Morgunblaðið - 08.08.2018, Side 31

Morgunblaðið - 08.08.2018, Side 31
Einbeitt Ólöf Nordal leggur lokahönd á verk sem verður til sýnis. það er flóð, en í Gróttu þegar það er fjara. Upplifun sýningargesta við að koma hingað út eftir verður líka í takt við náttúruna það sem hún ræður aðgengi okkar að eyjunni og þar með sýningunni.“ Mögnuð lífsreynsla Von Girsewald segir að hún sé mjög þakklát ráðafólki á Seltjarnar- nesi fyrir að bjóða henni afnot af húsunum á Gróttu, það hafi verið einstakir samstarfsaðilar. „Listamennirnir hafa verið alveg frábærir og það er mikill heiður fyr- ir mig að fá að vinna þessa sýningu hér sem útlendingur og taka á þessu málefni. Íslenska listasamfélagið er einstakt, allir sérlega hjálplegir, sem ég kann mjög mikið að meta, eftir að hafa búið og starfað í Lond- on, Berlín og Bandaríkjunum. Þetta hefur verið alveg mögnuð lífs- reynsla,“ segir von Girsewald, sem vonast til að geta komið á lista- mannaskiptum á milli Reykjavíkur og Berlínar þar sem hún er búsett.“ – Heldurðu að þú getir með þess- ari sýningu ýtt við Íslendingum að velta meira fyrir sér torfbæjunum? „Ég vona það svo sannarlega, því það er áríðandi að gera það núna. Seinasta fólkið sem bjó í þeim er að hverfa, og það eru sögur sem þarf að segja og deila. Hins vegar finn ég að það er áhugi á Íslandi nú þegar á torfbæjum, t.d. á hleðslulistinni, þannig að þessi sýning kemur alveg á réttum tíma,“ segir Annabelle von Girsewald, sýningarstjóri TORFS. af torfbæjum Sköpunargleði Sean Patrick O’Brien er meðal sýnenda, en hann hefur byggt sér lítinn kofa. Sýningartímar í Ráðagerði: fös – sun kl. 12–18. Sýningartímar í Albertsbúð, Vitavarðarhúsinu, Fræðasetrinu og Gróttuvita: fös – sun þegar að það er fjara. Vinsamlega skoðið Earth Homing á Facebook og Instagram til að nálgast flóðatöflu fyrir Gróttu. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2018 Axel Helgi Ívarsson axel@mbl.is Nú stendur yfir tónleikaröð hér á landi með söngkonunni Stínu Ágústs- dóttur en hún hefur getið sér gott orð fyrir djasstónlist á undanförnum ár- um, m.a. var plata hennar, Jazz á ís- lensku, tilnefnd til íslensku tónlistar- verðlaunanna fyrir tónlistarárið 2016. Stína gaf sig á tal við blaðamann Morgunblaðsins um tónleikana ferna sem hún heldur hérlendis og hvað annað sé fram undan. Tilfinningaríkir tónleikar Stína hefur nú þegar haldið tvenna tónleika, 31. júlí á KEX Hostel og á Bryggjunni Brugghúsi síðasta sunnudag. Á morgun spilar Stína í Hannesarholti kl. 20 ásamt Önnu Grétu Sigurðardóttur píanista og Mikael Mána Ásmundarsyni gítar- leikara. „Það var mikið á stuð á Bryggjunni og sömuleiðis á KEX Hostel. Fólk grét, hló og öskraði. Það er alltaf stemning. Ég er ekki beint í feimnum krúttsöng,“ segir Stína hress. Á tónleikunum annað kvöld í Hannesarholti mun Stína ásamt Önnu Grétu og Mikael Mána flytja eigin lög í bland við lög tónlistarfólks eins og Joni Mitchell og Bob Dylan. Stína hefur áður spilað í Hannesar- holti og spurð hvað heilli við þann til- tekna stað segir hún að þar sé af- skaplega fallegur hljómburður en einnig sé flygillinn þar frábær. „Það gerir Hannesarholt svo sérstakt til þess að spila á,“ segir Stína til við- bótar. Tónleikarnir eru hluti af KÍ- TÓN tónleikum, en KÍTÓN er félag kvenna í tónlist. Afar ólíkir tónleikastaðir Tónleikarnir fernir eru allir á afar ólíkum stöðum, þ.e. KEX Hostel, Bryggjanni Brugghúsi, Hannesar- holti og að lokum á laugardaginn á Jómfrúnni í miðborg Reykjavíkur. „Á Jómfrúnni var planið að hafa blús- aðan djass en vegna þess að Gleði- gangan verður á sama tíma þá ætla ég reyna að hafa smá „pride“ í tónlist- inni líka,“ segir Stína. Stína segir að hún leggi alltaf upp með að spila á mismunandi stöðum, með mismunandi fólki og fyrir mis- munandi gesti. Spurð hvers vegna það sé segir Stína að það sé einfald- lega vegna þess að það er gaman. „Fjölbreytnin er skemmtileg. Fólk er stundum hrætt við djass, sérstaklega söngdjass, en það er einfaldlega mis- skilningur. Söngdjass er alltaf mjög aðgengilegur og algjör óþarfi að vera hræddur við hann,“ segir Stína og hlær. Djassinn býður upp á fjölbreytni Stína segir að það sé svo sérstakt hvað djasstónlist getur þróast í marg- ar og mismunandi áttir. „Maður veit ekki hvað mun gerast. Það getur allt gerst. Þess vegna er líka gaman að spila með mismunandi fólki og fá þannig mismunandi upplifanir,“ segir Stína. Þannig eiga tónleikastaðurinn, stemningin, gestirnir, hljóðstigið, og tónlistarmennirnir allir sinn þátt í að skapa einstakt andrúmsloft hverju sinni. Fram undan eru tónleikar í Stokk- hólmi í haust þar sem einn vinsælasti djassgítarleikari Svíþjóðar, Erik Söderlind, mun spila með Stínu. „Það verður svona vókalísudagskrá eins og ég var með á Bryggjunni þar sem ég sem texta við þekkt hljóðfærasóló,“ segir Stína. Spurð hvort hún sé að vinna að nýrri plötu kveður Stína já við, hún sé að semja nýja tónlist. Hins vegar er hún með mörg önnur járn í eldinum að auki um þessar mundir. „Ég er stödd í nokkrum ólíkum verkefnum, t.a.m. er ég í hústónlistarverkefni, bý til hústónlist og svokallað „nu-disco“ og er búin að gefa út tvær smáskífur á árinu í því verkefni,“ segir Stína að lokum. Ástríðufull djasstónlist í miðborginni  Söngkonan Stína Ágústsdóttir er með mörg járn í eldinum í tónlistinni Ljósmynd/Magnus Andersen Fjölbreytni Söngkonan Stína Ágústsdóttir býr til bæði djass- og hústónlist. ////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////// ///////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.