Morgunblaðið - 09.08.2018, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 09.08.2018, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2018 Á Íslandi er raforkuverð með því lægsta sem þekkist í Evrópu. Þetta segir Lovísa Árnadóttir, upplýs- ingafulltrúi Samorku, um tölur um kostnað vegna raforku í Evrópu- löndum í fyrra sem birtar voru á vef Eurostat, hagstofu Evrópusam- bandsins. Þar kemur fram að verð á raforku hér á landi sé eilítið hærra en í Noregi en sé þó lægra eða á pari við flest önnur lönd í Evrópu. Að sögn Lovísu kemur Ísland af- ar vel út í samanburði við önnur lönd auk þess sem varast beri að líta á tölur Eurostat sem heilagan sannleik. „Í tölum Eurostat er ekki tekið tillit til fastagjalds á rafmagni í Noregi. Án fastagjaldsins er mun- urinn milli landanna um 6.000 krón- ur í samanburði við 962 krónur þeg- ar það er tekið með í reikninginn. Þetta er því í raun nákvæmlega sama verð enda skera Noregur og Ísland sig úr í lágu rafmagnsverði,“ segir Lovísa og bætir við að auk fyrrgreindra skýringa geti ýmislegt haft áhrif á samanburð á milli landa. „Það getur margt spilað inn í eins og til dæmis gengisbreytingar. Það getur því verið erfitt að bera raf- magnsverðið saman,“ segir Lovísa. Á vef Samorku voru nýverið birt- ar tölur sem sýna rafmagnskostnað heimila á Norðurlöndunum það sem af er ári. Er rafmagnskostnaður umtalsvert lægri á Íslandi og í Nor- egi en í hinum löndunum á Norð- urlöndum. „Við sláum hinum Norð- urlandaþjóðunum við þegar kemur að lágu verði á rafmagni,“ segir Lovísa. aronthordur@mbl.is Raforkuverð með lægsta móti hérlendis 28,5 26,7 23,6 21,1 19,3 18,2 17,2 17 16,7 16,5 15,8 15,6 15,4 15,3 15,1 14,8 14,7 14,6 13,9 12,5 12,4 12,4 12,4 11,5 11,3 11,0 9,9 9,9 9,7 9,6 8,1 7,3 6,6 Raforka til heimila Verð á kWh árið 2017 (evrusent) ESB EES Önnur Evrópulönd Belgía Danmörk Portúgal Írland Austurríki Grikkland Bretland Lettland Frakkland Malta Slóvenía Svíþjóð Lúxemborg Holland Pólland Tékkland Þýskaland Slóvakía Finnland Eistland Rúmenía Króatía Ísland Ungverjaland Noregur Litháen Svartfjallaland Moldavía Búlgaría Tyrkland Makedónía Serbía Kosovo Heimild: Eurostat. Gögn vantar frá Albaníu, Bosníu og Hersegóvínu, Ítalíu, Liechtenstein, Kýpur og Spáni.  Hærra verð í flestum Evrópulöndum  Hæst í Belgíu Morgunblaðið/Einar Falur Háspennumöstur Byggðalína Landsnets frá Blöndu til Akureyrar. Nína Guðrún Geirsdóttir ninag@mbl.is Reikna má með því að nýnemar í Há- skólanum á Bifröst verði um 25% fleiri en á síðasta ári, sem er fjölgun um 270 nýnema. Rúmlega 50% fleiri en í fyrra sóttu um grunnám við skólann. Þá fjölgaði umsóknum um meistaranám um 5% frá fyrra ári en meistaranámið hefur verið í miklum vexti undanfarin ár, er segir í til- kynningu frá háskólanum. „Við erum bjartsýn í Háskólanum á Bifröst. Skólinn er í fararbroddi í fjarnámi og nýjungar í námsfram- boði og kennsluháttum hafa verið að skila sér vel. Háskólinn á Bifröst er 100 ára á þessu ári og hlutverk skól- ans hefur alla tíð verið að mennta fólk fyrir leiðandi hlutverk í atvinnu- lífinu og samfélaginu,“ segir Vil- hjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst, í tilkynningunni. Fjarnám er gífurlega vinsælt við Háskólann á Bifröst en rúmlega 80% nemenda kjósa það fyrirkomulag. Vinsælasta námslína skólans er for- ysta og stjórnun sem kennd er í meistaranámi. Í grunnnáminu er viðskiptafræði með mismunandi áherslum vinsælust. Yfir 30 erlendir skiptinemar eru á Bifröst á hverri önn að jafnaði og auk þess hefur erlendum nemendum sem greiða skólagjöld verið að fjölga, segir í tilkynningu. Stendur nú yfir sumarskóli á Bifröst þar sem 25 erlendir nemendur sitja námskeið í sjálfbærri forystu. Formlegum umsóknarfresti um- nám við háskólann er lokið en þrátt fyrir það eru allar umsóknir skoð- aðar, segir í tilkynningu. Mikil fjölgun ný- nema á Bifröst  Umsóknum fjölgar um 25% milli ára Morgunblaðið/Árni Sæberg Bifröst Nýnemum fjölgar um 25% eða 270 nemendur milli ára við skólann. Nýlegir bílar, yfirfarnir og með eins árs viðbótarábyrgð frá seljanda Nissan XTRAIL 4x4 2017 - Ek. 53 þ. km. - Sjálfskiptur Suzuki GRAND VITARA 2012 - Ek. 188 þ. km. - Beinskiptur Suzuki JIMNY 4x4 2014 - Ek. 57 þ. km. - Beinskiptur Kia CEED Station 2017 - Ek. 67 þ. km. - Sjálfskiptur 4.290 þ.kr. 1.390 þ.kr.1.190 þ.kr. 2.700 þ.kr. Subaru FORESTER 2017 - Ek. 81 þ. km. - Sjálfskiptur VW POLO 2017 - Ek. 67 þ. km. - Sjálfskiptur Renault MEGANE Station 2013 - Ek. 168 þ. km. - Sjálfskiptur Renault Clio 2017 - Ek. 71 þ. km. - Beinskiptur 3.690 þ.kr. 1.940 þ.kr. 990 þ.kr. 1.650 þ.kr. VW POLO 2017 - Ek. 48 þ. km. - Beinskiptur Renault MEGANE Station 2012 - Ek. 192 þ. km. - Sjálfskiptur Kia SOUL 2017 - Ek. 32 þ. km. - Sjálfskiptur Kia SPORTAGE EX 4x4 2017 - Ek. 93 þ. km. - Sjálfskiptur 1.650 þ.kr. 890 þ.kr.2.850 þ.kr. 3.490 þ.kr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.