Morgunblaðið - 09.08.2018, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 09.08.2018, Qupperneq 1
F I M M T U D A G U R 9. Á G Ú S T 2 0 1 8 Stofnað 1913  185. tölublað  106. árgangur  ÞETTA HEFUR VERIÐ MIKIÐ ÆVINTÝRI BARÁTTUGLEÐIN RÍKIR BIRGÐASTÝRING ER SÉRSTÖK LISTGREIN HINSEGIN DAGAR 58 VIÐSKIPTAMOGGINNMJALLHVÍT OG SIGLÓ 12 Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Skráðum ofbeldis- og hótunarbrot- um gegn lögreglumönnum á höfuð- borgarsvæðinu fjölgaði á fyrri hluta ársins frá meðaltali þriggja síðustu ára. Á fyrstu sex mánuðum ársins var tilkynnt um 42 ofbeldisbrot og 20 hótanir um ofbeldi gegn lögreglu- manni. Fjölgaði ofbeldisbrotum um 64%, sé miðað við meðaltal áranna 2015 til 2017 og hótunarbrotum um 36%. Mar og tognanir algeng meiðsli Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlög- regluþjónn hjá Lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu, segir það sjaldgæft að lögreglumenn séu frá störfum í langan tíma vegna ofbeldis sem þeir séu beittir. Þó séu dæmi um slíkt. „Stundum þurfum að taka fólk í skjól og setja í önnur störf tíma- bundið eða þá að fólk er beinlínis slasað og er frá í lengri tíma,“ segir hann. Algengar árásir gegn lögreglu eru spörk í fætur og hnefahögg í andlit og afleiðingarnar oft mar og togn- anir. Karlar eru í miklum meirihluta meintra gerenda í ofbeldis- og hót- unarbrotum. Á síðustu misserum hafa konur í nær öllum tilfellum sætt grun um ofbeldi, en ekki aðeins hót- anir, þegar þær eiga í hlut. »4 Fleiri veittust að lögreglunni  Ofbeldisbrotum fjölgaði um 64% frá síðustu árum  Hótanir einnig fleiri  Karlmenn voru 76% gerendanna  Sumir lögreglumenn tímabundið óstarfhæfir Alls dvelja nú 274 liðsmenn bandaríska flughersins í Keflavík í tengslum við loft- rýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins. Kan- arnir hafa með sér þrettán F-15 orr- ustuþotur sem flogið er um Ísland þessa dagana, en blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins fylgdust með mögnuðu sjónarspili þegar tíu þeirra tóku á loft á þriðjudagsmorgun. Einn af bandarísku orrustuflugmönn- unum segir það mikilvægt að vera vel kunn- ugur aðstæðum í löndum Atlantshafs- bandalagsins og bendir á mikilvægi æfinga. Framkvæmdastjóri varnarmála hjá Land- helgisgæslunni tekur í sama streng og segir að þótt orrustuþotur séu ekki hér allt árið um kring fari eftirlit með loftrýminu fram allan sólarhringinn, allan ársins hring. Bæði er verið að þjálfa flugmenn, en líka sýna getu Atlantshafsbandalagsins. »22 & 24 Morgunblaðið/Árni Sæberg 13 bandarískar orrustuþotur sinna tímabundinni loftrýmisgæslu  Knattspyrnusamband Íslands kynnti Svíann Erik Hamrén til sög- unnar í gær sem næsta þjálfara karlalandsliðsins á blaðamanna- fundi í höfuðstöðvum KSÍ í Laug- ardalnum. Svíinn segist ekki vera kominn til Íslands til að umbylta leikstíl liðsins og hefur kynnt sér þær áherslur sem forverar hans í starfi lögðu til grundvallar. Segir hann í því felast mikla áskorun að reyna að koma Ís- landi á þriðja stórmótið í röð. Nokkuð sem fjölmennari þjóðum en Íslandi reynist snúið í knattspyrn- unni. Rætt er við Hamrén og for- mann KSÍ í íþróttablaðinu. Svipaðar áherslur og á síðustu árum Morgunblaðið/Valli Þjálfarinn Erik Hamrén á fundinum í gær.  Stefnt er að opnun tveggja nýrra hollustuveitingastaða undir merkj- um Gló í Kaupmannahöfn á næstu sex mánuðum. Fyrsti staðurinn var opnaður fyrir rúmu ári í kjallar- anum á verslunarhúsinu Magasin du Nord á einum fjölfarnasta stað borgarinnar. Annar staðurinn var svo opnaður í nóvember í fyrra í nýrri mathöll við Tívolí. Reksturinn gengur vel að sögn Birgis Þórs Bieltvedt, aðaleiganda Gló, og er helsti styrkleiki staðarins í Dan- mörku að hann selur nánast alfarið lífrænan mat. Leit að álitlegri stað- setningu fyrir staðina tvo stendur yfir og gæti Svíþjóð orðið næsti áfangastaður. »Viðskiptamogginn Vilja fjölga stöðum Gló í Kaupmannahöfn Gló Fyrsti staðurinn var opnaður í Magasin. Sæbjúgnaafli stefnir í sögulegt met en hann gæti orðið fimm þús- und tonn á fisk- veiðiárinu. Mest af bjúgunum er selt til Kína, en þar eru þau nýtt í heilsu- og lækn- ingavörur. Davíð Freyr Jónsson, framkvæmdastjóri Aurora Seafood, áætlar að útflutnings- verðmæti fimm þúsund tonna geti verið um eða yfir 1,5 milljarðar króna. Davíð áætlar að um 15% af heildaraflanum veiðist í Breiðafirði. Af þeim sökum sé ný reglugerð um bann við sæbjúgnaveiðum á firð- inum þeim mjög óhagstæð. „Það er vægast sagt slæmt fyrir atvinnu- greinina að veiðar hafi verið bann- aðar í nánast öllum Breiðafirðinum,“ segir Davíð Freyr. »26 Aflamet í sæbjúgna- veiðum  Verðmæti aflans allt að 1,5 milljarðar Davíð Freyr Jónsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.