Morgunblaðið - 08.08.2018, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2018
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Verið velkomin
1988 - 2018
Sumarbolir
Kvartbuxur • Peysur
Leggings • Kjólar
Ponsjó • Töskur
ÚTSALA
30-70%
afsláttur
„Þetta hefur gengið vel hingað til
og ég held að krafturinn eigi bara
eftir að aukast,“ segir Anna Lilja
Sigurðardóttir, upplýsinga- og
samskiptastjóri Íþróttabandalags
Reykjavíkur, um skráningar í
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka
sem fram fer 18. ágúst. Nú þegar
hafa ríflega 9.000 manns skráð sig
til leiks, þar af 3.000 erlendir kepp-
endur. Að sögn Önnu er ráðgert að
heildarfjöldi þátttakenda í hlaupinu
verði í kringum 15.000 manns.
„Staðan eins og hún er núna er á
pari við sama tíma í fyrra. Þetta
hefur verið svipaður fjöldi síðustu
ár og ég á ekki von á öðru en að það
haldist óbreytt í ár,“ segir Anna.
Í fyrra söfnuðust ríflega 100
milljónir króna í áheitasöfnun
Reykjavíkurmaraþonsins, en það
var í fyrsta sinn sem það tókst. Öll
renna áheitin til góðgerðarmála en
nú þegar hafa safnast um 35 millj-
ónir króna í tengslum við hlaupið í
ár. „Við rufum 100 milljóna króna
múrinn í fyrsta skipti í fyrra. Það
væri náttúrulega mjög gaman að
halda því og fara lengra. Þetta hef-
ur gengið alveg ótrúlega vel í ár og
það hefur gengið vel að safna og
skal engan undra enda ein stærsta
fjáröflun á Íslandi,“ segir Anna og
bætir við að í Reykjavíkurmara-
þoninu sé hægt að vekja athygli á
ýmsum góðum málum. „Þetta er
gott svið fyrir einstaklinga sem eru
að hlaupa auk þess sem félögin
geta líka látið vita af sér,“ segir
Anna.
Langvinsælast að
hlaupa 10 km
Á síðustu árum hafa 10 kílómetr-
ar verið sú vegalengd sem notið
hefur mestra vinsælda meðal þátt-
takenda í hlaupinu. Anna segist
ekki eiga von á öðru en að það hald-
ist óbreytt. „Það eru yfirleitt um
7.000 manns sem taka þátt í því.
Það er skemmtileg hlaupaleið auk
þess sem fólk í mjög mismunandi
formi getur farið þessa leið. Fólk er
stutt vel á leiðinni og upplifunin er
ólík öllu öðru,“ segir Anna.
Spurð hvort Reykjavíkur-
maraþonið muni stækka áfram á
næstu árum segir Anna að erfitt sé
að spá fyrir um það. „Þetta er ekki
alveg orðið troðfullt þó að það sé
orðið svolítið þröngt í miðbænum.
Það er mögulega hægt að bæta við
fólki í þessar styttri vegalengdir,“
segir Anna.
Skráning hefur
gengið mjög vel
9.000 skráðir í Reykjavíkurmaraþon
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Góðgerðamál Í fyrra söfnuðust yfir 100 milljónir króna til góðgerðamála.
Í ár hefur söfnunin nú þegar náð 35 milljónum og hækkar sú upphæð enn.
Ekki er vitað hvaðan olíuflekkur skammt frá Hrísey
kemur. Tilkynnt var um hann á sunnudagsmorgun og
var hann áætlaður um 1,6 km að lengd og um þrjú til
fjögur hundruð metrar á breidd.
„Það er búið að útiloka flest þau skip sem sigldu
þarna um en ekki öll. Það er enn þá í rannsókn,“ sagði
Ólafur A. Jónsson, sviðsstjóri Umhverfisstofnunar, í
samtali við mbl.is í gær. Til rannsóknar er hvort lekinn
gæti hafa komið úr skipsflaki á hafsbotni.
„Það hefur alveg gerst, það liggja víða skip á hafs-
botni með olíu um borð,“ segir Ólafur. Hann tekur þó
fram að það sé einungis kenning og telur líklegra að um
óhapp eða einhvers konar leka sé að ræða.
Seinna á sunnudeginum sást flekkurinn ekki, hvorki
úr bát né flugvél. Á mánudagsmorgun barst svo til-
kynning um talsvert minni olíuflekk suðvestur af Hrís-
ey.
„Þegar farið var á staðinn í annað skiptið fannst hann
ekki heldur og hefur ekki sést til hans eftir það. Það
hefur ekki verið hægt að fljúga yfir svæðið vegna veð-
urs,“ útskýrir Ólafur sem telur miklar líkur á því að
stóri flekkurinn sem tilkynnt var um í fyrstu hafi brotn-
að niður að einhverju leyti í sjónum og færst með haf-
straumum. Það hafi svo sést til hans að nýju en hann
hafi brotnað niður að öllu leyti áður en hægt var að
kanna hann frekar og taka úr honum sýni. thor@mbl.is
Talsverð mengun í Eyjafirði
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hrísey Tilkynnt hefur verið um tvo olíuflekki nærri eynni á síðustu dögum.
Flekkirnir hafa ekki enn fundist en líklega er um leka eða óhapp að ræða.
Tilkynnt um tvo olíuflekki við Hrísey Upptök ókunn