Morgunblaðið - 09.08.2018, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 09.08.2018, Qupperneq 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2018 ina, „og svo er nafnið á aðalflugvirkj- anum hérna hinum megin,“ sagði hann meðan vélin var skoðuð. „Við grínumst gjarnan með það að vélin sé mín og hann fái bara að sjá um hana og hann segir á móti að vélin sé hans og ég fái bara að fljúga henni. En við erum allavega sammála um að halda henni bestri í flokknum,“ sagði Irish og lýsti því að vingjarn- legur metingur um hver væri með bestu vélina væri daglegt brauð í flokknum. Vélin sem Irish flýgur er frá árinu 1984 og benti blaðamaður á að hon- um þætti vélin heldur gömul og spurði hvort hún væri ekki komin til ára sinna. „Þessi vél er reyndar sú elsta í flokknum en það eru vélar í flughernum sem eru frá árunum ’76 og ’77,“ svaraði Irish og bætti við að vélin ætti mörg ár inni. Þar sem Irish hafði fengið hlé frá flugi á þriðjudagsmorgun var annar flugmaður að setjast í flugstjórasæti vélarinnar þegar hún var skoðuð. „Ég er ekkert viðkvæmur fyrir því að aðrir fljúgi vélinni. Ég veit að hann á eftir að koma niður úr háloft- unum og segja að þetta sé besta vél- in í deildinni,“ sagði hinn skælbros- andi Irish og bætti við að síðustu: „Ég elska að sýna fólki vélina mína.“ Annasamt Á meðan bandarísku þoturnar undirbjuggu flugtak lentu á vellinum margar farþegavélar, til að mynda þessi vél frá Air Canada. Hugaðir Flugmaður og einn af mörgum kátum flugvirkjum á svæðinu undirbúa flugtak á þriðjudagsmorgun. „Þetta er í rauninni löggæsla í lofti og eftirlit á friðartímum. Um það snýst loftrýmisgæsla fyrst og síðast.“ Þetta sagði Jón B. Guðnason, framkvæmdastjóri varn- armálasviðs Landhelgisgæsl- unnar, um loftrýmisgæsluna þeg- ar Morgunblaðið leit við hjá honum í „öruggasta húsi lands- ins“; stjórnstöð Atlantshafs- bandalagsins á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. „Þetta verkefni sem er hér þrisvar til fjórum sinnum á ári í rúmar þrjár vikur í senn er af hálfu Atlantshafsbandalagsins ekki síður hugsað til þess að þjálfa þjóðirnar í að vera hér þannig að þær geti komið með stuttum fyrirvara ef þarf,“ sagði Jón um loftrýmisgæsluverkefnið. Aðspurður hvort fjarvera loft- gæslu hérlendis væri áhyggjuefni svaraði Jón: „Ég segi kannski ekki að það sé áhyggjuefni hér en í öðrum aðildarríkjum í Evrópu þá eru þessar vélar ræstar út daglega út af einhverjum atvikum. Flest at- vik eru farþegavélar sem missa fjarskiptasamband eða vélar sem fara inn á svæði þar sem þær eiga ekki erindi. Einnig er tölu- vert um óauðkenndar flugvélar í Eystrasaltinu og við strendur Noregs.“ Hann sagði að þegar loftrým- isgæslan væri ekki hér á landi, og eitthvað óeðlilegt ætti sér stað innan loftrýmiseftirlits- svæðis Atlantshafsbandalagsins, væri það í verkahring bandalags- ins að ákveða hvað gera skyldi. Spurður hvort segja megi að loftrýmisgæslan sé bara forms- atriði í Atlantshafsbandalags- samstarfinu svaraði Jón:„ Það er mikilvægt að undirstrika að loft- rýmisgæslan er hluti af almennu loftrýmiseftirliti Atlantshafs- bandalagsins hér á landi. Þótt hér séu ekki þotur öllum stund- um fer fram eftirlit með loftrým- inu í gegnum ratsjárstöðvar ís- lenska loftvarnakerfsins allan sólarhringinn, allan ársins hring. Kerfið er hluti af samþættu loft- varnakerfi Atlantshafsbandalags- ins. Sjálf loftrýmisgæslan skiptir svo verulegu máli. Bæði er verið að þjálfa fólk og flugmenn en ekki síður að sýna getu Atlants- hafsbandalagsins til að halda uppi slíkri gæslu.“ Fjöldinn skiptir ekki öllu Þegar Jón var spurður hvernig hefði gengið að hafa hér tæplega þrjú hundruð Bandaríkjamenn í heimsókn svaraði hann: „Það er búið að ganga bara mjög vel. Í rauninni alveg ótrúlega vel. Það er kannski ekki endilega fjöldinn sem skiptir máli, það eru veður og þess háttar þættir sem kannski skipta meira máli.“ „Þetta er meira en oftast áður en við höfum verið með fleiri vélar,“ sagði Jón, spurður um orrustu- þoturnar þrettán sem nú eru í Keflavík. „Við höfum verið með upp undir tuttugu orrustuþotur hérna, síð- ast þegar Norðmenn voru hérna með loftrýmisgæslu. Það kemur annað slagið fyrir að hér séu um tíu vélar,“ sagði Jón og sagði því fjöldann af orrustuþotum sem nú er hér á landi ekkert stórkostleg- an. „Við leggjum áherslu á að loft- rýmisgæslan fari fram í sátt við landsmenn og þoturnar valdi eins litlu ónæði og frekast er kostur.“ Áhersla á að sátt ríki um loftrýmisgæsluna LÖGGÆSLA Í LOFTINU OG EFTIRLIT Á FRIÐARTÍMUM Ljósmynd/Landhelgisgæslan Gæslan Jón segir að orrustuþotur séu ræstar út daglega í Evrópu. W W W. S I G N . I S
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.