Morgunblaðið - 08.08.2018, Síða 12

Morgunblaðið - 08.08.2018, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2018 Bragð af vináttu • Hágæðagæludýrafóður framleitt í Þýskalandi • Bragðgott og auðmeltanlegt • Án viðbættra litar-, bragð- og rotvarnarefna Útsölustaðir: Byko, Dýraland, Gæludýr.is, 4 loppur, Multitask, Launafl, Vélaval, Landstólpi. Fyrsta ágúst síðastliðinn byrj-aði ég í fimm mánaða áskor-un. Áskorunin gengur út á að hreyfa sig markvisst í allavega þrjá klukkutíma á dag. Ástæðan var sú að ég uppgötvaði eftir að ég byrjaði aft- ur að vinna að ég var ekki að hreyfa mig nóg yfir daginn. Sat of mikið við tölvuna. Eftir frí, þar sem ég var mikið á hreyfingu, fann ég skýrt hvað þessi mikla seta fór illa í mig. Maður verður orkuminni, þreyttari andlega og stirðari í skrokknum. Skiljanlega, við mannfólkið erum ekki hönnuð til að sitja á rassinum heilu og hálfu dagana. Samt gerir stór hluti okkar það. Mín leið til þess að breyta þessu er að setja mér fasta ramma, 180 mín- útur á dag. Síðan hef ég frelsi innan rammanna, öll hreyfing telst með. Grunnurinn hjá mér eru göngutúrar. Ég hef í mörg ár byrjað daginn á morgungöngu en nú er ég búinn að lengja þann tíma sem ég nota í hana og er líka búinn að bæta hádegis- göngu við mitt daglega prógramm. Þegar maður þarf að ná að fylla upp í hreyfikvóta fer maður að leita að og finna tækifæri. Ég til dæmis notaði klukkutíma til að kaupa mat í Borgarnesi á leið norður á Strandir um daginn. Lagði bílnum spölkorn frá búðinni, rölti niður í fjöru, gerði nokkrar liðleikaæfingar, labbaði lengri leiðina að búðinni og svo til- baka að bílnum með þunga poka sinn í hvorri hendi – fékk þannig auka og ókeypis styrktaræfingu í leiðinni. Garðvinna, leikir við börn eða barnabörn, fjallgöngur og sund eru nokkur dæmi um hreyfingu sem auð- velt er að framkvæma með öðrum. Tengja þannig saman hreyfi- og fé- lagslega þörf okkar. Reglulegar æf- ingar er önnur leið til þess að halda manni við efnið. Æfa með hópi sem maður hlakkar til að hitta nokkrum sinnum í viku. Styrkja sig og efla í góðum félagsskap. Það er ekki eins flókið eða erfitt og margur heldur að hreyfa sig mark- visst í þrjá klukkutíma á dag og það skilar sér margfalt til baka, bæði til styttri og lengri tíma. Á meðan á fimm mánaða áskor- uninni stendur skráset ég alla daga hvað ég geri til þess að ná 180 mín- útum af hreyfingu inn í minn dag. Fylgstu með mér á Instagram, gud- jon_svansson, eða taktu þátt í áskor- uninni með mér. Njótum ferðalagsins! Morgunblaðið/Eggert Gönguferð Það er ekki eins flókið eða erfitt og margur heldur að hreyfa sig markvisst í þrjá klukkutíma á dag og það skilar sér margfalt til baka. 180 mínútur á dag Njóttu ferðalagsins Guðjón Svansson guðjon@njottuferðalagsins.is Guðjón Svansson er Íslendingur, ferðalangur, eiginmaður, fjögurra stráka faðir, rithöfundur, fyrirles- ari, ráðgjafi, þjálfari, mentor og nemandi sem heldur úti bloggsíð- unni njottuferdalagsins.is Morgunblaðið/Steinþór Konur í sviðsljósinu Wanda Anderson fjallkona, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Heather Alda Ireland. Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is H eather Alda Ireland, fyrrverandi kjörræð- ismaður Íslands í Vancouver í Kanada, flutti minni Íslands í hátíðardagskrá Íslendingadagsins í Gimli um helgina. „Þetta er mikill heiður,“ segir Heather, sem ólst upp í Winnipeg. „Ég hef oft verið á þessari hátíð, bæði sem barn og fullorðin, síðast fyrir tveimur árum, og veit að fyrir- rennarar mínir hafa verið hátt sett- ir Íslendingar eða Kanadamenn af íslenskum uppruna, einstaklingar sem hafa verið áberandi í samfélag- inu. Á vegg heima er ég með mynd af afa mínum, Guttormi J. Gutt- ormssyni, sem sýnir hann flytja ræðu á Íslendingadegi á sjöunda áratug liðinnar aldar. Ásgeir Ás- geirsson, þáverandi forseti, situr við hliðina á honum. Ég er viss um að afi var ánægður og brosti til mín, þegar ég flutti minni Íslands.“ Þegar hún nefnir afa sinn rifj- ar hún upp að hann hafi fengið Morgunblaðið sent til Riverton á sínum tíma. „Þá sagði afi að Morgunblaðið væri útbreiddasta blað í heimi.“ Áhyggjulaus ár í Winnipeg Fyrstu Íslendingarnir sem sett- ust að í Winnipeg bjuggu flestir í vesturbænum. Heather segir það hafa verið frábært að alast þar upp, en foreldrar hennar voru Bergljót Guttormsson, dóttir Guttorms J. Guttormssonar skálds, og Jóhannes Sigurðson frá Oak Point í Manitoba. Hún segir að tvær móðursystur hennar hafi búið í nágrenni við þau, rétt eins og föðurbróðir og og tvær föðursystur, og frændsystkinin hafi leikið sér saman. Mörg skólasystkini hafi átt íslenska foreldra og öflugur barnaklúbbur hafi verið í Lúthersku kirkjunni. „Allt var í göngufæri og þegar við fórum í miðbæinn var næsti strætó handan við hornið á Sargent. Þetta voru áhyggjulaus ár.“ Heather áréttar að á upp- vaxtarárunum hafi hluti tilverunnar verið að sækja Íslendingadagshátíð- ina heim á hverju ári. „Við notuðum ferðina og heimsóttum afa og ömmu í Riverton og Oak Point,“ rifjar hún upp. Eiginmaður Heather er lög- maðurinn William Edmund Ireland, oftast kallaður Bill. Hún segir að þegar honum hafi boðist vinna hjá lögmannaskrifstofu í Vancouver hafi þau slegið til, flutt 1970 og hafi búið í borginni við vesturströndina síðan. „Við höfðum heimsótt Vancouver og það var spennandi að fá tækifæri til þess að búa þar,“ segir Heather. „Loftslagið, hafið og fjöllin bjóða upp á sérstakan lífsmáta.“ Sumir Íslendingar fikruðu sig vestar samfara lagningu járn- brautarteinanna, en íslensku sam- félögin þar voru og eru ekki eins fjölmenn og í Manitoba. Heather bendir á að foreldrar hennar hafi ekki talað ensku fyrr en þeir fóru í skóla og fólk af þeirra kynslóð hafi parast innbyrðis. Sú hafi ekki verið raunin í Vancouver, en engu að síður standi Íslendingafélagið í Vancouver fyrir árvissum viðburðum og nýflutt- ir Íslendingar sæki þá í bland með öðrum. „Íslenska samfélagið er samt fámennt í samanburði við hópa fólks af öðrum uppruna,“ segir hún. Fólk af norrænum uppruna starfi saman og haldi meðal annars sameiginlega sumarhátíð, sem njóti mikilla vin- sælda. Beint flug Icelandair mikilvægt Icelandair hóf áætlunarflug til Vancouver fyrir nokkrum árum og segir Heather að það hafi greinilega aukið áhuga á Íslandi. „Þegar ég hitti fólk, sem ég þekki ekki og segi því frá íslenska uppruna mínum eru viðbrögðin allt- af á sama veg: „Ó! Þangað vil ég fara.“ Þetta fólk er meðvitað um beint flug Icelandair og það skiptir miklu máli.“ Hún bætir við að vegna flugsins sé hægt að kaupa þorsk og ýsu frá Íslandi í Vancouver og það auki enn á tenginguna. Ríkisstjórn Íslands bauð Gutt- ormi tvisvar til Íslands, m.a. á Al- þingishátíðina 1930, en konu hans, Jensínu Júlíu Daníelsdóttur, sem var tíu ára þegar hún flutti frá Ís- landi vestur um haf, langaði alltaf aftur heim til Íslands en fór aldrei. Heather hefur hins vegar heimsótt Ísland sjö sinnum, síðast þegar Ver- öld – hús Vigdísar var formlega opn- að í apríl 2017. Hún og Bill eiga þrjú börn, sem öll hafa komið til Íslands, og fjögur barnabörn. „Eldri sonur- inn hefur verið nokkrum sinnum á Íslandi, talar örlitla íslensku og er tengdur,“ segir hún hreykin. „En það er líka alltaf gaman að koma á Íslendingadagshátíðina og hitta ætt- ingja og vini.“ Heather Alda Ireland flutti minni Íslands í hátíðar- dagskrá Íslendingadagsins í Gimli Góðar minning- ar frá Manitoba Glaðir Tveir ungir þátttakendur í Íslendingadeginum í Gimli. Hvar er næsta verkstæði? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.