Morgunblaðið - 09.08.2018, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2018
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Afli á sæbjúgum stefnir í met í sögu-
legu samhengi, en hann gæti orðið
hátt í fimm þúsund tonn á fiskveiði-
árinu. Aflinn er nú kominn yfir fjögur
þúsund tonn, en til sjós er tæpur mán-
uður eftir af árinu. Mest af bjúgunum
fer til Kína, en þar og víðar eru þau
rómuð til lækninga og notuð þurrkuð í
heilsutengda vöru og fæðubótarefni.
Davíð Freyr Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Aurora Seafood, áætl-
ar að útflutningsverðmæti fimm þús-
und tonna geti verið um eða yfir 1,5
milljarðar króna. Fyrirtækið gerir
meðal annars út bátinn Klett ÍS til
veiða á sæbjúgum og kaupir afla af
tveimur bátum.
Til skamms tíma voru sæbjúgu lítt
nýtt, en veiðar á sæbjúgum hófust
fyrir um 15 árum. Nú eru leyfi til að
stunda veiðarnar
bundin níu skip-
um. Í áhöfnum
báta þeirra eru
trúlega samtals
tæplega 30 sjó-
menn og í landi
starfa hátt í 50
manns við verkun
á aflanum, meðal
annars í Þorláks-
höfn, Stokkseyri
og Hafnarfirði.
Upphaflega voru tilraunaveiðar
stundaðar í sunnanverðum Breiða-
firði árið 2003 en litlu var landað til
2008. Frá árinu 2009 hefur heildarafl-
inn aukist verulega og aldrei verið
meiri en í ár. Þrjú veiðisvæði eru sér-
staklega skilgreind: í Faxaflóa, Aðal-
vík á Hornströndum og fyrir austan
land í grennd við Neskaupstað.
Um þriðjungur aflans
á skilgreindum svæðum
Leyfilegum heildarafla á svæðun-
um hafði nánast verið náð í sumar
þegar tveggja mánaða hrygningar-
stopp hófst, í maí og júní á vestan-
verðu landinu, en í júní og júlí annars
staðar. Veiðar eru annars stundaðar
allan ársins hring og er mestur afli yf-
ir sumarmánuðina, maí, júlí og ágúst.
Um þriðjungur heildaraflans fæst á
skilgreindum veiðisvæðum, en stærsti
hlutinn annars staðar, oft í nágrenni
við afmörkuðu svæðin.
Fyrir næsta fiskveiðiár ráðlagði
Hafrannsóknastofnun að afli færi
ekki yfir 1.731 tonn á þessum skil-
greindu svæðum: 644 tonn í Faxaflóa,
985 tonn við Austurland og 102 tonn í
Aðalvík. Jafnframt var lagt til að skil-
greindu veiðisvæðin yrðu öll stækkuð.
Þá lagði stofnunin til að allar sæ-
bjúgnaveiðar yrðu bannaðar á skel-
miðum í Breiðafirði. Um 70 tonnum
var landað úr Breiðafirði fiskveiðiárið
2017/2018 segir í kafla um sæbjúgu í
ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir
næsta fiskveiðiár.
Lokun í Breiðafirði var skellur
Davíð Freyr áætlar hins vegar að í
ár hafi um 15% af heildaraflanum
veiðst á Breiðafirði eða 4-600 tonn.
Það hafi því verið nokkur skellur þeg-
ar gefin var út reglugerð í síðasta
mánuði um bann við sæbjúgnaveiðum
í Breiðafirði.
„Það er vægast sagt slæmt fyrir at-
vinnugreinina að veiðar hafi verið
bannaðar í nánast öllum Breiðafirð-
inum og við skiljum heldur ekki af
hverju það var gert með þessum
hætti,“ segir Davíð Freyr. „Við fórum
inn á gamla veiðislóð í Breiðafirðinum
sem við höfðum verið á fyrir nokkrum
árum. Þarna reyndist vera meira af
smáum sæbjúgum heldur en almennt
gerist á hefðbundnum slóðum. Flest
skipin hættu því annað hvort veiðum
þarna eða settu skiljur um borð til að
sleppa smáum bjúgum úr, en þau lifa
þetta ferðalag vel af.
Okkar samskipti við Hafró voru
þannig að menn virtust ánægðir með
að skiljur væru komnar um borð í
skipin. Þar að auki erum við í rann-
sóknum með Hafró á áhrifum sæ-
bjúgnaplóga á botninn sem eru léttir
og vistvænir ef miðað er við til dæmis
hörpudiskplóga.
Brýnt að bæta samskipti
Lokun á Breiðafirðinum nokkrum
dögum seinna var því ekki í samræmi
við skilaboðin sem við töldum okkur
hafa fengið. Við töldum ólíklegt að ein
tegund yrði valin fram yfir aðra við
stjórn veiða og erfitt er að skilja af
hverju öllum Breiðafirðinum var lok-
að. Þarna er fullt af svæðum þar sem
stór sæbjúgu veiðast en ekki hörpu-
diskur, sem fæst á nokkrum blettum í
Breiðafirði.“
Davíð Freyr segir brýnt að bæta
samskipti þeirra sem stunda þessar
veiðar og stjórnvalda og haldbæra
þekkingu á sæbjúgnaveiðum sé eink-
um að finna innan greinarinnar. Hann
segir að á síðustu árum hafi talsverð-
ur tími farið í þróun veiðarfæra og leit
að nýjum miðum. Í ár hafi til dæmis
ágætur afli fengist á nýlegum miðum
út af Vestfjörðum.
Öflugri skip og betri búnaður
„Það er erfitt að svara því hvar há-
mark sjálfbærra veiða er,“ segir Dav-
íð Freyr spurður um vöxt greinarinn-
ar. „Ég held að við séum búin að finna
meirihluta af þeim sæbjúgnamiðum,
sem munu finnast við landið. Mér
finnst ósennilegt að mörg gjöful mið
hafi farið framhjá skipstjórunum, sem
hafa verið að brasa við þetta í rúman
áratug. Þeir hafa fengið fréttir af sæ-
bjúgum hér og þar og hafa dýft plóg-
um í sjó mjög víða, en flest ný veiði-
svæði sem við finnum hafa verið í
nágrenni við þekkt veiðisvæði.
Næsta ár verður sóknin meiri með
öflugri skipum, þróaðri búnaði og
veiðarfærum. Ef aðrar forsendur gefa
ekki eftir er líklegt að aflinn verði
meiri heldur en í ár, en ég hef ekki
svar við því hvar hámarkið liggur,“
sagði Davíð Freyr.
Sæbjúgu í sögulegu hámarki
Útflutningsverðmæti gæti orðið nálægt 1,5 milljörðum Heilsu- og lækningavörur í Kína og víðar
Mikil aflaaukning á 15 árum Illskiljanlegt og slæmt fyrir greinina að banna veiðar í Breiðafirði
Ljósmynd/Davíð Freyr
Á góðum degi Mokveiði var á sæbjúgum i júlí út af Vestfjörðum og í Breiðafirði, en á myndinni er Ingvar Örn Bergsson, stýrimaður um borð í Kletti ÍS.
Bestu mánuðirnir eru maí, júlí og ágúst, fyrir og eftir hrygningarstopp. Skipin hafa síðustu ár orðið öflugri og búnaður betri.
Davíð Freyr
Jónsson
Brimbútur
» Sæbjúgu eru einn sex ætt-
bálka skrápdýra, en aðrir hópar
eru m.a. krossfiskar og ígulker.
» Sæbjúgu finnast um öll heims-
ins höf.
» Þekktar eru um 1.200 tegundir
sæbjúgna, en hér við land veiðist
tegund sem ber heitið brimbútur.
» Sívöl eða tunnulaga líkams-
bygging er eitt helsta einkenni
þessa hóps skrápdýra.
» Það var ekki fyrr en í byrjun
aldarinnar sem farið var að nýta
sæbjúgu hér við land.
» Í Kína hafa sæbjúgu gjarnan
verið kölluð ginseng hafsins og
eru bæði veidd villt og fást með
eldi.
» Þurrkuð sæbjúgu eru meðal
annars mikið notuð í heilsuvörur.
Aurora Seafood hlaut á síðasta ári
yfir 200 milljóna króna styrk frá
sjóði á vegum Evópusambandsins
til að þróa og tæknivæða veiðar og
vinnslu á sæbjúgum. Fram kom í
fréttum að styrkurinn væri mikil-
vægt skref til að hefja vistvænar
veiðar á sæbjúgum víðs vegar um
Evrópu.
Að sögn Davíðs Freys miðar
verkefninu vel áfram. Veiðafæratil-
raunir hafa staðið yfir undanfarið,
meðal annars með tilraunum í sam-
starfi við Hafrannsóknastofnun í
Breiðafirði í lok júní. Þar var verið
að skoða mun á veiðarfærum með
tilliti til veiðihæfni, meðafla og
fleiri þátta.
Veiðarfæratilraunir í sumar
Fjölnota Rannsóknatúr í Breiðafjörðinn undirbúinn. Oft er skipt um hafnir og er bifreið höfð til taks um borð.