Morgunblaðið - 08.08.2018, Side 21
UMRÆÐAN 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2018
Áhugavert var að
fylgjast með frétta-
flutningi og um-
ræðum í kjölfar þess
að franskir ferða-
menn festu bíla sína
utan vegar í Kerling-
arfjöllum á dögunum
og voru sektaðir fyrir
brot sín. Ljósmyndir
af jeppunum kolföst-
um og á kafi vöktu at-
hygli, umræðu og umfjöllun langt
umfram það sem ég hefði getað
ímyndað mér. Þegar ég lít hins
vegar um öxl virðist umræðan
einna helst hafa skilað kröfum um
hærri sektir og umfangsmeiri frið-
lýsingu á hálendinu. Slíkar ráð-
stafanir yrðu að litlu gagni einar
og sér.
Hvorki aukin refsigleði né meiri
friðlýsing dregur úr utanvega-
akstri. Það leyfi ég mér að fullyrða
eftir að hafa starfað að ferðaþjón-
ustu í Kerlingarfjöllum í mörg ár
og komið að fjöldamörgum öku-
mönnum, íslenskum og erlendum,
utan vega og slóða. Afskiptin vekja
mismikla hrifningu ökumanna og
fæstir þeirra skilja að förin, sem
ökutækin þeirra skilja eftir í land-
inu, verða mörg hver brennimerki
í náttúrunni næstu áratugi.
Utanvegaakstur getur komið til
af mörgum ástæðum. Algengt er
að menn fari út fyrir vegslóða til
að sneiða hjá torfærum. Aðrir vilja
beinlínis skilja eftir sig hringi eða
spólför í hlíðum og á melum og búa
þá við svipað hugarfar og veggja-
krotarar. Enn aðrir segjast hafa
gert þetta til að stytta sér leið.
Nýlega kom ég að fólki sem var
fast utan fáfarins vegslóða, á svæði
þar sem öll umferð var bönnuð.
Það kvaðst hvergi hafa séð merk-
ingar um lokun og umferðarbann
og engar upplýsingar fengið um
skaðsemi utanvegaaksturs hjá
bílaleigunni eða annars staðar.
Ferðamennirnir spurðu réttilega
hverjir hefðu átt að upplýsa þá um
gildandi reglur en greinilega ekki
rækt skyldur sínar? Spurningin
var góð en málið vandaðist þegar
átti að svara.
Allur akstur er bannaður um
Kjalveg frá byrjun nóvember til
loka maí á hverjum vetri. Bannið
er kynnt á skiltum en samt sýnir
sjálfvirkur umferðarteljari að 67
ökutæki fari að jafnaði þarna um á
banntímanum! Hvílir ekki sú
ábyrgð á þeim sem bannar eitt-
hvað að fylgja banni eftir? Hverj-
um er það til framdráttar að setja
óraunhæfar reglur um umferð á
hálendinu utan háannatímans að
sumri og gera þær jafnframt
ómarktækar með hrópandi af-
skiptaleysi?
Staðreynd er að við eigum ekki
tiltæka skilgreiningu
á því hvenær vegslóði
er í raun vegslóði og
hvenær komið er „út
fyrir veg“. Þetta er
augljóst mál á vegum
og vegslóðum sem
Vegagerðin lætur
hefla nógu breiða til
að bílar geti mæst í
hefilfarinu. Gamanið
kárnar á einföldum
jeppaslóðum þegar
ökutæki mætast og
annað eða bæði víkja með því að
aka út fyrir veg.
Forgangsverkefni stjórnvalda
ætti að vera að skilgreina á sem
skýrastan hátt hvað telst ut-
anvegaakstur og hvað ekki. Það er
mikilvæg forsenda þess að hægt sé
að taka á málinu í smáu sem stóru.
Sömuleiðis á að upplýsa íslenskt
og erlent ferðafólk betur um há-
lendið og hálendisakstur, bæta
merkingar við ökuleiðir og sýna
fram á það í myndmáli hvernig ut-
anvegaakstur skemmir gróður og
veldur skaða sem verður seint eða
ekki bættur náttúrunni.
Ríkið hefur varið ómældum fjár-
munum í að gera hálendið að þjóð-
lendu og heldur sitt strik í þeim
efnum. Sumir við ríkisstjórnar-
borðið eru ákafir talsmenn þess að
taka næsta skref og gera hálendið
að þjóðgarði. Slík myndi samt litlu
sem engu breyta út af fyrir sig um
nauðsynlega verndun náttúrunnar
á hálendinu. Þar hefur ríkið illa
sinnt kalli sínu.
Þyngri refsingar og hærri sektir
hljóma ábyggilega vel í eyrum
margra en er sú leið endilega sú
rétta til að bregðast við vand-
anum? Er ekki nær að þeir sem
fara með ríkisvaldið herði sig við
eigin heimavinnu? Ljúki brýnum
verkefnum sem hafin eru eða bíða í
samgöngumálum og í innviðakerf-
inu. Stórauki kynningar- og upp-
lýsingastarfsemi gagnvart ferða-
fólki á hálendinu. Þetta ættu að
vera forgangsmál í stjórnkerfi og á
löggjafarsamkomunni.
Yfirlýsingar um að setja friðlýs-
ingu í forgang að öðru óbreyttu
hafa hvorki innihald né raunveru-
lega merkingu og gagnast ekki
náttúru hálendisins.
Utanvegaakstur
og refsigleði
Eftir Pál
Gíslason
Páll Gíslason
» Þyngri refsingar og
hærri sektir hljóma
ábyggilega vel í eyrum
margra en er sú leið
endilega sú rétta til að
bregðast við vandanum?
Framkvæmdastjóri Fannborgar,
sem rekur ferðaþjónustu
í Kerlingarfjöllum.
Margir segja að íslensku vegirnir séu
meira og minna ónýtir. Sumir jafnvel
handónýtir. En það vita allir að vegirnir
á landinu verða ekki lagfærðir með einu
pennastriki. Og öllum er líka kunnugt
um, að hraðinn orsakar flest hin hræði-
legu umferðarslys. Af hverju liggur
okkur svona mikið á? Stjórnlaus hraði á
ónýtum vegum býður hættunni heim.
Nú verða allir að sýna aðgát og kurteisi.
Oft var þörf en nú er algjör og þjóð-
hagsleg nauðsyn.
Þingeyrarakademían biður alla öku-
þóra að slappa nú af og aka miðað við
aðstæður. Láta ekki smámuni koma sér
úr jafnvægi. Og það þýðir ekkert að
vera að bölva Vegagerðinni! Hún gerir
það sem hún getur blessunin. Í gamla
daga var sagt við menn hérna fyrir vest-
an, þegar þeir fóru of geyst:
„Væri nú ekki ráð að slá af, Mundi!“
Þingeyrarakademían.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Væri nú ekki rétt að
fara að slá af, Mundi?
Holufyllingar Þennan veg mætti laga.
Morgunblaðið/Júlíus
Atvinna
Hólshraun 3, 220 Hafnarjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is
SKÚTAN
AF ÖLLUM STÆRÐUM, HVORT SEM ER Í VEISLUSAL
OKKAR, Í AÐRA SALI EÐA Í HEIMAHÚSI
Veitingar af öllum
stærðum, hvort sem er í
veislusal okkar, í aðra sali
eða í heimahúsi.
Nánar á veislulist.is
Erfidrykkja
Veislusalur okkar er bjartur og fallegur salur
á jarðhæð, gott aðgengi.
Öll þjónusta, kaffi og gos eru innifalin
í verði þegar erfidrykkja er í sal.
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is
TOYOTA LAND CRUISER 150 GX
nýskr. 06/2010, ekinn 158 Þ.km, dísel, sjálfskiptur.
Verulega flott eintak! Verð 4.590.000 kr.
Raðnúmer 380096
FORD FOCUS TITANIUM
nýskr. 07/2016, ekinn 21 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur.
Flottur einkabíll!Verð 2.880.000 kr.
Raðnúmer 287776
ÓSKUM EFTIR BÍLUMÁ SÖLUSKRÁ - LAUS STÆÐI
FORDTRANSIT 350 TREND L3H1 4WD
NÝR! 170 hö diesel, 6 gíra.Verð 5.150.000+
vsk. Raðnúmer 230593
- Eigum einnig FWD á 4mkr+vsk.
KIA CEEDWAGON EX
nýskr. 05/2017, ekinn 48 Þ.km, diesel,
sjálfskiptur. Verð 2.850.000 kr.
Raðnúmer 380054
VOLVO V60 D4 CROSS COUNTRY
nýskr. 07/2017, ekinn 18 Þ.km, D4 dísel 191hö,
sjálfskiptur (8 gíra), leður ofl. Glæsilegur bíll!
TILBOÐSVERÐ 4.990.000 kr. Raðnúmer 258241
Bílafjármögnun Landsbankans
Móttaka
aðsendra
greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi
umræðu í landinu og birtir að-
sendar greinar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgun-
blaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun
og tryggir öryggi í samskiptum
milli starfsfólks Morgunblaðsins
og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar
á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir
Morgunblaðslógóinu efst í hægra
horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt
er á lógóið birtist felligluggi þar
sem liðurinn „Senda inn grein“ er
valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendi-
kerfið er notað þarf notandinn að
nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar
leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í
skráningarferlinu.