Morgunblaðið - 08.08.2018, Blaðsíða 27
formaður Miðstöðvar íslenskra bók-
mennta.
„Þegar ég var skálavörður á hálend-
inu nokkur sumur á 9. áratugnum fékk
ég hálendisbakteríuna og hef ferðast
mikið um landið frá þeim tíma, farið í
fjölmargar langar og stuttar göngu-
ferðir um allt land. Fyrr í sumar fórum
við með gönguhópnum okkar mjög fal-
lega leið, Ólafsdalshringinn við Gils-
fjörð, þangað hafði ég ekki komið áður,
því sem betur fer er alltaf eitthvað nýtt
að sjá.“
En Hrefna er ekki síður veik fyrir
heimshornaflakki: „Við Björn fórum í
nokkurra mánaða ævintýralega reisu í
kringum hnöttinn árið 1987. Ég var þá
ófrísk að eldri syni okkar. Kína var á
þeim tíma næstum alveg lokað land og
mikil upplifun að koma þangað, t.d.
varla bíl að sjá í Peking, bara hafsjó af
hjólum – allt var gerólíkt því sem blasti
við þegar ég kom þangað aftur 2010.
Við eigum marga uppáhaldsstaði í
henni veröld, Ítalía er einn þeirra, en
við vorum einu sinni þar í litlu fjalla-
þorpi á Amalfiskaganum í hálft ár með
öll börnin, lærðum ítölsku, gengum á
fjöll og lékum okkur.“
Svo má ekki gleyma bókmennt-
unum: „Ég hef verið í leshring með
skólasystrum úr HÍ í rúma þrjá ára-
tugi, þar sem við lesum bara bækur
eftir konur. Ég er auk þess í öðrum
kvennalesklúbbi sem les allt milli him-
ins og jarðar. Svo er ég í tveimur
saumaklúbbum. Það er sem sagt nóg
af skemmtilegum konum í kringum
mig og ég fer á menningarviðburði af
öllu tagi – og hef gaman af að spila
golf.“
Fjölskylda
Eiginmaður Hrefnu er Björn B.
Björnsson, f. 2.8.1956, kvikmyndagerð-
armaður. „Við hófum sambúð 1986 en
giftum okkur ekki fyrr en 1998.“ For-
eldrar Björns: Björn Br. Björnsson, f.
14.8. 1910, d. 27.1. 1972, tannlæknir á
Íslandi og í Danmörku, og Jóna Sig-
urjónsdóttir, f. 19.2. 1933, d. 6.10. 2013,
var búsett á Íslandi og Englandi.
Synir Hrefnu og Björns eru Björn
Brynjúlfur Björnsson, f. 2.2. 1988, hag-
fræðingur í Reykjavík, og Arnaldur,
4.1. 1991, landvörður, búsettur í
Reykjavík.
Stjúpdætur Hrefnu eru Birta
Björnsdóttir, f. 28.9. 1979, fréttamaður
í Reykjavík en maður hennar er
Sveinn Logi Sölvason, og Brynja
Björnsdóttir, f. 29.8. 1982, leikmynda-
hönnuður í Reykjavík en maður henn-
ar er Hjörtur Jóhann Jónsson.
Barnabörnin eru fjögur á aldrinum
3ja til 12 ára.
Systur Hrefnu eru Helga, f. 1956,
sérfræðingur í atvinnu- og nyýsköp-
unarráðuneytinu en maður hennar er
Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson tón-
skáld en þau búa í Reykjavík, og Halla,
f. 1967, markaðsfulltrúi hjá Nóa, en
maður hennar er Víðir Sigurðsson
kvikmyndatökumaður og þau eru bú-
sett í Garðabæ.
Hálfsystkini, sammæðra: Elín, f.
1946, fyrrv. skrifstofu- og verslunar-
maður en maður hennar er Hrafn
Sveinbjörnsson, og Jón Haukur, f.
1948, d. 2009, lengst af búsettur í
Reykjavík en ekkja hans er Sigurlína
Kristín Scheving, ritari í Reykjavík.
Foreldrar Hrefnu: Haraldur Sæ-
mundsson, f. 25.2. 1929, kaupmaður í
Reykjavík, nú í Garðabæ, og Aðal-
heiður Jónsdóttir, f. 11.5. 1927, d.
28.11. 2017, húsmóðir og verslunar-
kona.
Hrefna Haraldsdóttir
Helga María Þorvarðardóttir
húsfr. í Rvík
Gísli Halldórsson
b. í Holti, síðar byggingam. í Rvík
Elín Gísladóttir
klæðskeri í Rvík
Jón Guðnason
tré- og bílasmiður í Rvík
Aðalheiður Jónsdóttir
húsfr. og verslunarkona í Garðabæ,
áður í Rvík
Margrét Jónsdóttir
húsfr. í Bakkakoti á Akranesi
Guðni Þorbergsson
b. á Lækjarbotnum, Kolviðarhóli og Bakkakoti
Stefanía Tómasdóttir
húsfr. á Járngerðarstöðum
Tómas Þorvaldsson forstj. Þorbjörns í Grindavík.
Guðlaugur Þorvaldsson háskólarektor
og sáttasemjari ríkisins
ríkur Tómasson útgerðarm.
á Járngerðarstöðum
EiEllert Eiríksson fv.
bæjarstj. í Reykjanesbæ
Ásgeir Sæmundsson framkvstj.
tæknisviðs Rafmagnsveitna ríkisins
Gísli Jónsson rafmagnsverkfræðingur og
prófessor, frumkvöðull í rafbílum á Íslandi
Guðný Erlingsdóttir
húsfr. á Þorvaldsstöðum
Sigurður Sigurðsson
b. á Þorvaldsstöðum í
Hvítársíðu, af Efstabæjarætt
Guðný Sigurðardóttir
húsfr. í Grindavík og Rvík
Sæmundur Tómasson
trésmiður í Grindavík og Rvík
Bjarni Sæmundsson
fiskifræðingur
Anna Bjarnadóttir
enskukennari og
námsbókahöfundur
Bjarni Einarsson forstj.
Byggðastofnunar
Guðmundur Einarsson
forstj. Skipaútgerðar ríkisins
Margrét Sæmundsdóttir
húsfr. á Járngerðarstöðum, bróðurdóttir Þorláks, langafa
Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra, og bróðurdóttir
Einars í Garðhúsum, langafa Ólafs Gauks tónlistarmanns
Tómas Guðmundsson
útvegsb. á Járngerðarstöðum,
Grindavík
Úr frændgarði Hrefnu Haraldsdóttur
Haraldur Sæmundsson
kaupm. í Garðabæ, áður í Rvík
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2018
103 ára
Stefán Kemp
90 ára
Albert Þorsteinsson
85 ára
Laufey Guðbjörg
Jóhannesdóttir
80 ára
Elvar Bjarnason
Haraldur Hafsteinn
Jónsson
Hrafnkell Kárason
Leifur Gíslason
75 ára
Björgvin Magnússon
Unnur Ragnars
70 ára
Auður Jóna Maríusdóttir
Guðfinnur Pálmar
Sigurfinnsson
Hjálmar Hjálmarsson
Sigríður Þorvaldsdóttir
Vilhelm Valgeir
Guðbjartsson
60 ára
Elín Bjarnadóttir
Emiliana D. Sigurðsson
Hrefna Haraldsdóttir
Ólafur Jónsson
Sæbjörg B. Þórarinsdóttir
50 ára
Aziza Ascour
Claudia Yvonne Bolk
Edda Valdís Valtýsdóttir
Gísli Arnar Gíslason
Guðfinna Kristófersdóttir
Gunnar Möller
Halla Einarsdóttir
Haraldur Örn Hannesson
Marta Esther Hjaltadóttir
Piotr Paciejewski
Sigurborg Ólafsdóttir
Þorleifur Gunnar Elíasson
Örn Logi Hákonarson
40 ára
Andri Ottósson
Antero José Da C. Ferreira
Ágústa Hera Harðardóttir
Ernesto Jose B. Curbelo
Jakub Mikolaj Kubs
Jaroslaw Stefanowicz
Joel Charles Owona
Jóna Björg Pálmadóttir
Jón Grétar Herjólfsson
Lukasz Wieczorek
Ósk Norðfjörð Þrastardóttir
Piotr Olszewski
Rannveig Richter
Röðull K. Arinbjargarson
Sigurður Bjarnason
Sigursteinn Sumarliðason
Svala Birna Sæbjörnsdóttir
Sylvía Heiður La Voque
30 ára
Andri Már Friðriksson
Branislav Banda
Brynjólfur Örn Sigurðsson
Daniela X. San M. Álvarez
Dominik Matyka
Grzegorz Wieczorkowski
Hákon Örvar Hannesson
Jirasak Homehow
Joanna Anna Nowak
Jóhanna M. Gísladóttir
Kristín Hansdóttir
Magda Kwiatkowska
Nathalie F. La Hargue
Stéphanie Muriel User
Sylvía H. Steingrímsdóttir
Sævar Snær Pétursson
Viktor Alex Brynjarsson
Viktor Freyr Róbertsson
Vorpon Choeipho
Ýmir Guðmundsson
Þórey Ólöf Þorgilsdóttir
Til hamingju með daginn
30 ára Viktor ólst í upp
Keflavík, býr í Reykjanes-
bæ, er að ljúka námi í raf-
virkjun á starfssamningi
hjá ÍAV og starfar jafn-
framt hjá ISAVIA.
Maki: Heiðrún Þórðar-
dóttir, f. 1989, grunn-
skólakennari.
Börn: Daði Freyr, f. 2014,
og Írena Sif, f. 2016.
Foreldrar: Arnbjörg
Gunnlaugsdóttir, f. 1957,
og Róbert Smári Reynis-
son, f. 1956.
Viktor Freyr
Róbertsson
30 ára Viktor ólst upp í
Malmö í Svíþjóð og síðan í
Kópavogi, er nú búsettur í
Reykjavík, er að ljúka BS-
prófi í tölvunarfræði frá
HÍ og er forritari hjá Voda-
fone.
Unnusta: Ragnheiður
Ásta Karlsdóttir, f. 1985,
forritari hjá Fiskistofu.
Foreldrar: Brynjar Óskar
Hallmannsson, f. 1968, og
Valgerður Helga Valgeirs-
dóttir, f. 1968. Þau eru
búsett í Kópavogi.
Viktor Alex
Brynjarsson
30 ára Sylvía ólst upp í
Grindavík, býr í Hafnar-
firði og er langferðabíl-
stjóri hjá Gray Line.
Maki: Sigurður Fannar
Guðmundsson, f. 1984,
rútubílstjóri hjá Gray Line.
Sonur: Þorsteinn Hjálmar
Fannarsson, f. 2013.
Foreldrar: Olga Rán
Gylfadóttir, f. 1960, hús-
freyja í Reykjavík, og
Steingrímur Thorarensen,
f. 1960, húsasmiður í
Grindavík.
Sylvía Harpa
Steingrímsdóttir
HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI
Hágæða
vinnuföt
í miklu úrvali
Sérmerkjum fyrir fyrirtæki
Verkfæri og festingar
Mikið úrval af öryggisvörum
Nú fástS s vinnuföt í
Ásta Jóhannsdóttir hefur varið
doktorsritgerð sína í félagsfræði við
Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið
Kynjaðar sjálfsmyndir á Íslandi, landi
kynjajafnréttis – Möguleikar og tak-
markanir á birtingu kyngervis meðal
ungs fólks í Reykjavík 2012-2016 (e.
Gender Identities in Gender Equal Ice-
land – Possibilities and Limitations in
the Performance of Gender Among
Young People in Reykjavík 2012-
2016).
Leiðbeinandi var dr. Ingólfur V.
Gíslason, dósent í félagsfræði við Há-
skóla Íslands.
Markmið rannsóknarinnar var að
varpa ljósi á samtíma kyngervishug-
myndir ungs fólks í Reykjavík. Skoðað
var að hve miklu leyti konur og karlar
eru takmörkuð af viðteknum hug-
myndum um kyngervi og hvort rými
sé til að ögra eða hafna þessum hug-
myndum. Rannsóknin skoðar með
hvaða hætti orðræður um kynjajafn-
rétti, femínisma og nýfrjálshyggju
hafa áhrif á sjálfsmyndarmótun og
sjálfsskilning ungs fólks.
Rannsóknin er sett í samhengi við
fræðilega umfjöllun um kyngervi,
sjálfsmyndir og ögun sjálfsins í anda
kenninga Michels Foucault og tengsl
við póst-femíníska
orðræðu um sjálf-
skapandi ein-
staklinga. Hrif-
kenningar eru
einnig notaðar til
að skýra sterkt
tog í átt að
ákveðnum hug-
myndum sem á
þátt í að skapa ráðandi orðræðu.
Í rannsókninni var notast við
margskonar eigindlegar aðferðir –
hálf-stöðluð viðtöl við ungt fólk á aldr-
inum 18-25 ára, samvinnurannsókn
með ungum konum, orðræðugreiningu
á fjölmiðlum í kringum #freethenipple
og tilviksrannsókn á líkamshára venj-
um. Mun meiri hefting tengd líkam-
anum var meðal kvenna á meðan karl-
ar gátu í meira mæli valið um
jákvæðari og nútímalegri hugmyndir
um karlmennsku og hafnað neikvæð-
um og gamaldags hugmyndum. Aukin
óánægja meðal íslenskra kvenna með-
an á rannsókninni stóð leiddi (að hluta
til) til aukningar á femínískum aðgerð-
um – þar sem skorað var á stjórnvöld
að taka á femínískum málefnum eins
og kynferðisofbeldi og kynferðislegri
hlutgervingu kvenna.
Ásta Jóhannsdóttir
Ásta Jóhannsdóttir fæddist á Hvammstanga árið 1978. Hún lauk BA-prófi í hagfræði,
heimspeki og stjórnmálafræði frá Háskólanum á Bifröst árið 2008, MA-prófi í mann-
fræði frá Háskóla Íslands árið 2010 og diplómu í kynjafræði frá Háskóla Íslands 2011.
Hún er með nýdoktorastöðu í fötlunarfræði á félagsvísindasviði við Háskóla Íslands
Ásta býr með Sveini Guðmundssyni og á einn son, Mikael Óskar Arnarsson.
Doktor