Morgunblaðið - 08.08.2018, Qupperneq 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2018
Það var í maí 1960
að mamma sagði
okkur að Hadda
elsta systir okkar
væri að koma heim eftir vertíð í
Eyjum. Með henni væri ungur
maður frá Dalvík. Þetta var
sunnudagsmorgunn og komu þau
með flugi. Ég og eldri systir mín
ákváðum að labba á móti þeim,
þar sem þau voru að koma með
leigubíl af flugvelli, þvílíkur var
spenningurinn. Við klæddum okk-
ur í sparifötin og lögðum af stað.
En við fórum á mis við þau, og þau
voru komin heim í Sólvelli þegar
við komum til baka. Þau höfðu sett
upp hringana einhvers staðar á
leiðinni norður. Þarna sat hann
inni í stofu og hitti þarna yngri
systkini og foreldra Höddu, og
pabbi sagði honum að standa upp
og snúa sér í hring, og segir síðan
við mömmu: „Mér finnst hann
heldur magur.“ En þótt holdafarið
væri ekki mikið stóð hann alla tíð
fyrir sínu. Jóhann var einstakur í
lipurð og hjálpsemi. Ótal minning-
ar rifjast upp nú þegar að komið
er að tímamótum. Þegar þau giftu
sig út á Möðruvöllum og við
krakkarnir áttum að vaska upp á
meðan farið var í þá athöfn. En
eitthvað var slugsið í okkur og
uppvaskið ekki búið þegar brúð-
hjón og foreldrar beggja ásamt
einhverjum fleirum komu úr
kirkju, það þótti ekki sæmandi á
þessum degi. Þau fluttu á Dalvík
um kvöldið og bjuggu þar alla sína
tíð. Næsta minning er þegar
Hadda kom inn eftir til að fæða
Maríönnu, það var mikill snjór,
þetta var í apríl og hafði hún kom-
ið nokkrum dögum fyrr til Akur-
eyrar. Við sátum þetta sunnu-
dagskvöld og hlustuðum á Svavar
Gests í útvarpinu. Þegar þáttur-
inn var búinn var Hadda komin
með verki, svo að mamma fór með
henni upp á fæðingardeild, en við
hin fórum að sofa stuttu seinna.
Upp úr kl. 2 um nóttina opnaði Jó-
hann herbergisdyrnar hjá okkur
Jóhann Arnar
Tryggvason
✝ Jóhann Arnarfæddist 14. júlí
1939. Hann lést 12.
júlí 2018.
Útför Jóhanns
fór fram frá Dal-
víkurkirkju 19. júlí
2018.
og spurði um Höddu
sína, við sögðum að
hún væri á fæðingar-
deildinni og hvenær
fór hún þangað, í
gær sögðum við,
svefndrukknar og
ruglaðar og af
hverju var ég ekki
látinn vita, þá áttuð-
um við okkur á að
það var ennþá nótt
og sögðum að hún
hefði farið eftir klukkan tíu. Þá var
hann búinn að vera rúma fjóra
tíma að brjótast inn eftir á jeppa
með vini sínum í ófærðinni, hann
var ekki lengi að snarast út í bíl og
á sjúkrahúsið. Ein minning er
þegar þau komu af balli, þá settist
Jóhann inn til okkar, opnaði rúm-
fataskápinn og hló inn í hann og
sagðist vera búinn að fylla hann af
hlátri, næst stóð hann upp og fór
og lokaði eftir sér, opnaði aftur og
hló inn í herbergið og þá var hann
búinn að fylla það líka af hlátri og
þá gátum við ekki annað en hlegið
með. Það eru ótal svona ljúfar og
góðar minningar, t.d. kortið sem
fylgdi gjöfinni þegar einn sonur
okkar fæddist, æðsta ósk hins ný-
bakaða föður er smá þögn, þetta
kort valdi hann. Jóhann kom víða
við í atvinnu sinni, hvort sem það
var akstur Dalvíkurrútunnar eða
mjólkurbíla, seinna gerðist hann
leigubílstjóri, starfaði við verslun
hjá KEA og saumastofu ráku þau,
fatahreinsun og áfengisbúðin var
þar með. Hann var til sjós og var
kokkur. Fyrir rúmum þrjátíu ár-
um datt hann og höfuðkúpubrotn-
aði og það blæddi inn á heila, núna
seinni árin kom afleiðing þessa
slyss svo berlega í ljós, hann fékk
algjört verkstol. Það var erfitt og
sárt að horfa upp á þennan mann
ekki geta gert neitt. Við vorum
þakklát þegar þessu lauk og hann
þurfti ekki lengur að dvelja í þess-
um veika líkama, sjálfsagt hefur
hann verið hvíldinni feginn. En
tvennt var ekki tekið frá honum,
það var ást hans og umhyggja fyr-
ir fjölskyldu sinni og húmorinn
hafði hann fram á seinasta dag,
það var mikil guðsgjöf. Þakka
innilega góð kynni og samveru lið-
inna ára. Sendi systur minni og
hennar afkomendum samúðar-
kveðju. Sjáumst seinna.
Pálína S. Jónsdóttir (Palla).
✝ Kári Sigur-jónsson fædd-
ist á Rútsstöðum í
Svínadal, A-Hún.,
17. ágúst 1923.
Hann andaðist á
Hjúkrunar-
heimilinu Skjóli
11. júlí 2018.
Foreldrar hans
voru Guðrún Jó-
hannsdóttir, fædd
á Guðrúnar-
stöðum í Vatnsdal 23. júlí 1898,
dáin 12. maí 1966, og Sigurjón
Oddsson, fæddur í Brautarholti
í Reykjavík 7. júní 1891, dáinn
10. september 1989. Kári var
fimmti í röð 13 alsystkina auk
þess átti hann fjögur hálfsyst-
kini samfeðra.
29. mars 1953 kvæntist Kári
Helgu Pálsdóttur, f. í Höfnum
á Reykjanesi 27. júlí 1927, d. 8.
febrúar 1995. Þau skildu. Kári
og Helga eignuðust þrjú börn.
Þau eru 1) Steinunn Sigur-
björg, f. 2. maí 1949, gift Hirti
Hjartarsyni. Börn þeirra eru I)
Rúnar Ingi, f. 18. júlí 1969,
maki Agnieszka Sosnowska, f.
1. júní 1971. II) Einar Már, f. 4.
mars 1973, í sambúð með Elínu
kvæntur Maríu Guðrúnu Svein-
björnsdóttur, f. 28. júní 1980,
börn þeirra a) Vigdís Helga, f.
2001, b) Iðunn Anna, f. 2005, c)
Sigurjón Kári, f. 2010. II) Kári
Þór, f. 7. nóvember 1980. III)
Anna Dröfn, f. 19. ágúst 1982,
gift Hjörleifi Stefánssyni, börn
þeirra a) Jóhannes Þór, f. 2006,
b) Eyjólfur Ágúst, f. 2008, c)
Helga Sigríður Guðfríður, f.
2013, og fyrir átti Sigurjón IV)
Sigríði Þórlaugu, f. 29. mars
1972, börn hennar a) Sigrid
Josefine, f. 1994, b) Fredrik, f.
1998.
Kári fór snemma að heiman
og var á ýmsum bæjum í vinnu-
mennsku. 23 ára fór hann suð-
ur til Reykjavíkur og gerðist
bílstjóri hjá Alþýðubrauðgerð-
inni, síðan bílstjóri hjá Stein-
dóri og framhaldi á því á eigin
bíl á BSR og starfaði við akstur
til starfsloka 70 ára. Eftir
starfslokin byrjaði hann að
stunda hestamennsku af mikilli
ástríðu. Hann fór í margar
hestaferðir og og var oft farar-
stjóri.
Bridsspilamennska var mik-
ið áhugamál hjá honum og
einnig lomberspil.
Síðustu árin bjó Kári á
Hjúkrunarheimilinu Skjóli.
Útförin hefur farið fram í
kyrrþey að ósk Kára.
Hreinsdóttur, f. 16.
mars 1967. Börn
þeirra a) Steinunn
Edda, f. 2002, b)
Jökull Helgi, f.
2006. Elín á fyrir c)
Fjólu Hreindísi, f.
1995. III) Guðbjörg
Helga, f. 7. septem-
ber 1978, í sambúð
með Jóni Sigurðs-
syni, f. 8. desember
1977. Börn þeirra
a) Védís Lilja, f. 2008, b) Eldey
Arna, f. 2014. 2) Páll, f. 21. jan-
úar 1953, kvæntur Málfríði
Baldursdóttur, f. 15. septem-
ber 1949, áður kvæntur Anne-
lise L. Kaasgaard. Börn Páls
og Annelise I) Mads Kári, f. 23.
júní 1980, maki Mia Witten-
dorf, þeirra börn a) Lilja, f.
2008, b) Rósa, f. 2010, II) Ína
Steinunn, f. 23. apríl 1984, í
sambúð með Róberti Sæmunds-
syni, og hennar börn a) Ágúst
Pálmi, f. 2007, b) Stormur
Fenrir, f. 2010, c) Tinna Lind,
f. 2018. 3) Sigurjón, f. 27. ágúst
1954, kvæntur Vigdísi Helgu
Eyjólfsdóttur, f. 27. október
1956. Börn þeirra I) Eyjólfur
Bjarni, f. 16. júní 1979,
Mig langar í örfáum orðum að
minnast gamals vinar sem ég því
miður gat ekki fylgt til grafar á
síðustu dögum, Kára Sigurjóns-
sonar, fyrrverandi leigubílstjóra,
sem var jarðaður í kyrrþey í júlí-
mánuði. Ég kynntist Kára í sam-
félagi hestamanna í Gusti í Kópa-
voginum en hann tilheyrði hópi
leigubílstjóra á BSR og Bæjar-
leiðum sem allir héldu hesta þar á
áttunda áratug síðustu aldar.
Kári var brosmildur og léttur
karakter sem þó átti skap ef ein-
hver kom ekki nógu vel fram en
réttsýnn var hann með eindæm-
um. Það var sérstakt þetta sam-
félag leigubílstjóra sem hélt
hesta í Gusti en þeir áttu það
sameiginlegt að eiga tíma sinn
sjálfir yfir daginn og geta sinnt
hestunum að vild. Í Glaðheimum
var oft mikið líf og fjör á þessum
tíma og þar var að finna ýmsa
svipmikla persónuleika og minn-
ist ég sérstaklega Kára, Guðna,
Zopha, Bubba og Stranda-
Gvendar sem einnig lést fyrr á
þessu ári.
Kári átti heima skammt frá
mér í Reykjavík og á yngri árum
áður en ég fékk bílpróf fékk ég
oft að fljóta með honum upp í
Kópavog til að gefa í hesthúsi föð-
urbróður míns, Egils Einarsson-
ar þar sem ég sjálf var með tvo á
húsi. Í þá daga var engin Smára-
lind og nutum við útreiða á því
svæði – í landi Smárahvamms,
upp að Breiðholti, í átt að Vífils-
staðavatni í landi Garðabæjar.
Ég á ófár minningar um reiðtúra
í alls kyns veðrum með þessum
köppum sem létu ekkert stoppa
sig. Oftast var nú samt riðið í átt-
ina að Kópavogi og áð við Smára-
hvamm en mikið hefur breyst síð-
an þetta samfélag dafnaði þarna í
Kópavoginum sem nú er nánast
alveg afmáð nema í minningunni.
Öll vor riðum við saman austur
yfir Hellisheiðina með hestana í
sumarhaga og oft var farið í
hestaferð á sumrin með leigubíl-
stjórunum. Þá var gaman að
fylgjast með köllunum eiga við
hrossin. 17. ágúst 1984 fékk ég
folald undan meri sem ég hafði
fengið frá Auðkúlu í Húnavatns-
sýslu og auðvitað gat ég ekki
stillt mig um að nefna folann
Kára sem átti afmæli sama dag
og nafni hans var bara ánægður
með uppátækið. Kári var með
eindæmum hlýr og umhyggju-
samur, alltaf tók hann hlýlega í
höndina á mér og ræddi heima og
geima þegar hann skutlaði mér
heim.
Á þeim aldri þegar ég fór
stundum út að skemmta mér um
helgar gat ég hringt á stöðina um
miðjar nætur og látið kalla upp
106 þegar erfitt var að fá bíl.
Hann lét sig ekki um muna að
koma mér örugglega heim. Núna
hafa þessir tímar runnið sitt
skeið og þessir karakterar horfið
inn í eilífðina. En þótt enginn
kalli lengur blíðlega á hrossin sín
inn í hús í gerðinu við Stjarna-
holt, eða kalli 106 upp á stöðinni
þá lifir minningin um þessa tíma,
minningin um 106 – Kára, kæran
vin í hugskoti mínu. Hans nán-
ustu votta ég mína dýpstu samúð
og Kára þakka ég verndina og
hlýleikann sem hann sýndi mér
alla tíð. Farðu í friði, kæri vinur.
Hrafnhildur Gunnarsdóttir.
Kári Sigurjónsson
Það er skrítið að
fá hringingu um að
Þorsteinn Ingólfs-
son sé látinn. Það er skrítið
vegna þess að ég var hjá hon-
um fyrir tveimur dögum. Hann
var að vísu að fara til læknis,
en ekki gat maður látið sér
detta í hug að þar væri upphaf-
ið að endalokunum.
Hugurinn fer ósjálfrátt af
stað og rifjar upp allt það sem
við áttum sameiginlegt og höfð-
um gert saman.
Við Sólrún kynntumst Þor-
steini þegar þau Fríða fóru að
draga sig saman fyrir mörgum
árum, sem voru samt svo fljót
að líða.
Við fórum gjarnan til þeirra
þar sem þau bjuggu hverju
sinni og gerðum okkur glaðan
dag. Ferðuðumst og nutum
þess að vera saman.
Á sumrin komu Fríða og
Þorsteinn alltaf heim í Gnoð-
arvoginn, þá var líka búið að
plana ferð um Ísland. Margar
eru minnisstæðar og alltaf var
Fríða búin að gera plön og
panta gistingu. Við ferðuðumst
þannig að þau voru í húsi en við
í bílnum.
Grill var alltaf með og passað
upp á að gott kjöt væri með,
því ekkert fannst Þorsteini
betra.
Hann var líka frábær og
mikill grillari og þótti gaman að
gefa góðan mat.
Það er skrítið að sitja hér og
skrifa minningarorð um Þor-
Þorsteinn
Ingólfsson
✝ Þorsteinn Ing-ólfsson fæddist
9. desember 1944.
Hann lést 19. júlí
2018.
Útför Þorsteins
fór fram frá Foss-
vogskirkju 1. ágúst
2018.
stein, sem er far-
inn svona langt á
undan tímanum.
Hann sem átti eftir
að gera svo margt.
Minningin um
góðan dreng lifir
og þökkum við fyr-
ir að hafa fengið að
vera með honum
og njóta alls þess
góða sem frá hon-
um kom.
– Maður veit ekki daginn, en
hann kemur.
Fríða mín, með þessum fáu
línum sendum við Sólrún ein-
lægar samúðarkveðjur til fjöl-
skyldunnar og þín.
Steindór.
Ég minnist þess enn þegar
ég hitti Þorstein Ingólfsson í
fyrsta skipti. Ég var boðaður til
viðtals í ráðuneytinu eftir að
hafa sótt um starf þar og gekk
inn ganginn milli þeirra Þor-
steins og Ólafs Egilssonar og
fann glöggt til smæðar minnar
og reynsluleysis. Allnokkru síð-
ar hóf ég síðan störf og var svo
heppinn að fyrsti yfirmaður
minn var Þorsteinn.
Sem yfirmaður hafði Þor-
steinn sérstakt lag á að kalla
fram bestu eiginleika sam-
starfsmanna sinna.
Frá fyrsta degi var manni
treyst til þess að ráða fram út
málum á eigin forsendum en
jafnframt fylgdist hann grannt
með, leiðbeindi þegar þess
þurfti með, leiðrétti og sá til
þess að mál færu í réttan far-
veg. Alla tíð síðan bjó ég að
þeim grunni sem þar var
lagður.
Ég veit að sömu sögu hafa að
segja samstarfsmenn hans hjá
NATO, Sameinuðu þjóðunum
og Alþjóðabankanum svo aðeins
sé minnst á þrjár starfsstöðvar
á löngum og fjölbreyttum ferli.
Leiðir okkar lágu saman aft-
ur í ráðuneytinu á árunum
1991-1994 þegar hann var ráðu-
neytisstjóri en ég gegndi starfi
skrifstofustjóra á viðskipta-
skrifstofu. Verkefnin voru ærin,
innleiðing EES-samningsins og
einhver lengsta umræða á Al-
þingi í manna minnum, stað-
festing aðildar Íslands að
Alþjóðaviðskiptastofnuninni og
enn mætti lengi telja. Í þeirri
pólitísku orrahríð var gott að
geta leitað til Þorsteins, sem
ævinlega hélt ró sinni, setti
hluti í samhengi og skakkaði
leikinn þegar þess þurfti. Ég
varð ekki var við annað en að
dómgreind hans væri óskeikul.
Hann lét sér ekki nægja að
bjarga andlegri velferð minni
með rósemi sinni því líkamlegt
ástand mitt skánaði til muna
því hann dreif mig með sér
tvisvar í viku í leikfimitíma í
stjórnarráðshóp undir stjórn
Valdimars Örnólfssonar.
Þorsteinn var traustur og
yfirvegaður embættismaður
alla tíð, lengst af hjá alþjóða-
stofnunum og var treyst fyrir
veigamiklum trúnaðarstörfum á
þeim vettvangi. Orðspor Ís-
lands var í öruggum höndum
hvar sem hann kom að málum.
Það er þyngra en tárum taki
að Þorsteinn hafi ekki náð að
njóta lengur verðskuldaðrar
hvíldar eftir farsæla starfsævi
og samveru með börnum og
barnabörnum og henni Fríðu
sinni.
Ég sendi henni og fjölskyld-
unni allri mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Gunnar Snorri Gunnarsson.
Með Þorsteini Ingólfssyni er
genginn traustur maður sem
leysti af festu og samviskusemi
þau verk sem honum voru falin,
hvort heldur var á vettvangi
utanríkisþjónustu eða sem
bankaráðsmaður í Alþjóðabank-
anum.
Þorsteini kynntist ég fyrir
margt löngu er báðir unnu í
stjórnarráðinu, hann sá um
fjármál utanríkisráðuneytis og
átti sem slíkur tíð samskipti við
fjármálaráðuneyti. Tortryggni
gætti í fjarmálaráðuneyti gagn-
vart erindum um óvænt fjár-
útlát ráðuneyta eða stofnana.
Bæri Þorsteinn Ingólfsson upp
mál við fjármálaráðuneyti lærð-
ist fljótt að ganga mátti að því
sem gefnu að slík mál hefðu áð-
ur hlotið vel ígrundaða skoðun
af hans hálfu.
Leiðir okkar lágu aftur sam-
an er Þorsteinn var yfirmaður
varnarmálaskrifstofu utanríkis-
ráðuneytisins og undir hann
heyrðu samningar um upp-
byggingu Íslenska loftvarna-
kerfisins „IADS“.
Að afla samþykkis fyrir því
að Íslendingar önnuðust sjálfir
rekstur og viðhald slíks kerfis
var flókið milliríkjamál þar sem
ótal fulltrúar erlendra stór-
velda, sem og íslenskir aðilar,
reyndu að hafa áhrif á fram-
vindu málsins. Kom í hlut Þor-
steins að halda til haga íslensk-
um hagsmunum í málinu. Var
unun að því að sitja með honum
fundi og sjá hversu fastur hann
var fyrir og gætti vel íslenskra
hagmuna.
Var sama hvort viðmælendur
voru borðalagðir hershöfðingjar
eða sendiherrar eða hétu
Schultz eða Holst eða eitthvað
annað, Þorsteinn sýndi aldrei
minnsta vott undanlátssemi á
slíkum stundum heldur stóð
dyggan vörð um þá ákvörðun
að IADS skyldi viðhaldið og
rekið af Íslendingum ella ekk-
ert IADS.
Að öðrum embættismönnum
utanríkisráðuneytis ólöstuðum
tel ég Þorstein hafa átt hvað
mestan þátt í farsælli niður-
stöðu samninga um íslenska
loftvarnakerfið.
Ég þakka fyrir góð og traust
samskipti við Þorstein Ingólfs-
son á liðnum áratugum og votta
börnum hans og ekkju samúð á
erfiðum tíma í lífi þeirra.
Gunnlaugur M.
Sigmundsson.
Gunnar Hauks-
son var einn þeirra
fyrstu sem ég kynnt-
ist hjá Héðni þegar ég byrjaði að
halda utan um markaðs- og kynn-
ingarmál fyrirtækisins fyrir meira
en áratug. Við Gunnar áttum alla
tíð í miklum samskiptum, enda
snerust kynningarmálin löngum
um þau verkefni sem hann hafði á
sinni könnu.
Það var ánægjulegt og gefandi
að vinna með Gunnari. Hann leit á
sölu- og kynningarmál Héðins
sem langhlaup, vildi ekkert fara
sér óðslega og taldi – réttilega – að
trúverðugleiki gagnvart við-
skiptavinum væri grunnforsenda
árangurs. Oftar en ekki sagði
hann við mig að við skyldum bíða
og sjá til. Þetta kemur, sagði hann,
menn verða að fá að melta það
sem við erum að segja og átta sig
sjálfir, þá koma þeir. Sem reynd-
Gunnar Helgi
Hauksson
✝ Gunnar HelgiHauksson
fæddist 5. nóvem-
ber 1955. Hann lést
12. júlí 2018.
Útför Gunnars
fór fram frá
Hafnarfjarðar-
kirkju 20. júlí 2018.
ist raunin. Þolin-
mæði og þrautseigja
höfðu mikið að segja
um þann árangur
sem Gunnar náði í
störfum sínum hjá
því frábæra fyrir-
tæki sem Héðinn er.
Gunnar var hlýr
persónuleiki, átti
alltaf tíma til að
ræða málin og var
hafsjór af fróðleik,
ekki síst um sjávarútveginn. Hann
var rólyndismaður, nema þegar
kom að umræðu um kvótakerfið.
Þá átti hann það til að hækka róm-
inn. Hann taldi kvótakerfið hafa
skapað grundvöllinn að heilbrigð-
um sjávarútvegi hér á landi og lét
engan eiga neitt inni hjá sér sem
hafði efasemdir. Á sjávarútvegs-
sýningum naut hann þess að
benda á þau fjölmörgu fyrirtæki
og starfsfólk þeirra sem byggja
grundvöll sinn á þeim öfluga
sjávarútvegi sem hér þrífst.
Það voru forréttindi að fá að
kynnast og starfa með Gunnari
Haukssyni, sem er horfinn á braut
allt of snemma. Ég votta sam-
starfsfólki hans hjá Héðni og fjöl-
skyldu hans innilega samúð mína.
Ólafur Hauksson.