Morgunblaðið - 08.08.2018, Page 18

Morgunblaðið - 08.08.2018, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Trump stjórn-ar myndar-legum hluta alþjóðlegrar dæg- urumræðu með tísti. Um það verð- ur ekki deilt. Umdeilanlegra er hvort hann geri sjálfum sér eða umræðunni ætíð gagn með stýringunni. Svo yfirþyrmandi er fréttastýring forsetans að fjöldi manna er sannfærður um að Trump hafi fundið tíst- stjórnunina upp. En svo er ekki. Obama sendi reglubund- ið út tíst merkt sér. En það lásu fáir og varla nokkur nema einu sinni. Hvers vegna? Ekki er ástæðan sú að Obama sé ekki prýðilega gegn og greind- ur maður og var í lykilstöðu til að opna fréttagáttir. En tíst hans bar með sér að það var samið af nefnd lágt settra aðstoðarmanna. Efasemdir eru um að forsetinn hafi lesið það fyrir sendingu. En nú velkist enginn í vafa um hver er á tísttökkum Hvíta hússins. Meira að segja inn- sláttarvillur og stafsetningar- villur eru látnar vaða. Það myndi vandræðalegur starfs- hópur óreyndra aðstoðar- manna Obama aldrei hafa látið henda sig. Þeir sem eru komnir með Trump-syndromið á ólæknandi stig, eins og sumir fjölmiðlar sem löngum hafa þótt áhrifa- miklir vestra, leggja nú heila fréttaskýringaþætti undir hvert tíst. Þeir minna helst á áköfustu áhangendur popp- goðs, nema að því leyti að þeir hatast við „ídólið,“ sitt og leggja hvert orð hans út á versta veg. Nú síðast tísti Trump um fund sem lengi hefur verið vit- að að átti sér stað í turni kemp- unnar í New York löngu áður en sigur í forsetakosningunum lá fyrir. Einn sona forsetans var á þeim fundi ásamt Rúss- um sem um hann báðu. Beitan sem veifað var til að fá fund var að þetta fólk byggi yfir gómsætum upplýsingum um keppinautinn Clinton (dirt on Hillary). Á tístinu fjallaði Trump um þennan fund og nefndi að gestirnir hefðu þóst hafa „dirt on Hillary“. Strax hefði komið í ljós að gestirnir höfðu ekkert slíkt í pokahorn- inu og fundurinn því runnið út í sandinn eftir stutta stund. Þeir fjölmiðlarnir sem skjálfa svefnlitlir allan sólar- hringinn af Trump-syndrom- inu slógu tístinu upp sem stór- tíðindum. Trump hefði í fyrsta sinn viðurkennt að háttsettir forsvarsmenn kosningabarátt- unnar hefðu verið tilbúnir að fá upplýsingar frá Rússum um óhreint mél í pokum andstæð- ingsins. Gengu stórfréttirnar um þetta allan daginn. En stór-tístið var í raun endur- tekið efni. Hinn 13. júlí á síðasta ári sagði Trump efnislega hið sama á fjölmennum blaðamanna- fundi með Macron, forseta Frakklands. Og í sjónvarps- viðtölum sagði hann í fram- haldi að þessi „ógeðfellda“ upplýsingasöfnun væri alsiða í stjórnmálum vestra. En merkilegast er að stuðn- ingsmenn demókrata telji sér rétt að gera mál úr þessum fundi, sem engu skilaði, hvorki skít né öðru. Kosningastjórn demókrata og framboðs Hillary vörðu leynilega háum fjárhæðum í furðuskýrslu um samsæri Trumps og Rússa, sem höfundurinn, fyrrverandi breskur njósnari, sagðist hafa gert í samvinnu við ónefnda tengiliði sína í Moskvu! Síðar hefur komið í ljós að skýrslan var uppspuni í bland við hrærigraut. En það alvarlega var að Comey, forstjóri FBI, og Brennan hjá CIA notuðu vellinginn til að ýta undir sam- særiskenningar sem Robert Mueller hefur nú „rannsakað“ á annað ár. Svipuð gleymska umlykur fréttir af uppsögn forsetans á samningi við Íran um kjarn- orkuvopn. Fréttamenn í erindagjörðum nota þá um- sögn jafnan að Trump forseti hefði ákveðið að Bandaríkin stæðu ekki við orð sín. Þarna er langt seilst. Obama vissi að alþjóðlegur samningur af þessu tagi yrði að fá samþykki þingsins. Hann hafði sagt að það yrði gert. En svo varð ljóst að mikið vantaði upp á stuðn- ing í þinginu. Ekki aðeins voru flestir þingmenn repúblikana andvígir málinu heldur einnig fjölmargir í flokki demókrata. Hvers vegna? Kannski ekki síst vegna þess að skoðana- kannanir sýndu að einungis 22% Bandaríkjamanna studdu samningsgerðina. Íranssamn- ingurinn var því munaðarlaus, hvort sem horft var til þings eða þjóðar. Obama lét sig hafa það að skilgreina samninginn sem minniháttar ákvörðun sem for- setinn gæti prívat og persónu- lega borið ábyrgð á. Sama gerði hann með Parísar- samning um loftslagsmál sem mikil andstaða var við á þinginu, þótt hann segði í hinu orðinu að hann væri mesta og mikilvægasta utanríkismál sinnar embættistíðar. Þess vegna gat Trump breytt þessu án þess að spyrja nokkurn mann. Fréttaskýrendur, sem rísa illa undir því nafni, reyna að gleyma þessum stað- reyndum þótt sáraeinfalt sé að hressa upp á minnið. Það hefnir sín að stytta sér leið í stærstu málum} Eindæma gleymskuvilji Á meðan ríkisstjórn Katrínar Jak- obsdóttur lækkar bankaskattinn um 63% og neðra skattþrepið um 1% sem jú gæti gefið láglauna- manninum andvirði hálfrar pitsu á mánuði, þá heldur ógnin áfram vegna morfín- lyfjanna sem eru að drepa unga fólkið okkar tugum saman. Það hlýtur að vera mikið að hjá ríkisstjórn sem finnst eðlilegt að skerða tekjur ríkissjóðs árlega um 21 milljarð króna (21.000.000.000 kr.) en gerir ekkert þegar kem- ur að því að verja fjármagni í öflugar forvarnir og linnulausa baráttu gegn þeirri dauðans al- vöru sem hér er á ferð. Ekkert sýnilegt og marktækt átak frá þeirra hendi, heldur sumar- frí og sól. Það er hræðilegt þegar ung manneskja deyr vegna ofskömmtunar lyfja. En á sama tíma og sú þróun á sér stað hérlendis þá vex framboð á fíknilyfjum á svörtum markaði. Á ávanabindandi róandi lyfjum á borð við xanax og sterkum morfínlyfjum á borð við oxycontin og kódín. Þrátt fyrir vaxandi vanda þá skortir viðbótar- fjármagn til þeirra sem helst hafa unnið með þá ein- staklinga sem glíma við fíknina. SÁÁ. Það er óafsakanlegt að mæta ekki aukinni þörf á með- ferðarúrræðum með auknu fjármagni úr ríkissjóði. Það er ekki nóg að setja á fót stýrihóp til að vinna á vandanum. 24 lyfjatengd andlát til skoðunar Lyfjateymi Embættis landlæknis fær til skoðunar matsgerðir eftir lyfjaleit í látnum einstaklingum. Í júnímánuði greindi Fréttablaðið frá því að þær væru nítján talsins. Nú eru þær orðnar 24. Sterkur grunur leikur á að þessi andlát megi rekja til lyfjaeitrunar þótt ekki sé víst að þau verði flokkuð sem slík í dánarmeinaskrá. En það er víst að árið 2017 voru lyfjatengd andlát 30 tals- ins í dánarmeinaskrá. Það má fastlega gera ráð fyrir því að fjölgun dauðsfalla af þeim völdum verði um tugi prósenta á milli áranna 2017 og 2018. Staðreyndirnar tala sínu máli, unga fólkið okkar deyr vegna ofneyslu fíkni- lyfja sem eiga ekki að ganga hér kaupum og sölum á svörtum markaði. Staðreyndin er sú að það skortir stór- lega á aðgerðir nú strax til að bregðast við þessari vá. Ég trúi því að það séu afar fáir skattgreiðendur sem frekar vilja lækka bankaskattinn um 63% og lægra skattaþrepið um 1% en þeir sem vilja leggja aukinn kostnað í að koma í veg fyrir neyslu barnanna okkar á þessum dauðans alvöru fíknilyfjum sem hér flæða óhindrað. Fyrir börnin okkar eigum við að gera allt. Í þessu tilviki öflugar forvarnir og fullkomið meðferðarúrræði fyrir alla þá sem á þurfa að halda. Inga Sæland Pistill Ömurleg forgangsröðun ríkisstjórnar Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Við viljum að fólk ráði þvísjálft hvort það flokki rusl-ið sitt eða ekki. Þess utanteljum við okkur vera mjög framarlega í þessum málaflokki,“ segir Eygerður Margrétardóttir, deildarstjóri umhverfis- og úrgangs- stjórnunar í Reykjavík, spurð hvort Reykjavíkurborg hafi setið eftir í sorphirðu og öðru sem henni við- kemur á síðustu árum. Mikil fram- þróun hefur orðið í málaflokknum í flestum sveitarfélögum hér á landi undanfarin ár. Að sögn Eygerðar eru nú um tvö ár síðan Reykjavíkurborg kynnti grænu tunnuna til leiks sem ætluð er fyrir plast. Frá þeim tíma hafa ýmsar nýjungar verið kynntar til sögunnar í öðrum sveitarfélögum sem allar miða að því að einfalda og auka flokkun sorps. Engar frekari breytingar hafa verið kynntar í Reykjavík en Ey- gerður segir þó að Reykjavíkurborg standi framarlega þegar kemur að sorphirðu og reyni ávallt að fylgja nýjustu stöðlum og reglum til að há- marka endurvinnslu. Mismunandi þarfir fólks Í öllum sveitarfélögum á höfuð- borgarsvæðinu, að Kópavogi og Reykjavík frátöldum, hefur nú verið sett á stofn verkefni sem finnur plasti sérstakan endurvinnslufarveg. Verk- efninu er ætlað að stuðla að stórauk- inni endurvinnslu á plasti en til að endurvinna plastið er það sett í plast- poka sem eingöngu eru ætlaðir undir hreinar plastumbúðir. Plastpokinn ásamt innihaldinu er settur í almenn- ar sorptunnur en er síðan aðskilinn frá almennu sorpi síðar í ferlinu og settur í endurvinnslu. Með þessu vonast bæjaryfirvöld í sveitarfélög- unum til að hægt verði auka magn plasts sem fer í endurvinnslu um 15 kg á íbúa á ári. Þá hafa bláar tunnur verið settar við öll hús í Kópavogi en í þær er hægt að setja bæði plast og pappír sem síðar er aðskilið með vélum. Vilji fólk fá sambærilega þjónustu í Reykjavík þarf það að greiða sér- staklega fyrir það. Eygerður segir að eðlilegt sé að fólk greiði sérstaklega fyrir auka tunnur. „Auðvitað viljum við að fólk flokki en við viljum einnig að fólk hafi val. Fyrir suma hentar betur að fara með ruslið á endur- vinnslustöðvar á meðan aðrir vilja flokka þetta í tunnur fyrir utan húsið sitt. Í Reykjavík viljum við ekki skylda fólk til að vera með tunnur við heimili sín,“segir Eygerður. Borgarbúar borga meira Til að fá sambærilega þjónustu og íbúar annarra sveitarfélaga verða íbúar Reykjavíkur að greiða talsvert hærra verð. Sorphirðugjald í Reykja- vík er 40.500 krónur á ári vilji fólk flokka pappa og plast frá venjulegu sorpi, en það er um 7.000 krónum meira en íbúar Kópavogs greiða. Lægst er sorphirðugjaldið í Garðabæ þar sem íbúar þurfa einungis að greiða 24.450 krónur á ári. Spurð hvers vegna gjaldið sé eins hátt og raun ber vitni segir Eygerður að ýmislegt geti spilað þar inn í. Taka verði þó með í reikninginn að verið sé að bjóða upp á fleiri tunnur í Reykja- vík auk þess sem fólk hafi val um það hvort það vilji flokka. „Þetta er auð- vitað misdýrt eftir því hversu mikið fólk flokkar. Þess utan bjóðum við upp á fleiri tunnur en í öðrum sveit- arfélögum auk þess sem skoða þarf hversu oft ruslið er sótt,“ segir Ey- gerður. Íbúar stýri því hvort þeir flokki eigið sorp Morgunblaðið/Eggert Sorphirða Til að íbúar Reykjavíkur geti flokkað sorp á sambærilegan hátt og í öðrum sveitarfélögum þurfa þeir að borga talsvert meira. Á Akureyri hefur nú verið kom- ið fyrir hólfi í ruslatunnum fólks sem ætlað er lífrænum eldhúsúrgangi. Lífræni úrgang- urinn fer í sérstakan kartöflu- sterkjupoka sem sérstaklega er ætlaður fyrir lífrænt sorp. Á endanum brotna pokarnir ásamt innihaldinu niður í hólf- inu og úr verður mold. Sorpið verður því hluti af eðlilegri hringrás og jarðgerðarferli í umhverfinu. Í Reykjavík hefur hingað til ekki verið boðið upp á hólf eða tunnur við heimili fólks þar sem hægt er að flokka lífrænt sorp. Eygerður segir þó vel koma til greina að bjóða upp á slíka þjónustu í framtíðinni en borgin reyni að fylgja leiðbein- ingum sem koma frá útlönd- um. Hólf sett í tunnur íbúa FLOKKA LÍFRÆNT SORP

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.