Morgunblaðið - 08.08.2018, Síða 36

Morgunblaðið - 08.08.2018, Síða 36
MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 220. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Íbúð í Grafarvogi lögð í rúst 2. Lögreglan vill ná tali af ... 3. Skúli hélt upp á daginn í ... 4. Seldi barnaníðingum son sinn »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Hildur Vala og Jón Ólafsson hefja tónleikaferð sína um landið í dag. Þau koma fram á Höfða í Svarfaðardal í kvöld kl. 21, á Kaffi Klöru á Ólafsfirði á morgun kl. 21, í Fjarðarborg á Borgarfirði eystra á föstudag kl. 21.30 og í Havaríi í Berufirði á laugar- dag kl. 21. Þau koma fram 19. ágúst í Norræna húsinu kl. 15 og í Listasafni Árnesinga í Hveragerði kl. 17. Leggja land undir fót  Ásta Kristín Benediktsdóttir, íslensku- og bók- menntafræðingur, leiðir hinsegin bókmenntagöngu sem hefst í kvöld kl. 19. Gengið verður frá Borgar- bókasafni í Gróf- inni um Austurvöll að Lækjargötu og þaðan áleiðis kringum Tjörnina, en gangan tekur rúman klukkutíma. Þema göngunnar er ljóð, smásögur og skáldsögur frá miðri 20. öld, rit- skoðun og tjáning á hinsegin tilfinn- ingum og reynslu í listum fyrir tíma sjálfsmyndarpólitíkur. Gengið á vit hinsegin bókmennta í kvöld  Söngvaskáldið Lára Rúnars kemur ásamt hljómsveit fram á næstsíðustu tónleikum sumar- tónleikaraðar Nor- ræna hússins sem hefjast í kvöld kl. 21. Á efnisskrá tón- leikanna verða lög af nýjum diski tónlistarkon- unnar. Lára Rúnars leikur í Norræna húsinu Á fimmtudag Norðvestlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og skýjað með köflum, dálítil væta norðaustan til, en bjartviðri syðra. Hiti 10 til 16 stig sunnan- og vestanlands, annars 5 til 10 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðvestlæg átt, 5-13 m/s, og rigning með köflum norðan og norðaustan til, en bjartviðri syðra. Hiti 5 til 10 stig fyrir norðan, en 10 til 17 sunnan heiða. VEÐUR „Ég hef ekkert nema gott um Erik Hamrén að segja. Ég kom til Örgryte 1999 eft- ir erfitt ár hjá Vålerenga. Hann var í raun nýtekinn við liðinu þegar ég kom til Sví- þjóðar,“ segir Brynjar Björn Gunnarsson, fyrrverandi landsliðsmaður, meðal ann- ars um næsta þjálfara karlalandsliðsins í knatt- spyrnu, en Brynjar lék um tíma undir hans stjórn í Svíþjóð. »1 Brynjar Björn hælir Erik Hamrén Íslandsmeistarar kvenna í knatt- spyrnu í Þór/KA fóru vel af stað í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meist- aradeildar Evrópu í gær. Þór/KA hafði betur gegn Linfield 2:0 en leikið var á Norður-Írlandi og þar munu Akureyr- ingar leika tvo leiki til viðbótar á næstu dögum. Efsta liðið af þeim fjórum sem í riðlinum eru kemst áfram í keppninni. Sigur Þórs/KA var nokkuð öruggur í gær og gat liðið leyft sér þann munað að brenna af vítaspyrnu. »4 Nokkuð öruggt hjá Þór/ KA gegn Linfield „Það er mikið af stórum nöfnum að taka þátt í ár og þetta eru meira og minna allt strákar sem maður hefur horft á í sjónvarpinu undanfarin ár,“ segir Sindri Hrafn Guðmundsson, Ís- landsmeistari í spjótkasti, sem keppir á fyrsta stórmóti sínu í flokki fullorðinna á Evrópumótinu í Berlín í dag. Sindri telur sig eiga góða mögu- leika á að komast í úrslit. »3 Í glímu við þá sem hann hefur horft á síðustu ár ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Tuttugu ár eru liðin síðan Félag um endurreisn listasafns Samúels Jóns- sonar í Selárdal eða „Sambafélagið“ var stofnað. Af því tilefni mun félag- ið efna til Sambahátíðar á Listasafni Samúels Jónssonar laugardaginn 11. ágúst. Dagskráin verður fjölbreytt og verður boðið upp á föndur fyrir börn, kvikmyndasýningu, gönguleið- sögnog tónleika í kirkjunni. Listamaðurinn Samúel, sem var gjarnan kallaður Sambi, er þekktur fyrir hæfileika sína í myndlist, högg- myndalist og byggingarlist. Samúel var fæddur 1884 á Horni í Arnarfirði en bjó stærstan hluta ævinnar við mikla fátækt í Selárdal. Hann mál- aði fjölmörg olíumálverk og lands- lagsmyndir sem hann rammaði inn sjálfur, auk þess að gera sér högg- myndalistagarð. Listasafnið er þar sem Samúel átti heima en „Sambafélagið“ stend- ur fyrir endurreisn á heimili Sam- úels. Til stendur að koma því í rekst- ur og hafa kaffihús og gistiaðstöðu þar. „Núna er vinna í gangi sem miðar að því að koma húsinu í notk- un. Það var að hruni komið og þurfti að taka það niður, en nú er búið að reisa það og innrétta það, að hluta til,“ segir Ólafur Jóhann Engil- bertsson, einn stofnenda félagsins. Félagið hefur sinnt viðgerðum á listaverkum og byggingum Samúels í hátt í tvo áratugi. Myndhöggvarinn Gerhard König hefur frá upphafi verið verkstjóri viðgerðanna og hafa sjálfboðaliðar frá hátt í 20 löndum komið að endurreisn listasafns Samúels. Helstu styrktaraðilar verkefnisins eru Uppbyggingarsjóður Vestfjarða, Menning- arráð Vestfjarða og Framkvæmdasjóður ferðamannastaða. Í febr- úar fór fram söfnun á vegum Karol- ina Fund þar sem tvær og hálf millj- ón safnaðist, sem varð til þess að félagið náði endum saman við endur- reisn húss Samúels. Listasafnið er vel þekkt innan- lands sem utan, en Ólafur reiknar með því að um 5.000 manns heim- sæki það á sumri hverju. Lítið eða ekkert hefur verið fjallað um Sam- úel í íslenskri listasögu en Ólafur segir áhugann hafa aukist með tím- anum. „Þannig er það með list Sam- úels og annarra alþýðulistamanna að þeir voru lengi vel ekki viður- kenndir sem alvöru listamenn. Verkin eru fyrst og fremst alþýðu- list og áhuginn á henni hefur aukist á undanförnum áratugum,“ segir Ólafur. Halda Sambahátíð í Selárdal  „Sambafélagið“ fagnar 20 ára af- mæli um helgina Gosbrunnur Myndhöggvarinn Gerard König gerði grein fyrir viðgerðum ljónagosbrunnsins á Sambahátíð 2011. Samúel Jónsson var fæddur á bæn- um Horni í Arnarfirði árið 1884. Líf hans var enginn dans á rósum og missti hann föður sinn fjögurra ára gamall. Hann eignaðist þrjú börn með eiginkonu sinni Salóme Sam- úelsdóttur en þau létust öll fyrir ald- ur fram. Árið 1947 fluttu hjónin í Selárdal en Salóme lést skömmu eftir það. Samúel bjó því einn í Selárdal um 22 ára skeið. Þar byggði hann af miklum móð íbúðarhús, kirkju og listasafn. Sam- úel hafði einungis eitt sett af móta- timbri og gat því aðeins steypt það sem nam einni fjöl í einu. Hann sótti mölina niður í fjöru og bar á bakinu en sementið sótti hann á Bíldudal. Samúels er hvergi getið í ritum um íslenska listasögu. Þó var hann af- kastamikill höggmyndalistamaður og málari en smíðaði einnig líkön. Afkastamikli listamaðurinn LÍF SAMÚELS VAR EKKI DANS Á RÓSUM Kirkja Samúels Jónssonar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.