Morgunblaðið - 08.08.2018, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 08.08.2018, Qupperneq 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2018 Í ljósi mikillar um- ræðu um tölvufíkn er vert að minnast á ákveðin atriði. Árið 2013 bjuggu banda- rísku geðlækna- samtökin til greiningu, Internet Gaming Dis- order, netleikjaröskun en hana á aðeins að nota til rannsókna, ekki til greiningar. Um svip- að leyti fór Alþjóðaheil- brigðismálastofnunin (WHO) að skoða hvort taka ætti upp greiningar á þessu sviði og hélt fjórar ráðstefnur á árunum 2014-2017 um málið. Grein- ingin „Gaming Disorder“, Leikjaspil- unarröskun verður tekin upp árið 2022 en WHO telur að ekki séu vís- indalegar forsendur fyrir öðrum greiningum á borð við tölvufíkn, net- fíkn, snjallsímafíkn eða álíka. Einnig að ekki séu forsendur til að taka upp netleikjaröskun enda hefur ekki tek- ist að sýna fram á að greiningar- skilmerki hennar séu réttmæt. Hér á landi hefur verið vitnað í leikjaspil- unarröskun sem staðfestingu á því að tölvufíkn sé til. Samkvæmt grein- ingarskilmerkjum leikjaspil- unarröskunar er ekki hægt að leggja saman alla tölvunotkun og greina leikjaspilunarröskun. Greiningin snýr aðeins að leikjaspilun, ekki að notkun samfélagsmiðla eða annarri tölvunotkun. Það er munur á netleikjaröskun og leikjaspilunarröskun. Netleikja- röskun var sköpuð með því að afrita greiningarskilyrði efnafíkna. Leikja- spilunarröskun leggur hins vegar áherslu á að notkun valdi skerðingu í daglegu lífi eða vanlíðan. Þegar tíðni netleikjafíknar er mæld þá mælist hún há, yfir 5%. Tíðni leikjaspilunar- röskunar er hins vegar mjög lág („very low“). Ekki er alveg ljóst hvað WHO á við en ljóst er að það er undir 5%. WHO telur að þessi munur stafi af því að í netleikjafíkn sé verið að mæla mikla spilun sem er ekki að valda skerðingu. Það að spila leiki af því að manni leiðist eða til að vera með öðrum gefur ekki tilefni til grein- ingar á leikjaspilunar- röskun nema skerðing í daglegu lífi eða vanlíðan komi fram. WHO tekur einnig fram að aðeins heilbrigðisstarfsmenn sem hafa hlotið þjálfun í því að greina leikjaspilunarröskun megi greina hana. Það er vert að minn- ast á að leikjaspilunar- röskun hefur verið harðlega gagnrýnd af ýmsum vísinda- mönnum. Ótti þeirra er sá að mikið verði um ofgreiningar á börnum og ungmennum og þar með óþarfa meðferð. Ég verð að telja þennan ótta raunhæfan enda keppast menn hér á landi við að tala um óvið- urkennda fíkn t.d. tölvufíkn, netfíkn og skjáfíkn. Fjölmargir aðilar bjóða upp á meðferð við tölvufíkn. Mennta- málastofnun hefur gert athugasemd- ir við skóla um að ekki séu skipulagð- ar forvarnir við netfíkn. Í mark- lýsingu um nám heimilislækna er talað um tölvufíkn. Vefurinn Heilsu- vera á vegum Landlæknisembætt- isins og heilsugæslu höfuðborgar- svæðisins fullyrðir að tölvuleikjafíkn sé ein tegund netfíknar þótt netfíkn sé ekki viðurkennd af WHO. Skim- unarlisti fyrir rafrænu skjáheilkenni hefur verið í dreifingu frá starfs- manni BUGL þrátt fyrir að ein ekki einasta rannsókn sé til á þessum lista eða rafrænu skjáheilkenni. Frá hin- um ýmsu sviðum Háskóla Íslands koma reglulega ritgerðir nemenda um tölvufíkn, skjáfíkn og álíka þrátt fyrir að engin þeirra sé viðurkennd. Háskólinn í Reykjavík tók þátt í ráð- stefnunni „Fíkn eða frelsi?“. Á ráð- stefnunni var einhliða umfjöllun um hættur tölvunotkunar en mótrök og gagnrýnisraddir vísindamanna voru ekki kynntar þrátt fyrir að grunnur að vísindalegri umræðu sé að skoða gagnrök og svara þeim. Forstjóri Landspítalans lýsti yfir áhyggjum af netfíkn á Læknadögum 2018. Ef spít- alinn ætlar að viðurkenna netfíkn er gott að muna að netfíkn læknanema mælist há og þá þarf að kom í veg fyr- ir að læknanemar í virkri fíkn séu að sinna sjúklingum á spítalanum. Landlæknisembættið er búið að út- skýra fyrir mér að til að heilbrigðis- starfsmenn geti svarað spurningunni: „Hvaða rannsóknir styðja það að tölvufíkn/ofnotkun netsins valdi ör- orku hjá fólki á einhverfurófi?“ sé nauðsynlegt að taka nafnlaus dæmi af sjúklingum og svara því hvort þeir hafi unnið úr áfallasögu sinni. Fjöl- miðlar slá upp fréttum og viðtölum um alvarleika tölvufíknar en skoða aldrei gagnrýnisraddir. Rökræn og vísindaleg umræða virðist ekki vera til staðar og lítill áhugi á henni, ekki einu sinni hjá þeim aðilum sem ættu að standa vörð um hana. Ef fullorðnir einstaklingar telja sig vera með tölvufíkn, dansfíkn eða aðr- ar fíknir þá er þeim í sjálfsvald sett hvort þeir taka á sínum vanda út frá fíknihugmyndum. Um börn og ung- menni gildir annað. Ábyrgð á grein- ingu og meðhöndlun þeirra er alltaf á höndum fullorðinna einstaklinga. Það að tala um fíkn barna og ungmenna og þar með að tala um þau sem fíkla er ábyrgðarhluti. Trúum við því í al- vörunni að hér á landi sé svo mikil þekking á tölvufíkn, netfíkn eða álíka að við getum tekið slíkar greiningar upp og rekið hér heilbrigðisstefnu óháða WHO? Tölvufíkn sé bara al- gengt vandamál meðal barna sama hvað WHO segir. Það sé einfaldlega hægt að greina og meðhöndla íslensk börn og ungmenni á þann hátt sem meðferðaraðilum hentar óháð form- legum greiningarkerfum eða ráðlegg- ingum WHO? Viljum við villta vestrið í greiningum og meðferð barna? (heimildir á https://notendur.hi.is/asb23/ tolvufikn.html ) Tölvufíkn, villta vestrið á Íslandi Eftir Ásdísi Bergþórsdóttur »Rökræn og vísinda- leg umræða virðist ekki vera til staðar og lítill áhugi á henni, ekki einu sinni hjá þeim að- ilum sem ættu að standa vörð um hana. Ásdís Bergþórsdóttir Höfundur er sálfræðingur, forritari og krossgátuhöfundur. asb23@hi.is Þessi hending eftir minnst þekkta stór- skáld Íslandssög- unnar, Jóhann heitinn Jónsson, á nú brýnt erindi við íslenska þjóð: Hvar hafa dagar lífs þíns lit sínum glatað, og ljóðin, er þutu um þitt blóð ... hvar urðu þau veðrinu að bráð ... ... og óðar en sé oss það ljóst, er undur þitt drukknað í æði múgsins og glaumsins. Hjárænuháttur virðist ein- kenna hugarfar þjóðarinnar, einnig sumra stjórnmálamanna, gagnvart margvíslegum áskorun- um sem við oss blasa. Áskoran- irnar eiga rætur að rekja til hnattrænnar þróunar sem sumir vilja nefna hnattvæðingu, flókið fyrirbrigði sem gjarnan er tekið sem sjálfgefnu og óumflýjanlegu, en er það engan veginn. Eitt af einkennum hnattvæðingar er skefjalaus neysluhyggja drifin áfram af alheimskapítalisma þar sem fjölþjóðakeðjur ráða för. Táknmynd hennar er breiða af risavöxnum gámaskipum sem skríða um heimsins höf hlaðin „gámatilboðum“ sem ætlað er að uppfylla þarfir heimsbyggðar- innar, þarfir sem vel að merkja eru ekki sprottnar af lífsnauðsyn. Nærtæk nýlunda neysluhyggju hérlendis er snappstjörnuæðið, þar sem atvinnusnapparar starfa sem áhrifavaldar við að segja okkur hvað af öllu þessu fánýti vörugámanna þeim hugnist best. Eftir stöndum við eins og Trum- an Burbank, vönkuð í gerviveröld gerviþarfa, þar sem trúðar og uppistandarar seleb-elítunnar keyra sjóið og „æði múgsins og glaum“. Önnur hlið á teningi hnattvæðingar er mannfjölda- sprengingin og flæði mannfólks yfir landamæri þjóðríkja um leið og víddir heimsins dragast saman. Jón Ormur Halldórsson orðaði þetta svo í bók sinni, Breyttur heimur: „Tími og rúm, þessar víddir sem allt móta í heimi mannsins, hafa skroppið saman með djúpstæðum afleið- ingum fyrir atvinnulíf, menningu og stjórnmál heimsins.“ Alþingi Íslendinga fer vit- anlega ekki varhluta af afleið- ingum þessarar þróunar. Mý- mörg úrlausnarefni bíða nú komandi haustþings, sem má rekja beint eða óbeint til áður nefndra áskorana. Þar má nefna kröfur ESB og ESA tengdar matvælainnflutningi og jarða- kaupum, heilbrigðiskerfi á brauð- fótum sem virðist vart ná að sinna þeim sem kostuðu það vegna þjónustu við erlenda gesti, uppslitið þjóðvegakerfi mettað vegvilltum túristum, álitamál tengd ferðamannaiðnaði, vaxandi fíkniefnaneyslu ungs fólks, inn- flytjendamál og síðast en ekki síst erfiðar kjaradeilur vegna misræmis launahækkana í fyrri samningum. Brýnt er að þingið fái frið til að glíma við þessi stóru mál fyrir moldvörpuhegðun á borð við fyrirspurnaflaum Pírata á síðasta löggjafarþingi eða hegðun þeirra á hátíðarfundinum fyrr í sumar að ekki sé minnst á gönu- skeið þingkonu einn- ar úr sæti sínu þegar Pia Kjærsgaard tók til máls. Undirritaður deilir vissulega þeirri skoðun að tiltekin viðbrögð Framfara- flokksins og Danska þjóðarflokksins við flæði innflytjenda til Danmerkur undanfarna þrjá ára- tugi hafi verið gagnrýniverð. En ákvörðun forseta Alþingis að bjóða dönskum kollega á full- veldishátíð er varla tilefni slíks óðagots, hvort sem hún eða hann hefur sýnt rökstudda staðfestu gagnvart meintum afleiðingum hnattvæðingar eða ekki. Þingið þarf einnig frið og sanngjarnt að- hald frá hendi fjórða valdsins, þ.e. okkar og fjölmiðla. Hámark hjárænunnar birtist nú í umræðunni um uppkaup á ís- lenskum bújörðum. Það er vitan- lega áhyggjuefni ef fjárfestingar- sjóðir sem lítið er vitað um verða varanlegir eigendur bújarða, sjóð- ir sem eru jafnvel í eigu annarra sjóða og svo koll af kolli. Allt frá gildistöku EES-samningsins undir lok síðustu aldar hefur það reynst óslitin þrautaganga að girða fyrir þessa þróun. Fyrir tæpum áratug mætti Ögmundur Jónasson, þáver- andi innanríkisráðherra, til dæmis óskiljanlegu mótlæti og vantrausti þegar hann vildi synja Beijing Zhongkun Investment Group leyf- is til að kaupa land Grímsstaða á Fjöllum. Viðbrögð Samfylkingar- þingmanns viðkomandi kjördæmis hljóðuðu þannig: „Þetta eru hræðileg skilaboð til erlendra fjár- festa. Það er verið að girða fyrir landið og loka því.“ Þrautagöngunni linnir ekki. Lífsspeki Pollýönnu hefur fangað suma sem trúa því að fjárfest- ingum útlendinga fylgi fé og ham- ingja með uppbyggingu svo- nefndrar fágætisferðamennsku í „einstakri náttúru“ Íslands. Ein- hverjir trúa jafnvel að göfuglyndi erlendra fjárfesta sé svo hams- laust að umhverfisvernd sé megin- hvatinn; Guð láti gott á vita. Margs er þó að gæta. Þrátt fyr- ir fyrirvara í lögum um nýtingu auðlinda eignarlands, svo sem jarðefna og grunnvatns (sbr. lög nr. 57/1998), hlýtur að vera skyn- samlegt staldra við og horfa á stóra samhengið. Einn helsti vaxtarbroddur landbúnaðar í ver- öldinni er vatnsbúskapur; nýtan- legt vatn er m.ö.o. „afurð“ og þar með markaðsvara líkt og kjöt eða korn. Eftir því sem íbúum jarðar fjölgar verður eftirspurnin á heimsmörkuðum meiri, lögmál kapítalismans ráða. Sú hugmynd að neysluvatn sé endurnýjanleg auðlind er í raun varasöm blekk- ing. Ferskvatn er einungis um 3% alls vatns á jörðinni. Stór hluti þess er óaðgengilegur, þar sem hann er bundinn í jöklum eða jarðlögum og því litla sem er að- gengilegt er misskipt auk þess sem drykkjarhæft vatn bláu reiki- stjörnunnar fer sífellt minnkandi vegna mengunar! „Hvar hafa dagar lífs þíns lit sínum glatað?“ Eftir Meyvant Þórólfsson Meyvant Þórólfsson » Allt frá gildistöku EES-samningsins undir lok síðustu aldar hefur það reynst óslitin þrautaganga að girða fyrir þessa þróun. Höfundur er dósent við Háskóla Íslands. Allt um sjávarútveg VANTAR ÞIG STARFSFÓLK? Suðurlandsbraut 6, 108 Rvk. | SÍMI 419 9000 | info@handafl.is | handafl.is Við útvegum hæfa starfskrafta í flestar greinar atvinnulífsins Handafl er traust og fagleg starfsmannaveita með margra ára reynslu á markaði þar sem við þjónustum jafnt stór sem smá fyrirtæki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.