Morgunblaðið - 09.08.2018, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2018
bendir á að starfsfólki hins sameinaða
fyrirtækis hafi fækkað um þriðjung.
„Þessum ávinningi, um þremur millj-
örðum á ári, var skilað til neytenda í
lægra verði á markaðnum og til
bænda í hærra verði fyrir innlagða
mjólk. Það má gagnrýna okkur fyrir
að hafa ekki skilið nógu mikið eftir í
fyrirtækinu sjálfu. Ástæðan er galið
verðlagningarkerfi. Opinber nefnd
stýrir verðlagningu á hráefni frá
bændum og verðlagningu á helstu af-
urðum fyrirtækisins. Hið opinbera
ákveður líka hvað fyrirtækið á að
kaupa mikla mjólk á hverju ári á fullu
afurðastöðvaverði. Þetta kerfi, þar
sem ákvarðanir um flestar mik-
ilvægar rekstrarstærðir eru teknar
utan fyrirtækisins, setur það í sjálf-
heldu þegar sviptingar verða á mark-
aði, til dæmis breytingar í eftirspurn
eða hækkun á mikilvægum kostn-
aðarliðum á borð við laun.
Við þurfum að geta brugðist jafn-
óðum við á síkvikum markaði, ekki
síst með tilliti til aukins innflutnings
sem þessi sömu stjórnvöld hafa nú
opnað fyrir. Í staðinn sitjum við föst í
opinberu verðlags- og birgðastýring-
arkerfi sem ekki er starfhæft og get-
ur ekki tekið tillit til kostnaðarhækk-
ana, eins og mikilla launahækkana,“
segir Egill og bætir því við að það
gangi ekki að skikka fyrirtækið til að
greiða afurðastöðvaverð til bænda
óháð markaðsaðstæðum. Miðað við
aðstæður á markaðnum í dag sé verið
að kaupa mjólkina á of háu verði.
Þetta séu ástæðurnar fyrir tap-
rekstri MS. „Við værum í enn verri
stöðu ef ekki hefði verið búið að ráð-
ast í þessa miklu hagræðingu í mjólk-
uriðnaðinum,“ segir hann.
Egill bindur vonir við ákvæði í gild-
andi búvörusamningi þar sem tekið
er á þessum málum. Mjólkur-
samsalan fái leyfi til að verðleggja
vörurnar með ákveðnum takmörk-
unum.
Sameinist í einu félagi
Hann segir að staða kúabænda hafi
sjaldan eða aldrei verið betri en nú.
Getur þess að Auðhumla greiði
bændum um 12 milljarða á ári fyrir
mjólkina og beingreiðslur ríkisins
nemi 6 milljörðum til viðbótar. Þá séu
tekjur fyrir kjötið eftir. Þetta sýni
hvað mjólkurframleiðslan sé mik-
ilvæg fyrir landsbyggðina. „Vitanlega
vilja menn halda sem lengst í þessa
stöðu en ég tel að það sé ekki í boði.
Það eru of margar forsendur að
breytast í umgjörð greinarinnar, auk-
inn innflutningur, stórfelld og dýr
tækniþróun í búskap og vinnslu sem
knýr á um stækkun eininga, miklar
sviptingar á launamarkaði með þeirri
atvinnuháttabreytingu sem hér er að
verða með uppbyggingu nýrra at-
vinnugreina. Þótt leiðinlegt sé að
segja það við menn verður framtíðin
aldrei eins og fortíðin. Nú er verið að
hleypa inn í landið 10% af ostafram-
leiðslunni, án tolla. Það mun hafa
áhrif á framleiðslu sérosta og þrýstir
auk þess á verðið. Mér finnst stjórn-
völd gefa út misvísandi skilaboð, segj-
ast ætla að efla matvælaframleiðslu í
landinu en leyfa síðan aukinn inn-
flutning osta,“ segir Egill.
Hann segir nauðsynlegt að ljúka
hagræðingunni sem byrjað var á fyrir
rúmum áratug. Koma þurfi söfnun og
kaupum mjólkur á eina hendi með því
að allir kúabændur eigi aðild að Auð-
humlu. Áfram verði hægt að vinna
mjólkina á ýmsum stöðum, bæði á
vegum MS, KS og annarra sjálf-
stæðra fyrirtækja, en þó þannig að
mjólkin verði seld á mismunandi
verði til vinnslunnar, eftir því hvaða
vörur eigi að vinna úr henni. Fram-
legð af vörutegundum er mjög mis-
jöfn. Þess vegna þurfi að selja mjólk á
öðru verði til framleiðslu osta en til
framleiðslu á jógúrt. Fyrirtæki sem
sérhæfi sig í mismunandi vöruflokk-
um standi þannig jafnfætis í sam-
keppni. Þau geti síðan verðlagt vörur
sínar eftir tilkostnaði og markaðs-
aðstæðum. Segir Egill að það fyr-
irkomulag sem er við lýði í samstarfi
Auðhumlu og KS hafi valdið mjólk-
urframleiðendum erfiðleikum vegna
þess að Samkeppniseftirlitið hafi
aldrei viðurkennt þá undanþágu-
heimild sem samstarfið grundvallast
á. Hann segir að minnkandi skiln-
ingur virðist vera í samfélaginu fyrir
þessu fyrirkomulagi og almennt á
mikilvægi landbúnaðarins.
Auðveldara væri að taka á þessum
málum ef bændur stæðu á einum
hugmyndagrunni. Svo sé ekki. Meðal
annars hafi verið deilur um það hvort
hér eigi að hafa kvótakerfi í mjólkur-
framleiðslu eða ekki og hvaða verð
MS eigi að greiða fyrir mjólk sem
þeir leggja inn umfram kvóta.
„Ég hef áhyggjur af félagmál-
unum. Aðeins tveir þriðju mjólkur-
framleiðenda eru í Landssambandi
kúabænda. Þar mynduðust tvær fylk-
ingar um kvótamálin og öðrum hópn-
um hefur fundist hinn keyra yfir sig.
Ef þessar deilur færast inn í mjólk-
uriðnaðinn getur hann skaðast stór-
lega. Við verðum að halda þessu fjör-
eggi okkar óbrotnu,“ segir Egill.
Felldur úr formannsstól
Á aðalfundi Auðhumlu í vor urðu
breytingar í stjórn, tveir fulltrúar
sem starfað hafa með Agli voru felldir
og nýir komu inn. Hann var eigi að
síður kosinn formaður þegar stjórnin
skipti með sér verkum að loknum að-
alfundi. Auðhumla skipar fjóra menn
í stjórn MS og KS einn og hefur verið
samkomulag um að formaður Auð-
humlu væri stjórnarformaður og
fulltrúi KS. Ný stjórn MS ákvað hins
vegar að kjósa Elínu M. Stefáns-
dóttur, bónda í Fellshlíð í Eyjafirði,
sem formann í stað Egils. Segist Egill
hafa mótmælt. Fyrir lægi samþykkt
fulltrúaráðs Auðhumlu um að sami
formaður væri í báðum stjórnunum
og hann talið eðlilegt að leggja málið
fyrir fulltrúafund í haust. Ekki var
orðið við því. Hann segir að með
minni og óskýrari tengslum á milli fé-
lagskerfisins og rekstrarfélagsins sé
erfiðara fyrir sig að fylgja eftir vilja
félagsmanna.
Egill segist ekki taka þessum
breytingum persónulega. Þarna sé
verið að blása í glæður deilna um
kvótann. Það sé óþarfi. Flestir telji
nauðsynlegt að hafa stjórnun á
mjólkurframleiðslunni, spurningin sé
aðeins um leiðir. Það mál verði tekið
fyrir við endurskoðun búvörusamn-
ings og kvótakerfið fari í almenna at-
kvæðagreiðslu meðal bænda á næsta
ári.
Varðandi ákvörðun um greiðslur til
bænda fyrir umframmjólk segist Eg-
ill hafa haft það að leiðarljósi að reyna
að greiða sem hæst verð. Það styrki
alla, ekki síst þá sem séu að byggja
sig upp í greininni.
Þurfum að geta brugðist jafnóð-
um við á síkvikum markaði
Egill Sigurðsson á Berustöðum segir galið verðlagningarkerfi setja Mjólkursamsöluna í erfiða stöðu
Hagræðingin hafi skilað milljörðum Var felldur sem stjórnarformaður vegna ágreinings um kvótakerfið
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Kúabóndi Kýrnar eru úti á túni við fjósið á Berustöðum. Egill Sigurðsson hefur áhyggjur af ónógri samstöðu kúa-
bænda og segir að deilur geti skaðað rekstur afurðasölufélagsins, Mjólkursamsölunnar.
VIÐTAL
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Ef verðlagningarkerfið væri í lagi
væri fyrirtækið á góðum stað en þar
eru hendur okkar bundnar. Það er
með frábærar vörur og góða ímynd
þótt við höfum fengið nokkur kjafts-
högg frá Samkeppniseftirlitinu. Það
er með gott starfsfólk og framsækið á
sumum sviðum,“ segir Egill Sigurðs-
son, bóndi á Berustöðum, sem hætti
sem formaður stjórnar Mjólkursam-
sölunnar eftir síðasta aðalfund, naut
ekki lengur stuðnings meirihluta
stjórnarmanna eftir breytingar á
stjórninni. Hann er þó áfram í stjórn
MS og er stjórnarformaður Auð-
humlu, móðurfélags MS.
Egill hefur tekið virkan þátt í fé-
lagsmálum kúabænda í 32 ár, innan
Landssambands kúabænda og mjólk-
uriðnaðarins. Þær miklu breytingar
sem orðið hafa í iðnaðinum síðustu
árin hafa orðið á hans vakt.
Föst í opinberu kerfi
Unnið var að sameiningu og hag-
ræðingu í mjólkuriðnaðinum eftir
aldamót. Mjólkurvinnslufyrirtæki
voru fyrr á árum 17, flest lítil og veik-
burða með einfalt vöruframboð, og öll
tóku við mjólk frá bændum á sínu
starfssvæði. Þegar Egill kom inn í
stjórn Mjólkurbús Flóamanna
(MBF) árið 2003 var unnið að sam-
einingu þess og Mjólkursamsölunnar
í Reykjavík (MS) í eitt fyrirtæki. Eg-
ill segir að á árunum 2005 og 2006
hafi verið unnið að því að stofna eitt
félag, Auðhumlu, sem bændur á öllu
landinu ættu aðild að en það gæti síð-
an rekið mjólkurvinnslu á fleiri stöð-
um. Það strandaði á því að Kaupfélag
Skagfirðinga vildi ekki taka þátt og
varð niðurstaðan sú að stofnað var
rekstrarfélag, MS, sem Auðhumla
með 90% framleiðenda á bak við sig
og KS með 10% framleiðenda áttu í
sameiningu. Undanþága frá til-
teknum ákvæðum samkeppnislaga
heimilaði þessa samvinnu en hún hef-
ur alla tíð verið umdeild. Jafnframt
var ákveðið að sameina Osta- og
smjörsöluna þessu nýja rekstrar-
félagi og sameina þannig sölukerfi
allra mjólkursamlaga í landinu. Nú
eru fjögur mjólkurvinnslufyrirtæki á
landinu og aðeins tvö þeirra safna
mjólk.
„Þetta er mesta hagræðing sem
nokkru sinni hefur verið gerð í land-
búnaði á Íslandi,“ segir Egill og
Egill Sigurðsson og Guðfríður
Erla Traustadóttir búa á Beru-
stöðum með 100 kýr auk sauð-
fjár og nokkurra hrossa. Þau
hófu búskap þar árið 1979, á
jörð foreldra hennar sem þá
höfðu hætt búskap að mestu,
og hafa byggt upp myndarlegt
bú.
Þótt lífsstarfið liggi á Beru-
stöðum hafa félagsmálin lengi
verið vettvangur bóndans. Fyr-
irferðarmest eru störf hans í
þágu mjólkuriðnaðarins. „Ég
hef lagt mig allan í þau, gert
það af ástríðu og tel mig hafa
miklu þekkingu á starfsemi
Mjólkursamsölunnar. Það hefur
kannski bitnað á fjölskyldu og
búi en ég hef gert þetta með op-
in augun. Vonandi hef ég gert
rétt með því,“ segir Egill.
Hef lagt mig allan í félagsstörfin
BYRJUÐU UNG AÐ BÚA Á BERUSTÖÐUM
Kynslóðir Kálfar á mismunandi aldri eru aldir upp í fjósinu á Berustöðum.Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is
HLÍFÐARHÚÐ Á RÚÐUR
u Kemur í veg fyrir að óhreinindi safnist
á rúðuna / sólaselluna
u Eykur öryggi og útsýni allt að
tvöfalt í bleytu og rigningu
u Kemur í veg fyrir að flugur, drulla,
snjór og ísing safnist á rúðuna
u Heldur regnvatni frá rúðunni
u Býr til brynju á rúðunni fyrir
leysiefnum og vökvum
u Þolir háþrýstiþvott
u Virkar við -30°C til + 30°C
u Endingartími er 6 – 12 mánuðir
Frábært á bílrúður – gluggarúður – sólasellur