Morgunblaðið - 09.08.2018, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 09.08.2018, Qupperneq 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2018 bendir á að starfsfólki hins sameinaða fyrirtækis hafi fækkað um þriðjung. „Þessum ávinningi, um þremur millj- örðum á ári, var skilað til neytenda í lægra verði á markaðnum og til bænda í hærra verði fyrir innlagða mjólk. Það má gagnrýna okkur fyrir að hafa ekki skilið nógu mikið eftir í fyrirtækinu sjálfu. Ástæðan er galið verðlagningarkerfi. Opinber nefnd stýrir verðlagningu á hráefni frá bændum og verðlagningu á helstu af- urðum fyrirtækisins. Hið opinbera ákveður líka hvað fyrirtækið á að kaupa mikla mjólk á hverju ári á fullu afurðastöðvaverði. Þetta kerfi, þar sem ákvarðanir um flestar mik- ilvægar rekstrarstærðir eru teknar utan fyrirtækisins, setur það í sjálf- heldu þegar sviptingar verða á mark- aði, til dæmis breytingar í eftirspurn eða hækkun á mikilvægum kostn- aðarliðum á borð við laun. Við þurfum að geta brugðist jafn- óðum við á síkvikum markaði, ekki síst með tilliti til aukins innflutnings sem þessi sömu stjórnvöld hafa nú opnað fyrir. Í staðinn sitjum við föst í opinberu verðlags- og birgðastýring- arkerfi sem ekki er starfhæft og get- ur ekki tekið tillit til kostnaðarhækk- ana, eins og mikilla launahækkana,“ segir Egill og bætir því við að það gangi ekki að skikka fyrirtækið til að greiða afurðastöðvaverð til bænda óháð markaðsaðstæðum. Miðað við aðstæður á markaðnum í dag sé verið að kaupa mjólkina á of háu verði. Þetta séu ástæðurnar fyrir tap- rekstri MS. „Við værum í enn verri stöðu ef ekki hefði verið búið að ráð- ast í þessa miklu hagræðingu í mjólk- uriðnaðinum,“ segir hann. Egill bindur vonir við ákvæði í gild- andi búvörusamningi þar sem tekið er á þessum málum. Mjólkur- samsalan fái leyfi til að verðleggja vörurnar með ákveðnum takmörk- unum. Sameinist í einu félagi Hann segir að staða kúabænda hafi sjaldan eða aldrei verið betri en nú. Getur þess að Auðhumla greiði bændum um 12 milljarða á ári fyrir mjólkina og beingreiðslur ríkisins nemi 6 milljörðum til viðbótar. Þá séu tekjur fyrir kjötið eftir. Þetta sýni hvað mjólkurframleiðslan sé mik- ilvæg fyrir landsbyggðina. „Vitanlega vilja menn halda sem lengst í þessa stöðu en ég tel að það sé ekki í boði. Það eru of margar forsendur að breytast í umgjörð greinarinnar, auk- inn innflutningur, stórfelld og dýr tækniþróun í búskap og vinnslu sem knýr á um stækkun eininga, miklar sviptingar á launamarkaði með þeirri atvinnuháttabreytingu sem hér er að verða með uppbyggingu nýrra at- vinnugreina. Þótt leiðinlegt sé að segja það við menn verður framtíðin aldrei eins og fortíðin. Nú er verið að hleypa inn í landið 10% af ostafram- leiðslunni, án tolla. Það mun hafa áhrif á framleiðslu sérosta og þrýstir auk þess á verðið. Mér finnst stjórn- völd gefa út misvísandi skilaboð, segj- ast ætla að efla matvælaframleiðslu í landinu en leyfa síðan aukinn inn- flutning osta,“ segir Egill. Hann segir nauðsynlegt að ljúka hagræðingunni sem byrjað var á fyrir rúmum áratug. Koma þurfi söfnun og kaupum mjólkur á eina hendi með því að allir kúabændur eigi aðild að Auð- humlu. Áfram verði hægt að vinna mjólkina á ýmsum stöðum, bæði á vegum MS, KS og annarra sjálf- stæðra fyrirtækja, en þó þannig að mjólkin verði seld á mismunandi verði til vinnslunnar, eftir því hvaða vörur eigi að vinna úr henni. Fram- legð af vörutegundum er mjög mis- jöfn. Þess vegna þurfi að selja mjólk á öðru verði til framleiðslu osta en til framleiðslu á jógúrt. Fyrirtæki sem sérhæfi sig í mismunandi vöruflokk- um standi þannig jafnfætis í sam- keppni. Þau geti síðan verðlagt vörur sínar eftir tilkostnaði og markaðs- aðstæðum. Segir Egill að það fyr- irkomulag sem er við lýði í samstarfi Auðhumlu og KS hafi valdið mjólk- urframleiðendum erfiðleikum vegna þess að Samkeppniseftirlitið hafi aldrei viðurkennt þá undanþágu- heimild sem samstarfið grundvallast á. Hann segir að minnkandi skiln- ingur virðist vera í samfélaginu fyrir þessu fyrirkomulagi og almennt á mikilvægi landbúnaðarins. Auðveldara væri að taka á þessum málum ef bændur stæðu á einum hugmyndagrunni. Svo sé ekki. Meðal annars hafi verið deilur um það hvort hér eigi að hafa kvótakerfi í mjólkur- framleiðslu eða ekki og hvaða verð MS eigi að greiða fyrir mjólk sem þeir leggja inn umfram kvóta. „Ég hef áhyggjur af félagmál- unum. Aðeins tveir þriðju mjólkur- framleiðenda eru í Landssambandi kúabænda. Þar mynduðust tvær fylk- ingar um kvótamálin og öðrum hópn- um hefur fundist hinn keyra yfir sig. Ef þessar deilur færast inn í mjólk- uriðnaðinn getur hann skaðast stór- lega. Við verðum að halda þessu fjör- eggi okkar óbrotnu,“ segir Egill. Felldur úr formannsstól Á aðalfundi Auðhumlu í vor urðu breytingar í stjórn, tveir fulltrúar sem starfað hafa með Agli voru felldir og nýir komu inn. Hann var eigi að síður kosinn formaður þegar stjórnin skipti með sér verkum að loknum að- alfundi. Auðhumla skipar fjóra menn í stjórn MS og KS einn og hefur verið samkomulag um að formaður Auð- humlu væri stjórnarformaður og fulltrúi KS. Ný stjórn MS ákvað hins vegar að kjósa Elínu M. Stefáns- dóttur, bónda í Fellshlíð í Eyjafirði, sem formann í stað Egils. Segist Egill hafa mótmælt. Fyrir lægi samþykkt fulltrúaráðs Auðhumlu um að sami formaður væri í báðum stjórnunum og hann talið eðlilegt að leggja málið fyrir fulltrúafund í haust. Ekki var orðið við því. Hann segir að með minni og óskýrari tengslum á milli fé- lagskerfisins og rekstrarfélagsins sé erfiðara fyrir sig að fylgja eftir vilja félagsmanna. Egill segist ekki taka þessum breytingum persónulega. Þarna sé verið að blása í glæður deilna um kvótann. Það sé óþarfi. Flestir telji nauðsynlegt að hafa stjórnun á mjólkurframleiðslunni, spurningin sé aðeins um leiðir. Það mál verði tekið fyrir við endurskoðun búvörusamn- ings og kvótakerfið fari í almenna at- kvæðagreiðslu meðal bænda á næsta ári. Varðandi ákvörðun um greiðslur til bænda fyrir umframmjólk segist Eg- ill hafa haft það að leiðarljósi að reyna að greiða sem hæst verð. Það styrki alla, ekki síst þá sem séu að byggja sig upp í greininni. Þurfum að geta brugðist jafnóð- um við á síkvikum markaði  Egill Sigurðsson á Berustöðum segir galið verðlagningarkerfi setja Mjólkursamsöluna í erfiða stöðu  Hagræðingin hafi skilað milljörðum  Var felldur sem stjórnarformaður vegna ágreinings um kvótakerfið Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Kúabóndi Kýrnar eru úti á túni við fjósið á Berustöðum. Egill Sigurðsson hefur áhyggjur af ónógri samstöðu kúa- bænda og segir að deilur geti skaðað rekstur afurðasölufélagsins, Mjólkursamsölunnar. VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ef verðlagningarkerfið væri í lagi væri fyrirtækið á góðum stað en þar eru hendur okkar bundnar. Það er með frábærar vörur og góða ímynd þótt við höfum fengið nokkur kjafts- högg frá Samkeppniseftirlitinu. Það er með gott starfsfólk og framsækið á sumum sviðum,“ segir Egill Sigurðs- son, bóndi á Berustöðum, sem hætti sem formaður stjórnar Mjólkursam- sölunnar eftir síðasta aðalfund, naut ekki lengur stuðnings meirihluta stjórnarmanna eftir breytingar á stjórninni. Hann er þó áfram í stjórn MS og er stjórnarformaður Auð- humlu, móðurfélags MS. Egill hefur tekið virkan þátt í fé- lagsmálum kúabænda í 32 ár, innan Landssambands kúabænda og mjólk- uriðnaðarins. Þær miklu breytingar sem orðið hafa í iðnaðinum síðustu árin hafa orðið á hans vakt. Föst í opinberu kerfi Unnið var að sameiningu og hag- ræðingu í mjólkuriðnaðinum eftir aldamót. Mjólkurvinnslufyrirtæki voru fyrr á árum 17, flest lítil og veik- burða með einfalt vöruframboð, og öll tóku við mjólk frá bændum á sínu starfssvæði. Þegar Egill kom inn í stjórn Mjólkurbús Flóamanna (MBF) árið 2003 var unnið að sam- einingu þess og Mjólkursamsölunnar í Reykjavík (MS) í eitt fyrirtæki. Eg- ill segir að á árunum 2005 og 2006 hafi verið unnið að því að stofna eitt félag, Auðhumlu, sem bændur á öllu landinu ættu aðild að en það gæti síð- an rekið mjólkurvinnslu á fleiri stöð- um. Það strandaði á því að Kaupfélag Skagfirðinga vildi ekki taka þátt og varð niðurstaðan sú að stofnað var rekstrarfélag, MS, sem Auðhumla með 90% framleiðenda á bak við sig og KS með 10% framleiðenda áttu í sameiningu. Undanþága frá til- teknum ákvæðum samkeppnislaga heimilaði þessa samvinnu en hún hef- ur alla tíð verið umdeild. Jafnframt var ákveðið að sameina Osta- og smjörsöluna þessu nýja rekstrar- félagi og sameina þannig sölukerfi allra mjólkursamlaga í landinu. Nú eru fjögur mjólkurvinnslufyrirtæki á landinu og aðeins tvö þeirra safna mjólk. „Þetta er mesta hagræðing sem nokkru sinni hefur verið gerð í land- búnaði á Íslandi,“ segir Egill og Egill Sigurðsson og Guðfríður Erla Traustadóttir búa á Beru- stöðum með 100 kýr auk sauð- fjár og nokkurra hrossa. Þau hófu búskap þar árið 1979, á jörð foreldra hennar sem þá höfðu hætt búskap að mestu, og hafa byggt upp myndarlegt bú. Þótt lífsstarfið liggi á Beru- stöðum hafa félagsmálin lengi verið vettvangur bóndans. Fyr- irferðarmest eru störf hans í þágu mjólkuriðnaðarins. „Ég hef lagt mig allan í þau, gert það af ástríðu og tel mig hafa miklu þekkingu á starfsemi Mjólkursamsölunnar. Það hefur kannski bitnað á fjölskyldu og búi en ég hef gert þetta með op- in augun. Vonandi hef ég gert rétt með því,“ segir Egill. Hef lagt mig allan í félagsstörfin BYRJUÐU UNG AÐ BÚA Á BERUSTÖÐUM Kynslóðir Kálfar á mismunandi aldri eru aldir upp í fjósinu á Berustöðum.Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is HLÍFÐARHÚÐ Á RÚÐUR u Kemur í veg fyrir að óhreinindi safnist á rúðuna / sólaselluna u Eykur öryggi og útsýni allt að tvöfalt í bleytu og rigningu u Kemur í veg fyrir að flugur, drulla, snjór og ísing safnist á rúðuna u Heldur regnvatni frá rúðunni u Býr til brynju á rúðunni fyrir leysiefnum og vökvum u Þolir háþrýstiþvott u Virkar við -30°C til + 30°C u Endingartími er 6 – 12 mánuðir Frábært á bílrúður – gluggarúður – sólasellur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.