Morgunblaðið - 08.08.2018, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2018
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Jón Pétur segir að um 100-150 raf-
hjól seljist í Erninum á ári, sem sé að-
eins brot af reiðhjólasölunni almennt.
Hann telur að í kringum 1.200-1.500
rafhjól séu flutt inn hingað til lands á
ári, en til samanburðar voru um 27
þúsund reiðhjól flutt til landsins allt
árið í fyrra, að hans sögn.
Róbert Pétursson, verslunarstjóri
reiðhjólaverslunarinnar TRI, segir að
sala rafhjóla sé að aukast aðeins á
milli ára. „Það er engin sprengja
samt. Við erum 5-7 árum á eftir Evr-
ópu í þessari tísku.“
Róbert segir að rafhjólin séu þó
komin til að vera hér á landi. „Raf-
hjólin eru alltaf að verða betri, þægi-
legri og rafhlöðurnar minni og end-
ingarbetri.“
En hvað er að stoppa fólk í að
kaupa rafhjól í stórum stíl að mati Ró-
berts? „Hjólin eru aðeins dýrari en
venjuleg hjól, og þeir sem vilja bara
hjóla yfir sumarið horfa kannski í það,
og finnst þau þá fulldýr. Aðrir hjóla
hinsvegar allt árið á rafhjóli og geta
mætt ósveittir í vinnuna.“
Ragnar Kristinn Kristjánsson eig-
andi einu sérhæfðu rafhjólaverslun-
arinnar á höfuðborgarsvæðinu, Raf-
magnshjóla, segist hafa rekið verslun
sína síðan árið 2012, fyrst í Skipholti
en nú á Fiskislóð, og selji þar hollensk
hjól. „Þetta mjakast. Það er alltaf
aukning ár frá ári, og svo erum við
líka með fylgihluti eins og hjólatösk-
ur. Það er mjög algengt að fólk komi
aftur og kaupi hjól númer tvö, fyrir
makann til dæmis. Fólk er að upp-
götva hvað þetta er stórkostlegt,“
segir Ragnar sem hjólar alltaf á raf-
hjóli í vinnuna. Hann lýsir því að vera
með rafmagnið sem stuðning, eins og
hjóla alltaf í meðvindi. „Ég er búinn
að hjóla tæplega 19 þúsund km á raf-
hjóli, og hjóla allt árið.“
Hann segir að í mörgum tilvikum
séu rafhjólin ígildi annars bíls. „Ég
veit mörg dæmi um fólk sem losar sig
við annan bílinn. Maður þarf ekki að
vera stærðfræðingur til að átta sig á
sparnaðinum af því.“
IKEA-hjólin áfram á næsta ári
Stórverslunin IKEA fór inn á raf-
hjólamarkaðinn í vor, og salan hefur
gengið vonum framar að sögn Þór-
arins Ævarssonar framkvæmda-
stjóra. „Við fengum hjólin í nokkrum
skömmtum. Fyrst fengum við 300
hjól, sem seldust upp. Svo höfum við
fengið fleiri skammta. Alls hafa 600
hjól selst nú þegar.“
Þórarinn segir að hjólin séu sam-
anbrjótanleg, og auðvelt að pakka
þeim í skottið á bílnum. Hann segir að
framhald verði á rafhjólasölunni á
næsta ári. „Við förum brattir inn í
næsta ár. Ég ákvað að taka stóran
séns á þessu ári, og það borgaði sig.
Við vorum búin að reyna að selja
venjuleg hjól, en það var þung bar-
átta, og lítil sala,“ segir Þórarinn, en
IKEA-hjólin kosta 99.500 krónur, og
eru því talsvert undir því verði sem
gengur og gerist á þessum markaði.
Rafhjólin hægar af stað
Morgunblaðið/Valli
Samgöngur Hægt er að hjóla á rafhjólum allt árið og velja um hve mikinn stuðning hjólið veitir hverju sinni.
Rafhjólasala brot af reiðhjólasölu hér á landi Örninn segir að Ísland þurfi
sterk hjól og góða rafhlöðu Mikill vöxtur í Evrópu í sölu á rafhjólum
Hjólatíska
» Íslendingar langt á eftir
Evrópu í rafhjólatískunni
» 4,5 milljónir rafhjóla seldust
í Evrópu 2017
» 600 IKEA-hjól hafa selst
» Eins og að hafa stöðugan
meðvind
FRÉTTASKÝRING
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Sala á reiðhjólum með rafmagns-
hjálparmótor, svokölluðum rafhjól-
um, hefur farið hægar af stað hér á
landi en Jón Pétur Jónsson, eigandi
reiðhjólaverslunarinnar Arnarins,
átti von á. Hann segir í samtali við
Morgunblaðið að sala rafhjóla hafi
aukist mikið í Evrópu undanfarin
þrjú ár, en Íslendingar séu enn nokk-
uð eftir á í þessum efnum. „Þetta er
helsti vaxtarbroddurinn í reiðhjóla-
sölu í heiminum í dag. Þetta hefur
bjargað iðnaðinum í Mið-Evrópu.
Vöxturinn hefur verið óhemjumikill,“
segir Jón Pétur.
Hann segir að Örninn hafi byrjað
að skoða sölu á rafhjólum fyrir um
fimm árum og eftir að hafa prófað
ýmislegt í þeim efnum, meðal annars
að finna eins ódýr hjól og mögulegt
var, sé vöruúrvalið nú í takt við þarfir
íslenska markaðarins. „Við áttuðum
okkur á því að það gekk ekki upp að
vera með ódýrustu tegundirnar og
færðum okkur upp í næsta verðbil
fyrir ofan. Núna erum við búin að
finna þær gerðir og þau gæði sem við
viljum bjóða upp á. Við sjáum núna
betur hvað hentar íslenskum aðstæð-
um, en hérna er bæði kaldara og
vindasamara en í Evrópu.“
Hann segir að bæði verði hjólin að
vera í sterkari kantinum, og rafhlað-
an þurfi að hafa góða endingu.
Rafhjól virkar þannig að hægt er
að velja nokkur styrkleikastig í raf-
magni, t.d. 1-5, eftir því hvað mót-
staða eins og brekkur eða mótvindur,
er mikil. Einnig eru gírar á hjólunum.
Rafhlöður er hægt að fá í ýmsum
stærðum, og geta þær langdrægustu
dregið vel á annað hundruð kíló-
metra. Algengt verð á hjólum er á
milli 250 og 400 þúsund krónur.
Rafmagnsfjallahjól líka
„Íslendingar eru almennt mjög nýj-
ungagjarnir og því hefur það komið
mér á óvarat hvað þessi tíska fer hægt
af stað hér á landi. Reyndar erum við
núna komin með rafmagnsfjallahjól
líka, og höfum selt dálítið af þeim.“
Jón Pétur og aðrir viðmælendur
Morgunblaðsins voru á einu máli um
að rafhjól hentuðu öllum aldurshóp-
um. „Menn sem vinna í slippnum í
Vestmannaeyjum uppgötvuðu til
dæmis rafhjólin, og hjóla núna allir á
þessu heim til sín upp brekkurnar.“
8. ágúst 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 106.55 107.05 106.8
Sterlingspund 138.15 138.83 138.49
Kanadadalur 82.1 82.58 82.34
Dönsk króna 16.564 16.66 16.612
Norsk króna 12.989 13.065 13.027
Sænsk króna 11.954 12.024 11.989
Svissn. franki 107.04 107.64 107.34
Japanskt jen 0.9576 0.9632 0.9604
SDR 148.89 149.77 149.33
Evra 123.45 124.15 123.8
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 150.523
Hrávöruverð
Gull 1212.0 ($/únsa)
Ál 2014.0 ($/tonn) LME
Hráolía 73.21 ($/fatið) Brent
● Vöruviðskiptin í júlí voru óhagstæð
um 15,5 milljarða króna, samkvæmt
bráðabirgðatölum sem Hagstofan
hefur birt.
Verðmæti vöruútflutnings nam 47,6
milljörðum króna í mánuðinum en
verðmæti vöruinnflutnings 63,1 millj-
arði króna.
Í frétt á vef Hagstofunnar kemur
fram að í júlí hafi verðmæti vöruút-
flutnings verið 9,7 milljörðum króna
hærra en í júlí 2017 eða 25,6% á
gengi hvors árs. Hækkunina á milli
ára megi rekja til meðalverðshækk-
unar á áli og aukins útflutnings á
sjávarafurðum.
Þá segir Hagstofan að verðmæti
vöruinnflutnings í júlí 2018 hafi verið
3,3 milljörðum króna hærri en í júlí
2017 eða 5,5% á gengi hvors árs.
Munurinn á milli ára skýrist aðallega
af auknum innflutningi á eldsneyti.
Halli reyndist á vöruvið-
skiptum í júlímánuði
Vörur Meira var flutt inn af vörum til
landsins en flutt var út úr landinu.
STUTT
Mest seldu ofnar
á Norðurlöndum
áreiðanlegur hitagjafi
10 ára ábyrgð
Draghálsi 14 - 16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is