Morgunblaðið - 09.08.2018, Side 2

Morgunblaðið - 09.08.2018, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2018 Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Á fyrstu sjö mánuðum ársins tók lög- regla 1.428 ökumenn grunaða um akstur undir áhrifum ávana- og fíkni- efna. 939 einstaklingar búa að baki fjöldanum en þeir voru 790 á sama tíma á síðasta ári. Á síðasta ári var heildarfjöldi brota 2.055. Ítrekuð brot eru tíðari þegar um fíkniefnaakstur er að ræða en ölvun- arakstur, en 900 einstaklingar búa að baki 973 ölvunarakstursbrotum á fyrstu sjö mánuðum ársins. 832 höfðu framið slík brot á sama tíma á síðasta ári. Heildarfjöldi brota á síðasta ári var 1.548. 62% þeirra einstaklinga sem teknir voru fyrir ölvunarbrot á fyrstu sjö mánuðum ársins höfðu íslenskt rík- isfang og hefur hlutfall einstaklinga með erlent ríkisfang hækkað úr 18% í 38% frá árinu 2013. Næstir á eftir Ís- lendingum eru Pólverjar, 12%. Á sama tímabili hefur hlutfall erlendra einstaklinga vegna fíkniefnabrota hækkað úr 6% í 19%. Á fyrstu sjö mánuðum ársins voru Íslendingar 81% þeirra sem teknir voru fyrir slík brot. Næstir í röðinni voru aftur Pól- verjar, 8%. „Algjörar tímasprengjur“ Í síðustu viku kom fram í Morgun- blaðinu að fíkniefnaakstur hefði stór- aukist og væri nú tíðari en áður á virkum dögum. Ásgeir Þór Ásgeirs- son, yfirlögregluþjónn hjá Lögregl- unni á höfuðborgarsvæðinu, segir að fíkniefnanotkun hafi alvarleg áhrif á aksturshæfni ökumanna enda geti þeir ekki metið aðstæður rétt. „Á slævandi efnum á borð við kannabis hefur fólk ekki þá við- bragðsgetu og athyglisgáfu sem þarf að hafa í umferðinni. Á örvandi efnum metur fólk aðstæður ekki rétt og það verður mun örara. Mat þess á að- stæðum brenglast og hugsunin er ekki í takt við það sem þetta fólk myndi gera við eðlilegar aðstæður,“ segir Ásgeir Þór. „Fólk sem er í stöðugri fíkniefna- neyslu er yfirleitt í fíkniefnaneyslu yfir daginn líka og dettur ekki bara í það um helgar,“ segir Ásgeir Þór og nefnir að svefnleysi geti haft slæm áhrif til viðbótar á ökuhæfnina. „Ef fólk er í mikilli fíkniefnaneyslu hefur það kannski verið án svefns í einn, tvo, þrjá sólarhringa. Þegar það bætist við neysluna og fólk fer út í umferðina, þá er ekki að sökum að spyrja,“ segir Ásgeir Þór og nefnir mál frá því í vor þar sem ökumaður sem grunaður var um akstur undir áhrifum fíkniefna og talinn hafa sofið lítið í talsverðan tíma ók á ógnarhraða aftan á lögreglutæki sem stóð við bil- aðan bíl í vegarkanti með blikkandi bláum ljósum. Tveir lögreglumenn slösuðust og voru frá vinnu í nokkurn tíma. „Það má segja að sumt af þessu fólki sé algjörar tímasprengjur í um- ferðinni,“ segir Ásgeir Þór. Hann segir að þrátt fyrir að margir náist megi enn bæta í löggæsluna og þá mætti gera enn betur. „Við erum með frekar ungt lögreglulið núna sem er fantaduglegt í frumkvæðislög- gæslunni. Með þeirra krafti og elju náum við þessum aðilum úr umferð, en eitt af vandamálunum er að það er aðeins tímabundið og talsvert hefur aukist að sömu aðilar eru ítrekað teknir í akstri, grunaðir um akstur undir áhrifum,“ segir Ásgeir Þór og nefnir einnig að úrvinnsla málanna valdi auknu álagi fyrir allt embættið. „Við höfum ekki getað fjölgað í út- kallslöggæslunni, heldur þvert á móti og önnur verkefni stjórna því hve mikinn tíma og kraft við höfum til að sækja þessa ökumenn. Það sést á fréttatilkynningunum frá okkur að mynstrið er breytt og við erum að moka þessum málum inn allan sólar- hringinn.“ 1.839 hafa ver- ið teknir undir áhrifum á árinu  Hlutfall erlendra ökumanna hækkað  Ítrekuðum brotum fjölgað talsvert Ölvunarakstur og akstur undir áhrifum 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 40% 30% 20% 10% 0% ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18 2013 2014 2015 2016 2017 2018 Ríkisfang Ísland, 62% Pólland, 12% Litháen, 8% Lettland, 4% Bandaríkin, 2% Annað, 12% Ríkisfang Ísland, 81% Pólland, 8% Litháen, 4% Lettland, 1% Annað, 6% Ölvun við akstur Fjöldi einstaklinga frá jan. til júlí 2018 eftir ríkisfangi Akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna Fjöldi einstaklinga frá jan. til júlí 2018 eftir ríkisfangi Heimild: Ríkislögreglustjóri *Jan.-júlí 2018 *Tölur fyrir 2018 eru fyrstu 7 mánuðir ársins (janúar til júlí) Fjöldi brota á landsvísu 2006-2018* Hlutfall erlendra ríkisborgara 2013-2018* 18% 19% 20% 26% 33% 38% 6% 8% 11% 12% 16% 19% Ölvun við akstur Akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna Ölvun við akstur Akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna Heildarfjöldi: 900 Heildarfjöldi: 939 1.428 2.055 2.115 97 9731.0461.1851.005 1.272 1.452 1.249 1.548 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Vesturíslenski kvennakórinn Esp- rit de Choeur, sem er frá Winnipeg í Kanada, er staddur hér á landi og heldur ferna tónleika á næstu dög- um. Kórinn samanstendur af þrjá- tíu konum en þriðjungur þeirra er af íslenskum ættum. „Þær hafa því mikla tengingu við Ísland og það er auðvitað mjög skemmtilegt að tengingunni skuli vera haldið við,“ segir Jónas Þórir Þórisson, organisti í Bústaðakirkju, sem hefur verið kórnum innan handar. Kórinn kemur fram í Skálholts- dómkirkju, Bústaðakirkju og Hörpu. Meðal þess sem mun hljóma á tónleikum kórsins eru kanadísk og íslensk sönglög, ný kanadísk tónverk og heimsfrumflutningur. Morgunblaðið/Hari Hafa mikla tengingu við Ísland Söngur Kórinn flutti í anddyri Hörpu í gær brot af söngdagskrá sem hann syngur í Norðurljósum á mánudagskvöld. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir að kostn- aður við árshátíð Reykjanesbæjar 2017 verði að öll- um líkindum gerður opinber, í ljósi niðurstöðu úrskurðar- nefndar um upplýsingamál. Þegar óskað var eftir upplýsingum um kostnað við árshátíðina synjaði bærinn beiðninni. Synjunin var kærð til úrskurðarnefndar sem komst að þeirri niðurstöðu að Reykjanesbæ beri að afhenda reikninga vegna árshátíðar. Í úr- skurðinum kemur jafnframt fram að sérstök áhersla sé lögð á rétt al- mennings til upplýsinga um ráð- stöfun opinberra fjármuna. Kostnaður við árshátíð gefinn upp Kjartan Már Kjartansson Morgunblaðið hefur nú opnað nýj- an vef, www.mbl.is/andlat, þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakk- artilkynningar sem eru aðgengi- legar öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningar- greinar á vefnum. Vefurinn er einnig gátt fyrir þá sem vilja leita að, senda inn, eða fá upplýsingar um minningar- greinar. Á vefnum er að finna upplýs- ingar um þjónustuaðila sem að- stoða þegar andlát ber að höndum og aðrar gagnlegar upplýsingar ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina. Árni Matthíasson, vefstjóri mbl.is, segir að mikið hafi verið kallað eftir þessari þjónustu. „Vefurinn auðveldar fólki að afla sér upplýsinga og senda inn minningargreinar.“ Á vefsíðu mbl.is er hægt að smella á tengilinn „andlát“ til þess að komast inn á vefinn. Margar minningargreinar ber- ast Morgunblaðinu á hverjum degi en í fyrra bárust blaðinu rúmlega 15.500 minningargreinar. Nýr minningarvefur Morgunblaðsins  Auðveldar öflun upplýsinga Nýr vefur Auðvelt er að afla sér upplýsinga og senda inn minningargreinar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.