Morgunblaðið - 09.08.2018, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.08.2018, Blaðsíða 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2018 Hvar er næsta verkstæði? FINNA.is SALERNISMÁL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Fyrr í sumar rataði það í fréttir að stór vöndull af blautklútum hefði vald- ið óskunda í holræsakerfinu. Einnig hefur verið sagt frá hvernig blautklút- ar menga strandlengjuna og nýlega að efna þurfti til auglýsingaherferðar til að reyna að hvetja landsmenn til að sturta skítugum blautþurrkunum ekki í klósettið eftir notkun. Það er svo sem ágætt að setja blautþurrkuna í ruslið, ef hún hefur t.d. verið notuð til að þrífa farða af andliti, en fæstum líkar tilhugsunin við að hafa ruslatunnu inni á baði fulla af blautþurrkum sem notaðar hafa verið til að hreinsa miðsvæðið eftir salernisferð. Japanirnir komnir lengst Ísleifur Leifsson hjá Ísleifi Jóns- syni ehf. segir blautþurrkuvandann að hluta til skrifast á það að Íslendingar hafa ekki tamið sér nægilega góðar hreinlætisvenjur þegar teflt er við páfann (hvort heldur sem leikin er hraðskák eða venjuleg). Víða í Evrópu og í Asíu sé vaninn að skola afturend- ann með vatni, ýmist með undirlífs- þvottaskál (bidet) eða með þar til gerðum sturtuhaus sem finna má hjá klósettinu. „Áður fyrr rak Íslendinga oft í rogastans þegar þeir komu á hót- el í suðurhluta Evrópu og fundu þar postulínsskál inni á baði sem þeir héldu að væri aukaklósett. Eru til sög- ur af því að sumir hafi notað undirlífs- þvottaskálarnar sem fótabað eða til að þvo sokka,“ útskýrir Ísleifur. „Finn- arnir skera sig frá öðrum Evrópu- þjóðum því þeir fara þá leið að hafa lít- inn sturtuhaus við hliðina á klósettinu og skola sig hreina með honum.“ Íslendingar eru ekki einir um að láta klósettpappírinn duga og segir Ís- leifur að skoltæki séu sjaldséð í Bandaríkjunum og hjá germönskum og norrænum þjóðum Evrópu. „Í Asíu er aftur á móti algengt að nota vatn til skolunar á salernum og kannski eins gott því það myndi ganga mjög á skóglendi jarðarinnar ef fólkið sem þar býr notaði salernispappír í sama mæli og við gerum.“ Japanirnir eru lengst komnir á þessu sviði og smíða fullkomin klósett sem hafa innbyggðan skolunarbúnað. Ísleifur segir japönsku snjallklósettin hafa orðið til bæði sem leið til að vernda umhverfið með minni papp- írsnotkun en ekki síst til að auka sjálf- stæði aldraðra og fatlaðra sem þurfa ekki aðstoð við að nota salernið ef hægt er að ýta á takka til að „skola kjallarann“ eins og Ísleifur orðar það. „Hreinsaði allt sem fyrir varð“ Búi Bjarmar Aðalsteinsson, vöru- hönnuður og frumkvöðull, minnist þess hve merkileg reynsla það var að nota japanskt hátækniklósett í fyrsta sinn. Það gerði hann í heimsókn til ís- lensks vinar síns í Japan árið 2012. „Fyrsta klósettið sem ég prófaði var með bunu sem virkaði hálfpartinn eins og haglbyssa og hreinsaði allt sem fyr- ir varð. Síðar uppgötvaði ég fullkomn- ari klósett sem skola af meiri ná- kvæmni og eru með takka til að stýra styrk og hitastigi, og með sérstaka dömustillingu sem færir vatnsbununa framar.“ Segir Búi að fátt jafnist á við að hafa létt á sér og fá síðan volga vatns- bunu á hárréttan stað. „Þetta er svona ‚grand finale‘ á að hafa skilað öllu af sér og yndislegt að geta staðið upp af klósettinu alveg tandurhreinn.“ Það geta verið mikil viðbrigði að hreinsa afturendann með þessum hætti en Búi segir að bunan venjist fljótt. „Og það verður ekki deilt um hreinlætistilfinninguna. Þegar maður hefur ekki lengur aðgang að skolun- inni þá er upplifunin svipuð og að hafa ekkert betra en dagblað til að hreinsa á sér munn og fingur eftir KFC- máltíð. Með klósettpappírnum erum við varla að þrífa að neinu ráði og vatnið miklu markvissari og betri leið, auk þess að spara kynstrin öll af papp- írsrúllum.“ Fjórfalt dýrari Halldór Vilbergsson, þjónustustjóri hjá Tengi, segir snjallklósettin njóta vaxandi vinsælda hérlendis og þá ekki síst hjá fólki sem hefur skerta hreyfi- getu. „Þessi klósett hjálpa fólki að bjarga sér sjálft og mig grunar að þau myndu bæði gleðja íbúa og spara vinnu aðstoðarfólks á hjúkrunar- og öldrunarheimilum.“ Að sögn Halldórs er algengt að snjallklósettin kosti um fjórfalt meira en hefðbundið vatnssalerni. Verðið getur þó verið breytilegt eftir því hve fullkominn búnaðurinn í klósettinu er. „Tækið sem við höfum til sýnis í versl- uninni hjá okkur virkar þannig að ýtt er á takka og þá kemur út lítil sprauta og spýtir út vatni sem hitað hefur ver- ið upp í 38°C. Að því loknu tekur við hitablásari sem þerrar sitjandann. Úti í heimi má meira að segja fá salerni með lykteyðandi búnaði og sem gefa frá sér hljóð til að fela það sem gengur á þegar klósettið er notað.“ Með tandurhreinan bossa eins og Japani  Japönsku snjallklósettin gætu verið lausn á blautþurrkuvandanum  Þau auka einnig hreinlæti, draga úr salernispappírsnotkun og hjálpa öldruðum og fötluðum að lifa sjálfstæðara lífi Morgunblaðið/Hari Spúlun „Finnarnir skera sig frá öðrum Evrópuþjóðum því þeir fara þá leið að hafa lítinn sturtuhaus við hliðina á klósettinu og skola sig hreina með honum,“ segir Ísleifur sem stillir sér hér upp við hátækniklósett með skoli. Halldór Vilbergsson Búi Bjarmar Aðalsteinsson bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar Enn einn dagur í Paradís Bez t á bo rgarann Laugavegi 77, 101 Reykjavík - Sími: 551-3033 ÚTSALA 30-50% afsláttur Flottir í fötum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.