinu þá að þeir sem dvelji í húsinu flytji tímabundið inn í fjallið sitt, en verkið mun sýna fjall sem sígur í landið. „Hótelið er hugsað fyrir bæði aðstandendur og sjúklinga og því er heimkoman vísun í dvöl þeirra á hótelinu.“ Þá séu fjöll- in tilvísun í elsta berg á Íslandi, fjöll- in á Austfjörðum og Vestfjörðum. Tvær bergtegundir eru notaðar í klæðninguna, basalt og granít, sem er frá steinnámum í Portúgal, að sögn Finnboga. „Eðlilegt hefði verið í framhaldinu að nota íslenskt efni í verkið en það hentaði ekki húsinu sem var þegar búið að byggja þegar ég kom að verkinu,“ útskýrir Finnbogi. Liturinn í samræmi við umhverfið Ljóst er að um umfangsmikið verk- efni er að ræða en hver einasti steinn er merktur og á sér sinn stað sem Finnbogi hefur fundið honum á hús- veggnum. „Aðalvinnan hjá mér var að teikna þetta upp og færa flekana sam- an þangað til að ég var ánægður með útkomuna.“ Hann hefur ekki áður komið að slíkri klæðningarvinnu þó að hann hafi unnið hugmyndavinnu með arkitektum. „Ég er vanur að vinna á þessum skala og hef unnið áður að hönnun húsa, þetta er eitthvað sem ég kann vel við.“ Finnbogi segist hafa haft nokkuð frjálsar hendur þegar kom að verkinu en eitt af skilyrðunum fyrir klæðn- inguna var að hún ætti að vera ljós að hluta. „Það er til að halda samræmi á svæðinu, sá litur gengur vel upp við hliðina á Barnaspítalanum. Það er hollt að hugsa um nágrenni bygginganna.“ Listskreytingasjóður fór í klæðningu Morgunblaðið/Hari Verk Nú stendur yfir vinna við klæðningu nýja sjúkrahótelsins við Hringbraut.  Vinnu við klæðningu sjúkrahótelsins fer senn að ljúka  Áætla að húsið verði tilbúið í lok ágúst  Finnbogi Pétursson hannaði klæðninguna en teikningin táknar fjöllin austanlands og vestanlands Nýr landspítali » Árið 2010 var tillaga SPITAL samþykkt um hönnun á nýju heildarskipulagi fyrir Landspít- alann. » Stefnt var að því að sjúkra- hótelið færi í notkun í byrjun árs 2018. » Rekstur sjúkrahótelsins hef- ur ekki enn verið boðinn út til einkaaðila. » Í júlí 2018 hófst jarðvinna vegna meðferðarkjarna sjúkra- hússins. Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is „Samningurinn verður ekki fram- lengdur óbreyttur,“ segir Guð- mundur Baldvin Guðmundsson, for- maður bæjarráðs Akureyrarbæjar, í samtali við Morgunblaðið. Í gildi hefur verið samningur milli Akureyrarbæjar og Mynd- listaskólans á Akureyri ehf. um ára- bil um rekstur Myndlistaskólans. Samningurinn rennur út í lok skóla- árs 2018-2019. Formanni bæjarráðs var falið að ræða við forsvarsmann skólans og stofnaður verður starfs- hópur skipaður fulltrúum frístunda- ráðs, fræðsluráðs og stjórn Akur- eyrarstofu, sem er ætlað að fjalla um aðkomu Akureyrarbæjar að listnámi í bænum. „Samningurinn við Myndlista- skólann hefur verið framlengdur aftur og aftur, og við vorum að spá í hvort við ættum að vera að styðja við framhaldsnám í listum sem ætti að vera á vegum ríkisins. Þegar við endurnýjuðum samninginn árið 2016 áttu að fara af stað viðræður um að koma þessu námi upp á há- skólastig. Mér vitanlega hefur fátt verið gert og lítið þokast í því, en það var alveg skýrt að við myndum ekki halda áfram með þetta að óbreyttu,“ segir Guðmundur Bald- vin, sem kveðst munu eiga fund í vikunni með Helga Vilberg, skóla- stjóra Myndlistaskólans á Akureyri. Ekki náðist í Helga við vinnslu fréttarinnar. Starfshópur skoðar að- komu bæjarins að listnámi  Samningur við Myndlistaskólann ekki framlengdur Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Akureyri Samningur við Myndlista- skólann rennur út næsta vor.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.