Morgunblaðið - 08.08.2018, Síða 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2018
Gunnar Möller, brautarstjóri vélstjórabrautar hjá Verkmennta-skólanum á Akureyri, á 50 ára afmæli í dag. Hann er vélfræð-ingur og kennari að mennt og er búinn að kenna við Verk-
menntaskólann í rúmlega tuttugu ár og vera brautarstjóri í fimm ár.
Um 60 til 70 nemendur eru á vélstjórabraut á hverju ári í skólanum.
Gunnar er borinn og barnfæddur Akureyringur og býr í Aðalstræt-
inu. „Í sumar hefur allur tíminn farið í að smíða pall við húsið. Núna
er ég í afslöppun í sumarbústað á Illugastöðum í Fnjóskadal og ætla
ekki að gera neitt sérstakt annað en það í dag.“
Mótorhjól hafa alltaf skipað háan sess hjá Gunnari. „Ég er búinn að
vera í mótorhjólunum frá því þau voru fundin upp og var lengi í stjórn
Mótorhjólasasafnsins. Ég er reyndar ekki á hjóli núna, í fyrsta skipti í
30 ár. Ákvað að taka mér smá pásu.“
Gunnar er líka í tónlistinni, en hann spilar á bassa og kontrabassa.
„Ég hef verið að spila með hópi sem kallast Braz sem er harmónikku-
hljómsveit. Við spilum m.a. á harmónikkuböllum fyrir eldri borgara.
Sjálfur hlusta ég á alla tónlist og er mikill Bítlaaðdáandi.“
Eiginkona Gunnars er Kristbjörg Anna Guðmundsdóttir. Börn
Gunnars af fyrra sambandi eru Erla Ruth, f. 1988, Brandur Loki, f.
1995, og Gunnar Bjarmi, 1996, og stjúpbörn hans eru Axel Snær, f.
2001, og Apríl Mjöll, f. 2002.
Hjónin Gunnar og Kristbjörg stödd í Lundúnum fyrir tveimur árum.
Verður í afslöppun
eftir smíðavinnuna
Gunnar Möller er fimmtugur í dag
H
refna Haraldsdóttir
fæddist í Reykjavík
8.8. 1958, ólst þar upp,
fyrst í Þingholtunum
til sjö ára aldurs og síð-
ar í Háaleitishverfinu. Hún var í
Ísaksskóla, Álftamýrarskóla, lauk
stúdentsprófi frá MH, BA-prófi í ís-
lensku frá HÍ, og prófi í uppeldis- og
kennslufræði til kennsluréttinda. Auk
þess stundaði hún nám í opinberri
stjórnsýslu og stjórnun menningar-
stofnana við HÍ.
Hrefna var framkvæmdastjóri
Stúdentaleikhússins, vann við texta-
gerð á auglýsingastofu um skeið, hafði
umsjón með sjónvarpsþáttum á RÚV
og Stöð 2 og stundaði trilluútgerð
nokkur sumur frá Hellnum á Snæfells-
nesi. Hún kenndi íslensku við MH
1991-2001, stýrði menningarnótt í
Reykjavík árið 1999 og árið 2000 var
hún framkvæmdastjóri Listahátíðar í
Reykjavík og síðar listrænn stjórnandi
hennar og er nú framkvæmdastjóri
Miðstöðvar íslenskra bókmennta.
Hrefna hefur tvívegis verið for-
maður í valnefnd Íslensku bók-
menntaverðlaunanna. Hún hefur
setið í stjórn og úthlutunarnefnd
Hlaðvarpans, stjórn Hannesarholts,
verið sérfræðingur hjá Norræna
menningarsjóðnum og stjórnar-
Hrefna Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri – 60 ára
Á brúðkaupsdaginn, 12.9. fyrir 20 árum F.v.: Arnaldur, Björn Brynjúlfur, Björn, Hrefna, Birta og Brynja.
Bókmenntir, hálendið
og hin víða, fagra veröld
Með barnabörnunum Í Frakklandi fyrir tveimur árum, talið frá vinstri:
Herdís Anna, Hrefna með Jón Egil, Björn með Sölva Brynjar og Óttar.
Reykjavík Valgerður Ósk Kjaran fædd-
ist 21. september 2017 kl. 11.42. Hún vó
3.384 g og var 50 cm löng. Foreldrar
hennar eru G. Janus Guðjónsson og
Anna María Eiríksdóttir.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
MOVIE STAR
hvíldarstóll
Verð frá 398.000,-