Morgunblaðið - 09.08.2018, Page 8

Morgunblaðið - 09.08.2018, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2018 Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. s: 781-5100 Opið: Mán-fim: 12-18 fös: 12-16 Nýjar vörur! Páll Vilhjálmsson ræðir efnisem er efst á baugi:    Við erum ekkifrjáls gerða okkar en lifum þó í þeirri blekkingu, sem auðveldar að- gang falsfrétta að vitund okkar og fær okkur til að trúa falsinu. Á þessa lund virðast rök metsölu- höfundarins Yuval Noah Harari.    Samþætting líf- og upplýs-ingatækni gerir okkur varn- arlaus gagnvart falsfréttum vegna þess að þær eru sér- sniðnar að sjálfsímynd hvers og eins. Frjáls vilji er lykilhugtak í þessari umræðu. Við þykjumst vita að frjáls vilji sé til. Maður velur sér ristað brauð eða morg- unkorn, það er frjáls vilji í verki. Á hinn bóginn getum aðeins valið milli kosta sem við vitum um. Í kjörklefanum eru takmark- aðir valkostir. Við merkjum ekki við framboðslista sem ekki er á kjörseðlinum.    Falsfréttir geta talið okkur trúum að færri eða fleiri kostir séu í boði og þannig haft áhrif á möguleika okkar til að iðka frjálsan vilja. En falsfréttir knýja okkur ekki til að taka þennan eða hinn kostinn.    Við tökum sjálf ákvörðun. Tilþess þarf dómgreind. Fals- fréttir taka ekki hana frá okkur. En við þurfum að halda dóm- greindinni í æfingu með því að beita henni. Annars slævist hún.    Sljó dómgreind leggur trúnaðá falsfréttir. Það eru ekki ný sannindi.“ Páll Vilhjálmsson Lokaorðið á maður sjálfur STAKSTEINAR Veður víða um heim 8.8., kl. 18.00 Reykjavík 11 skýjað Bolungarvík 11 léttskýjað Akureyri 8 alskýjað Nuuk 6 súld Þórshöfn 11 skýjað Ósló 24 heiðskírt Kaupmannahöfn 27 heiðskírt Stokkhólmur 28 heiðskírt Helsinki 24 heiðskírt Lúxemborg 25 léttskýjað Brussel 22 léttskýjað Dublin 19 skúrir Glasgow 16 léttskýjað London 22 skúrir París 25 heiðskírt Amsterdam 20 skúrir Hamborg 28 heiðskírt Berlín 32 þrumuveður Vín 33 léttskýjað Moskva 20 heiðskírt Algarve 30 heiðskírt Madríd 34 heiðskírt Barcelona 30 léttskýjað Mallorca 34 léttskýjað Róm 25 þrumuveður Aþena 32 léttskýjað Winnipeg 26 þoka Montreal 25 alskýjað New York 30 heiðskírt Chicago 24 þoka Orlando 32 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 9. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:01 22:06 ÍSAFJÖRÐUR 4:49 22:28 SIGLUFJÖRÐUR 4:31 22:12 DJÚPIVOGUR 4:26 21:40 Landsréttur felldi á þriðjudag úr gildi úrskurð Héraðsdóms Vestur- lands þess efnis að maður sem er grunaður um að hafa stungið bróður sinn á Akranesi skyldi sæta gæslu- varðhaldi til 29. ágúst. Í úrskurði Landsréttar segir að vegna atvika málsins teljist ekki nauðsynlegt, með tilliti til almanna- hagsmuna, að maðurinn sæti áfram gæsluvarðhaldi þrátt fyrir að vera grunaður um að hafa framið afbrot. Maðurinn hafði áður verið úr- skurðaðu í gæsluvarðhald til annars ágúst. Málsatvik eru þannig að lögregl- unni á Akranesi barst tilkynning frá sjúkrahúsinu á Akranesi aðfaranótt 23. júlí um að þar léti maður ófrið- lega í mjög annarlegu ástandi. Þegar lögregla kom á vettvang reyndist hann hafa stungið af og framið skemmdarverk á sjúkrahúsinu. Síðar hafði maður samband við lögreglu og tilkynnti að ráðist hefði verið á sig. Þegar lögregla kom á vettvang reyndist maðurinn sem til- kynnti um ófriðinn hafa stungið þann sem látið hafði ófriðlega á sjúkrahúsinu. Játaði maðurinn að hafa stungið árásarmann sinn sem er jafnframt bróðir hans. Sá sem var stunginn særðist alvarlega og var fluttur á Landspítalann. Hann er nú á batavegi. Telst ekki hættulegur almenningi  Varðhaldsúrskurð- ur felldur úr gildi Morgunblaðið/Árni Sæberg Akranes Brotið var framið á sjúkrahúsi Akraness í lok júlí. Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi flugfélagsins Wow air, hefur fengið framkvæmdaleyfi til að bæta sjávar- varnargarð við hús sitt að Hrólfs- skálavör 2 á Seltjarnarnesi. Hann segir að ekki sé um nýframkvæmd að ræða, heldur endurbætur. „Það stendur til að styrkja þarna núverandi sjávarvarnargarð. Eins og gerist með tíð og tíma og hækkandi sjávarmáli, þá er farið að grafa undan honum í núverandi mynd,“ segir Skúli. Á fundi sínum 26. febrúar sl. tók umhverfis- og skipulagsnefnd Seltjarnarness já- kvætt í umsókn um heimild til að bæta sjó/ brimvörn við við- byggingu á lóðinni og var umsagnar Vegagerðarinnar óskað um tillögu að frágangi og verktilhögun. Umhverfisnefnd Seltjarnarness gerði ekki athugasemdir við gerð sjávarvarnargarðs á fundi sínum 12. apríl sl. og lagði byggingafulltrúi áherslu á að eftirlit umræddra fram- kvæmda yrði á vegum og í samráði við strandverkfræðing Vegagerðarinnar og sviðsstjóra umhverfissviðs Sel- tjarnarnessbæjar. „Í ljósi ofanritaðs og þar sem eig- andi Hrólfsskálavarar 2 hefur ákveðið að standa undir öllum kostnaði við framkvæmdina er framkvæmdaleyfi til umræddra framkvæmda gefið út,“ segir í fundargerð nefndarinnar. jbe@mbl.is Bætir sjávarvarnargarð Skúli Mogensen

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.